Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Jólaapar
safna
Apinn Arong hefur
gengið til liðs við Hjálpræð-
isherinn í Seul í
Suður-Kóreu,
klingir bjöllu og
hvetur fólk til að
láta fé af hendi
rakna til þeirra
sem minna
mega sín. Hjálp-
ræðisherinn fær
hjálp tveggja apa
við jólasöfnun
sína í Seul en
söfnunarféð er einkum not-
að til að hjálpa munaðar-
lausum og öðrum sem eiga
um sárt að binda.
Dregur úr
ölvunarakstri
Nú fer í hönd sá tími
ársins þegar lögreglumenn
um allt land auka eftirlit
með ökumönnum með til-
liti til ölvunaraksturs. Lög-
reglubifreið, sérstaklega
búin tækjum til töku önd-
unarsýna, er á ferðinni í
öllum umdæmum um
þessar mundir. Dregið hef-
ur úr ölvunarakstri undan-
farin ár. Á árinu 2000 voru
brotin 2.482, árið 2001 voru
þau 2.081, en á síðasta ári
voru þau 1.859. Viðurlög
við ölvunarakstri eru svipt-
ing ökuréttinda í 2-12
mánuði og sektir allt
aðlOO.OOO kr.
Beðið
um frest
Dómari úrskurðar á
föstudag hvort Islenska
kvikmyndasamsteypan og
dótturfélögin Regína og
Fálkar fá framlengda
þriggja vikna greiðslustöðv-
un sína. Beiðni um fram-
lengingu var lögð fram í
gær. Heildarkröfur nema
tæplega 500 milljónum
króna, en langstærsti kröfu-
haftnn er Landsbankinn.
Auk þess er mikill íjöldi
smærri kröfuhafa.
Hvar er
buskinn
Buskinn er óviss staður,
segir á Vísindavef Háskóla
íslands. Karlkynsorðið
buski merk-
ir skógur
eða runni,
samanber
enska orðið
„bush“.
Snemma
virðast
menn hafa farið að nota
orðið í merkingunni að fara
út í bláinn. Skýrist það ef
við hugsum um andstæð-
una náttúra/menning.
Buskinn tilheyrir náttúr-
unni, hann er ekki meðal
rnanna, þess vegna merkir
það að fara út í buskann að
fara á einhvern óþekktan
stað.
Ásgerður Jóna Flosadóttir segist hafa bakað sér óvild með því að taka á óreiðu og
spillingu innan Mæðrastyrksnefndar. Fyrir það hafi hún á endanum verið hrakin
úr formannsembættinu. Ásgerður segir að andstæðingarnir ættu að skammast sín.
Höluð fypip að úthýsa
spilltum mæögum
Asgerður Jóna Flosadóttir „Hefur einhver
heyrt um somkeppni liknarfélaga?" spyr
burtflæmdur formaður Mædrastyrksnefnd
ar Reykjavikur sem stofnað hefur Fjöl
skylduhjálp Islands og sendir hæstráðend
um i Mæðrastyrksnefnd kaldar kveðjur.
Vinna bara með munninum
Ásgerður segist hafa óskað eftir því á stjórnar-
fundi að fá greiddar 80 þúsund krónur á mánuði í
laun. Við því hafl verið orðið og hún fengið laun-
in frá 1. janúar árið 2002.
„Nefndin blómstraði en vinnan var
gífurleg. Það er ekki hægt að bera
saman mitt starf og það sem
áður var. Nefndin hefur aldrei
haft jafn mikið fyrir skjól-
stæðinga og í minni for-
mannstfð. Þær ættu að
skammast sín fyrir að
tala um þessi laun
mín vegna þess
„Mæðrastyrksnefnd naut aldrei jafn mikils
trausts meðal gefenda og þegar ég var formaður.
Hverjar eru það sem hafa nú skemmt þetta
traust?"
Svona spyr Ásgerður Jóna Flosadóttir sem
sagði af sér embætti formanns Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur fyrir rúmum mánuði, þrem-
ur dögum áður en velta átti henni úr sessi á auka-
aðalfundi.
Gjaldkerinn tapaði matarmiðum
Að sögn Ásgerðar varð hún fyrst fulltrúi Félags
háskólamenntaðra kvenna í Mæðrastyrksnefnd
árið 1996. Tveimur árum síðar hafi hún verið kjör-
in í stjórn og valin til formennsku 1999.
Ásgerður segist fljótt hafa bakað sér óvild þá-
verandi gjaldkera Mæðrastyrksnefndar sem rekið
hafi nefndina sem sitt eigið fyrirtæki.
„Mér blöskraði að hún gat starfað eins og hún
kaus sjálf. Það vissi enginn hver fékk úthlutað hjá
henni. Ég skapaði mér óvild hennar af því að ég
var alltaf að gera athugasemdir," rifjar Ásgerður
upp.
Smyglað brennivín hjá nefndinni
Að sögnÁsgerðar sagði hún gjaldkeranum upp
störfum vegna ofangreindrar óreiðu. Meðal ann-
ars hafl matarmiðar fyrir um 40 þúsund krónur
horflð sporlaust úr höndum gjaldkerans. Þess
utan hafi skuldabréf upp á 1,5 milljónir króna
horfið um skeið.
Ásgerður segist líka hafa losað nefndina við
dóttur gjaldkerans. Dóttirin hafi verið launaður
starfsmaður hjá nefndinni en seinna tekið sæti
sem ólaunaður fulltrúi eins aðildarfélagsins. Ás-
gerður fullyrðir að dóttirin hafi meðal annars ver-
ið staðin að því að geyma talsvert magn af smygl-
uðu áfengi í húsakynnum nefndarinnar. Þetta
hafi viðkomandi aðildarfélagi, Kvenréttindafélagi
íslands, verið gert ljóst og það beðið að tilnefna
nýjan fufitrúa.
„Bar svo við í mörg ár og alveg fram á þennan
dag að umræddur fyrrurn starfsmaður og nú aðal-
maður ykkar gekk óhikað í þann varning sem
nefndinni er gefinn," sagði meðal annars í bréfi
Ásgerðar til Kvenréttindafélagsins.
Farlama strengjabrúða í mótframboð
„Þegar ég var beðin að taka að mér for-
mennsku árið 1999 stUltu mæðgurnar og ein
nefndarkonan upp fársjúkri og rúmliggjandi konu
á níræðisaldri til þess að þær gætu hafdið áfram
að reka nefndina sem sitt eigið fyrirtæki eins og
þær höfðu gert f 25 ár,“ fullyrðir Ásgerður sem þó
náði kjöri gegn hinum farlama mótframbjóðanda.
„Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður Kvenrétt-
indafélags íslands og lögmaður Mæðrastyrks-
nefndar, hefur nýlega sagt frá því með vandlæt-
ingu að ég hafi rekið gjaldkerann. Hún gleymdi
hins vegar að segja frá ástæðunni. Ég hreinsaði
óþrifnaðinn úr hópnum og kennitölutengdi mat-
armiða þannig að það væri á hreinu hverjir fengju
hvað og hvers vegna. Gjaldkerinn braut þetta
stöðugt og þess vegna varð ég að láta hana fara,“
segir Ásgerður.
„Ég hreinsaði óþrifnaðinn
úr hópnum."
að formenn nefndarinnar hafa f áratugi verið með
laun í desember," segir Ásgerður, sem einnig
undrast gagnrýni á að hún hafi fengið greiddan
farsíma. Formaður nefndarinnar hafi á sínum
tíma fengið greiddan heimasíma.
Ásgerður fullyrðir að allar hennar gjörðir hafi
verið samþykktar af stjórn. Ásakanir um einræð-
istilburði beri vitni um virðingarleysi fyrir með-
limum nefndarinnar. „Þær gera lítið úr konum
sem hafa starfað í áratugi, eru mjög skýrar í koll-
inum og hafa sínar eigin skoðanir á hjálparstarfi.
Konurnar í dag vinna ekkert með höndunum -
bara með munninum," segir Ásgerður.
Varnaðarorð á salerni
í október boðuðu formenn aðildarfélaganna
Ásgerði á sinn fund. Hún segir framkvæmdastjóra
Kvenréttindafélags íslands, sem sæti á í Mæðra-
styrksnefnd, hafa í vitna viðurvist dregið sig inn á
salerni hjá nefndinni og varað sig við því að mæta
á fundinn. Ætlunin væri að brjóta hana niður
andlega. „Þessar konur höfðu ekkert boðvald yfir
mér og ég mætti ekki á fundinn," segirÁsgerður.
Eftir þetta var boðað til aukaaðalfundar 6. nóv-
ember. Ásgerður tilkynnti um afsögn sína þremur
dögum áður en að fundinum kom.
„Ég ætlaði ekki að láta þær víkja mér frá heldur
segja af mér sjálf - ég hef ákveðið stolt. Ég hafði
ekki geð í mér til að sitja fundinn heldur sendi
þeim kurteislegt bréf með afsögn minni," segir
Ásgerður.
Opið bókhald Fjölskylduhjálpar
Sérstök nefnd á vegum Kvenréttindafélags ís-
lands, sem átti að skoða störf Mæðrastyrks-
nefndar, skilaði niðurstöðu í maí í
vor. Nefndin sagði að
spyrja þyrfti að því
hversu mikils virði
innkoma af flóa-
markaði nefndar-
innar væri. Taka
rnætti upp
samtarf við
aðra aðila sem
væru með flóa-
markaði. Skjól-
stæðingar
nefndar-
inn-
ar
gætu leitað á þá staði með beiðni frá nefndinni.
„Ég barðist gegn því að fötin færu. Þegar ljóst
var að þetta yrði að veruleika ræddum við saman
nokkrar konur í nefndinni og stofnuðum eigið
líknarfélag sem átti eingöngu að vera með fatn-
að,“ segir Ásgerður. Þarna var komið félagið sem
síðar fékk nafnið Fjölskylduhjálp íslands og út-
hlutar nú bæði mat, fatnaði og öðrum nauðþurft-
um til bágstaddra. Hún segir að nokkrar konur
hafi sagt sig úr Mæðrastyrksnefndinni auk nýliða.
„Bókhald Fjölskylduhjálparinnar verður opið
almenningi sem getur flett öllum fylgiskjölum,"
segir Ásgerður.
Ekki að drukkna í hugmyndum
í síðasta mánuði kom í ljós að Ásgerður var
með prókúru á einn af mörgum bankareikning-
um Mæðrastyrksnefndar - þvert ofan í það sem
hún hafði áður sagt. Hún segir það hafa verið
vegna mistaka.
„Árið 2001 lagði ég til að formaður yrði ekki
með prókúru. Vegna mistaka í bankanum var ég
enn skráð með prókúru á einum tékkareikningi.
Ég vissi ekkert um það sjálf en þetta kom í ljós í
síðasta mánuði. Það var ekki ein ávísun skrifuð út
afmér," segir Ásgerður.
Guðbjörg Pétursdóttir, fyrrverandi gjaldkeri
Mæðrastyrksnefndar, staðfestir þetta við DV.
Ásgerður segist einfaldlega hafa verið of dug-
leg og hugmyndarík fyrir ráðandi öfl í Mæðra-
styrksnefnd.
„Þessar konur eru ekki að drukkna í eigin hug-
myndum. Þær segjast geta byggt upp traust nú
þegar ég er farin. Það eru þær sjálfar sem eru bún-
ar að eyðileggja traustið - ekki ég. Þær hræðast
Fjölskylduhjálpina og tala um að við séum í sam-
keppni. Hefur einhver heyrt urn samkeppni líkn-
arfélaga? Þessar konur ganga gjörsamlega fram af
mér,“ segir Ásgerður Jóna.
gar@dv.is