Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 Fókus DV Guðmundur Ingi Þorvaldsson er leikstjóri Ójólaleikritsins sem leikhópurinn Fimbulvetur frumsýnir í kaffihúsinu Aðalstræti 10 í kvöld. Verkið er í anda Monty Python, að sögn Guðmundar. Hann hefur einnig í nógu að snúast með hljómsveitinni Atómstöðinni sem var að gefa út sína fyrstu plötu. „Það er aldrei fullkomina Iriðnr í sálinni He^ar álriðarástand er i heiminum" „Þetta er svona álíka kaos og hefði myndast ef geimverur hefðu lent á Snæfellsnesi,“ segir Guð- mundur Ingi Þorvaldsson leikstjóri um Ójólaleikritið sem leikhópurinn Fimbulvetur frumsýnir í kvöld, í húsnæðinu þar sem Vídalín var áður. „Þetta er svona skets í anda Monty Python og er sirka 30 mín- útna langt. Það gerist á jólanóttina sjálfa fyrir 2002 árum og segir frá því kaosi sem varð þegar engill guðs kom til jarðar og tilkynnti allri heimsbyggðinni að eitthvað stór- kostlegt hefði gerst í Betlehem, sendi þangað þúsundir fjárhirða, vitringa og borgara að leita að frels- aranum sem enginn vissi hvað var. Bærinn er ekki í stakk búinn til að taka við öllu þessu fólki og hvorki gistirými né klósett handa öllum.“ Klósett koma reyndar einnig við sögu æfinga leikritsins. Meðan á æf- ingum stóð var verið að gera húsið upp og iðnaðarmenn djöfluðust í kringum leikarana á meðan rekstr- araðilar hússins gengu um gólf með gemsa í hendi. Æfingar á klósettinu „Til að fá frið til að æfa læstum við Gísli Pétur Hinriksson, fyndn- asti maður Islands, okkur inni á klósetti til að fara með línurnar okkar. En við fengum ekki frið þar heldur, því þegar við byrjuðum að fara með rullurnar fór einhver að pússa hurðina að utan með raf- magnsslípitæki." „Hættu þessu," bætir hann við og ég held að hann sé að leika fyrir mig hvernig það er að standa inni á klósetti og biðja smiðinn að hætta að pússa, en þá kemur í ljós að fyndnasti maður ís- lands er að klípa í rassinn á honum. „Þetta er öðruvísi leikhús," segir Guðmundur. „Þetta er kallað Black Box Theatre á ensku en við höfum kosið að kalla það nakið leikhús. Umgjörðinni er haldið í lágmarki en því meira treyst á túlkun leikar- anna. Og leikararnir lögðu allir mikið á sig; mættu t.d. allir hingað beint úr dagvinnu eða af öðrum sýningum.“ Vinstri-grænn og sjálfstæðis- maður saman í bandi Leikritið er eftir Jeff Goode, sem vonandi stendur undir nafni, og verður frumsýnt í kvöld klukkan 20, en frekari upplýsingar má nálgast í síma 551 0962. Guðmundur Ingi Þorvaldsson er leikari og leikstjóri, en honum er fleira til lista lagt. Hann er nefnilega einnig söngvari og ann- ar gítarleikariAtómstöðvarinnar sem er að gefa út diskinn New York- Baghdad-Reykjavik. Hvers vegna þessi nöfn? Ekki eruð þið kommúnistar? „Þessi hljómsveit verður seint sammála um pólitík. Meðal með- lima eru fyrrverandi formaður hjá vinstri-grænum og einn eldheitur sjálfstæðismaður, þannig að túrarn- ir hjá okkur hafa ósjaldan endað í rifrildi. Platan er pólitísk en á mjög innhverfan hátt; textarnir fjalla um það hvernig hefur verið að vera venjulegur Islendingur með skugga 11. september í bakgrunninum. Það er aldrei fullkominn friður í sálinni þegar ófriðarástand er í heiminum." Popptíví-dúkka sem stundar hópsex tvisvar í viku Guðmundur var áður í gleðisveit- inni Tvö dónalega haust sem gaf út plötuna Mjög fræg geislaplata. En hérna er brúnin orðin heldur þyngri, eða hvað? „í heild eru laga- og textasmíðar Atómstöðvarinnar mun alvarlegri og einlægari, og spilamennska betri og metnaðarfyllri, en það rná enn þá finna húmor og kaldhæðni hér og þar, eins og til dæmis f laginu „Lag hins hamingjusama neytanda.“ Skotleyfi auglýsenda á neytendur er algert. Þú þarft að drekka kók til að vera í fallega liðinu, ert ekki frjáls nema þú eigir síma, enginn lítur við þér nema þú lítir út eins og popp- tívi-dúkka og þú verður að stunda hópsex tvisvar f viku til að vera mað- ur með mönnum. Það er eitthvað að þegar farið er að leggja 6 ára stúlkur og 12 ára stráka inn á geðdeild með anorexíu, er það ekki? Það þarf að vernda börn og unglinga fyrir mark- aðshyggjunni." Ömurlegt morð í Mexíkó Minna fer þó fyrir kaldhæðni í laginu Blæðandi sár; „Tilurð textans við það lag var sú að við vöknuðum snemma í góðum gfr síðasta vor til að hefja tökur á plötunni. En áður en við byrjuðum fékk Sigfús Ólafsson trommari þær fréttir að skiptinema- bróðir hans hefði verið myrtur á heimili sínu úti í Mexíkó um nóttina af innbrotsþjófum þegar hann reyndi að vernda konu sína og son, en Sigfús er guðfaðir sonarins. Sigfús dreif sig að sjálfsögðu upp í næstu flugvél til Mexíkó og þegar hann kom aftur flaug hann beint í gigg með okkur á Isafjörð. Eftir ball settist hann niður og skrifaði ógrynni af ljóðum urn hugarástand sitt, sem við breyttum svo í textann við lagið Blæðandi sár.“ Útgáfutónleikar Atómstöðvarinnar eru á Grandrokk á laugardagskvöldið klukkan 23. Amos hitar upp, og það er ókeypis inn. Platan New York-Baghdad-Reykja- vik er komin í búðir. valur@dv.is Kanínur eiga að taka lýsi Sigrún spyr: Dóttir mín á tvær kanínur og við höfum verið að velta fyrir okkur hvað sé eðlilegt að þær borði mikið. Er hægt að reikna út eðlilegan dag- skammt af fóðri og hvaða grænmeti er betra en annað? Er nauðsynlegt að viðra þær reglulega yfir hávetur- inn?“ Dýralæknirinn svarar: Kanínur þola ekki skemrnt, rykugt eða myglað fóður. Forðist öll snögg fóðurskipti. Reglusemi í fóðrun og gjafatímum er mikilvæg því annars er hætta á ofáti ef dýrin svengjast um of. Það á alltaf að hafa gott hey hjá þeim og gott er að hafa gras yfir sumartímann. Einnig er gott að gefa kanínum grænmeti, kál, epli, gulrætur og síðan heilfóð- ur sem fæst í pökkum. Kanínur eiga alltaf að hafa aðgang að hreinu vatni. Þó að vítamínin séu aðeins mjög lítill hluti fóðursins eru þau engu að síður mikilvæg. Vítamínskortur veldur ýmsum kvillum. Einn dropi á dag af lýsi nægir kanínu tll að fullnægja A- og D-vítamínþörf. Gott er að kanínur fái hæfilega hreyfingu en ekki er nauðsynlegt að viðra þær á vet- urna. Köttur með kláða Björn Sigurðsson spyr: „Kötturinn minn er eins árs um þessar mundir. Hann hefur verið stálhraustur en nú er eins og hann fái kláðaköst. Getur verið að hann sé með ofnæmi?“ Dýralæknirinn svarar: „Það er mögulegt að hann þjáist af ofnæmi. Hann getur einnig verið með eyrnamaur sem veldur kláða í eyrum og umhverfis þau. Til þess að ganga úr skugga um það er best að láta dýralækni líta á hann." Lesendur geta sent fyrirspurnir um gæludýrin sín til Guðbjargar Þorvarðardóttur dýralæknis á póst- fangið dyralaeknir@>dv.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.