Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Qupperneq 17
DV Sport
MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 17
i leiki sína í Evrópukeppninni. Keflavík
nu í keppninni.
Þrír heimakærir í Keflavíkurliðinu
Heima Úti Heima Úti Heima Úti
14,5 Stigíleik: 12,1 16,3 Stigíleik: 10,1 20,6 Stigíleik: 16,5
4,3 Fráköst í leik: 2,6 4,3 Fráköst í ieik: 2,7 9,3 Fráköst í leik: 8,0
5,0 Stoðs. I leik: 2,9 4,6 Stoðs. í leik: 1,7 4,0 Stoðs. í leik: 5,1
50% Skotnýting: 41% 51% Skotnýting: 40% 60% Skotnýting: 45%
3,3 3ja stiga körfur: 2,8 2,1 3ja stiga körfur: 1,7 0,9 3ja stiga körfur: 1,5
42% 3ja stiga nýting: 37% 43% 3ja stiga nýting: 39% 33% 3ja stiga nýting: 43%
18,3 Framlag í leik: 11,6 18,7 Framlag í leik: 8,4 26,4 . Framlag í leik: 18,6
Samanburöur á frammistöðu þriggja lykilleikmanna í heimaleikjum og útilelkjum Keflavíkurliðsins (vetur.
Gunnar Einarsson, fyrirliði Keflavíkur, segir að franska liðið
Toulon sé það besta sem þeir hafa mætt í Evrópukeppninni.
Við þurfum topp-
leiktil aðvinna
Gunnar Einarsson, fyrirliði Kefla-
víkur, var bjartsýnn fyrir leikinn gegn
franska liðinu Toulon í kvöld þegar
DV Sport ræddi við hann í gær. Hann
sagði að leikurinn yrði erfiður enda
franska liðið mjög hávaxið og að mati
Gunnars það besta sem þeir hefðu
spilað á móti í riðlinum.
Gengið vel á heimavelli
„Okkur hefur gengið vel á heirna-
velli í þessum riðli og vonandi heldur
það góða gengi áfram. Þar höfum við
náð að spila okkar leik sem var alls
ekki raunin þegar við lékum gegn
Toulon í FrakJdandi. Þá spiluðum við
illa en það má ekki taka ffá franska
liðinu að það er mjög sterkt.
Þeir eru mun hávaxnari en við og
sem dæmi get ég nefnt að maðurinn
sem var að dekka mig í Frakklandi var
höfðinu hærri en ég og ég sá eiginlega
aldrei körfuna. Það er það sem þeir
hafa fram yfir okkur og því er nauð-
synlegt fyrir okkur að hitta vel úr skot-
um fyrir utan í kvöld. Ég býst að við
munum spila pressuvörn á þá líkt og
við höfum gert í hinum tveimur
heimaleikjunum en það er þó ekki
komið á hreint," sagði Gunnar.
Hann sagði að Keflavík þyrfti
nauðsynlega að sigra Toulon til að
létta af sér pressunni fyrir útileikina
tvo í Portúgal í næstu viku.
„Við erum í efsta sæti riðilsins eins
og staðan er nú og ef við vinnum Tou-
lon þá erum við öruggir áfram í næstu
ttmferð. Það væri ekki gott að þurfa
að fara til Portúgals með það á bakinu
að verða að sigra í öðrum hvorum
leiknum og því munum við leggja alla
áherslu á að vinna leikinn í ftvöld. Til
þess að það gerist þá verðum við að
ná toppleik enda er franska liðið að
mínu mati mun betra heldur en bæði
portúgölsku liðin."
Mikið ævintýri
Gunnar sagði að það væri mildð
ævintýri að taka þátt í Evrópukeppn-
inni og ekld spillti fýrir að gengið
hefði verið gott. „Það hefur verið frá-
bært að spila fyrir fullu húsi hérna í
Keflavík í tveimur heimaleikjunum í
Evrópukeppninni og stemningin er
mikið meiri heldur en á venjulegum
deildarleik. Það er líka skemmtilegt
fyrir okkur áhugamennina að standa
uppi í hárinu á atvinnumönnum og
áetti að gefa mönnum sjálfstraust fyr-
ir framhaldið.
Menn öðlast mikla reynslu í svona
leikjum og þetta er tækifæri fyrir
menn ef þeir hafa áhuga á því að
komast erlendis til að spila. Ég fæ ekki
betur séð en að margir leikmanna
Kelfavíkurliðsins eigi fullt erindi í
betri deildir á meginlandinu ef ég tek
mið af leikjunum sem við höfum spil-
að.“
Gunnar sagði að markmið liðsins
fyrir riðlakeppnina hefði verið að
komast áfram í næstu umferð og allt
annað væri bónus. „Við emm nálægt
því að ná því markmiði og það væri
grátlegt að klúðra því. Þrú efstu liðin
fara áfram og við ætlum okkur að vera
í þeim hópi,“ sagði Gunnar.
oskar@dv.is
Keflvíkingar eru ósigraðir í 22 heimaleikjum
Keflavíkurliðið i körfunni hefur unnið alla tiu heimaleiki sina i vetur og alls 22 í röð á árinu.
Keflavik leikur i kvöld sinn þriðja heimaleik i Borgarkeppni Evrópu en liðið hefur unnið hina
tvo á sannfærandi hátt. Hér á hópmyndinni að ofan sjást Keflvikingar fagna sigri sinum i
meistarakeppni KKÍ fyrr i vetur.
UPPBOÐ
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Stillholti 16-18,
Akranes, sem hér segir á eftirfar-
andi eignum:
Akurgerði 13, fastanúmer 210-
1837, Akranesi, þingl. eig. Guðjón
Helgi Þorvaldsson, gerðarbeið-
andi Kreditkort hf, mánudaginn
15. desember 2003 kl. 14:00.
Höfðasel 5, fastanúmer 225-1887,
Akranesi, þingl. eig. Júlíus Magn-
ús Ólafsson, gerðarbeiðandi
Sýslumaðurinn á Akranesi, mánu-
daginn 15. desember 2003 kl.
14:00.______________________
Jaðarsbraut 35, íbúð 0201, fasta-
númer 210-0965, Akranesi, þingl.
eig. Guðni Jónsson og Ingveldur
M Sveinsdóttir, gerðarbeiðendur
íbúðalánasjóður og Söfnunarsjóð-
ur lífeyrisréttinda, mánudaginn
15. desember 2003 kl. 14:00.
Leynisbraut 37, fastanúmer 224-
1433, Akranesi, þingl. eig. Run-
ólfur Þór Sigurðsson, gerðarbeið-
andi Landsbanki íslands hf,aðal-
stöðv, mánudaginn 15. desember
2003 kl. 14:00.
Skólabraut 2-4, hluti 0101,
fastanr. 210-2213, Akranesi, þingl.
eig. Útlit ehf, gerðarbeiðendur
Harpa-Sjöfn hf, Lífeyrissjóður
verslunarmanna og Sýslumaður-
inn á Akranesi, mánudaginn 15.
desember 2003 kl. 14:00.
Stekkjarholt 20, íbúð 0101 og bíl-
skúr, fastanúmer 210-1434, Akra-
nesi, þingl. eig. Þorsteinn G Pét-
ursson, gerðarbeiðandi íbúða-
lánasjóður, mánudaginn 15. des-
ember 2003 kl. 14:00.
Stillholt 2, fastanúmer 210-1337,
Akranesi, þingl. eig. Gunnar
Kristinn Baldursson, gerðarbeið-
endur Húsasmiðjan hf og Útgáfu-
félagið DV ehf, mánudaginn 15.
desember 2003 kl. 14:00.
Stillholt 23, fastanúmer 210-0563,
Akranesi, þingl. eig. Hjörleifur
Jónsson ehf, gerðarbeiðendur
Lýsing hf og Sýslumaðurinn á
Akranesi, mánudaginn 15. desem-
ber 2003 kl. 14:00.
Vallarbraut 9, íbúð 0202, fasta-
númer 210-0760, Akranesi, þingl.
eig. Helga Jónsdóttir, gerðarbeið-
andi Lífeyrissjóður sjómanna,
mánudaginn 15. desember 2003
kl. 14:00.
Vesturgata 26, íbúð 0001, fasta-
númer 210-2377, Akranesi, þingl.
eig. Magnús Einarsson, gerðar-
beiðandi íbúðalánasjóður, mánu-
daginn 15. desember 2003 kl.
14:00.
SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI