Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 Fréttir DV Gaf ömmu sinni insúlín fyrir ránið „Þetta er hörmungarmál og öll fjölskyldan er í losti út af þessu," sagði talsmað- ur fjölskyldu þeirra Jó- hanns og Heimis. Heimir, sem býr hjá ömmu sinni í Kópavogi, var hjá henni í fyrradag og hjálpaði henni að sprauta sig með insúlíni, en hún er sykursjúk. Þetta var það síðasta sem spurðist til hans en að því loknu fór Heimir með Jó- hanni frænda sínum og þeir rændu Bónus með af- söguðum haglabyssum og neyddu starfsmennina til að krjúpa á meðan þeir rændu búðina. Foreldrar Heimis eru á leiðinni heim frá Noregi. „Ég held að drengirnir hafi á engan hátt gert sér grein fyrir alvarleika málsins," sagði fjölskyldumeðlimur. Fæddir'84 Heimir Ingi og Jóhann Bjarni eru báðir fæddir 1984. Þeir eru systkina- synir. Þeir hafa játað fyrir lögreglunni í Kópavogi að hafa rænt Bónus. Þeir voru leiddir fyrir dómara í Hér- aðsdómi Reykjaness síð- degis í gær. Þeir verða í gæsluvarðhaldi fram á Þor- láksmessu. Jóhann Bjarni Guðjónsson og Heimir Ingi Hafþórsson voru handteknir í fyrrakvöld eftir vopnað og óvenju bíræfið rán í Bónus við Smiðjuveg. Klukkustund fyrir ránið hafði Jóhann Bjarni verið að hjálpa föður sínum í málningarvinnu á nýju heimili þeirra. Sagðist ætla í mat til afa og ömmu en fór þess í stað vopnaður í ránsferð. Vopnuðrán Rán þar sem byssum er beitt eru sjaldgæf á Islandi. I Landsbankaráninu á Laugavegi 77 árið 1984 not- aðist ræninginn við afsag- aða, hlaðna haglabyssu. Hann hleypti þar af skoti sem lenti í bifreið peninga- flutningamannanna. Annað dæmi um beitingu hagla- byssu er bankaránið í Bún- aðarbankanum við Vestur- götu í desember 1995. Þar ruddust þrír grímuklæddir menn inn í bankann og var einn þeirra vopnaður haglabyssu. Ekki í dópi Piltamir eru ekki taldir hafa rænt Bónus vegna fíkniefnaskulda og ekkert bendir til þess að þeir séu yflr höfuð í fíkni efnum. I undirheimum Reykjavíkur er talað um að ránið hafl verið éinstaklega barnalegt þar sem drengirn- ir voru á bíl sem þekktist auðveldlega, og sagði heim- ildarmaður að drengirnir virtust hafa horft á of marg- ar bíómyndir um hvernig fremja eigi rán. Þeir náðust líka sama kvöld og þeir frömdu ránið. Braut umferðarlög Samkvæmt upplýsing- urn frá lögreglunni í Kópavogi hafa drengirnir lítið sem ekkert komið við sögu lögreglunnar áður. Annar þeirra hefur þó brotið umferðarlögin. Málaði með pabba klukkan 7 - rændi Bánus klukkan 8 „Strákurinn var að hjálpa mér að mála hér heima til klukkan sjö. Svo fór hann og sagðist ætla í mat til afa og ömmu. Meira veit ég ekki fyrr en ég heyrði þessi ósköp núna,“ sagði Guðjón Ingólfsson, rafvirki í Kópavogi, síðdegis í gær á heimili sínu í Kópavogi. Hann var þá nýbúinn að fá fréttir þess efnis að Jóhann Bjarni, sonur hans, hefði verið handtekinn ásamt félaga sínum, Heimi Inga Hafþórssyni, fyrir vopnað og óvenju bíræfið rán í Bónus við Smiðjuveg í fyrrakvöld. Ránið var framið um áttaleytið um kvöldið og því virðist sem Jóhann Bjarni hafi farið beint úr málningarvinnunni með föður sínum til fundar við Heimi Inga og þeir umsvifalaust látið til skar- ar skríða. „Mér fannst hann í alla staði eðlilegur þegar við vorum hér við málningarvinnuna og ég skil einfaldlega ekki hvernig þetta hefur getað gerst. Reyndar bjó strákurinn ekki hjá mér heldur hjá „Þá vaknaði von hjá mér um að allt værí ílagi og ekki síst nú fyrír skemmstu þegar Jóhann fékk vinnu hjá Land- helgisgæslunni. Hann átti að fara á varðskipið Ægi og var ákaflega ánægður með það og stoltur." ömmu sinni og afa en móðir hans er búsett í Dan- mörku. En ég reyndi að fylgjast með honum eftir mætti og vera í sem bestu sambandi við hann," sagði faðirinn og viðurkenndi að um tíma hefði hann haft sínar grunsemdir um að sonurinn væri í einhverju rugli. „Ég fékk sakavottorðið hans og hann fór í lyfjapróf sem ekkert kom út úr. Þá vakn- aði von hjá mér um að allt væri í lagi og ekki síst nú fyrir skemmstu þegar Jóhann fékk vinnu hjá Landhelgisgæslunni. Hann átti að fara á varðskip- ið Ægi og var ákaflega ánægður með það og stolt- ur. Það sama gilti um mig,“ sagði Guðjón sem hef- ur verið að byggja sér einbýlishús f Kópavogi og gert þar flest sjálfur - með aðstoð sonar síns sem nú er kominn á bak við lás og slá: „Þetta er svo mikil kúvending í lífi okkar beggja. Strákurinn búinn að fá góða vinnu og allt virtist á réttri leið þegar þetta ríður yfir. það hlýt- ur eitthvað að búa þarna að baki sem við vitum ekki í dag. Mér er næst að neita að trúa að þetta hafi gerst," sagði Guðjón, faðir Jóhanns Bjarna, á heimili sínu í gær. Þar átti að setja upp jólaljós í nýju húsi en þess í stað grúfir þar yfir skuggi ógæfu sem enginn á heimilinu botnar í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.