Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Síða 9
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR W. DESEMBER 2003 9 Krabbameins- félagið styrkt Debenhams, Hagkaup, Topshop og Útilíf hafa ákveðið að ganga til samstarfs við Krabbameins- félagið og auð- velda fólki að leggja félaginu lið í desember. Þegar við- skiptavinur kemur að af- greiðslukassa í þessum verslunum gefst honum kostur á að hækka heildar- upphæð viðskipta upp í næsta hundrað. í stað þess að borga t.d. 2.345 krónur getur viðskiptavinurinn hækkað upphæðina í 2.400 krónur og renna þá 55 krónur til Krabbameinsfé- iagsins. Einnig er hægt að hækka framlagið til félags- ins enn meira, t.d. í 155 krónur. Tólf verslanir taka þátt í samstarfinu við Krabba- meinsfélagið: Debenhams í Smáralind, Hagkaup Akur- eyri, Hagkaup Eiðistorgi, Hagkaup Garðatorgi, Hag- kaup Kringlunni, Hagkaup Skeifunni, Hagkaup Smára- lind, Hagkaup Spönginni, Topshop Smáralind, Útilíf Glæsibæ, Útilíf Kringlunni og Útilíf Smáralind. Heiftarleg flensa Einn versti flensufarald- ur í manna minnum geisar nú í vesturhluta Bandaríkj- anna. í Colorado-fylki hef- ur flensan verið hvað skæðust og hafa yfirvöld staðfest að átta börn hafi látist úr veikinni síð- an hennar varð vart fyrir mán- uði. A sjúkra- húsi í Denver í Colorado eru fimm til tíu börn lögð inn fárveik á degi hverjum og tíu sinnum fleiri börnum er sinnt daglega og þau síðan send heim. Þetta er mann- skæðasti flensufaraldur sem menn hafa upplifað í að minnsta kosti 30 ár, að sögn lækna. Bandaríkja- menn flykkjast nú til lækna til að fá bólusetningu gegn flensu. Ásgeir Sigurvinsson ÁgeirSigurvinsson er mjög heilbrigð og aðlaðandi per- sóna og það, ásamt samvisku- semi og metnaði, hefur skilað honum þeim framúrskarandi ferli sem hann á að baki. Þrátt fyrir þennan mikla árangur fyrirfinnst ekki hroki í honum. Hann er jarðbundinn og skyn- samur og er einnig ákaflega séður í peningamálum. Ásgeir er einnig afar greindur maður. Kostir & Gallar Hann þykir frekar dulur og gefur ekki mikið afsér í sam- skiptum við fólksem hann þekkir lítið. Hann segir fátt að óþörfu en hugsar kannski þeim mun meira. Hann er ekki maður tilgangslausra sam- tala. Fólk sem þekkir hann ekki á erfitt með að vita hvar það hefur hann og það fær stundum á tilfinninguna að hann hafi lítinn áhuga á því. Nánast ómögulegt er að þekkja kynferðisafbrotamenn úr fjöldanum. Þeir eru sér- fræðingar í að tæla börn og telja sér oft trú um að kynlíf með börnum sé heilbrigt. Vandamálinu er líkt við króníska fikn og meðferðin miðast fyrst og fremst við það að koma í veg fyrir að fleiri afbrot verði framin. Meðferð ungra kynferðisafbrota- manna gagnast best og lögð er áhersla á að ná þeim í meðferð. Engin lækning við barnahneigð „Það er margt mjög undarlegt sem gerist við þessar aðstæður. Þolendur fyllast mikilli hræðslu og gera ekki það sem þeir myndu gera við aðrar aðstæður, brjótast ekki um á hæl og hnakka eða flýja. Sá sem beitir ofbeldinu telur sér trú um að þolandinn vilji það sem hann er að gera,“ segir Jón Friðrik Sigurðsson, sálfræðingur á geðsviði Land- spítala-háskólasjúkraliúss. Hann starfaði áður hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, meðal annars við meðferð kynferðisbrotamanna, og hefur undan- farin ár komið að meðferð unglinga sem hafa orð- ið uppvísir að kynferðislegu ofbeldi. Oft rétdæta menn ofbeldið með því að barnið hafi leitað á þá að fyrra bragði, eins og nýlegt dæmi um mann sem smitaði dóttur sína af kynsjúkdómum ber með sér. „Við köllum það hugarbrenglun ef menn telja sér trú um það að kynlíf með börnum sé heil- brigt," segir Jón. „Það eru til einstaklingar sem trúa þessu í raun og veru, en oft er erfitt að greina hvort þeir sannfæra sig um þetta, eða hvort þeir trúa þessu innst inni.“ I framburði kynferðis- brotamanna fýrir dómi hefur heyrst sú réttiæting að allt niður í tveggja ára börn hafi stöðugt ögrað gerandanum kynferðislega. „Þetta er með erfiðari málum að meðhöndla, lfkt og með aðra ofbeldishegðun," segir Jón. „Það er aðallega tvennt sem hægt er að gera; beina áhuga mannsins í aðra og heilbrigðari átt eða að kenna honum að ffemja ekki afbrot. í síðara tilvik- inu er manninum kennt að skilgreina þær að- stæður sem hætta er á að leiði til slíkrar hegðunar og honum kennt hvernig hann getur forðast þær. Oft er þetta það eina sem hægt er að gera. Það má líkja þessu við króníska fíkn; áhuginn er stöðugt fyrir hendi, en manninum er þá kennt að uppfylla ekki þessár langanir sínar.“ Þingmenn Samfylkingarinnar hafa beðið dómsmálaráðherra um skýrslu um ger- endur í kynferðisbrotamálum og með- ferðarúrræði þeim til handa. Tveir sálfræðingar eru í fullu starfi hjá Fangelsismálastofnun og sinna með- al annars meðferð kynferðisbrota- manna í afþlánun. Jón segir þó að ef menn eru skikkaðir í meðferð sé hún ekki líkleg til að bera árangur. Hann segir erfitt að segja í fljótu bragði hversu margir gerendur séu nú í meðferð eða hafi gengist undir hana. Fyrir utan þá sem séu í meðferð á vegum fangelsis- eða dómsmálayfirvalda geti margir verið í meðferð hjá sjálf- stætt starfandi sálfræðingum. Konur sem gerendur Þekkist vissulega hér á iandi sem annars staða, en er tiltölulega litið þekkt og illa rannsakað vandamál. „Það hefur reynst auðveldara að meðhöndla unglinga og unga gerendur. Það er eins og með aðra óæskilega hegðun og hugsun; það er auðveldara að breyta því hjá ungum ein- staklingum þar sem hegðunin er ekki eins fastmótuð. Það er af þeim ástæðum sem við leggjum áherslu á að ná í meðferð ung- lingum sem sýna kynferðislegan áhuga á börnum.“ Rannsóknir hafa enn fremur leitt í ljós að stór hluti gerenda fær áhuga á börn- um við unglingsaldur. Allt að þriðjungur þeirra sem ásakaðir eru fyrir kynferðislegt of- beldi er undir tvítugsaldri. Jón segir oft mjög erfitt fyrir menn að breyta hneigðum sín- um því þær séu svo fastmót- aðar. „Menn fæðast þó ekki svona. Þetta er fyrst og fremst lærður áhugi og lært atferli, stundum mótað af reynslu, stundum komið til af tilviljun- um. Sumir hafa lent í kynferðislegu of- beldi sjálfir, en þó ekki nærri allir. Til eru menn sem leita aðstoðar og með- ferðar áður en þeir hafa framið nokkurt brot, en telja sig eiga á hættu að gera slíkt." „Þegar kemur að því að meðhöndla kynferðisafbrotamenn er það bæði gert á einstaklingsgrundvelli og í hópmeð- ferð. Hér á landi er ekki boðið upp á hópmeðferð, enda talið varasamt í fá- menninu hér á landi að blanda saman mörgum sem hafa hneigðir í þessa átt. Þá er hætta á að þeir bindist samtökum þegar þeir eru lausir úr meðferð". Þá þekkist einnig að gerandinn sé kven- kyns. „Ég hef haft einstaklinga í meðferð sem hafa verið misnotaðir af konum. Það er hins vegar tiltölulega lítið þekkt og illa rannsakað vandamál, en þekkist vissulega hér á landi sem annars staðar“, segir Jón. brynja@dv.is „Hann gæti verið hver sem er" • Kynferöisbrotamaðurinn getur veriö hver sem er. Hann finnst í öllum stéttum og stigum samfélagsins, hann getur verið lítið eða vel menntaður, búsettur á landsbyggðlnni eða á höfuðborgarsvæðinu. Hann gæti verið i næsta húsi, kennari barnsins þíns, presturinn, vinalegi nágranninn. Þessir menn eru oft mjög flinkir I að tæla til sín börn, vinna traust þeirra og foreldra þeirra með Ijúfmannlegrl og vinsamlegri framkomu. Þeir eiga oftast ekki I neinum vandræðum með að finna sér fórnarlömb. Það þekkist enda vel að slíkir menn leita I starf með börnum, eins og nýleg dæmi sanna um starf eins þeirra innan KFUM og annars (félagsmiðstöð. • Oft á ekkert líkamlegt ofbeldi sér stað annað en kynferðislegt. Unglingar eru þó líklegri en eldri gerendur til að beita annars konar likamlegu ofbeldl um leið. Með aldrinum öðlast þeir meiri færni í að tæla til sln börn á lúmskari hátt og beita ýmsum brögðum. Nýlega komu lögreglumenn inn (íbúð kynferðisafbrotamanns sem hafði verið handtekinn, og fundu þar herbergi, sérinnréttað með áhuga ungmenna í huga. Þar hafði verið komið fyrir Playstation-tölvu, vinsælustu tölvuleikjunum og DVD- diskunum, hasarblöðum og fleira sem ungmenni kynnu að hafa áhuga á. Sumir nota sælgæti, áfengi eða fíkniefni til að tæla til sln börn. • „Besta forvörnin er að segja börnum að neita eða forða sér ef einhver leitar á þau, og að þau eigi ævinlega að segja frá sllku strax," segir Vigdis Erlendsdóttir, forstöðumaður Barnahúss. „Foreldrar geta ekki þekkt geranda á útlitinu. Þeir verða að uppfræða börnin sín um kynferðisofbeldi, segja þeim að það geti hent hvern sem er, og að það sé mikilvægt að segja frá því strax," segir Vigdís. Tsjetsjenskir hryðjuverkamenn að verki í sjálfsmorðsárás Sex deyja Að minnsta kosti 6 létust og fjölmargir særðust þegar sjálfs- morðsárasarmaður sprengdi sig upp í miðbæ Moskvu f gær. Talið er að einn eða fleiri tsjetsjenskir hryðju- verkamenn hafi verið að verki. Sprengingin átti sér stað fyrir utan hótel og olli glundroða í nærliggjandi hverfum. Þegar reykurinn dreifðist mátti sjá fjögur lrk á gangstéttinni að- eins spölkom frá Kreml. Árásin hefur vakið ugg meðal rússneskra borgara. Aðeins þrír dag- ar em síðan 44 létust í lestarspreng- ingu rétt norðan við Tsjetsjeníu. I ágúst síðastiiðnum létust 50 manns í sjálfsmorðsárás á rússneskan her- spítala og mörgum er gíslatakan í Moskvu-leikhúsinu í fersku minni. Árásirnar má rekja allt til ársins 1994 þegar Rússar sendu her inn í Tsjetsjeníu. Ári síðar tóku skæruliðar starfsfólk og sjúklinga spítala f gísl- ingu og yfir 100 dóu. Eftir það vom gíslatökur og hryðjuverkaárásir nokkuð reglulegar. Árið 1999 sprengdu Tsjetsjenar íbúðablokkir og yfir 200 létust. Mannfallið í átökum Rússa og Tsjetsjena er því gríðarlegt. Aðeins þrfr dagar eru síðan Vla- dimir Pútín styrkti stöðu sína í kosn- ingunum. Pútín fordæmdi árásina f gær og boðaði hertar aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum. Hann sagði að sprengingarnar væm tilraun til að grafa undan þróun lýðræðis og efna- Ekkert lát á óöldinni: Samkvæmt óstaðfestum fréttum var sjálfsmorðsárásin gerð afkonu. hags Rússlands. Pútín minntist hins vegar ekkert á Tsjetsjeníu og óvissa ríkirum hvenær búast má við frekar árásum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.