Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Page 24
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða
er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090
SKAFTAHLÍÐ24 105 REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 \ SfMl 550 5000
r
r
Nú geta karlmenn rakað sig með rafmagnsrakvél í sturtu. Þökk sé heimil-
istækjarisanum Philips sem framleitt hefur rafmagnsrakvél sem virkar líkt og
kafbátur í vatni. Vélin blotnar ekki. Nema að utan.
„Þetta eru önnur jólin sem við bjóðum upp á þessa vél og hún er að slá í
gegn,“ segir Hlíðar Hreinsson, hjá Heimilistækjum í Sætúni, sem glaður sel-
ur fólki rakvélina því hann veit sem er að hún virkar. Hann nýtur þess reynd-
ar sjálfur að raka sig með rafmagni í vatni. Eitthvað sem þótti lífshættulegt
íyrir ekki löngu. „Galdurinn við þessa vél er að mótorinn er svo vel varinn að
vatn kemst einfaldlega ekki að. Svo er hún bara tekin í sundur og skoluð und-
ir vatnsbununni."
Sturturakvélin er til í tveimur verðflokkum. Sú ódýrari kostar 10.900 krón-
ur en sú dýrari 15.900 en þá fylgir bartskeri líka með. í vélina er innbyggð rak-
froðusprauta sem spýtir mjúkri froðu um vanga á meðan á rakstri stendur:
„Ég held hins vegar að ekki sé hægt að raka sig með vélinni á bólakafi í
sundlaug. Það hefur eitthvað með þrýstinginn að gera,“ segir Hlíðar í Heim-
ilistækjum sem veðjar á vélina sem jólagjöf karlmannsins í ár. Eitthvað nýtt,
ferskt og notadrjúgt. Allt sem prýða þarf góða jólagjöf - frá henni til hans.
Borgarhús ehf.
Grímsnesi
Símar. 894-3555 og 486-4418 • Vefsíða www.borgarhus.is
Straumur og draumur
í sturtunni
Lagfærum og byggjum við eldri
hús, hentar vel þeim sem eiga
hús í næsta nágrenni við okkur.
Krílapkort
Svaraði
fyrir Össur
„Ég sat pungsveittur við að
svara,“ segir Björn H. Her-
mannsson sem lenti í því að
svara í símann fyrir Össur Skarp-
héðinsson heilt kvöld um dag-
inn. Össur var þá staddur í
Frakklandi en Björn
heima hjá sér í Hafn-
arfirði. Af óskiljanleg-
um ástæðum fengu
þeir sem hringdu í
gsm-númer Össurar
samband við heima-
síma Bjöms.
„Síminn stoppaði vart allt
kvöldið en mest var álagið á milli
klukkan 19-21. Það vom margir
sem vildi tala við össur,“ segir
Björn sem var farið að leiðast
þófið þegar leið á kvöldið. Þeir
síðustu hringdu rétt fyrir mið-
nætti:
„Ég gaf ekki út neinar
stórpólitískar yftrlýsingar í sam-
tölum við þetta fólk þótt ég hefði
getað. Var ekki í stuði þetta
kvöld," segir Björn H. Her-
mannsson.
Má ég fá kortið?
e'
Ingólfur Hrafnkell Ingólfsson,
rekstrarstjóri hjá Tryggingastofnun
ríkisins, hefur sagt krítarkortunum
stríð á hendur og heldur námskeið
þar sem hann kennir fólki að hætta
að nota krítarkort. Með þvi vill hann
auka hamingju fólksins:
„Þetta byrjaði einfaldlega með
því að við hjónin upplifðum þetta
klassíska millistéttarvandamál að
eiga aldrei pening þrátt fyrir að vera
með ágætar tekjur. Þetta þekkja all-
ir. Ef fara átti í sumarfrí eða kaupa
eitthvað þá var aldrei til peningur
nema þá að grípa til krítarkortsins.
Svo var allt lagt í að borga korta-
reikninginn svo hægt væri að halda
áfram," segir Ingólfur sem haldið
hefur tíu námskeið fyrir fólk sem vill
hætta að nota krítarkort en á hverju
námskeiði em 20 manns þannig að
heildarfjöldinn er kominn upp í 200
manns. Og árangurinn er ágætur:
„Þetta er ekki svo flókið mál. Og
um flesta gildir það sama og um
okkur hjónin að nákomnir tóku eftir
að við vorum farin að brosa eftir jól-
in í fyrra þegar við lögðum krítar-
kortunum. Földum þau á góðum
stað en emm svo sem ekkert kaþ-
ólskari en páfinn ef við nauðsynlega
þurfum að ríota þau,“ segir Ingólfur.
„Það varð alger viðsnúningur í lífi
okkar í fyrra og þerri reynslu viljum
við deila með öðmm.“
Ingólfur hefur í mörg horn að líta
sem rekstrarstjóri Tryggingastofn-
una en segir að rekstur heimilisins
sé miklu flóknara verk. Hann er
kvæntur þýskri konu, Barbel
Schmid, og eru þau mjög samstíga í
baráttunni gegn krítarkortunum og
njóta saman þeirra gleði sem fylgir
því að nota þau ekki. Þau staðgreiða
brosandi og njóta innkaupana sem
aldrei fyrr.
Námskeið Ingólfs og Barbel kosta
24 þúsund krónur: „Vissulega getur
fólk greitt námskeiðið með krítar-
korti og jafnvel með raðgreiðslum
en það eru yfirleitt síðustu rað-
greiðslusamningarnir sem fólk gerir.
Og þá er takmarkinu náð,“ segir
Ingólfur.
Ingólfur með kortið Klassiskt millistétt-
arvandamál að eiga aldrei pening þó tekj-
urnarséu ágætar. Óþolandi ástand sem
hægt er að vinna bug á.
I sturtunni Aður óþekkt samspil
rafmagns og vatns.
Glæsileg og vönd
frístundarhús
Fallegu og hlýju Frístundarhúsin
frá okkur eru réttu húsin við
íslenskar aðstæður, reiknaðu
dæmið til enda.
Hugsaðu um kyndingarkostnað
og viðhald, þú byggir væntalega
ekki nema einu sinni slíkt hús.
Ne takk