Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.2003, Blaðsíða 21
DV Fókus
MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 2003 21
Netið er blessun og bölv-
un
Chuck Norris er ævareiður yfir
þessum upplýsingum og ætlar ekki
að sætta sig við þetta ástand lengur.
Hann hefur fallist á að gerast tals-
maður nýs fyrirtækis sem einbeitir
sér að síun efnis á Netinu, ásamt
leikkonunni Patriciu Heaton úr Allir
elska Raymond á SkjáEinum. Fyrir-
Chuck Norris
Hættur aðleikaí
Walker, Texas
Rangerenein-
beitirsérað bar-
áttu gegn
barnaklámi og
öðrum pervert-
isma á Netinu.
Klámhundar á Netinu og
barnaníðingar ættu að vara sig
því sjálfur Chuck Norris er kom-
inn upp á móti þeim. „Þegar ég sá
hvað börn gátu nálgast á Netinu
brá mér mikið. Þetta er hræðilegt,"
sagði hasarhetjan Norris sem þekkt-
astur er fyrir leik sinn í þáttunum
Walker, Texas Ranger og gömlum
bardagalistarmyndum. Eins
og kunnugt er hafa nokk-
ur mál sem snerta
barnaníðinga komið
upp hér á landi ný-
verið.
Milljón kyn-
ferðisglæpa-
menn á Net-
inu
„Við verðum
að gera eitt-
hvað í því
að
börnin okkar séu fórnarlömb kláms
og barnaperra á Netinu,“ segir
Chuck sem á tveggja ára tvíbura,
strák og stelpu, ásamt Genu eigin-
konu sinni. „Innan fárra ára eiga
börnin mín eftir að fara á Netið og
ég vil að þau séu varin.“ Og þetta er
ekki bara í kjaftinum á honum því
þessa dagana vinnur hann hörðum
höndum ásamt netfyrirtæki að því
að koma í veg fyrir að gráðugir sóða-
bósar og pervertar geti skaðað börn.
Tölfræðin talar sínu máli. Meðal-
aldur þess að börn verði vör við
klám á Netinu er 11 ár. Níu af hverj-
um tíu börnum sem nota Netið á
aldrinum 11-17 hafa óvart farið inn
á klámsíður. Það eru um þrjár millj-
ónir klámsíðna á Netinu og börnin
geta komist á þær með því einfald-
lega að smella á músina, þrátt fyrir
síur sem foreldrar koma upp. Slíkt
efni er þó aðeins hluti af vandamál-
inu. Áætlað er að eitt af hverjum
fimm börnum sem nota Netið hafi
komist í samband við kynferðis-
glæpamenn.
„Yfir ein milljón kynferðisglæpa-
manna notar Netið um allan heim,“
segir Norris og bætir við að 60
milljónir fjölbréfa með klámefni
séu sendar daglega. „Þetta er
ógnvænlegt. Þegar ég sá þessa
tölfræði fékk ég algjört sjokk.“
tækið heitir MAX.com og fullyrðir að
ný aðferð þess geti haldið klámefni á
Netinu og barnaníðingum frá börn-
um. Auk þess að loka aðgangi að
óæskilegum vefsíðum segist það
geta síað spjall á vefnum, tölvupóst,
skilaboðaþjónustu á borð við
Messenger og spjallsvæði.
„Þegar ég var beðinn að taka þátt
í að kynna þessa þjónustu sagði ég
að fyrst vandamálið væri svona víð-
tækt, væri ég meira en til í að vera
með,“ segir Norris sem þiggur þó
laun fyrir starf sitt en þau renna til
góðra málefna. Og hvert annað en í
bardagalistaskóla fyrir börn? Hann
sagði að lokum: „Internetið er bless-
un og bölvun. Það er gott fræðslu-
tæki en á hinn bóginn er siðferðið
oft hræðilegt. Við verðum því að
finna leið til að stöðva klámhunda
og níðinga áður en þeir ná til barn-
anna okkar. Ég held að MAX.com sé
skref í rétta átt.“
Atomic Kitten með Disney
Breska stúlknatríóið
Atomic Kitten virðist
vera komið í álnir eftir að
hafa gert titillagið fyrir
Disney-myndina Mulan
2. Atomic Kitten ætti að
vera íslendingum að
góðu kunn en lög hennar
hafa verið spiluð mikið á
PoppTíví og víðar. Fyrri
Mulan-myndin var afar
vel heppnuð og hafa tO
að mynda yfir 12 milljón-
ir eintaka af henni selst á
DVD og myndbandi um
heim allan og ffamhalds-
rnyndin verður án efa
vinsæl þegar hún verður
frumsýnd næsta sumar.
Lagið sem Atomic Kitten
gerði heitir I Want To Be
A Girl og er annað lagið
sem stelpurnar gera fyrir
Disney. Það fyrra var út-
gáfa þeirra á lagi Blonde,
The Tide Is High, fyrir
myndina um Lizzie
McGuire. Stelpumar, Liz
McClarnon, Jenny Frost
og Natasha Hamilton,
gætu því horft fram á
ansi gleðilega tíma á
næstunni.
Stjörnuspá
Garðar Örn Hinriksson,
knattspyrnudómari og
söngvari er 32 ára í dag.
„Maðurinn þarfnast
skilnings um þessar
mundirog ef elskhugi
eða félagi hans veitir
honum alla sína athygli
færir hann svo sannar-
iega fjöll úr stað fyrir
viðkomandi," segur í
stjörnuspá hans.
Garðar Örn Hinriksson
V\ Vatnsberinn (20.jan.-i8. tebrj
------------------------------------------------
Fólk í merki vatnsberans ætti
að setja sér það markmið að gefa ná-
unganum ávallt af sér. Ef þú ert ekki í
sambandi við eigin tilfinningar um
þessar mundir ættir þú að gefa þér tíma
til að huga að eigin löngunum.
F\skm\r (19. febr.-20. marsl
H
Þú ættir að fara að öliu með
gát í fjármálum næstu vikur og á sama
tíma er þér ráðlagt að leggja þig fram
við að meta það sem þú átt nú þegar
og upplifir. Mundu, að of mikið af hinu
góða getur orðið leiðinlegt ef ástina
vantar og ekkert gefandi verður á vegi
þínum.
CV5 Hrúturinn (21.mrs-19.aprH)
Hér er boðaður kátur félags-
skapur og jafnvel gifting eða trúlofun.
Hér er fyrirboði um að áætlanir standist
ef þú hugar betur að þvi sem minnstu
máli skiptir en jákvætt er framhaldið
vissulega.
NaUtíð (20. april-20. wai)
Ö
Hér birtist tákn gæfu og geng-
is þegar merki nautsins er annars vegar.
Hamingja, velferð og ekki síður jákvæð
spenna einkennir líðan þína um þessar
mundir og verkefni sem tengist þér
óbeint virðist eiga hug þinn allan.
Tvíburarnir (21. mai-21.júni)
n
Fólk í merki tvíbura ætti að
gefa maka sínum eða félaga tíma sinn
óskertan og opna hjarta sitt fyrir við-
komandi. Það er eitthvert viðkvæmt
mál sem hefur ekki verið rætt til hlítar
hérna. Þér mun líða betur ef þú leggur
spilin endanlega á borðið.
KrMm(22.júni-22.júli)
Q-*' Ekki láta hindranir koma í veg
fyrir drauma þína því ef þú ætlar þér
innst í hjarta þínu að láta dýpstu iang-
anir þínar móta framtíð þína, verða þær
að veruleika innan tíðar.
LjÓnÍð (2S.júlí- 22. ágúst)
Tl$
Ef einmanaleiki háirþér ættir
þú ekki að örvænta því aðstæður fara
batnandi og þú ert um það bil að kynn-
ast góðhjartaðri manneskju sem mun
gefa lífi þínu gildi.
Meyjan (23. ágúst-22. septj
Hjarta þitt er á réttum stað en
rétt er að minna þig á að huga að eigin
þörfum í iok hvers dags því stundum átt
þú það til að gleyma eigin þrám og
draumum. Ef þú gefur þér tíma til að
skapa og móta það sem veitir þér ánægju
munu hlutirnir fara eins og þú óskar.
Q y^in (23. sept.-23. okt.)
““ Þúættiraðtakaþérdágóðan
tíma og horfa til fortíðar og skilgreina
hvaðan þú kemur og hvernig þú hefur
tekist á við hindranir lífsins. Ef þú hefur
það á tilfinningunni að hafa ekki sinnt
hlutverki þínu innan veggja heimilisins
getur þú ávallt tekið til hendinni og
bætt úr því.
Tli
Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.)
Flutningar einhvers konar
koma hér fram. Orka, metnaður og
skipulag einkenna þig og hegðun þína
gagnvart starfi þínu eða skóla. Þú ert á
réttri braut. Mundu, að meðalvegurinn
er bestur.
Bogmaðurinn f22.ndr.-21.tej
Reyndu eftir besta megni að
losna við þá þörf að verja stöðugt til-
finningar þínar og skoðanir. Fólk fylgir
þér ef þér sýnist svo með krafti þínum,
húmor og þori. Ekki gleyma þeim sem
vilja þér vel.Taktu hlutunum eins og
þeir eru á þessari stundu.
Steingeitin f22.dg.-i9.jmj
Smávægileg vandamál ættu
ekki að eyðileggja annars gott and-
rúmsloft á meðal félaga þinna. Það virð-
ist einhver nákomin/n þér vera í starfi
ráðgjafa þegar kemur að ákvarðana-
töku hjá þér.
/f\
Sl '\.\1.\! >1 IMS