Helgarblaðið - 03.04.1992, Page 6
Helgar 6 blaðið
r
teikna
allar
mínar tilfinningar
með andlitinu
„Ég ætiaði aldrei að verða
söngkona, þótt söngurinn
hafi alltaf blundað í mér. Það
var af rælni að við nafiia mín
og frænka fórum niður í
Söngskóla Reykjavíkur og
sungum alveg fyrhvarídaust.
Síðan hafa málin þróast
þannig að söngurinn er orð-
inn mitt lifibrauð."
Þriðjudaginn 8. apríl frumsýnir
Óperusmiðjan La Bohéme eftir Gi-
acomo Puccini. Inga Backman
syngur hlutverk Mimi í uppfærsl-
unni á móti Ingibjörgu Guðjónsdótl-
ur. Helgarblaðið lók hús á Ingu á
Bráðræðisholtinu til að ræða um La
Bohéme, lífið og listina.
„Þetta hús flutti ég hingað og
gerði upp um svipað leyti og ég hóf
söngnámið. Þá var ég 34 ára, nýskil-
in með þrjú böm á framfæri. Söng-
námið var því meira í gamni en al-
vöru til að byrja með. Eg ætlaði
aldrei að verða söngkona. Sennilcga
ákvað ég að læra að syngja til að
gera eitthvað fyrir sjálfa mig á þess-
um límamótum. En það fór nú svo
að söngurinn tók yfirhöndina.
Eg hef alllaf haft gaman af söng
og klassískri tónlist. Eg lærði upp-
haflega á píanó og haföi mjög gam-
an af því. Þá hafði ég mjög góða
undirstöðu fyrir sönginn, því ég hló
svo mikið sem bam og geri enn.
Söngurinn lengir lífíð einsog hlátur-
inn og ef maður bætir sundinu við
þá er ljóst að ég mun enda sem eld-
gömul kerling."
Skagamaðurinn
Inga er fædd og uppalin á Akra-
nesi og segist enn líta á sig sem
Skagamann. Foreldrar hennar tóku
mikinn þátt í félagslífinu á Skagan-
um, móðir hcnnar var í kirkjukóm-
um og faðir hcnnar á kafi í pólitík-
inni og leiklistinni.
„Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur
þegar ég var á unglingsárunum, en í
mörg ár fjölmenntu fjölskyldumeð-
limir upp á Akranes til að fylgjast
m-;ð lcikjum ÍA í fótbolta."
En hvcmig tókst Ingu að anna
| essu öllu samtímis; stunda söng-
námið, koma upp húsi og sjá sér og
bömum sínum farborða?
„Eg veit það eiginlega ckki,“ seg-
ir hún og hlær. „Eg á góða að. Faðir
minn, scm var smiður, hjálpaði mér
við bygginguna. Hann var þá langt
lciddur af krabbameini og ég átti
með honum tvo yndislcga sumar-
mánuði við húsbygginguna.
Með söngnáminu stundaði ég
allskonar vinnu. Færði bókhald og
vann við fyrirtæki föður míns. Þá
fór ég fljótlcga að syngja við jarðar-
farir. Þetta var nijög annasamur tími
og þegar líða fór á námið var ég
orðin mjög þreytt á þessu. Mér
fannst ég aldrei hafa tíma til að
stunda skólann almennilega."
Kirkjuleg rödd
Inga hcfur ekki þurft að kvarta
undan verkefnaleysi. A skólaárun-
um var hún í Operukómum og fékk
einnig að spreyta sig í litlu hlutverki
hjá Operunni. Þá hefur hún sungið
mikið við kirkjulegar athafnir.
„Röddin mín virðist henta vel fýrir
kirkjusöng.“
Hún segir eina spaugilega sögu
frá slíkri athöfn. Systir Ingu er Edda
Heiðrún Backman leikkona og
söngkona og er þeim systmm oft
mglað saman, enda sterkur svipur
með þeim.
„Þegar presturinn kynnti mig
sagði hann: Það er ekki bara að
Edda Heiðrún sé góð leikkona,
heldur er hún einnig söngkona. Eg
gat ekki farið að leiðrétta hann, svo
ég söng við þessa athöfn sem systir
mín.“
Inga hcfur einnig hlaupið í skarð-
ið fyrir systur sína. Hún fór til
Grænlands til að leika í sjónvarps-
mynd um uppmna norrænnar tón-
listar. Upphaflega haföi Edda Heið-
rún átt að fara í þessa Íor en hún
fékk sig ekki lausa úr leikhúsinu.
„Niðurstaðan varð því sú að ég
hljóp í skarðið fyrir Eddu en hún
mun hinsvegar syngja í myndinni.
Það má því scgja að hlutverkum
okkar hafi verið snúið við, ég sé um
leikinn en hún sönginn.“
Systir Angelica
Fyrsta stóra hlutverk Ingu á óp-
emsviðinu var þegar hún söng aðal-
hlutverkið í Systur Angelicu eftir
Puccini. Það var upphafið að stofn-
un Opemsmiðjunnar en óperan var
sett upp í samvinnu við Frú Emilíu,
þ.e.a.s. þá Guðjón Pedersen og Haf-
liða Amgrimsson, árið 1989.
„Þetta var mjög krefjandi en afar
fallegt hlutverk. Operan fjallar um
konu sem verður fyrir því óhappi að
eignast bam utan hjónabands og er
send í klaustur.
Þessi uppfærsla varð til þess að
við fengum styrk og þá hófum við
að safha peningum til að færa upp
La Bohéme.“
Aðstandendur Óperusmiðjunnar
hafa gagnrýnt íslensku ópemna fyrir
að nokkrir söngvarar einoki öll hlut-
verk hjá henni og aðrir komist því
ekki að. Hver er þín skoðun á því?
„Mér leiðast svona deilur. Það er
peningaskortur sem er undirrótin.
Það er alltaf verið að glíma við pen-
ingaörðugleikana. Það vantar pen-
inga til að ala upp söngvara. Alls-
staðar erlendis em æföir upp stað-
genglar fyrir ópemuppfærslur, en
það kostar peninga og vinnu. Sjálf
sótti ég eitt sinn um að fá að vera
staðgengill við Ópemna en mér var
þá tjáð að ég heföi ekki reynslu. Eg
varð svo hlessa að ég varð orðlaus.
Hvemig eiga söngvarar að öðlast
reynslu ef þeir fá engin tækifæri?
Söngvarinn er einsog langhlaupari,
hann vcrður að æfa stíft og þraut-
þckkja verkið áður en hann fer upp
á svið.“
Er gmndvöllur fyrir starfsemi Óp-
emsmiðjunnar?
„Það er ekki bara gmndvöllur,
heldur er ég þeirrar skoðunar að það
sé bráðnauðsynlegt að hafa eitthvað
til hliðar við Ópemna. Þessu er ekki
ólíkt farið og hjá frjálsu leikhópun-
um. Söngvarar og leikarar verða
alltaf að halda sér við og einnig er
svona starfsemi nauðsynleg til að
ungir söngvarar öðlist reynslu."
Mimi
Snúum okkur að La Bohéme. Það
vekur athygli að um flest hlutverk
em tveir söngvarar. Er það gert til
að sem flestir öðlist reynslu?
„Það er mjög algengt erlendis að
tveir jafngóðir hópar skiptist á að
flytja ópemr. Það skapar t.d. mikið
öryggi. Það þarf þá ekki að fella
niður sýningu þótt einhver veikist.
Bæði öryggisins vegna og einnig til
að sem flestir geti spreytt sig,
ákváðum við að fara þessa leið. Það
hefur reynst mjög vel því flestir
hafa ýmsum öðmm hnöppum að
hneppa og við höfúm því getað
stundað æfingar eftir henlugleikum.
Þá hefúr þessi vinna verið mjög lær-
dómsrík. Það kostar mikla vinnu að
hafa svona stóran hóp á æfingum.
Undirbúningsvinnan hefur verið
mjög skemmtileg, enda frábært fólk
sem stýrir uppfærslunni. Guðmund-
ur Óli Gunnarsson hljómsveitar-
stjóri er góður stjómandi og hans
vinnubrögð hafa verið mjög ná-
kvæm. Bríet Héðinsdóttir leikstjóri
er mjög nösk á ópemuppfærslur.
Hún hefur góða tilfmningu fyrir því
sem ópemsöngvari þarf að taka mið
af. Og Messíana Tómasdóttir hefur
gert undurfagra leikmynd.
Sýningin er unnin í samvinnu við
Leikfélag Reykjavíkur og samstarf-
ið hefur verið mjög gott. Starfsfólk
Leikfélagsins hefur allt lagt sig fram
og ekki síst G.G., Guðmundur
sviðsstjóri, sem hefur verið okkur
ómetanlegur. Það er mjög gott að
syngja í Borgarleikhúsinu og öll að-
staða þar til fyrirmyndar."
Hver er Mimi?
„La Bohéme fjallar um líf lista-
manna í París á síðustu öld. Þeir lifa
á listinni og þykjast ekki hafa
áhyggjur af morgundeginum, en
eiga oft ekki fyrir næstu máltíð.
Mimi býr í húsinu sem þeir hittast í
og hennar hlutskipti er ekki ólíkt
Söngnámib var því meira
í gamni en alvöru til áb
byrja með
Föstudagurinn 3. apríl