Helgarblaðið - 03.04.1992, Side 10

Helgarblaðið - 03.04.1992, Side 10
Helgar 10 blaðið Nýju fötin keisarans Útgefandi: Fjörðurinn sf. Framkvæmdastjóm og hönnun: Sævar Guðbjörnsson. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Ámi Þór Sigurðsson, Sigurður Á. Friðþjófsson. Fréttastjóri: Guðmundur Rúnar Heiðarsson. Ljósmyndari: Kristinn Ingvarsson. Prófarkalesari: Hildur Finnsdóttir. Umbrot: Silja Ástþórsdóttir. Auglýsingar: Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Dreifing: Sveinþór Þórarinsson. Heimilisfang: Síðumúli 37,108 Reykjavík. Sími á ritstjóm og afgreiðslu: 681333. Myndriti: 681935 Auglýsingasími: 681310 og 681331. Prentun: Oddi hf. Áskriftarverð á mánuði 700 kr. I kosningabaráttunni síðastliðið vor lýsti Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, því yfir að þær myndu verða kosningar um afstöðuna til Evrópubandalagsins. Þá þegar var hann gagnrýndur harðlega, sérstaklega af forystu núverandi stjómar- flokka. Þeir héldu því fram að aðild að Evrópubandalaginu væri ekki á dagskrá næstu árin og þar að auki yrði að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um málið ef og þegar það kæmist á dagskrá. Nú er að koma á daginn að Steingrímur Hermannsson hefur trúlega haft rétt fyrir sér. Forysta stjómarflokkanna, og þá sér- staklega Alþýðuílokksins, er komin á fullt við að undirbúa jarðveginn fyrir EB-aðild- ammræðu hér á landi þótt tæplega sé liðið ár frá því að stjómarskipti fóm fram. Utan- ríkisráðherra er kominn í EB-fotin og notar þar með þá aðferð Þórarins V. að máta flíkina þótt augljóst megi vera að hún passi engan veginn og þjóðinni finnist hún þar að auki Ijót. Það er reyndar ekki við því öðm að bú- ast en að þessi umræða komi upp hér á landi líkt og í nágrannalöndunum. Svíþjóð og Finnland hafa þegar lagt inn aðildamm- sókn en andstöðunni við EB-aðild vex þar stöðugt fiskur um hrygg. I Danmörku verð- ur þjóðaratkvæðagreiðsla um Maastricht- samkomulag EB-landanna í byijun júní og samkvæmt skoðanakönnunum hefur and- staðan þar einnig farið vaxandi. Hér á landi er um það spurt hvort ræða eigi kosti og galla EB- aðildar eða hvort ekki skuli ræða málið. Það er út af fyrir sig fullkomlega eðlilegt að mál af þessu tagi séu rædd í þjóðfélaginu og síðan tekin af- staða í þjóðaratkvæðagreiðslu. Umræðan er þar að auki farin af stað og verður vart stöðvuð úr þessu. Staðreyndin er hins veg- ar sú að það er ekki sama með hvaða hætti hugsanleg aðild að EB er sett fram og það er heldur ekki sjálfgefið hvemig haga skuli umræðunni. Á sama tíma og utanrikisráðherra setur fram í skýrslu til Alþingis þau sjónarmið að kanna verði i viðræðum við EB fysi- leika EB- aðildar fyrir okkur íslendinga, segir forsætisráðherra að EB-aðild sé ekki á dagskrá ríkisstjómarinnar. Svona vinnu- brögð ganga ekki upp. Annað hvort er mál- ið á dagskrá hjá ríkisstjóminni eða ekki og ef forsætisráðherra meinar eitthvað með sinni yfirlýsingu getur utanríkisráðherra ekki sett fram þveröfug sjónarmið í skýrslu um utanríkismál sem hann flytur í nafni ríkisstjómarinnar. Það hefur enginn áhuga á persónulegri stefnu Jóns Baldvins í mál- inu, það er hin pólitíska stefna ríkisstjóm- arinnar sem máli skiptir. Ágreiningur af þessu tagi hefði í nálægum löndum þýtt að viðkomandi ráðherra hefði þurft að taka pokann sinn. I öðm lagi skiptir máli um hvað EB-um- ræðan snýst. Það er engan veginn fúllnægj- andi að hún snúist eingöngu um viðskipti, krónur og aura. Hún þarf að taka til allra þátta þjóðfélagsmálanna, félagsmála, kjaramála, atvinnumála, mennta- og menn- ingarmála, byggðamála, velferðarmála og síðast en ekki síst dómsmála og þjóðemis- mála. Spumingin um EB-aðild má einfald- lega ekki fara í þann farveg að málið snúist einvörðungu um sjávarútvegsstefhu og fiskveiðiheimildir. Aðild að Evrópubanda- laginu felur í sér svo viðamiklar breytingar á stjómarskrá íslenska lýðveldisins að spumingin hlýtur að vera: ætlum við að vera áfram sjálfstæð, íslensk þjóð og ef svarið við þeirri spumingu er jákvætt, sem það vonandi verður, getum við spurt: hvemig tryggjum við sjálfsforræði, sjálfs- vitund og menningararfleifð islensku þjóð- arinnar best? Þá samviskuspumingu verður hver að eiga við sjálfan sig, en býsna er það nú sennilegt að lítið myndi fara fyrir því sem íslenskt er í evrópsku stórríki. ÁÞS Yinna og ráðningar Kjarasamningarnir hafa siglt í strand og óvissa framundan. At- vinnuleysi hefur stungið sé nið- ur. Sums staðar er ástandið mjög alvarlegt. Frá því í október hafa að jafnaði um 10% kvenna á Suðurnesjum verið atvinnu- laus. Undarlega hljótt hefur ver- ið um þá staðreynd. Atvinnuleysið skrifast að veru- legum hluta á aðgcrðir ríkisstjóm- arinnar, ríkisstjómar sem þykist ætla að láta atvinnulífið í friði. Sá friður fclsl helst í því að keyra upp vexti í landinu þannig að atvinnu- lífiið er að sligast og getur hvorki lifað né dáið. Sá friður felst í því að vilja ekki ræða kjarabætur við opinbcra starfsmenn í skugga nið- urskurðar. Það er undarlegur friður að íþyngja atvinnulífinu og hunsa kröíúr launþcga sinna. Umræða um kaup og kjör hefur verið hcldur kyrkingsicg á undan- fornum ámm. Lítið hefur þokast í áttina að auknu launajafnrétti milli láglaunafólks og annarra. Ekkert hefur miðað í áttina að launajafn- rétti milli kvcnna og karla. Þar hef- ur jafnvel dregið sundur. Milli- tekjufólk er nú ver statt en áður, skattleysismörkin cm fyrir neðan allar hellur, bamabætur þess stór- lega skertar. Allt þetta fólk þarf nú auk þess að bera stórkostlega auk- in útgjöld heimilanna. Þrátt fyrir V\\\\\\V\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\ HEIMILISSÍMSTÖÐ PX-4 ásamt DORO SMART borðsíma og DORA PARIS veggsíma PX-4 er lltil simstöð fyrir heimili og smærri fyrirtæki, nothæf við venjuleg símtæki. HELSTU MÖGULEIKAR: # Simi innanhússkerfi og dyrastmi, allt í einu tæki. # Hægt er að opna útidyr frá slma. # Mögulegt er að hafa faxtæki á sömu linu. # Bæjar- og innanhússsímtöl geta farið fram samtimis. # Flutningur á símtölum á milli tækja. # Tóniist á meðan beðið er. PAfUS VEGGSlMI, hvítur. SMART BORÐSlMI, hvítur/svartur. i nn ol L SÉRVERSLUN MEÐ SÍMBÚNAÐ ÁRMÚLA 32. SÍMI 686020 SÖLUAÐILAR: REYKJAVÍK: Radlóbúðin, Húsasmiðjan, Heimasmiöjan, Tölvuhúsið, Kringlan/Laugavegi, Hljómco Faxafeni. VESTMANNAEYJAR: Eyjaradíó. AKUREYRI: Töivutæki, Bókval. BORGARNES: Kaupfélag Borgfirðinga. BLÖNDUÓS: Kaupfélag Austur-Húnvetninga. BOLUNGARVlk: Rafsjá. KEFLAVlK: Tölvur, Skrifstofuvörur. SELFOSS: Vörubásinn. v\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\\ fullyrðingar heilbrigðisráðherra er það staðreynd að lyíjakostnaður heimilanna hefur vaxið gífurlega. Önnur útgjöld, smá og stór, hafa hækkað og þessar hækkanir fara að meira eða minna leyti framhjá vísi- tölunni, en ekki framhjá pyngjum almennings. Við slíkar aðstæður verða sjald- an skapandi umræður um kaup og kjör. Það er afleitt. Á krepputímum hafa þær þjóðir, sem mestum ár- angri hafa náð í atvinnulífinu, jafn- an lagt mikið fé í menntun, ný- sköpun, atvinnuþróun og rann- sóknir. Því er ekki að heilsa hér á landi. Þegar atvinnuleysi vofir yfir og kjaraskerðing er staðreynd er nauðsynlegt að reyna að finna leið- ir út úr þeim vítahring sem kjara- mál hér á landi eru komin í. Sam- drátturinn sem nú er staðreynd merkir það meðal annars að yfir- vinna margra stétta dregst saman. Það væru raunar góð tíðind ef mannsæmandi laun væru greidd fyrir dagvinnuna en svo er ekki. Áfkoma margra Ijölskyldna bygg- ist á gegndarlausri yfirvinnu. Þegar hana er ekki að hafa fýkur hús- næðið, greiðslukortaskuldimar hlaðast upp og nauðþurftir eins og fæði, klæði og Iækniskostnaður verða sumum jafnvel ofviða. Þetta þekkir starfsfólk félagsmálastofn- ana mæta vel. sem ekkert niður þrátt fyrir skertan vinnutíma á mörgum vinnustöð- um. Eg hef alltaf verið ósátt við að menn skyldu ekki draga lærdóm af þessu og semja um styttingu vinnutíma í sólstöðusamningunum sem fylgdu í kjölfarið. En ef til vill væri lag nú á meðan allt stendur fast, að hugsa kjaramálin upp á nýtt. Það eru nefnilega fleira kjör en kaupið eitt. En auðvitað er þó frumskilyrði að geta framfleytt sér á því. dóttir Björnsson Styttur og sveigjan- legur vinnutími Vinna með tilliti til fjölskyldunnar Stór hlutur yfirvinnu í heildar- tekjum er tímaskekkja. Yfirvinnu- stefnan mismunar kynjunum, það eru karlamir sem hafa getað bætt á sig vinnu, ekki konumar sem sitja uppi með heimilisábyrgðina, hvort sem okkur líkar betur eða ver. Og einstæð móðir getur ekki endalaust bætt á sig vinnu þótt hún geri það oft. En það þýðir ekki að missa sjón- ar á því hvernig samfélagið ÆTTI að vera. Stytting vinnudagsins er í raun og veru af hinu góða en það yrði að gerast án kjaraskerðingar. Ef vinnuvikan yrði stytt í áföngum án kjaraskerðingar myndi margt ávinnast: Minni líkur yrðu á at- vinnuleysi, vinnuánauð samfélags- ins yrði aflétt, fjölskyldulífi til hagsbóta, og litlar líkur væm á að afköst minnkuðu í ýmsum starfs- greinum. Mörgum vinnusömum lslendingngum brá í brún er upp- lýst var að afköst, eða framleiðni, væru tiltölulega lítil hér í saman- burði við aðrar þjóðir. En við hverju er að búast eftir tíu til tólf stunda vinnudag eins og margir búa við? Auðvitað lýjast menn. Vorið 1977 var yfirvinnubann í tengslum við harða kjaradeilu. Það merkilega var að afköst duttu lítið Mikið er rætt um vanda ung- menna sem lent hafa í hremming- um. Ein ástæða þessa ástands er ómanneskjulegur vinnutími for- eidra. Einnig skortir mjög á að kostur sé á sveigjanlegum vinnu- tíma forelilra á vinnumarkaði. Þessu mætti víða kippa í Iag ef um það næðist sátt. Við Kvennalista- konur höfum nú hreyft þessu máli á Alþingi og vonandi fær það mál brautargengi. Ef karlar jafnt sem konur tækju tillit til fjölskyldunnar er þeir skipulegðu vinnutíma sinn yrðu meiri möguleikar á að sinna því nauðsynlega hlutverki sem for- eldrar gegna. Það ásamt bættu skólakerfi, samfelldum, lengdum skóladegi sem nú er ógnað, mundi bjóða upp á betri aðbúnað fyrir bömin okkar en við nú eigum kost á. Höfum þetta hugfast næst þegar við ræðum um vinnu og ráðningar. Föstudagurinn 3. april -j •F

x

Helgarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.