Helgarblaðið - 03.04.1992, Qupperneq 15

Helgarblaðið - 03.04.1992, Qupperneq 15
Helgar 15 blaðið Landið sem ekki er til „Þessi bók er gefín út í tilefhi þeirra tímamóta að 4. apríl eru liðin 100 ár frá fæðingu finnlands-sænsku skáldkon- imnar Edith Södergran,“ sagði Njörður P. Njarðvík um þýðingu sína á ljóðum Södergran, Landið sem ekki er til, sem bókaútgáfan Urta gefur út. í bókinni eru 59 ljóð skáldkonunnar og eru þau valin úr öllum fimm ljóðabók- um hennar. „Eg reyndi að velja ljóðin þannig að þau sýndu þróun hennar sem ljóðskálds, bæði hvað varðar yrkis- efhi, stíl og tjáningaraðferðir." Edith Södergran er einn helsti frumkvöðull módemisma í Ijóða- gerð á Norðurlöndum og hefur haft mikil áhrif á þróun norrænnar ljóð- listar. Dapurleg ævi „Hún lifði stutt og átti mjög dap- urlega ævi. Faðir hennar dó úr berklum þegar hún var bamung og sjálf veiktist hún af berklum þegar hún var 16 ára. Hún náði aðeins 31 árs aldri og lifði í sjúkdómi og fá- tækt á Raivola á Kiijálaeiðinu, skammt frá St. Pétursborg. Södergran var alveg sér á parti í norrænni ljóðlist. Hún gekk í þýsk- an bamaskóla í St. Pétursborg og byijaði að yrkja á þýsku. Fyrstu 200 ljóð hennar em ort á þýsku áður en hún hóf að yrkja á sænsku. Hún gekk aldrei inn í sænska ljóðahefð. Hún notaði ekki rím né fastákveðna hrynjandi sem vom einkenni á sænskum ljóðum. Þess í stað reyndi hún að fanga tiltekna hugsun og birta hana í nýjum og nýjum mynd- um, oft með endurtekningum sem fólu í sér tilbrigði. Hún notaði ljóð- listina til að hefja sig upp úr hinu ömurlega jarðneska hlutskipti sínu. Sjálf hefur hún sagt um Ijóðlist sína: „Ég yrki ekki ljóð heldur skapa ég sjálfa mig og ljóðin em leiðin til sjálfrar mín.“ Ljóðabókum Södergran var fá- lega ef ekki illa tekið framan af. Ar- ið 1917 fór hún til Helsinki og reyndi að ná sambandi við finnsk og finnlands-sænsk skáld en varð fyrir miklum vonbrigðum. Skáldkonan Hagar Olsson hélt þó uppi vömum fyrir hana. Södergran var um alllangt skeið mjög upptekin af kenningum Nietz- sches um hið andlega ofunnenni. Það er ekki einkennilegt hjá mann- eskju sem svona var ástatt um. Þá var hún mjög upptekin af leitinni að Guði, enda bjó hún alla tíð í ná- Edith Södergran munda við dauðann og hugsaði því mikið um hinstu rök tilverunnar. Árið 1920 gaf hún út fjórðu ljóða- bók sína J-'ramtidens skugga". Eftir þá bók missti hún trú sína á Nietz- sche og listina og hætti að yrkja. Hún tók þó affur upp þráðinn tveimur árum seinna og orti allmörg ljóð þetta síðasta ár sitt, en hún dó á Jónsmessu 1923.1 þessum síðustu ljóðum hennar reis list hennar hæst. Hagan Olsson gaf þessi ljóð út ásamt öðmm óbirtum ljóðum Sö- dergran árið 1925 undir heitinu „Landet som icke ar“.“ Ánægjunnar vegna Það er Bókaútgáfan Urta sem gef- ur út bókina en forlagið er í eigu Njarðar P. Útgáfan hefur sérhæfl sig í kynningu á norrænni ljóðagerð og er Landið sem ekki er til fimmta bókin í flokki slíkra rita. Njörður hefur þýtt þrjár bókanna en Hjörtur Pálsson tvær. Þeir höfundar sem komið hafa út hjá Urtu auk Söder- gran em Bo Carpelan, Hendrik Nordbrandt, Tomas Tranströmer og Rolf Jacobsen. „Það er frekar sjaldgæft að gefnar séu út þýðingar á ljóðum eins skálds, en mér fínnst skipta meira máli að kynna eitt skáld heldur en að gefa út bækur með þýðingum hinna og þessara.“ En afhveiju stendurðu sjálfur í út- gáfunni? „Það vill enginn gefa þetta út. Svona útgáfu er ekki hægt að standa að á venjulegan hátt með viðskipti í huga. Eg hef fengið styrk frá Nor- ræna þýðingasjóðnum sem hefur dugað nokkum veginn fyrir prentun og pappír. Við Hjörtur Páisson höf- um því meira og minna gefíð vinnu okkar við þýðingamar. Við gerum þetta fyrst og ffemst ánægjunnar vegna. Þegar við ákváðum að fara út í þessar þýðingar bjuggum við okkur til mottó sem sótt er í Predik- arann: „Varpaðu brauði þínu út á vatnið...“ Heiðursfélagi í Finnlands- sænska rithöfunda- sambandinu Njörður P. var ný- verið gerður að heiðursfélaga Finn- lands-sænska rithöfundafélaginu. Þann heiður öðlaðist hann fyrir skrif um og þýðingar á finnlands-sænsk- um bókmenntum. „Það er ánægjulegt ef einhveijum líkar það sem maður er að gera,“ er það eina sem Njörður vill segja um það. Á morgun, laugardag, kl. 16 verð- ur dagskrá um Edith Södergran í Norræna húsinu. Helena Solstrand- Pipping, lektor í sænsku við háskól- ann í Helsinki, heldur fyrirlestur um ævi og störf skáldkonunnar og Njörður les ljóð úr bókinni Landið sem ekki er til. Biynja Guttorms- dóttir píanóleikari leikur nokkur lög á milli atriða. Dagskránni lýkur með sýningu á mynd sem finnska sjón- varpið gerði árið 1977 og heitir „Landet som icke ár“ og fjallar um ævi skáldkonunnar. Sýningartími er tveir og hálf klukkustund. Myndin er með finnsku og sænsku tali. gjörningur í Þjóðleikhúsinu Taumlaus íjóðleikhúsið Elín, Helga, Guðríður eftir Þórunni Sigurðardóttur Leikstjóm Þómnn Sigurðardóttir Leikmynd og búningar Rolf Alme Tónlist Jón Nordal Sviðshreyfingar Auður Bjamadóttir Lýsing Asmundur Karlsson Elín, Helga, Guðriður, nýtt leikrit eftir Þór- unni Sigurðardóttur, var ffumsýnt í Þjóðleik- húsinu fimmtudaginn 26. mars. Leikurinn gerist á átjándu öld, eða þar um bil, þegar refsingar voru grimmilegar og útskúfun beið þeirra sem misstigu sig á hinum þrönga vegi dyggðarinnar. Elín, Helga og Guðríður, aðal- persónur þessa leiks, eru allar fómarlömb grimmdarlegra landsins laga og tvöfalds sið- gæðis, en við upphaf leiksins koma þær að ferjustað þar sem ferjumaðurinn, Gestur, þröngvar þeim til að segja sögu sína gegn því að hann feiji þær yfir fljótið á eflir. Sögur kvennanna þriggja eru eins konar samnefnarar allra þeirra fjölda tfásagna sem er að finna í Islandssögunni um dulsmál, hór- dóm og misnotkun, og sjálfsagt ekki vanþörf á að rifja upp þann kafla sögu lands og þjóð- ar, en hann hefúr sjaldnast þótt nógu glæsileg- ur eða mikilvægur til þess að vera haldið á lofti. Þessar sögur eru vissulega dapurlegar, jafnvel hönnulegar, en það er hins vegar spuming hvort þau dramatísku tilþrif, sem ffamin vom í orðum og æði á leiksviði Þjóð- leikhússins á fmmsýningarkvöldið, hafi verið nauðsynleg. Hvort slíkt stuðli ekki beinlínis að því að gera viðfangsefnið hlægilegt eða vekja leikhúsgestum þvilíkt ógeð á svona sögum að þeir vilji aldrei framar heyra á þær minnst. Leikritið er sett saman úr þremur sjálfstæð- um þáttum, sem em sögur Elínar, Helgu og Guðríðar, tengdar með ferjustaðnum og ferju- manninum Gesti. Ekkert jafnvægi er í bygg- ingu þessara þriggja þátta, hvorki hvað varðar lengd né þyngdarpunkt. Öðmmegin á vogar- skálum sýningarinnar em sögur Elínar og Guðríðar og hinumegin saga Helgu, sem er sú lengsta - og dramatískasta og ber hinar tvær gjörsamlega ofurliði, enda ekkert til sparað að koma henni nú sem vandlegast til skila. En þar með er sagan ekki sögð, heldur tekur við lokaþáttur þar sem boðskap- ur leiksins er aukinn, ítrekað- ur og þvældur - og henni Þóm litlu er falið að skrá þessar sögur fyrir þá sem á eftir koma. Sá þáttur allur er ekki bara óþarfur heldur beinlínis til lýta á verkinu. Allt fer þetta svo ffam með orðskrúði miklu og hátíð- legu, sem helst virðist eiga rætur að rekja til kansell- ístílsins, eða kannski rómantískra skáldsagna frá 19. öld - nema ef vera skyldu riddarasagn- ir. Hver veit? Hófsemi er greinilega framandi hugtak fyrir höfundi og leikstjóra þessa verks. Sömuleiðis virðist sú hugsun víðsljarri að áhorfendur séu kannski færir um að skilja fyrr en skellur í tönnum. Þómnni er mikið niðri fyrir og vill að það komist allt til skila, og það gerir hún með því að segja hlutina oft og með tilþrifum. Það er vissulega ágætt að fólk hafi einhvem boðskap að flytja með verkum sínum en það hlýtur að teljast ffemur ósmekklegt að troða honum beinlínis ofan í leikhúsgesti. Leik- stjóm verksins einkenndist af sama jafnvæg- isleysinu og bygging þess, auk þess sem orðin ,.mikið“ og „rneira" virtust hafa verið höfð að íeiðarljósi við vinnuna. Sýningin hélt þó ein- hvers konar jafnvægi í byijun en í iokaþætti var því miður löngu gleymt að það þarf ekki endilega að hrópa til þess að til manns heyrist. Leikmyndin er einstaklega vel heppnuð og kemur jafnt til skila hugljúfri sveitasælu og óveðri, heiðum og láglendi, grámóskulegum vemleika kvennanna og hugljúfri paradísar- sælu elskendanna (sem virðist reyndar klippt út úr einhverri bíómynd). Ljósanotkun er til fyrimiyndar, sem hluti leikmyndarinnar, blæ- brigðarík og full af stemmningu. Tónlistin er ásamt leikmynd og ljósanotkun eitt af bestu atriðum sýningarinnar, tengd anda þeirrar frásagnar sem er kveikjan að leiknum. Búning- amir em flestir dökkir og heldur dapurlegt samsafn, lýðurinn all- ur illa til hafður og skítugur, nema yfirvaldið. Leikur ílestra var til fyrirmyndar og raunar al- veg einstakt að leikendur skuli hafa komist svo vel frá þessum darraðardansi sem raun bar vitni. Kristbjörg Kjeld leikur Elínu, sem hefur átt tólf böm með fimm mönnum. Hún segir frá fyrstu ástinni sinni, sem varð til þess að móta allt lífshlaup hennar, og gerði það fallega, vakti bæði samúð með þessari konu og gaf hugmynd um líðan þess sem lendir í slíkum hrellingum. Halldóra Bjöms- dóttir lék Elínu unga og gerði hana ævintýra- lega góða, saklausa og hreina, eins og það hlutverk býður reyndar upp á. Ólafia Hrönn Jónsdóttir bar af sem Guðríður, auminginn, sem er fómarlamb illsku mannanna og tvö- falds siðgæðis. Hún kom sögu Guðriðar og ekki síst persónunni afburða vel til skila og komst hjá þvi að gera hana að einhvers konar persónugervingi vesalingsins. Edda Heiðrún Backman leikur Helgu, stúlkuna lífsglöðu sem fómar öllu fyrir ástina. Hlutverk Helgu er með afbrigðum dramatískt en Edda komst merkilega vel ffá því, meira að segja irá senum þar sem smekkleysan hefði átt að bera allt annað ofurliði. Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir var sú skilningsríka og þolinmóða Sesselja, systir Helgu, og skilaði hlutverkinu af hófsemi sem var vel þegin og sjaldgæf sjón á leiksviði Þjóðleikhússins frumsýningarkvöldið. Ingvar E. Sigurðsson leikur Ingimund eiginmann Sesselju og slapp á einhvem furðulegan hátt við að verða hlægilegur eða ósannfærandi. Þóra dóttir þeirra Ingimundar og Sesselju var annað hvort leikin af Manuelu Ósk Harðardóttur eða Kristínu Helgu Laxdal. Þóra er þögull áhorf- andi atburða mestan hluta sýningarinnar, og stóð Þóran á ffumsýningarkvöldið sig mjög vel. Guðrún Þ. Stephensen lék Þrúði, kerling- una margfróðu, sem kann að fara með grös og veit að enginn kemst undan örlögum sínu, og var Guðrún hin dæmigerða klóka kerling á ís- lensku leiksviði. Egill Ólafsson var Gestur feijumaður, sá sem biður konumar um sögur sínar. Egill var með aíbrigðum hátíðlegur Gestur og virtist helst vera að búa sig undir að halda einhvers konar bænastund. Helgi Bjömsson leikur Bjama, fyrstu ást Elínar og seinna dómara, og gerði það ágætlega. Pálmi Gestsson var andstyggilegur Olafur og Þor- steinn Guðmundsson ffemur ánalegur og ve- sæll Þorsteinn vinnumaður. Randver Þorláksson, Þómnn Magnea Magnúsdóttir, Birgitte Heide, Magnús M. Norðdahl, Jón Sigurbjömsson, Bryndís Pét- ursdóttir og Einar Rafn Guðbrandsson komu ffam i mismörgum smáhlutverkum og var enga misfellu að sjá á þeirra ffamgöngu. Hundurinn Jökull lék Trygg og var hreint til fyrirmyndar, líka á feldinn. Elín, Helga, Guðriður var sýning sem átti sér sína ljósu punkta í leikmynd, tónlist, ljós- um og leik, en þar með er því miður upp talið - og hlýtur það að skrifast á reikning algers taumleysis höfundar og leikstjóra verksins. Gunnarsdóttir skrifar Föstudagiirinn 3. apríl

x

Helgarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.