Helgarblaðið - 03.04.1992, Qupperneq 18

Helgarblaðið - 03.04.1992, Qupperneq 18
__________________ Helgar 18 blaðið Rósir í apríl Engin planta sameinar ólík menningarsvæði bet- iír en rósin. Frá upphafi hefur rósin verið samofin upprima okkar og sögu austan úr Asíu þar sem við skildum við Irani, Tyrki og Persa og héldum með sólina á vinstri hönd að strönd og eyjum út- hafsins í Norðurálfu fyrir aðeins nokkrum þúsund- um ára. Reyndar eiga allir kynflokkar á svæöinu frá Marokkó í suðri til Nor- egs í norðri með línu dregna báðum megin skáhallt austur til Persíu sagnir um rósadýrkun og rósarækt sem rekja má svo langt aftur sem minni ná. Rós- in var tignuð sem boðberi ástar, frjó- semi, friðar og velsældar. Jafvel hér á íslandi liefur rósin verið höíð í háveg- um allt frá landnámstíð enda þótt við Islcndingar þekktum ekki aðrar rósir en þær sem skreyttu rímnakveðskap, asklok og íleppa fýrr en á þessari öld. Sólelskar rósir En rósir eru flestum plöntum sól- elskari. Þeim þýðir lítið að bjóða ein- hver skuggaskot í garðholunum okkar ellegar að beita þeim upp í norðan- hraglandann. Þær unna yl og löngum sumrum. ívið lengri en landshættir hér gefa kost á. Þess vegna verðum við að lengja sumarið fyrir þær ef við viljum njóta rósaskrúðsins. Það ger- um við best með því að forrækta þær innandyra á vorin áður en tíó leyfir að þær séu gróðursettar í garðinum. Forræktun rósa Gróðrarstöðvar og garðyrkjuversl- anir bjóða fram nokkuð gott rósaúrval strax í aprílmánuði. Oft er rósunum pakkað í plastpoka með litskrúðugri mynd utan á. Rætumar eru vafðar í rakan moldarsalla með plastpjötlu vafða utan um til að þær þomi ekki upp. Gerist það skemmist rósin. Þessum rósum plöntum við í potta með pottamold svo fljótt sem við get- um. Pottamir þurfa ekki að vera stór- ir. Það er nóg að þeir rúmi meginhluta rótanna, ágræðslusamgróningurinn og rótarhálsinn geta að skaðlausu staðið ögn upp úr pottunum. Séu rætumar mjög langar eða illa lagaðar fyrir pottinn klippum við af þeim eins og okkur þykir þurfa. Það er betra að klippa rætumar heldur en að kuðla þeim í pottana. Eins er ráðlegt að klippa ögn af greinunum um leið. Þá verður betra samræmi milli rót- anna og yfirvaxtarins. Hyggilegast er að klippa rósagreinar þannig að tekið sé af ofan við brum sem vísa upp og út frá miðju plöntunnar. Þannig fær rósin eðlilegra vaxtarlag. Eftir pottun þarf að vökva ríflega og koma rósun- um fyrir á björtum og ekki alltof heit- um stað, t.d. í björtum bílskúr eða anddyri. Stundum hafa garðyrkju- menn sett rósirnar í potta þegar við kaupum þær. Þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því að ekki sé rétt að staðið. Hinsvegar skulum við alltaf snyrta greinamar og stytta, hafi það ekki verið gert. Það er að segja ef rós- in er ekki farin að laufgast. Annars forum við alveg eins að og við „poka- rósirnar" og umfram allt verðum við að muna að halda moldinni rakri uns rósimar em komnar á sinn stað úti í garðbeði. Hafliðason Hvaó svo? Þegar kemur fram yfir miðjan maí er tímabært að venja rósimar við úti- vist. Þá vcljum við dag með mildu veóri og setjum rósaplöntumar á skjólbesta staðinn í garðinum. Við verðum að verja þær gegn sterku sól- skini fyrstu dagana, hafa þær til dæm- is í skugga eða að við breiðum yfir þær hvítan gróðurdúk. Einnig skulum við vera á varðbergi gagnvart nætur- frostum og hafa til taks einhvem út- búnað til að breiða yfir plöntumar fyrstu næturnar svo að frostið nái þeim ekki. Plöntumar skulum við ekki taka afhir inn í hús nema að geri aftakaveður mcð hörkugaddi. I júníbyrjun ættu rósimar að vera orðnar nægilega hertar til að standa af sér íslensku sumarveðráttuna og þá kemur að því að gróðursetja þær í garðinn. Að sjálfsögðu á sólríkasta blettinn. Bcst er að hrófla sem minnst við rótahnausnum. Ef hann virðist laus í sér cr cinfaldlega skorið eða rist niöur úr hliðum pottanna á tvcim til þrem stöðum, þannig að rætumar geti komist út um glufúmar og potturinn síðan settur niður með öllu í á bólakaf svo að ágræðsluhnúðurinn lendi um það bil 5-7 sentimetrum undir mold- aryfirborðinu. A eftir vökvum við rækilega svo að moldin setjist vel að rótunum. Ur þessu ættu rósimar að spjara sig og blómgast þegar lengra líður á sumarið og halda sínu flóri fram á haust. Hvað þá skal gera segi ég seinna. Úrval gar&rósa Rósir skiptast í marga og mismun- andi hópa. Ekki verður þetta skipulag skilgreint nánar hér, plássins vegna. En í stóru verður þó að geta um A): „Runnarósir" sem em nálægt því að vera beinir afkomendur náttúralegra rósategunda og draga dám af þeim. B): „Skriðrósir" sem era flatvaxnar en líkjast að miklu leyti C): „Skúfró- sum“ hvað það varðar að blómin era smá og mörg saman í skúfum. D); „Eöalrósir" era stórblóma með fá blóm á hveijum stilk og lestina reka E): „Klifurrósir" með sínar löngu og linu greinar sem verða að fá stuðning til að bera uppi blómskrúðið sem get- ur verið af gerð allra ofangreindra hópa. Nokkur nöfn Allar ræktaðar rósir bera fastákveð- in alþjóðleg nöfn. Þessi nöfn fylgja hverju rósafbrigði hvar sem er svo lengi sem því er fjölgað til almcnnrar dreifingar og gildir sem ábyrgðarskír- teini um það að viðkomandi rós sé nákvæmlega eins og henni er lýst i „Alþjóðlega rósakladdanum“ hjá hinu konunglega breska garðykjufélagi (skammstafað RHS) sem hefúr aðset- ur í Lundúnum. Eftir þessum „kladda" fara plöntusalar þegar þeir falbjóða sinn vaming. Á íslandi er reynt að velja þau rósaafbrigði til almennrar sölu sem vænlegast hafa reynst í okkar veðr- áttu. Hér á efiir skulu nokkur nefnd: Rauðar: Duftwolke Eðalrós. Stór, vellöguð og alfyllt kóralrauð blóm. Blómviljug og ilmsæt. Vaxtarlagið þybbið og laufskrúðið hraustlegt. Afar gott mót- stöðuafl gegn kvillum. Hæð 0,6-1 m. Ena Harkness Eðalrós. Fagurlög- uð hlýrauð blóm. Ilmsæt. Harðgerð. Hæð 0,6-1,2 m. Flammentanz Klifurrós. Skarlats- rauð blóm í stóram klösum. Blómgast mest á ársgamlar eða eldri greinar. Afar harðgerð. Alltof fyrirferðarmikil fyrir gróðurskála. Hæð 2-3 m. Heidelberg Klifurrós með velfyllt- um blóðrauðum blómum. Blómstór og blómsæl. Blómgast best á nýjan sumarvöxt. Meðmælanleg í kalda gróðurskála. Hæð 2 m. Lili Marleen Skúfrós. Blómin dökkrauð með flauelsslikju. Blómgast mikið og lengi. Þybbið og útsveigt vaxtarlag. Ein besta rós til að rækta í pottum. Hæð 0,5-0,7 m. Nina Weibull Skúfrós. Skærrauð, formföst bióm. Afar blómsæl og blað- falleg. Harðgerð og ónæm fyrir regni. Góð pottarós. Hæð 0,5-0,8 m. Bleikar: Bonica 82 Skriðrós með glansandi laufi og hálffylltum, stóram, fölbleik- um blómum. Harðgerð rós sem hefur reynst vel í görðum í Reykjavík und- anfarin átta ár. Hæð 0,4-0,6 m. Maiden ’s Blush Runnarós. Oftast ræktuð sem klifurrós. Stór, lausfyllt, angandi, skærbleik blóm. Laufskrúðið er grágrænt og drjúpandi og greinar með fáum þymum eins og einkenn- andi er fyrir alla afkomendur „Rosa Alba“ - hinnar hvitu rósar Riddara- tímans. Mjög merkileg rós sem hefúr með fúllri vissu verið í ræktun síðan á fimmtándu öld. Er upphaflega frönsk og hennar gamla franska nafn er ‘Cu- isse de Nymphe Emue’. Enska, al- þjóðlega nafnið fékk hún í Kew- grasagarðinum um 1790 og hefur gengið undir því síðan. Vaxtarlagið er upprétt og grannt. Getur orðið afar langlíf á góðum stöðum í görðum en er þvi miður dálítið viðkvæm fyrir ís- lenskri veðráttu. Sögunnar vegna verðskuldar hún þó að henni sé gaum- ur gefinn og t.d. ræktuð í gróðurskál- um. Hæð 1,6-1,8 m. New Dawn Klifurrós. Fölbleik, stór og velfyllt, angandi blóm. Grannar, linar greinar. Blómgast best á nýjan sumarvöxt. Góð klifurrós fyrir gróð- urskála. Hæð 1,5-2 m. Queen Elizabeth Skúfrós. Stór, ljós-fúksíubleik blóm sem standa mjög lengi. Kröftugt og upprétt vaxt- arlag. Blómgast fremur síðla á sumr- inu en í gróðurskála getur hún staðið í fullum blóma fram yfir áramót. Hæð 0,8-1,5 m. The Fairy Skriðrós. Afar mörg, en smá, alfyllt rósbleik blóm í stóram skúfúm. Laufið smátt, fagurgrænt og gljáandi. Vaxtarlagið afar finlegt og nett. Blómin þekja plöntuna oftast al- veg. Ákaflega falleg sem pottarós, hvort sem er útivið eða í gróðurskála. Hæð 0,3-0,6 m. Gular: Allgold Skúfrós. Gul, alfyllt blóm sem ekki fölna með aldrinum og standa mjög lengi. Frísklegt lauf og fallegt vaxtarlag. Besta gula skúfrós- in. Hæð 0,5-1 m. Friihlingsgold Runnarós (þymi- rós). Stór hálffyllt, skærgul, angandi blóm. Vaxtarlag og laufgerð þymirós- ar en blaðstærri. Afar blómsæl runna- rós fyrir skjólríka garða. Hæð l-l,5m. Golden Showers Klifúrrós. Stór gullgul, afar ilmsæt blóm. Mjög blómsæl. Regnþolin. Fallegt lauf- skrúð. Vöxtur fremur hægur, við- kvæm fyrir klippingu. Grisjið aðeins burt gamlar greinar og veikburða sprota. Besta gula klifúrrósin fyrir óupphitaða gróðurskála. Hæð 1-2 m. Peace Eðalrós. Afar stór og þétt- fyllt gul blóm. Blómhnappamir hafa rauðbleika slikju og stundum jaðrar blómblaðanna. Stór, glansandi lauf. Kröftugt vaxtarlag. Er viðkvæm fyrir klippingu. Plöntumar era aðeins snyrtar til eftir þörfum á vorin og ef draga verður úr stærð þeirra er best að gera það smátt og smátt á sumrin. Vinsæl rós sem nýtur sín ekki síst í óupphituðum og sólríkum gróðurskál- um. Hæð 0,8- 1,6 m. Rauð og gul: Rumba Skúfrós. Tvílit: Sítrónugul og óransrauð, lausfyllt blóm. Þybbið vaxtarlag og stór, gljáandi blöð. Regnþolin og harðgerð. Framúrskar- andi góð pottarós. Hæð 0,3-0,5 m. Órans: Allotria Skúfrós. Skær-órans (eir- rauð) blóm. Vel fyllt. Fallegt lauf. Öflugur vöxtur. Hæð 0,5-1 m. Hvítar: Schneewittchen Skúfrós. Mörg, stór og alfyllt, filabeinshvít blóm í risastóram skúfum. Afar blómsæl. Stórvaxin en samsvarar sér vel. Harð- gerð en viðkvæm fyrir klippingu. Er einungis snyrt þegar með þarf. Krefst mikils rýmis í gróðurskála en launar vel fyrirþaó. Hæð 1-1,5 m. Swany Skriðrós. Smá, alfyllt, hvít og endingargóð blóm í stóram skúf- um. Smágert glansandi lauf. Af- bragðsfin pottarós. Hæð 0,4 m. Weisse Immensee Skriðrós með smágerðum, einkrýndum hvítum blómum. Afar blómviljug og snotur. Laufið smágert og glansandi. Nýtur sín vel í keijum og þar sem hún getur „flætt yfir“ vegghleðslur og steina. Jarðlæg. Rýmisþörf 0,6- lm. Rauðbleikar & fjólubláar: Dornröschen Runnarós. Eðalrósal- ík, stór rauðbleik blóm í skúfum. Laufprúð. Afar harðgerð rós sem hef- ur reynst árviss með blómgun. Án efa vinsælasta rósin í íslenskum görðum síðustu fimmtán árin. Hér á landi kallast hún oft aðeins „DORN“ eða „DORNRÓS". Hæð 0,6-1,2 m. Hansa Runnarós (ígulrós). Stór, fyllt, angandi, rauðíjólublá blóm. Blómsæl og árviss um allt land. Afar harðgerð og vinsæl runnarós. Úfið og gisið vaxtarlag. Þrífst best í sendnum og frjóum jarðvegi. Hæð 0,8-1 m. Undanrásir hafnar Undanrásir íslandsmóts- ins í sveitakeppni hófust á Loftleiðum í gær. 32 sveit- ir taka þátt í mótinu og er þeim skipt í 4 riðla; A-riðill 1. Sigfús Þórðarson, Suðurl. 2. Islandsbanki, Nl. vestra. 3. Berg H.F., Vesturland. 4. Hótel Höfn, Austurland. 5. KeiluhöIIin, Rvk. 6. Tryggingamiðstöðin, Rvk. 7. Karl G. Karlsson, Reykjan. 8. Stefán G. Stefánsson, Nl. eystra. B-riðill: 1. V.Í.B.,Rvík. 2. Hjalti Elíasson, Rvík. 3. Kristinn Kristjánsson, Vestf. 4. Herðir, Austurl. 5. Sigmundur Stefánsson, Rvk. 6. Jakob Kristinsson, Nl. eystra. 7. Hraðfr.hús Fáskrúðsfj., Al. 8. Sjóvá-Almennar, Vesturlandi. C-riðill: 1. Rauða ljónið, Rvík. 2. Álfasteinn, Austurl. 3. Viking-Bragg, NI. eystra. 4. Myndbandalagið, Rvk. 5. Roche, Rvík. 6. S. Ármann Magnússon, Rvk. 7. Gylfi Pálsson, Nl. cystra. 8. Ingibergur Guömundsson, Nl. ve. D-riðill: 1. Ármann J. Lárusson, Reykjan. 2. Búseti, Reykjan. 3. Landsbréf, Rvík. 4. Ásgrímur Sigurbj.son, Nl. ve. 5. Kristján M. Gunnarsson, Suðurl. 6. Jón Öm Bemdsen, Nl. vestra. 7. Gunnlaugur Kristjánsson. Rvík. 8. Frank Guðmundsson, Vestf. 4 4 4 Spilamennska hefst kl. 13 í dag með 3. umferð. I kvöld hefst svo spila- mennska kl. 19.30. Á morgun verða einnig 2 umferðir og lýkur síðan spila- mennsku á sunnudeginum, mcð loka- umfcrð. 2 efstu sveitir úr hveijum riðli komast í úrslit, sem verða spiluð um páskana. 4 4 4 Og Skagfirðingar í Reykjavík fagna nýju húsnæði. Fyrsta spilakvöldið að Stakkahlíð var síðasta þriðjudags- kvöld. Á dagskrá þessa dagana er eins kvölds tvimcnningskeppni. 4 4 4 30 pör mættu til leiks hjá Bridgefé- lagi Kópavogs í þriggja kvölda Butler tvímcnningskeppni. Efstu skorir fyrsta kvöldið fengu; Jens Jensson-Jón Stein- ar Ingólfsson 51 og Hertha Þorsteins- dóttir-Sigurður Sigurjónsson 46. 4 4 4 Jacqui McGreal og Þorlákur Jóns- son vora eina parið sem komst í úrslit í Evrópumótinu í parakeppni í tví- menning, sem spilað var í síðustu viku í Belgíu. 310 pör tóku þátt í mótinu og komust 96 pör í úrslit. 1 sveitakeppn- inni hafnaði sveit þeirra (skipuð þcim Hjördísi Eyþórsdóttur, Jakobi Krist- inssyni og Hcrmanni Lárassyni) í 38. sæti, eftir ágætt gengi framan af. Sveit skipuð þeim Valgerði Kritsjónsdóttur, Birni Theodórssyni, Guðrúnu Jóhann- esdóttur og Sigurði B. Þorsteinssyni hafnaði hins vegar í 50. sæti af um 80 sveitum. Sigurvegari í sveitakeppninni varð sveit Pilon frá Frakklandi, en með honum spilaði m.a. sá frægi spilari Mari. í tvímenningskeppni mótsins var pólski spilarinn Lesniewski hins vegar efstur á blaði. Islensku keppendumir létu vel af dvölinni ytra. Styrkleiki beggja mót- anna var með því mesta sem þekkist og voru til að mynda allir bestu spilar- ar Frakklands meðal þátttakenda, enda sendu þeir einar 30 sveitir (tæplega) til keppni. I tvímenningskeppninni tóku vel yfir 300 pör þátt í Evrópumótinu, sem er mesta þátttaka frá upphafi. Næsta Evrópumót verður í Bielefeld í Þýskalandi 1993. Er vonandi að við sendum frítt lið á það mót. 4 4 4 Jacqui McGreal átti fallegt spil í undankeppni tvímenningsins í Belgíu á dögunum; 4 Gxx ; Kxx XXX •J* K9xx 4 Kxx 4 ÁDlOxxx \ ’ Gxxx . Dxx ' xx D •ÞDlOxx xxx 4 x ; Áxx ÁKGlOxxx 4-ÁG Þau hjónakomin, Jacqui og Þorlák- ur, renndu sér í 6 tígla á spilið. Út kom spaði (eftir spaðasögn Austur), tekið á ás og meiri spaði. Sagnhafi hreinsaði síðan tígulinn og í framhaldinu neitaði hún sér um laufaíferðina, heldur ákvað að spila upp á þvingun í hálitunum, á Austur. Það gekk eftir. Austur varð að vemda spaðann í borði, Vestur mátti ekkert lauf missa og þess vegna varð hjartahundurinn hjá sagnhafa 12. slag- urinn. Svokölluð tvöföld kastþröng. Laglegt hjá Jacqui. Spilið gaf mjög góða skor, því margir töpuðu slem- rnunni eða „lyktuðu" alls ekki af henni. Föstudagurinn 3. april

x

Helgarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.