Helgarblaðið - 03.04.1992, Qupperneq 20

Helgarblaðið - 03.04.1992, Qupperneq 20
Helgar 20 blaðið Engar venjulegar pönnukökur Arthur Pétursson, mat- reiðslumaður á Hard Rock Café, lét okkur í té þessa framandi upp- skríft sem á ættir að rekja til Mexíkó og er ætluð fyrir fimm manns: Chimi Changas Mexikanskar pönnukökur Tortillaskökur Refried beans 800 gr nautakjöt rifinn ostur Refried beans: 240 gr nýmabaunir 1 tsk. smátt saxaður laukur 43 gr olía 1 tsk. salt 1 tsk. pipar 300 gr niðursoðnir tómatar 1 1/2 tsk. chilipipar Nýmabaunimar em mauk- soðnar og síðan er öllu bland- að saman i skál. Marinering fyrir nauta- kjöt: 0,5 ltr. salatolía 0,7 dl soyasósa 1 msk. Worchestershiresósa 1/2 tsk. hvítlauksduft 1/2 tsk. sítrónusafi Öllu blandað saman, sí- trónan kreist út í. Kjötið látið liggja í marineringunni í u.þ.b. 4 klst. Picantsósa: 450 gr niðursoðnir tómatar 1 hvítlauksrif 75 gr laukur 40 gr gulrætur 1 tsk. kúmen 2 tsk. chiliduft 1 tsk. cayennepipar 2 tsk. kjúklingalaaftur 40 gr sellerí 40 gr steinselja Laukur, gulrætur, sellerí, hvítlaukur, allt saxað smátt, sett í pott og brúnað ásamt kryddinu, síðan em tóm- atamir settir útí með kjúklingakraftinum og steinseljunni. Soðið i 1 klst. Tortillaskökur Fást í frystiborðum allflestra matvömverslana. Kjötið er skorið í strimla sem blandað er saman við baunimar og ostinn. Blönd- unni er síðan pakkað inn í tortillaskökumar og límt sam- an með eggjarauðum. Djúp- steikt í u.þ.b. 5 minútur. Bor- ið ffam með hrísgijónum, picantsósu og salati. Fullt af fólki og fín músík á Hard Rock Café Hard Rock Café er, eins og flestir vita, veitingastaður í Kringlunni. Þangað er ferðinni heitið að þessu sinni og þótt þar geti að líta fólk á öllum aldri fannst okkur ekki nema sjálfsagt að matargestir Helgarblaðsins þar yrðu í yngri kantinum. Við flett- um upp í áskrifenda- skránni og staðnæmdumst við Heimi Björgúlfsson, 16 ára iðnsvein. Hann er kannski ekki yngsti áskrif- andi blaðsins en að óat- huguðu máli er okkur til efs að þeir séu margir yngri. Heimir þekktist boð- ið umhugsunarlaust og bauð með sér Helga Þórs- syni, vini sínum og skóla- bróður. ... ... : ■ ' Þeir félagar mættu á staðinn um kvöldmatarleytið á þriðjudaginn var og þar var þá fullt af fólki í öllum aldursflokkum. Heimir sagðist hafa borðað þarna áður og líkað vel, þótt hann væri eiginlega á móti því sem hann kallaði keðjuveitingahús. Þarna væri líka spiluð ágætis músik sem vel mætti vera hærra stillt. Ákaflega góbur matur Fyrst fengu þeir sér súpu dags- ins sem þeim kom saman um að hefði verið alveg ágæt. Heimi fannst þó að hún hefði mátt vera meira soðin en Helga minna. Þá var komið að piparsteik úr meyru og bragðgóðu kjöti. Með henni voru bornar fram franskar kartöfl- ur og tómatar og hefði að ósekju mátt vera meira af hvoru tveggja. Kartöflumar hefðu líka mátt vera meira steiktar, sagði Hcimir, og svo hefði hann ekkert haft á móti miklu meiri pipar á steikina. 1 eft- irrétt létu þeir sig ekki muna um að skella í sig risasneið af súkku- Iaðiköku með ís og þeyltum rjóma scm þeir skoluðu niður Veitingar með mjólkurhristingi. Þetta var hið besta mál nema hvað Heimir, sem greinilega tók hlutverk sitt sem matargagnrýnandi mjög há- tíðlega, hafði orð á því að kirsu- berin sem skreyttu tertuna hefðu mátt vera fleiri og gjaman fersk. Niðurstaðan varð sú að maturinn hefði verið ákaflega góður. Gestir á Hard Rock Café geta valið um ýmsar vín- og bjórteg- undir til að drekka með matnum en þegar maður er ekki nema sextán ára þýðir lítið að skoða lista yílr slíkar veigar. Og ekki bar á öðru en appeisínið sem þeir piltar teyguðu færi prýðilega í þá. Þótt Heimir og Helgi væru ekki beinlínis banhungraðir að máltíð lokinni létu þeir ekki bjóða sér það tvisvar að bragða á Kalifom- íu-pizzu sem verið var að kynna gestum staðarins. Sögðu þeir hana firnagóða og spáðu henni miklum vinsældum. „Þeir ættu að hefja földáframleiðslu og senda jafnvel út á land,“ bætti Heimir við. Afbragós þjónusta Þjónustan var afbragðsgóð og nákvæmlega ekkert út á hana að setja. „Þær ættu samt endilega að vera í gúmmistígvélum, stelpum- Heimir og Helgi vi& simaklefann sem er hluti innréttingarinnar ó Hard Rock Cafe. ar,“ sagði Heimir og brosti breitt undan fjölmörgum smáfléttum sem dönsuðu glaðlega um ennið á honum við hverja minnstu hreyf- ingu. „Já, og þær ættu líka að vera miklu ákveðnari við tvítugu uppana sem eru með karlrembu- stæla. Það er alveg óþarfi að láta svoleiðis gaura vaða yfir sig,“ bætti Helgi við. Að því búnu þökkuðu þeir kær- lega fyrir sig og vom svo roknir. Framfarir koma í stökkum Hannes Hlífar Stefáns- son slakaði hvergi á klónni á alþjóðlega mótínu í Hafn- arborg sem lauk um síð- ustu helgi. Þegar þrjár umferðir voru eftír af mót- inu þurftí hann tvo vinn- inga til að gulltryggja sér áfanga að stórmeistaratitli og það gerði hann alveg svikalaust, vann heima- manninn Agúst Karlsson og síðan fylgdu tvö jafnt- efli. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 8 1/2 v. 2. Jón L. Amason 8 v. 3.-5. Margeir Pétursson, Þröstur Þór- hallsson og Motwani 7 v. 6. Conquest 5 1/2 v. 7.-8. Helgi Áss Grétarsson og Levitt 5 v. 9. Ho- well 4 v. 10. Björgvin Jónsson 3 1/2 v. 11. Björn F. Bjömsson 3 v. 12. Ágúst S. Karlsson 2 1/2 v. Hannes Hlífar hefur um langt skeið verið einn helsti vonarpen- ingur íslenskrar skáklistar. Hæst- um hæðum náði hann vorið 1987 er hann sigraði á heimsmeistara- móti sveina í Austurríki þar sem hann skaut aftur fyrir sig köppum á borð við Mikhael Adams og Gata Kamsky. Árið 1988 ákvað hann að helga sig skáklistinni óskiptur, varð fijótlcga alþjóðleg- ur meistari en samt eins og drægi úr framförum hans; alþckkt raun- ar að eftir að vissum styrk hcfur verið náð, vcrður hvert skref fram á við æ erfiðara. Mönnum hefur sýnst hvað varðar árangur þeirra íslensku skákmanna sem fremstir Ólafsson sfanda, að framfarirnar hafi kom- ið í stökkum; og ekki laust við að þessi frægi afturkippur, sem lætur á sér kræla á svo mörgum svið- um, hafi á þeim bæ stundum ver- ið hressilegri cn búist var við. Hannes mátti sitja heima þegar íslendingar sendu ólympíulið til Grikklands 1988 og til Novi Sad 1990, en nú loks er sæti hans gulltryggt og verður ekki betur séð en að á næsta ólympíumóti sem hefst í júníbyrjun í Manila á Filippseyjum muni íslendingar ciga „þéttara" liði á að skipa heldur en oftast áður. Skóksýning Kasparovs Menn hafa stundum reynl að sanna að einn skákmaður sé óum- dcilanlega mesti skákmaður allra tíma. Nöfnum Fischers, Capa- blancas og Garris Kasparovs hef- ur í því sambandi margoft verið haldið á lofti. Aðferðimar sem fiestir hafa notast við byggjast á einverjum tölulegum aðferðum sem sneiða hjá ýmsum öðrum þáttum. Sjaldan er spurt: hvað stóðu þessir menn fyrir mörgum skáksýningum? Ekki er meiningin að rifja hér upp helstu afrek Fischers og Capablancas og samanburður við Kasparov er ekki allskostar sann- gjarn, þeir tefidu á mun færri mótum og voru svo langt á undan sinni samtíð að enginn mótstöðu- maður þeirra gat kallað fram þætti í fari þeirra sem einugis Ka- sparov hefur náð að tileinka sér. Kasparov var svo heppinn að tefia nokkur einvígi við Anatolij Karpov scm þá stóð á hátindi getu sinnar. Áfraksturinn er yfir 160 skákir sem margar hverjar eru hreinustu perlur. Kasparov hefur unnið nálega hvert einasta skákmót sem hann hefur tekið þátt í síðustu tíu árin. Ur þessum sigrum má finna ýms- ar athyglisverðar tölulegar upp- lýsingar, en gæði skákanna eru mikli meiri en í sambærilegum sigrum t.d. Anatolijs Karpovs. Síðasta skáksýning Kasparovs var í Linares á Spáni og þar varð hann tveimur vinningum fyrir of- an næstu menn, hlaut 10 vinninga af 13 mögulegum. Lýsandi dæmi um ferskleikann og kraftinn í tafl- mennsku hcimsmeistarans er að finna í skák hans við heimamann- inn Illescas sem kom mjög á óvart með ágætri frammistöðu. Þeir taka til meðferðar fiókið af- brigði af Sikileyjarvörn og eins og fyrri daginn bregður Kasparov nýju ljósi á það með afar frum- legri meðhöndlun. Ganga kóngs- ins upp h- línuna er einn eftirminnilegasti þáttur þessarar skákar: Linares 1992, 10. umferð: Garri Kasparov - Miguel lllesc- as Sikileyjarvöm 1. e4 c5 2. RO e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Rxc6 bxc6 7. e5 Rd5 8. Re4 Dc7 9. f4 Db6 10. c4 Re3 ll.Dd3 Rf5 12. g4 Rd4 13. Bg2 h5 14. g5 Bb7 15. Be3 Rc2+ 16. Kf2 Rxe3 17. Dxe3 Dxb2+ 18. Kg3 Ba6 19. H?’ 1 h4 1 20. Kh3 Dc2 21. Hhcl Dl 22. r -3 Ba3 23. Hc2 Be7 24 Hb3 0-0 25. Rf6+ gxf6 26. gxf6 Bc5 27. Be4 Hfd8 28. Kxh4 Kf8 29. Hg2 Dxc4 30. Dxc4 Bxc4 31. Bh7 Bf2+ 32. Kh5 - og Illescas gafst upp. Föstudagurinn 3. apríl

x

Helgarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarblaðið
https://timarit.is/publication/259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.