Dagblaðið - 11.09.1975, Qupperneq 6
6
Dagblaöið. Fimmtudagur 11. september 1975.
HMEBUÐIB
Irjálst, úháð daghlað
(Jtgefandi: Dagbiaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
iþróttir: Hallur Simonarson
Hönnun: Jóhannes Reykdal
Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Bolli Héðinsson, Bragi Sigurðsson,
Hallur Hallsson, ómar Valdimarsson, Sigurður Hreiðar.
Handrit: Ásgrimur Pálsson, Inga Guðmannsdóttir, Maria Ólafs-
dóttir.
Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson
Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson
Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
t lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Ríkisstjórnin og Lao Tse
Fornkinverski heimspek-
ingurinn Lao Tse hélt þvi
fram, að vanstjórn væri betri
en ofstjórn. Hugsun hans var
sú, að allt stjórnvald væri i
eðli sinu illt. Þess vegna væru
skástu rikisstjórnirnar þær,
sem minnst færi fyrir.
Þessi kenning er einkar athyglisverð. Við
höfum oft séð rikisstjórnir stjórna með brauki og
bramli og yfirleitt með hrapallegum afleiðingum.
Siðasta vinstri stjórnin á Islandi var gott dæmi
um hávaðasama ofstjórn.
Ekkert er i sjálfu sér unnið við að rikisstjórn sé
i sifellu á hvers manns vörum. Þótt ráðherrar séu
i sviðsljósinu, er ekki vist, að þeir komi neinu i
verk, né að verk þeirra reynist gagnleg, þegar öll
hliðaráhrifin eru komin i ljós.
Hins vegar er ekki vist, að kenning Lao Tse eigi
við að fullu og öllu hér á íslandi i efnahagserfið-
leikum og landhelgisbaráttu ársins 1975. Rikis-
stjórn getur gengið of langt i kyrrlæti þegar
mikilvæg mál eru á hverfanda hveli.
Núverandi rikisstjórn lætur ekki mikið yfir sér.
Það er að mörgu leyti ágæt stefna. Rikisstjórnir
mega til dæmis ekki rasa um ráð fram og reyna
að elta uppi skyndikröfur þrýstihópa og yfirboð'
stjórnarandstöðu.
En óneitanlega er æskilegt, að af og til heyrist
til rikisstjórnar, svo að menn fari ekki að efast
um, að hún sitji enn. Menn vilja vita, að rikis-
stjórn sé til og geti tekið ákvarðanir. Vissan um
slikt er ein af kjölfestum þjóðlifsins.
Menn ætlast til dæmis til þess af rikisstjórninni,
að hún geti tekið tiltölulega skjótar ákvarðanir i
landhelgismálinu, þvi að þar eru kringumstæð-
urnar sifellt að breytast. Mörgum finnst rikis-
stjórnin fara sér of hægt við að taka veigamiklar
ákvarðanir i þorskastriðinu.
í þessu felst ekki gagnrýni á einstaka ráðherra.
Þeir eru margir hverjir mjög eljusamir i ráðu-
neytum sinum. Það er fyrst, þegar þeir koma
allir saman, að mönnum finnst skorta á heildar-
svipinn. Mönnum finnst rikisstjórnin sem heild
ekki nógu afgerandi i sumum þeim málum, sem
hún fjallar um sem heild.
Meðal slikra mála eru auk fiskveiðideilunnar
mál á borð við efnahagsmál og kjaramál, sem
rikisstjórnin fjallar um sem heild og meira að
segja sumpart i samráði við þrýstihópa úti bæ.
tJt af fyrir sig er allt i lagi, að Alþýðusamband
Islands taki þann kaleik frá rikisstjórninni að
setja hafnbann á vesturþýzku eftirlitsskipin hér
við land. En óneitanlega eykur það frumkvæði
reisn Alþýðusambandsins á kostnað rikis-
stjórnarinnar.
Kenning Lao Tse um ágæti kyrrlátra og hæg-
fara rikisstjórna er að mörgu leyti laukrétt.
Menn kæra sig ekki um, að rikisstjórnir séu sifellt
að flækjast fyrir athöfnum sinum. En i svipting-
um nútimans eru þó sum mál svo brýn, að hinar
fornkinversku kenningar eiga ekki við.
Með nýju blaði skyldi
maður búast við nýjum
siðum, en vonandi er
ekki mikilla breytinga
þörf hvað snertir
myndlistargagnrýnina.
Ég mun eins og áður
reyna að fjalla um all-
flesta, ef ekki alla, við-
burði innan myndlistar
á Stór-Reykjavikur-
svæðinu i þeim tilgangi
að reyna að gefa les-
endum einhverja hug-
mynd um eðli og gæði
hverrar sýningar.
Einnig mun ég halda á-
fram að ræða við lista-
menn og mun ég einnig
reyna eftir megni að
fjalla um myndlist utan
Reykjavikur auk al-
mennra listrænna
vandamála á liðandi
stund.
Það er augljóst að vetrarver-
tiðin er hafin. Stórar og smáar
sýningar spretta upp eins og
gorkúlur i haustrigningunni.
Þrátt fyrir verðbólgu og heims-
kreppu eru nú fleiri sýningar-
staðir opnir i Reykjavik en
nokkru sinni áður og hver ein-
asti myndlistarmaður virðist
selja meginpartinn af sýningu
sinni, — hversu hátt sem verðið
er. Kannski er verðbólgan að
einhverju leyti völd að þessum
miklu uppgripum myndlistar-
manna, fólk hefur tekið upp á
þeim erlenda sið að kaupa lista-
verk sem fjárfestingu ogvirðast
nú furðulegustu fúskarar renna
út sem „fjárfesting”. Breiðholt
hlýtur hér einnig að koma við
sögu því þar rjúka upp bygging-
ar með miklu veggrými sem
fólk vill gjarnan skreyta.
Og þvi stærri og ómannlegri
sem steinsteyptir kassarnir
verða, þvi meiri þörf finnur fólk
hjá sér til að opna glugga út i
náttúruna með landslagsmál-
verki af uppáhaldsstað sinum,
þar sem rómantiskri slikju er
brugðið yfir fjöll og dali. Ljóst
er einnig að aldrei hefur þörfin
fyrir sjónmennt verið meir að-
kallandi, svo fólk eyðileggi ekki
sinn eigin eðlissmekk og barna
sinna með þriðja flokks verkum
sem lasta bæði málarann og
myndefnið.
En þetta er gömul þula og
ekki er neinna breytinga að
vænta fyrr en sjónmennt verður
mikill hluti af menntun barna
og unglinga og opinberar list-
stofnanir halda þeirri sjón-
mennt áfram.
,,Ljós”
Ein umfangsmesta sýning i
bænum um þessar mundir er
ljósmyndasýningin „Ljós 75” að
Kjarvalsstöðum. Eins og ég hef
áður sagt er auðsætt að við er-
um að eignast hóp af fyrsta
flokks ljósmyndurum og er
þessi sýning enn eitt merkið um
þá heillavænlegu þróun. Að
henni standa samtökin „Ljós”,
þeir Gunnar S. Guðmundsson,
Kjartan B. Kristjánsson og
Pjetur Þ. Maack, ásamt gesti
þeirra, Mats Wibe Lund. Fyrst
ber að geta þess að öll
uppsetning sýningarinnar,
ásamt sýningarskrá, er til
fyrirmyndar. Auglýsingaspjöld
fyrir sýningar að Kjarvals-
stöðum i sumar hafa verið til
háborinnar skammar og þvi ber
spjald þeirrá „Ljós”manna af á
stilhreinan og aðlaðandi hátt.
Þeir félagarsýnaeinnig fram á
að hægt er að framleiða góða
sýningarskrá með aðstoð aug-
lýsenda.
Ljósmyndir Pjeturs Þ. Maack
eru allar i kiúngum sama verk-
efnið, listdansmeyna Helgu
Eldon og eru án flókinna ljós-
myndabragða. Leggur hann
áherslu á að sýna persónu dans-
meyjarinnar að starfi og leik og
eru danssenurnr rnun áhrifa-
meiri en hinar siðarnefndu, sem
vilja vera dálitið hefðbundnar
„pretty” stúdiur af andliti. Er
ég einnig ekki frá þvi að Pjetur
hefði mátt grisja myndfjöldann
dálitið, þótt ekki sé við tækni-
legu híiðina að sakast á neinn
hátt. Þeir Kjartan B. Kristjáns-
son og Gunnar S. Guðmundsson
hafa báðir verið við nám utan-
lands og gera tilraunir til þess
að kryfja erlent og innlent um-
hverfi til mergjar með vandleg-
um „komposis jónum ” og
uppstillingum. Báðir hafa þeir
náð miklu valdi yfir tækninni og
myndefni þeirra er oft áhrifa-
mikið. Nú vantar bara að þeir
skapi sér persónulegan ljós-
myndastil, sem eflaust kemur
með reynslunni.
Mats Wibe Lund litur aftur á
móti öðruvisi á ljósmyndalist-
ina. Hann er hreinn og beinn
frásögumaður sem ferðast um
og beinir linsu sinni að hinu lit
rika og mannlega, án þess að
skyggnast undir yfirborð þess
eins og þeir Kjartan og Gunnar
gera. Bangkok myndir hans
gætu prýtt siður „National Geo-
graphic” timaritsins, þær eru
faliegar, sérkennilegar, — en
e.t.v. mætti kalla þær yfirborðs-
kenndar túristamyndir. Sömu
sögu mætti segja um Græn-
landsmyndir hans, þær eru
tæknilega óaðfinnanlegar, — en
manni finnst að eitthvað meira
þurfi að segja um Grænland og
Grænlendinga i dag. Einnig
finnst mér vafasöm stækkunin á
sumum myndum hans, einkum
kajakmynd frá Grænlandi þar
sem útlinur verða allar óskýrar
og litirnir óekta. En sýning
þessi er gleðilegur viðburður og
er nú vonandi að Listasafn is-
lands viðurkenni ljósmyndalist-
ina og hefji kaup á verkum ijós-
myndara, eins og listsöfn um
ailan heim gera.
Output
Nokkrir skólafélagar úr
Handiða- og myndlistaskólan-
um hafa komið sér upp
sýningaraðstöðu að Laugarnes-
vegi 45 og nefna staðinn
„Galleri Output”. Aðstaða þessi
er litið hvitmálað herbergi með
V
Leyndardómurinn um afdrif Peking-mannsins:
SYRPA
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Myndlist
Gömul bein í kassa
Á útsýnispalli á 86. hæð
Empire State byggingarinnar i
New York situr hávaxinn,
silfurhærður tnaöur og biður
einn sins liðs. Hann biður þar
eftir konu, sem hann liefur
aldrei séð áður. Allt i einu kem-
ur i átt til hans dökk og aölað-
andikona á fertugsaldri. Hún er
áberandi taugaóstyrk.
Þau heilsast án mikilla mála-
lenginga og siðan dregur hrpn
fram ljósmynd af kassa, sem
virðist innihalda morkin bein —
þar á meðal hauskúpu. Maður-
inn er að virða myndina fyrir
sér, þegar einhver i fjarlægu
horni dregur upp myndavél og
beinir henni að þeim. Sá með
myndavélina er aðeins ferða-
maður en konan verður skelf-
ingu lostin, þrifur tii sin mynd-
ina — og hverfur inn í lyftuna.
Siðan hefur Christopher
Janus, auðugur verðbréfasali
og áhugamaður um fornleifa-
fræði frá Chicago, ekki séð kon-
una, sem mögulega getur veitt
Peking-maðurinn, eins og kinverskir visindamenn Imynda sér að
hann hafi litið út. Myndin er gerð með hliösjón af hauskúpuleifunum
— áöur en þær hurfu ásamt öðrum beinum til Bandarikjanna, að þvi
að talið er.