Dagblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 8
8 ' BIABIÐ frjálst, úháð dagblað Utgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason iþróttir: Haliur Sfmonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Bolli Héðinsson, Bragi Sigurðsson, Hallur Hallsson, ómar Valdimarsson, Sigurður Hreiðar. Handrit: Asgrfmur Pálsson, Inga Guðmannsdóttir, Maria Ólafs- dóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirlksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Eru gjafir goldnar? Fjáröflunarleiðir islenzkra stjórnmálaflokka eru fremur vafasamar, svo að ekki sé meira sagt. Það er greinilega nauðsynlegt að koma fastri og lögbundinni reglu á slikar leiðir, svo að minni hætta sé á, að þær leiði til spillingar. Þvi var nýlega haldið fraifi, að verktaki i Reykjavik hefði greitt eina milljón króna i byggingasjóð Sjálfstæðisflokksins og fengið á sama árinu lóð hjá Reykjavikurborg. Ekki er óeðlilegt, að spurt sé, hvort þarna séu tengsli á milli. Hundruð fyrirtækja hafa greitt fé i sjóði stjórn- málaflokkanna. Þessi sömu fyrirtæki hafa fengið ýmsa fyrirgreiðslu, sem stjórnmálamenn geta veitt, t.d. lóðir, bankalán, útflutningsleyfi og verðhækkanaleyfi. Mjög erfitt er að meta i hverju tilviki, hvort um samband geti verið að ræða milli fjárgjafa og fyrirgreiðslu. Fyrirgreiðslan kynni að hafa feng- izt án fjárgjafa. Og hins vegar gæti verið um hreinar mútur að ræða. Alténd hlýtur grunur um slikt að varpa skugga á lýðræðið i landinu. Tilgangslitið er að reyna að lýsa sekt á nafn- greind fyrirtæki og stjórnmálamenn út af ein- stökum dæmum um þetta ástand. Yfirstjórn Sjálfstæðisflokksins sem slik er ábyrg fyrir fjár- öflunarleiðum flokksins og stjórnir annarra flokka eru jafnábyrgar fyrir hliðstæðum leiðum hjá sér. Og allir stjórnmálaflokkarnir eru sam- ábyrgir fyrir þvi kerfi, sem getur boðið spillingu heim. Augljósasta leiðin til úrbóta er, að dregið verði sem mest úr möguleikum stjórnmálaflokka til að skammta hlunnindi á borð við lóðir, fjármagn og leyfi. Við sáum slika spillingu i hámarki á skömmtunartímum Fjárhagsráðs, en við höfum ekki enn afnumið skömmtunarkerfið til fulls. Bankarnir lúta flestir pólitiskri stjórn, lóðir eru leigðar en ekki seldar hæstbjóðanda, og enn er beitt leyfakerfum. Að öðru leyti virðist varla sanngjarnt, að fyrir- tæki, sem gefa stjórnmálaflokkum fé, afsali sér jafnframt almennum rétti fyrirtækja til lóða, fjármagns og leyfa. En sliktyrðu þau væntanlega að gera til að útiloka allan grun, nema til séu lög og reglur um, hvernig skuli standa að slikum fjárframlögum, bæði skattalega og á annan hátt, svo og um, hve há slik framlög megi vera. Bandarikjamenn hafa verið að setja sér at- hyglisverðar reglur i þessum efnum. Væri tilvalið að læra af reynslu þeirra og kanna, hvort ekki mætti koma upp hliðstæðum reglum hér á landi. En af gefnu tilefni væri kannski bezt i stöðunni eins og hún er núna, að stjórnmálaflokkarnir legðu allir fjáröflunarspil sin á borðið og gæfu þjóðinni innsýn i fjármál sin. Dagblaöiö. Föstudagur 12. september 1975. ““———^ Tölva eða talnaband Eftir langt hlé læt ég aftur hik- andi frá mér heyra, sekur og syndugur selurinn, þó ekki væri til annars en að sýna hug minn i deilunum um blaðið. Þó maður sé glámskyggn, finnst mér það grátlegt, hvernig málið um blaðið fór. Þarna voru tveir ungir menn, sem höfðu drif- ið blaðið upp af dugnaði og gert það bæði að skemmtilegasta og gróðavænlegasta blaði landsins, að ég held eins og gengur og ger- ist með tiltölulega takmörkuðum áhuga einhverra sem áttu hluta- bréf af einhverri tilviljun. En þegar piltarnir höfðu unnið afrek- ið og hefðu átt skilið sigurhrós, vaknaði loks áhugi stóreigenda á blaðinu „sinu”, en með þeim ein- kennilega hætti að sparka, ekki i mark, heldur i þá sem heiðurinn áttu skilið. Einhvern veginn kann maður aldrei við það, þegar ein- hverjir ætla að gina yfir allri upp- skerunni af þvi sem þeir aldrei sáðu, og þó maður sé glámskyggn og viti litið um ótal vafninga i þessari deilu, húar mér ekki, þeg- ar átti að fara að gera blaðið okk- ar að ljúfu letibæli fyrir kunn- ingja og beita vaxandi áhrifum þess sem „stökkbretti” fyrir alls óverðuga. Og læt ég svo útrætt um þetta mál, en sný mér að öðr- um andlegri og uppbyggilegri viðfangsefnum. öldin okkar er langt komin, en ekki þó alveg liðin. Stóra ævintýr- ið hennar voru visindin og vél- V ................ i IH.H- tæknin. Trú okkar á visindin hef- ur verið mikil, enda hafa þau unnið kraftaverk. Við höfum i rauninni verið alveg gagnteknir af þeim. Það hrislaðist um okkur straumur, þegar siminn bar fyrstu skilaboðin landsenda milli, ó hve ljúfur var bensinþefurinn úti I guðsgrænni sveitinni, þegar FÖSTUDAGS GREIN fyrsti billinn kom á bæinn, og enn eru til ungir piltar alveg geggj- aðir i jeppa og skruggukerrur, eins og ástarævintýri vorsins með bilailmi. En dýrðlegust af ölju voru læknavisindin, háar gerðum við hallir þeirra. Visindaöld er ekki öll liðin, en það er samt farinn að læðast að okkur grunur, að ekki sé allt sem sýnist. 1 grun og ótta spyrjum við okkur nú daglega, hvort draum- urinn ætli að lokum að breytast i martröð. Aður fyrr, ef nokkur leyfði sér að andmæla visindun- um, stimplaði hann sjálfan sig sem heimskan afturhaldssegg og sveitabúra. Nú er-auðvelt að risa upp gegn þeim og vara við þeim, af þvi að þvert i gegnum hvert samfélag læðisthryllilegur ótti og grunur, hvað erum við að gera, hvert erum við að stefna? Við er- um jafnvel hrædd við sjálfa tor- tryggni okkar i garð visindanna. Er kannski að hefjast nýr timi, þar sem við afneitum visindum með öllu? En gerist það, þá gefur auga leið, að myrkar miðaldir hefja innreið sina að nýju meö neyð og vandræðum. Hugsum okkur ástarævintýrið okkar, elsku bilinn okkar, sem gaf svo góða bensinvorlykt. Nú er óbragð komið i ilminn. Sumir ganga svo langt að kalla hann blikkbelju i óvirðingarskyni og fyrir utan nokkra skruggu-ung- linga með glýju i augum erum við vissulega farin að þjást af þessari ást okkar. Hann gerir okkur að þrælum, fyllir okkur öryggisleysi og fátækt. Og hann er miklu meiri bölvaldur. Hann er þess valdandi nú sem stendur, fremur en nokk- uð annað, að þjóð okkar stendur svo að segja á barmi gjaldþrots. Jú, við elskum hann ennþá, við strjúkum honum um lendarnar og kyssum hann á húddið — en hvað getum við þolað þessa þjáningu lengi? Hvenær brjótumst við úr þessum hlekkjum og leitum eftir frelsinu? Visindin hafa brugðizt og al- þjóðir eru svo vonsviknar að hve- nær sem er virðist sem hatrið á þeim geti brotizt út og farið þvi miður eyðandi um byggðir. Litum á svo smátt dæmi sem visinda- lega framleiðslu tilbúins áburðar. Ó, hvenær fáum við aftur þá gömlu góðu daga, þegar fjósa- skitur var borinn i kálgarða og r Þjóð verður til: FÆR PAPÚA NÝJA GÍNEA EFNAHAGSHRUN —JK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.