Dagblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 24
Smáauglýsingar Dagblaðsins — símamóttaka 83322 opiðallahelg Albert um ásakanirnar: ,,Að mann- orði mínu stefna morðsveitir í bak og fyrir" „Það hefur verið borið á mig, að ég hafi þegið mútur til framdráttar byggingu Sjálfstæðis- hússins. Hver trúir því, sem mig þekkir, að ég taki þátt i mútustarfsemi?" sagði Albert Guðmunds- son, alþingismaður og borgarfulltrúi, i viðtali við DAGBLAÐIÐ. ,,Að mannorði minu stefna morðsveitir i bak og fyrir,” sagði Albert. „Vegna ásakana i minn garð i sambandi við Armannsfell hf. og lóðaúthlutun þvi til handa, hefi ég óskað eftir þvi við mið- stjórn og formann Sjálfstæðis- flokksins, að þessar ásakanir og skrif um málið verði rannsökuð. Formaður flokksins er að vinna i þvi eins og hann telur eðlilegt.” Albert kvað það ekkert launungarmál, að SjálfstæðishUs- hefði verið byggt fyrir snikjur. „Allir stjórnmálaflokkarnir lifa á snikjum,” sagði Albert. Hann sagði, að þúsundir sjálístæðis- manna, bæði fyrirtæki og einstak- lingar, heföu lagt fé i húsið, bæði eftir sinni beiðni og annarra. „Eigendur Armannsfells hf. hafa lagt flokknum lið eins og þúsundir annarra, en tortryggni vegna lóðarúthlutunar er á engum rökum reisl. Ég vona, að það fólk, sem enn þorir að styðja sinn flokk, láti áfram af hendi rakna fé til hans, þvi ekki minnkar þörfin, þótt reynt sé að myrða mannorð mitt. Ég vona, að sú tilraun þjappi sjálfstæðisfólki enn betur saman.” sagði Albert Guð mundsson að lokum. —BS- t gærkvöldi barst Albert Guð mundssyni svolátandi simskeyti: Stjórn Ileimdallar lýsir yfir fullum stuðningi og trausti við störf þin i þágu Sjálfstæðisflokks- ins og Reykvfkinga með baráttu kveðjum. Stjórn Heimdallar. Kristján Benediktsson: A MOTI ÞESSARI UTHLUTUN „Ég var i frii, þegar þessi út- hlutunfórfram i ágústmánuði”, sagði Kristján Benediktsson, borgarráðsmaður, i viðtali við DAGBLAÐIÐ. Fréttamaður spurði hann um afstööu hans til málsins. Kristján kvaö vara- mann sinn hafa tekið eindregna afstöðuá móti þessari úthlutun, „og ég er honum algerlega sam- mála," sagði Kristján. „Það er margt i þessu máli, sem veldur þvi. 1 fyrsta lagi kemur i ljós, að Armannsfell er farið að fikta við að skipuleggja svæði hjá borginni. Það er hæp- in leið fyrir borgaryfirvöld að fara inn á^’ sagði Kristján. „Þama vaV gert ráð fyrir „grænu svæöi”. Það ber ekki að skilja svo, að þarna hafi átt aö vera tún. Alveg eins var hægt að setja þarna niður t.d. opinbera byggingu. Þetta var alls ekki lóð til ráöstöfunar fyrir einstakl- inga”, sagði Kristján Bene- diktsson. „Þaðhefurverið regla undan- farin 8-10 ár að auglýsa, þegar byggingarsvæöi hafa verið tilbúin, til þess að fá hugmynd um, hverjir hafa áhuga á að sækja um. Borgarstjórnar- meirihlutinn hafnaði eindregið auglýsingu á þessu svæði. Mið- að við það, sem gert hefur verið, hefði það þó verið eðlilegt.” Kristján Benediktsson, borgarráðsmaður.sagði að lok- um: „Min skoðun er sú, að borgin eigi sjálf að skipuleggja lóðir og svæði og hún eigi siðan að auglýsa eftir umsóknum.” — BS. Davíð Oddsson: Alþýðublaðið fór rangt með „Bg visa til þess, sem ég hefi veriðfram vegna úthlutunar á lóð ummæli þess efnis, að Alþýðu- sagt áður um þetta mál opinber- til Armannsfells hf. blaðiðfari rangt með i veigamikl- lega”, sagði Davið Oddsson, „Éghefi visað til þess, sem haft um atriðum i sinni frásögn? borgarfulltrúi, er fréttamaður er eftir mér i Visi. Annað segi ég ,, ' DAGBLAÐSINS spuröi hann álits ekki,” sagði Davið. sagði Davið Oddsson. um ásakanir, sem bornar hafa Fréttamaður spurði: Eru það — BS. Ufsinn, sem sést hérna á myndinni er svona grátt leik- inn eftir nylonnet. Þegar hann reynir að rifa sig lausan, skerst það inn i hann, og að sögn Guðbjarts Gunnarsson- ar, sem tók þessa mynd, er fiskurinn ónýtur og settur i bræðslu. Einstaka sinnum er þó hægt að skera hann til og selja i blokk. Að sögn Guö- bjartser m jög algengt að fisk- urinn komi svona útleikinn úr netunum. _ Nú er slegizt um Boggo! Boggi blaðamaður er nú orð- inn þrætuepli i slag siðdegis- blaðanna, Dagblaðsins og Visis. Visir krefst þess, að sjónvarps- auglýsing Dagblaðsins, þar sem Boggi er sýndur, verði bann- færð. ,,Ég ætla að ráðgast við lög- fræðing,” sagði Pétur Guðfinns- son, framkvæmdastjóri sjón- varpsins i morgun i viðtali við Dagblaðið. „Okkur barst bréf frá Visi ásamt afriti af samningi um Bogga, og vorum við beðnir um að taka út auglýsingu Dag- blaðsins.” Sjónvarpið tók hana siðan út úr auglýsingum sinum fyrir kvöldið i kvöld, laugardag og sunnudag. „Svo var i morgun komið bréf frá-Skúla Pálssyni, lögfræðingi Dagblaðsins, dag- sett i gær. Þar segir, að teiknari Bogga blaðamanns, Ragnar Lárusson, hafi slitið samningi við Visi og gert samning við Dagblaðið um birtingu á teikn- ingu hans af Bogga.” Pétur sagði, að til þess að koma auglýsingu Dagblaðsins aftur inn þessa daga þyrfti „sérstakar tilfæringar”, sem yrðu erfiðar úr þvi sem komið væri. Málið væri hið flóknasta, og mundi hann ekki taka endan- lega afstöðu til þess, fyrr en hann hefði leitað ráða hjá lög- fræðingi. —HH „Sá einhver sendiráðsbilinn?” spyr lögreglukonan, og DAG- BLAÐS-strákurinn virðist vita allt um málið. Annars voru tildrögin að þessari myndatöku þau, að Lada fólksbifreiö valt í Lækjargöt- unni um hálf fjögurleytið í gær og skemmdi tvær kyrrstæðar bif- reiðar. Orsök slyssins var sú, að bifreið frá brezka sendiráðinu þrengdi svo að Lödunni, að hún rakst utan i kyrrstæðan leigubil og kastaðist siðan á annan kyrrstæðan bíl. DB — mynd Björgvin Páls- son. Afgreiðslubann í gildi frá '72 Samgönguráðuneytið setti af- greiðslubann á fiski- og eftirlits- skip þeirra þjóða, sem ekki virtu 50 milna fiskveiðilögsöguna, 20. október 1972. Þetta bann hefur þvi i rauninni gilt fram á þennan dag, svo að lita mætti á afgreiðslubann ASI sem itrekun þess. Afgreiðslubann þetta gildir að sjálfsögðu um Vestur-Þjóðverja, sem einir þjóða hafa ekki samið við Islendinga eftir útfærsluna i 50 milur. Hannibal Valdimarsson var samgönguráðherra, þegar bannið var sett 1972. Það var i eðli sínu samsskonar og afgreiðslubannið sem ASIhefursett. —IIH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.