Dagblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 3
Sjónvarp 9 Pagblaðið. Laugardagur 11. október 1975. f* Utvarp Raufarhöfn ekki í eyði Sjónvarp sunnudag kl. 20.35 Sjónvarpsmenn voru á ferð- inni fyrirnorðan, á Raufarhöfn, og tóku þar mynóina sem við sjáum i sjónvarpinu annað kvöld kl. 20.35. Raufarhöfn er einn þeirra staða sem risu hvað hæst þegar norðurlandssildin gekk allri þjóðinni til hinnar mestu biess- unar. Nú búa þar um 500 manns og starfa flestir við frystihúsið. Þaðan er gerður út einn skut- togari og talsverður fjöldi trillu- báta. Leggja þeir þar upp, við bryggjurnar þar sem áður var söltuð sild en grotna nú niður trémöðkum til hinnar mestu ánægju. Voru þar um 10 plön þegar bezt gekk og sem mest var á seyði. Skipakomur eru þarna af og til þegar sóttar eru afurðir verksmiðjunnar. Þar er nóg að starfa, og um 10 hús i byggingu á ýmsum byggingarstigum. Skemmtanalif er þar allsæmi- legt, dansleikir á hálfs- mánaðarfresti og skemmta sér þar allir aldurshópar hið bezta saman. Fara dansleikirnir þar afar vel fram og þarf lögreglan sjaldan að taka i taumana. -BH Þórarinn Guðnason kvik- myndatökumaður Sjónvarpsins aö störfum á Raufarhöfn. Gömlu sildarplönin á Raufarhöfn. Útvarp sunnudag kl. 13.20 í GAMLA DAGA, - NEFTÓBAKSMENN OG MUNNTÓBAKSMENN Á morgun flytur Rósberg G. Snædal annað erindi sitt i út- varpið og kemur þar mjög viða við. Svo viða að erfitt er að henda reiður á efninu. Hann mun benda á ýmislegt sem aflaga fer i þjóðfélaginu án þess þó að gerast dómari. Fer hann nokkrum orðum um neyzluþjóð- félagið okkar margnefnda, sem við búum við á Islandi. Hann minnist á gamla daga, neftóbaksmenn og munntóbaks- menn eins og þeir voru og lýsir þeim nákvæmlega en munurinn á þeim var meir en litill ef vel er að gáð. Þannig mun Rósberg tipla milli málefna rétt eftir hádegið á morgun. —B H Þorláksson. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tiikynningar. Tónleikar. 13.20 i fylgd með fullorðnum Rósberg G. Snædal rit- höfundur spjallar við hlustendur. 13.40 Harmonikulög. Veikko Ahvenainen leikur. 14.00 Staldrað viðá Vopnafirði — annar þáttur Jónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátiðinni i Salz- burg. Flytjendur: Mozarteum-hljómsveitin, Krisztina Laki sópran og Paul Badura-Skoda pianó- leikari. Stjórnandi :Leopolds Hager. Flutt er tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. a. Sinfónia i D-dúr (K97). b. Pianókonsert i F-dúr (K459). c. Tvær konsertari- ur (K272 og K538) fyrir sópran og hljómsveit. d. Sinfónia i Es-dúr (K132). 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. W Utvarp sunnudag kl. 17.15 MINNINGAR ÞÆTTIR UM KJARVAL Jóhannes Sveinsson Kjarval, eða meistari Kjarval, hefði náð niræðisaldri þann 15. okt. n.k. hefði hann lifað. Til að minnast þessa mun Birgir Kjaran hag- fræðingur flytja erindi, eða öllu heldur nokkra örstutta þætti i útvarpið á morgun kl. 17.15. Birgir Kjaran þekkti Kjarval mjög lengi og var Kjarval tiður gestur á heimili hans. Þessir þættir eru myndir sem Birgir dregur upp af Kjarval, ýmis ákveðin augnablik, á ákveðnum stað, við ákveðnar kringum- stæður, þar sem þeir hafa hitzt hér i Reykjavik eða annars staðar á landinu. Að sögn Birgis var Kjarval einn sá alsérstæðasti persónu- leiki er hann hefur kynnzt um dagana, auk þeirra Ólafs Thors og Péturs Ottesen þó hver þeirra á sinn hátt. Kjarval var afskaplega fjölbreytileg persóna og einstæð. t.d. hélt hann þvi stundum fram að hann væri sennilega meiri rithöfund- ur en málari ,Að heyra meistara Kjarval lesa upp ljóð var hreinasta unun, rödd hans var svo fögur og hann bar mjög gott skynbragð á ljóðin eins og alla aðra hluti. Þátturinn er þættir er Birgir hefur skrifað um Kjarval á nokkuð löngum tima, minningar um persónuna og minningar um listamanninn. —BH 17.15 Þættir um Jóhannes Kjarval.Birgir Kjaran hag- fræðingur flytur. 18.00 Stundarkorn með gitar- leikaranum Julian Bream. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Til umræðu: Herinn — þýðing hans og staða i vit- und þjóðarinnar Baldur Kristjánsson sér um þátt- inn. 20.00 islenzk tónlist Jórunn Viðar leikur „Svipmyndir fyrir pianó" eftir Pál tsólfs- son. 20.30 Skáhl við ritstjórn. Þætt- ir um blaðamennsku Einars Hjörleifssonar, Gests Pálssonar og Jóns Ólafssonar i Winnipeg. — Fjórði þáttur. Sveinn Skorri Höskuldsson tók saman. Lesarar með honum: Óskar Halldórsson og Þorleifur Hauksson. 21.15 Kvöldtónleikar. Gérard Souzay syngur lög eftir Franz Schubert, Hugo Wolf og Robert Schumann, Dalton Baldwin leikur á pianó. 21.45 „Júlí”, smásaga eftir Gunnar Finnsson Sigurður Karlsson leikari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Ilanslög. Hulda Björnsdóttir dans- kennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 13. október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55: Séra Guðmundur Óskar Ólafsson f 1 y t u r ( a . v . d . v . ) . Morgunstund barnanna kl. 8.45: Björg Árnadóttir les söguna „Bessf" eftir Doro- thy Canfield i þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur (7). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög m illi atriða, Morgunpoppkl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Walter Barylli og Franz Holetschek leika Sónötu fyrir fiðlu og pianó eftir Janácek/Novák- kvartettinn leikur Strengja- kvartett i C-dúr op. 01 eftir Dvorák. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðúrfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Aliðdegissagan : „A fullri ferð” Þorsteinn Matthias- son byrjar að lesa úr endur- minningum Oscars Clausen. L

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.