Dagblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 7
Pagblaðið. Laugardagur 11. október 1975.
7
FRÉTTAMANN DAGBLAÐSINS í FRAKKLANDI:
• I
DAGBLAÐIÐ berst vlða. Hér er það lesið fyrir framan Sigurbogann
I Paris. DB-mynd: emm.
mannstræti. Löng bilalest
myndaðist að baki göngumanna
og ökumenn og farþegar voru
heldur óhýrir vegna tafanna.
Fljótlega gátu þeir þó losað sig
úr ógöngunum eftir hliðargöt-
um.
Vopnuð lögreglusveit
stöðvar göngumenn
Fylking hinna atvinnulausu
Ieið áfram niður strætið en
þegar nálgaðist torgið blasti við
göngumönnum heldur óárenni-
leg hindrun, sem erfitt var að
yfirstiga. Margföld röð blá-
klæddra lögreglumanna, vopn-
aðir kylfum, skammbyssum
rifflum, vélbyssum og táragasi
lokaði leiðinni að torginu. Um-
ferð eftir öðrum götum gat þvi
haldið óhindruð áfram. Hingað
og ekki lengra, mátti lesa úr
svip þeirra bláklæddu, þar sem
þeir stóðu teinréttir. Vopnunum
til viðbótar báru margir breiða
skildi að vikingasið og enn aðrir
höfðu andlitshlifar úr glæru
plasti á hjálmunum.
Vígalegur veggur lögreglu-
mannanna raskaði samt ekki
andlegu jafnvægi göngumann-
anna, þótt berar hendur þeirra
hefðu mátt sin litils gegn byss-
unum. Fylkingin þéttist eftir þvi
sem nær dró vörðum laganna.
Sfðan stöðvaðist hún alveg — i
hæfilegri fjarlægð. Forkólfar
atvinnuleysingjanna voru ekki
með neinn asa, heldur skutu á
útifundi fyrir framan nefið á
lögreglunni. Einn á eftir öðrum
stigu göngumenn i ræðustólinn,
sem fylkingin hafði borið með
sér og þrumandi ræður voru
fluttar.sem bergmáluðu um allt
hverfið, magnaðar af hljóm-
sterkum gjallarhornum.
„Uppsagnirnar eru óþarfar!
Þær eru skripaleikur! ” hrópaði
einn ræðumanna og baðaði út
höndum, orðum sinum til
áherzlu að frönskum hætti.
„Hvenær ætlar forstjórinn að
hætta að gera að gamni sinu?”
Spurningunni var svarað með
miklum hrópum og dynjandi
lófataki fundarmanna. Lögregl-
an klappaði auðvitaö ekki.
Skuldinni skellt á forstjórana.
Atvinnulýðræðið svonefnda hef-
ur liklega ekki enn skotið frjó-
semissprotunum innan veggja
Ideal Standard, hvað sem
seinna verður.
Útlendingar eiga ekki
að blanda sér i fransk-
ar innanlandserjur.
Eftir um þriggja stundar-
fjórðunga fundahöld — ásamt
jafnlangri umferðartöf — á
Haussmannsstræti, fór dökk-
klæddum og mjög borðalögðum
lögreglumönnum að bregða
fyrir i bilinu á milli blástakka og
fundarmanna. Litlu siðar
kom hreyfing á skjaldarberana.
Þeir bitu þó ekki í skjaldar-
rendurnar, heldur neru fingur-
gómunum við þær i einhverjum
óróleika. Þolinmæði þeirra var
á þrotum. Hvernig ætluðu málin
að þróast á næstu minútum?
Útlendingum i franskri lög-
sögu er ráðlagt af kunnugum að
hnýsast ekki i innanlandserjur
ef lögreglan er nálægt. Þaðerað
segja, ef þeir vilja dvelja um
kyrrt i landinu. Bæði vegna
þessa heilræðis og eins vegna
þess, að þótt fætur minir séu
báðir jafn langir, þá eru þeir
ekki jafn fljótir, þá þótti mér
vissara að hætta mér ekki of
nærri mörkum lögreglu og
göngumanna. Lét ég mér nægja
að gægjast fyrir næsta húshorn i
grenndinni og fylgjast þaðan
með framvindu mála.
Bilstjórinn, sem hélt
upp um sig buxunum
Eftirvæntingin var mikil,
þegar forkólfur göngumánna
sté I stólinn að loknum orða-
skiptum við vambsiðan, þung-
brýndan lögreglumann og talaði
til umbjóðenda sinna: „Góðir
félagar, útifundi okkar er lokið.
(„Og bardaginn brýzt út,”
hugsaði^ ég.) Félagar, ég biö
ykkur \að gæta stillin.gar.
Vinsamlegast brjótið saman
boröana og leggið niður spjöld-
in. Rýmið akbrautina og haldið
af fundarstað — eftir gangstétt-
inni. Þökk fyrir.”
Fylkingarnar leystust upp á
ótrúlega skammri stundu. öku-
menn rúmlega tuttugu almenn-
ingsvagna þustu út af nær-
liggjandi kaffihúsum, þar sem
þeir höfðu varið óvæntum (en
vel þegnum) hvildartima. Einn
varö þó siðbúinn og kom hlaup-
andi með aðra höndina kreppta
um buxnastrenginn. 1 hinni
hendinn hélt hann á beltinu.
Likt og siðbúni ökumaðurinn
reiknuðu menn almennt ekki
meö svo skjótum og óvænlum
endi útifundarins og mótmæía-
aðgerðanna. Oft hefur dregið
til meiri tiðinda af minna tilefni,,
en hefði nokkur verið bættari
með uppþoti og róstum? Gat
endirinn verið heppilegri, þegar
á allt var litið? Varla. Göngu-
menn vöktu rækilega athygli á
vandræðum sinum, atvinnu-
missinum. Lögreglan kom i veg
fyrir umferðaröngþveiti, sem
lengri ganga og fundahöld hefðu
haft i för með sér. Og allt gerðist
án þess að kylfu væri lyft eða
hleypt af einu einasta skoti.
—emm.
Er verkalýðshreyfingin
ó íslandi skaðleg?
Kjallarinn
Þegar litið er á framvindu og
þróun þá, sem orðið hefur hér á
landi undanfarna áratugi i at-
vinnu- og kjaramálum, blasir
við sú staðreynd að afskipti
verkalýðshreyfingar af samn-
ingum milli atvinnurekenda og
launþega hafa stórlega skaðað
siðgæðisvitund almennings,
dregiö úr allri þjónustu við fólk i
landinu bæði i einkarekstri og af
hálfu hins opinbera, og beinlinis
stefnt að þvi að ná kverkataki á
sjálfstæðum hugsunarhætti sem
þrátt fyrir allt hefur verið eitt
megineinkenni þess þjóðarbrots
sem þetta land byggir.
Heilbrigt mat almennings á
verðmætasköpun i fjármálalegu
tilliti hefur óðum rýrnað fyrir
tilstilli ólgu og óróa sem lftt
gefhir en framgjarnir verka-
lýðsforkólfar eru valdir að.
Ekki bæta umboðsmenn kjós-
enda, alls almennings, stjóm- ^
málamennirnir, ástandið, nema
siður væri, en þeir hafa ávallt
keppzt um að lýsa yfir að „full-
samráð skuli haft við verka-
lýöshreyfinguna i landinu um
aðgeröir i framtiðinni”.
Sá, er þetta ritar, hefur áður
rætt þær fáránlegu reglur sem
hér gilda í sambandi við verzlun
og þjónustu, en ekki er úr vegi
að ýja lítillega að þeim málum,
svo stór þröskuldur sem núver-
andi reglugerðir eru öllum al-
menningi, og þegar litið er á
þann reginmun, sem er á þjón-
ustu við neytendur á íslandi og i
öðrum nálægum löndum, fer
ekki hjá þvi' að fólk spyrji um
hina raunverulegu ástæðu sem
liggur að baki þessa mismunar.
Að þvf er varðar verzlunar-
þjónustu, sem ber hæst i al-
menningsþjónustu, náðust þau
einstæðu kjör fyrir verzlunar-
fólk i „allsherjar-samningum”
að yfir sumarmánuðina skyldi
ekki unnið i verzlunum á
laugardögum, — og er auðvitað
þannig gengið frá málunum að
ekkert annað fólk má ráða til
þessara starfa þótt kaupmenn
vildu nú veita viðskiptavinum
sinum þá sjálfsögðu þjónustu að
hafa, opið á laugardögum. —
Eigendur verzlana mega að
visu vinna sjálfir, ásamt eigin-
konu og börnum, en fáir eru
þannig settir, am.k. ef um stór-
ar verzlanir er aö ræða — að
slikt sé framkvæmanlegt.
Heildar-varnagli er þannig
sleginn sem gerir kaupmönnum
skylt að veita starfsfólki heilan
fridag eftir á, ef unnið er á laug-
ardögum til hádegis, eða greiöa
mánudaginn sem helgidagur
væri. Vegna þessa risu deilur
milli kaupmanna innbyröis,
þeirra er höfðu aðstöðu til þess
að hafa opið á laugardögum
með aðstoð fjölskyldu sinnar, og
þeirra sem enga aðstoðhöfðu af
fjölskyldu, og leiddi hún til
„samkomulags” um að allar
verzlanir skyldu hafa lokað á
laugardögum.
Verzlun er enn meðal hinna
nauðsynlegustu þjónustugreina,
á svipaðan hátt og samgöngu-
þjónusta, t.d. almennings-
vagna, leigubifreiða o.fl., og
hérlendis eins og annars staðar
hljóta þjónustustörf, ekki sizt
verzlunin, að vera óháð afskipt-
um verkalýðshreyfingar — en
ekki i skjóli hennar.
En það er á fleiri sviðum sem
verkalýðshreyfingin islenzka
gripur inn i timanna rás, stund-
um út i lönd, allt suður i sólar-
lönd. 1 sama mund og hún boðar
til nýrra „allsherjar-samninga-
funda”, uppsagna samninga og
sviðsetur nýtt „húllum-hæ” og
„havari” I islenzkum atvinnu-
og efnahagsmálum, sviðsetur
hún lika nokkurra klukkustunda
einþáttung til að mótmæla
spönsku stjórnarfari, i þvi landi
og i þeirri paradis sem sjálf
verkalýðshreyfingin hefur helzt
kosið sem dvalarstað fyrir
þreytta og lúna skjólstæðinga
slna að hvilast i, að aflokinni
baráttu fyrir „bættum kjörum”.
Verkfall það, sem forystu-
menn Alþýðusambands Islands
settu á svið i fyrri viku til þess
að mótmæla aftöku spánskra
afbrotamanna, var ekki aðeins
marklaust og óraunhæft, heldur
var það sú hræsni og skinhelgi
sem mest og bezt hefur fram
komiö hérlendis i seinni tiö.
Boöskapur asi-mannanna var
hvergi að neinu hafður, nema
kannski i Rikisútvarpinu, þar
var sleppt að lesa eina auglýs-
ingu (kannski hafa spönsk
stjórnvöld tekiö eftir þvi!), og
allt gekk sinn vanagang. Ferða-
menn gátu blessunarlega náð i
allt sitt „udstyrelse” óáreittir,
spánskur kommandor lenti vél
sinni á Reykjavikurflugvelli,
tók eldsneyti, gaf „honor”,
sagði takk og flaug burt og
verkamenn fengu sina yfirvinnu
fyrir vikið. — Sem sagt, engin
röskun hér, enda ekki ástæða til.
En meðal annarra orða.
Hverju var i'slenzka verkalýðs-
hreyfingin að mótmæla með þvi
Geir R. Andersen
að boða til vinnustöðvunar við
flugvélar,simtöl, póstafgreiðslu
og aðra afgreiðslu varðandi viö
skipti okkar við Spán? Var hún
að mótmæla þvi að afbrota-
mönnum með morö og aðra
glæpi á samvizkunni yrði refs-
að, eða var hún á rósamáli að
styðja boðskap hermdarverka-
manna og ofbeldismanna viða
um heim með einkunnaroröin
„ræna, myrða, styðja, styðja”?
A írlandi er það daglegt brauð
aö ofbeldis- og glæpamenn
gangi inn um dyr blásaklauss
fólksog myrði það. Siðast i fyrri
viku barst enn ein fréttin frá Ir-
landi, þar sem sjálf guðstrúin er
uppspretta haturs og mannviga,
um að glæpamenn he,fðu gengið
inn I verzlun eina og myrt um-
svifalaust gömul hjón og dóttur
sem voru að störfum. Ekkert
heyrðist frá Alþýðusambandi
Islands og ekkert hefur enn
heyrzt frá þeim samtökum
gegnum árin vegna óaldarverka
sem þar eru unnin á alsaklaus-
um borgurum. Ef hins vegar
maður verður fyrir skoti frá
þeim aðilum, sem falið er að sjá
um lög og reglu i þessu óláns-
landi, er kallað morð, morð,
einnig af ýmsum samtökum hér
á landi sem kalla sig hlynnt
réttlætinu.
Verkalýðsforysta á íslandi
hefur sannarlega i önnur horn
að lita en fylgjast með réttarfari
I suðlægum eða öðrum löndum
yfirleitt. Hún væri, ef allt væri
með felldu, betur til þess fallin
aö hafa samstöðu með löglega
kosnum stjórnvöldum, hverju
sinni, til þess að koma betra
skipulagi á vinnulöggjöfina og
þar með stuðla að festu i kjara-
og launamálum skjólstæöinga
sinna.
I litlu landi eins og Luxem-
borg hefur ekki orðið verkfall
siðan árið 1917, og i öðrum lönd-
um mörgum i Evrópu ekki i
marga áratugi. Samt eru laun
þar miklu hærri en hér gerist.
Vinnuvikan er að visu 44 klst. og
þar’eru verzlanir opnar á laug-
ardögum, sums staðar á sunnu-
dögum lika, en almannatrygg-
ingará svipuðu stigi og hér, eða
meiri, og skattar fara aldrei-yfir
30%.
Ef til vill tekst landsmönnum
að losna við það farg sem
verkalýðshreyfingin setur á
eðlilega þróun þjónustu og við-
skipta hérlendis, við endurskoð
un og setningu nýrrar vinnulög-
gjafar, og ef til væri skynsam-
legasti þáttur undirbúnings
þeirrar endurskoðunar að senda
verkalýðsforkólfa okkar til
Luxemborgar eða Sviss i þvi
skyni að kynna sér þarlend
verkalýðsmál.
Otgjöldum til slikrar kynnis-
ferðar yrði ekki kastað á glæ og
margur styrkurinn hefur verið
veittur af minna tilefni.