Dagblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 5
Oagblaðið. Laugardagur 11. október 1975.
5
Palli í Dögg
segir hug
sinn allan
— í tilefni tveggja ára afmœlis
hljómsveitarinnar
Hljómsveitin Dögg
varð tveggja ára um
siðustu helgi. í tilefni
af þessum timamót-
um ræddi DAG-
BLAÐIÐ við Pál Kr.
Pálsson, söngvara
hljómsveitarinnar.
— Hvernig ætlið þið að halda
upp á tveggja ára afmælið?
„Við höldum afmælisdans-
leikinn í Tónabæ i kvöld og erum
að spá i að fá okkur að éta á
Óðali áður, — það er að segja ef
við fáum borð. bað verða engin
hátiðahöld eins og á eins árs af-
mælinu, þvi að við höfum hrein-
lega ekki efni á þvi þó að við
fegnir vildum.”
— Eruð þið blankirum þessar
mundir?
,,Já, frekar. Við höfum verið
að kaupa rándýr tæki að undan-
fömu og höfum þess vegna
steypt okkur f miklar skuldir.
Nú, og svo vitum við allir að
kaup hljóðfæraleikara er ekk-
ert til að lifa af. FIH-taxtinn er
orðinn óttaleg hungurlús, það er
varla komandi á vinnustað fyrir
svoleiðis smámuni.
Það er nú loksins búið að
segja þessum samningum upp,
og ég held að uppsögnin gildi frá
1. desember.”
— Og hvers krefjist þið?
,,Það er náttúrlega fyrst og
fremst hærra kaup og einnig
viljum við að laun rótara verði
reiknuð inn i kaupdæmið. Þá
eru lika einhverjar viðbótar-
kröfur, eins og að fá fleiri tima
borgaða fyrir ferðir og fleira
sem snýr að Keflavikurvellin-
um.”
— En þið i Dögginni spilið á
fullu þrátt fyrir lélegt kaup.
,,Já, og stundum allt of mikið.
Mér finnst allt of mikið að spila
3-4 kvöld i viku og fleiri klukku-
tima i einu. Það þyrftu að koma
diskótek á nokkra staði I viðbót
til að spila á móti hljómsveitun-
um. Þá væru hljóðfæraleikar-
arnir ekki eins þreyttir og gætu
myndað fastog gott prógramm,
— jafnvel spilað sitt eigið efni i
rikara mæli. Það liggur i hlutar-
ins eðli að það er diskótekanna
að sjá um dansmúsíkina.
Hljómsveitirnar eiga ekki að
þurfa að vera að kópiera vinsæl-
ustu lögin á hverjum tima.
Hér á landi er hópurinn svo
fámennur, sem við leikum fyrir,
að það er gffurlega erfitt að
halda sér alltaf ferskum.Enda
sjáum við það að hljómsveitirn-
ar eru margar með sömu lögin.
Ef þær lékju ekki þessi lög
myndi fólkið stimpla þær bæði
lélegar og leiðinlegar. Sem
dæmi um ofnotuð lög af þessu
tagi má nefna „Daddy Don’t
Live In That New York City No
More” og Chicagolagið „Any-
way You Want”, sem bókstaf-
lega 'allar hljómsveitir eru
með.”
— Heyrið þið mikið i' öðrum
hljómsveitum?
„Mjög sjaldan, alla vega mið-
að við almenning. Stundum liða
tveir mánuðir án þess að við
heyrum i öðrum. Svona sam-
bandsleysi veldur þvi að stund-
um verður prógrammið svipað
hjá öllum . Við ættum kannski að
hlusta á lög unga fólksins til að
velja lög til æfinga.”
— En hafið þið ekkert hugsað
um að taka fyrir gömul lög eins
og til dæmis Haukarnir?
„Ja, við höfum nú tekið eitt
slikt lag, „Proud Mary”, sem
við æfðum upp þegar svertingja
piurnar Stellina og Lorenza
sungu með okkur. Okkur fannst
lagið svo gott að við héldum á-
fram með það eftir að þær fóru.
Við vitum um mörg gömul og
góð lög, sem væri gaman að
spila, en við höllumst frekar að
þvi að horfa fram og leita að
einhverju nýju. Þó ^r ég alls
ekki fráhverfur þessari hug-
mynd ef við yrðum allir sam-
mála um að gera þetta.”
— Jæja, það á vist við að lita
aftur i timann i svona afmælis-
viðtali. Þiðbyrjuðuðsex saman,
ekki satt?
„Jú, það vorum við fimm,
sem erum nú i hljómsveitinni,
og svo Kjartan Eggertsson.
Hann hætti siðastíiðið vor.”
— Hvers vegna?
„Það kom I ljós eftir þvi sem
við spiluöum lengur að við fimm
héldum saman en hann fjar-
lægðist sifellt hópinn. Það var
samt enginn ágreiningur um
tónlistina, — hvernig ætti að
standa að hlutunum. Við vorum
búnir að koma upp æfingakerfi,
svoleiðis að við hlustuðum allir
á lögin, sem átti að taka fyrir,
og æfðum okkur i einrúmi áður
en við komum saman á æfingar.
Kjartan mætti hins vegar alltaf
óundirbúinn svo að við ákváðum
að segja honum upp. Svo er
hann einnig I rauninni egoisti þó
að við séum það reyndar öll I
mismiklum mæli.”
— Og þið kunnið alveg eins
vel við ykkur fimm?
„Miklu betur. Þetta þjappaði
okkur meira saman, það mynd-
aðist léttara andrúmsloft og við
komum miklu meiru i verk.”
— Það á kannski ekki að
spyrja þig þessarar spurningar,
enhver álitur þú að staða Dagg-
ar sé miðað við aðrar hljóm-
sveitir?
„Við höfum ekki minna að
gera en aðrir og það held ég að
sé vegna þess að við leggjum
okkur fram um að láta gæðin
sitja i fyrirrúmi. Við leggjum
okkur mjög fram um að velja
lög til að æfa og gerum miklar
kröfur til þeirra. Okkur verður
öllum að þykja lagið gott til að
við tökum það og ég held að við
höfum mikla tilfinningu fyrir
þvi sem vib erum að gera.”
— En hafið þið þá ekki likan
tónlistarsmekk?
„Yfir höfuð. Okkur likar vel
funky-linan svokallaða.Þegar
við byrjuðum vorum við allir á
kafi i country-músikinni, svipað
og Eagles eru að gera. Hins
vegar kom aldrei i ljós hvort
þetta væri einmitt það sem allir
vildu. Viðvorum einfaldlega of
feimnir hver við annan til að
ræða það nokkuð. Svo breyttist
stefnan smátt og smátt án þess
að við gerðum okkur nokkra
grein fyrir þvi.
Eftir að við urðum fimm lá
hins vegar stefnan alveg á
hreinu, — en hvort hún er sú
sama og við verðum á, þegar
viðverðum þriggja ára, það er
aftur önnur saga.”
— bú ert bjartsýnn á að þið
eigið eftir að verða þriggja ára.
„Persónulega held ég að for-
Að störfum. Myndin er tekin á útihljómleikum á Lækjartorgi.
Dögg var sextett i byrjun: Frá vinstri: Kjartan Eggertsson,
Jóhann Þórisson, Nikulás Róbertsson, Páll Pálsson, Ólafur
Helgi og Rúnar Þórisson. Seinna datt svo Kjartan út úr
hópnum. Ljósmyndir Björgvin Pálsson.
múlan fyrir þvi,að hljómsveit
geti verið góð, sé að meðlimir
hennar haldi vel saman. Tiðar
mannabreytingar valda þvi að
menn finna sig aldrei. Hljóm-
sveit þarf svolitinn tima til að
þar nái að myndast sál, og hún
kemur ekki fyrr en menn eru
orðnir samspilaðir og farnir að
þekkja hver annan. Sem dæmi
um þetta má nefna Beach Boys,
Stones og marga fleiri.
En samt sem áður er popp-
bransinn á Islandi eins og veðrið
hér, — alltaf sibreytilegur. bað
getur verið sól að morgni en
hefur svo breytzt i rigningu að
kvöldi.”
— En nú verða islenzkar
hljómsveitir" yfirleitt ekki eldri
en tveggja ára. Ef þær hætta
ekki þá þá verða þær svo lélegar
að á þær er ekki hlustandi.
„Kannski er Dögg undantekn-
ingin er sannar regluna. Ég hel
bjargfasta trú á þvi að Dögg eigi
eftir að gera marga merkiiega
hluti i framtiðinni. Ég gæti ekki
hugsað mér aðra meðspilara, og
þegar við hættum þá er ég viss
um að það verður eins og að
hætta með stelpu sem maður
elskar mjög heitt.”
— En aðrar islenzkar hijóm-
sveitir, hvernig standa þær
núna?
„Ég held að tónlistarlega séð
hafi islenzkir popparar aldrei
stáðið nær þvi að vera á heims-
mælikvarða siðan Hljómar gáfu
út fyrstu LP-plötuna sina.
Change gerir það mjög gott og
eftir sögusögnum að dæma er
Júdas að fá stóra tækifærið.
Fleiri eru mjög sterkir, til
dæmis Jóhann G.
Annars er fullt af hljómsveit-
um I Englandi sem eru i sama
gæðaflokki og Change og ná
ekki á toppinn. Samthef ég trú á
þvi að þeir félagar eigi eftir að
gera góða hluti þó að þeir verði
engir Bowieeða neitt svoleiðis.”
— En þið. Hvenær komizt þið
á heimsmælikvarða?
„Ég held að við verðum þeii
siöustu sem átta sig á þvi þegar
þar að kemur.
Persónulega hef ég ekki á-
huga á að verða heimsfrægur
sem söluvara, eins og til dæmis
Bay City Rollers. Og þó er þetta
kannski bezta leiðin til að ná til
fólksins. Sölufrægðin gerir
rnann rikan og peningarnir gætu
ger-t manni kleift að kaupa heilt
%
%
0%
stúdió og fara að gera það sem
mann langar til. En þessu næð-
um við vist aldrei hérna
heima.”
— Og þetta er það sem þig
langar til að gera.
„Já. 1 rauninni hef ég sungið
siðan ég man fyrst eftir mér. Ég
var sjö ára þegar ég heyrði
fyrstu bitlaplötuna, sennilega
„Twist And Shout”, og þá ákvað
ég strax að verða bitlakall.
Fyrir mér er lifið tónlist.
Astæðan fyrir þvi að ég hef valið
mér það lílutskipti að leika tón-
listfyrir almenning er sú að ég
vil reyna að veita sem flestum
skerf af þeirri sælu sem ég verð
aðnjótandi.”
— En ertu bara ekki að miðla
fólki af tónlist annarra, —
þeirra, sem þið veljið lög frá?
„Blessaður vertu, maður, ég
hef samið heilt tonn af lögum.
Ef ég sit einn og spila á pianó þá
leik ég ekkert nema lög eftir
sjálfan mig. Ég vona að vegna
þess hvað ég fæ mikið út úr
þessu. geti ég gefið öðrum kost á
að njóta þess lika.
Þetta er það sem við I Dögg
viljum allir gera. Fyrst og
fremst viljum við að fólk komi
til að hlusta á okkur og geti
fundið sig i þvi, sem við erum að
gera, hvort sem það dansar eða
situr og hlustar. Það skiptir
engu máli hvað það gerir, bara
ef það hefur einhverja ánægju
af okkur.”
— En islenzkir áheyrendur.
Hver er þin skoðun á þeim?
„Islendingurinn þjáist af
mjög sterkri hlédrægni eða
feimni. Hann nýtur sin aldrei
fyrr en eftir fjögur glös og þá
fyrst þorir hann að láta skoðun
sina i ljós. Kaninn hins vegar
þarf ekkert slikt. Hann getur
klappað þó að hann sé ekki bú-
inn að fá sér i glas.
Eiginlega er jafnskemmtiiegt
að spila alls staðar. Ég finn eng-
an stórvægilegan mun á fólki, —
þetta er allt ósköp svipað. Þó
finnst mér verst að vera á fá-
mennum dansleikjum þar sem
allir eru feimnir við alla og eng-
inn þorir að gera neitt.”
— Og þegar þú litur aftur um
þessi tvö ár, hefði ekki eitthvað
mátt betur fara?
„Jú vissulega. Við vorum allir
nýgræðingar, þegar við byrjuð-
um, og vissum ekki neitt. Til
dæmis áttuðum við okkur seint
á þvi að aðalatriðið er að hafa
góöan umboðsmann. Ég held að
við höfum þann bezta núna, —
Helga Steingrimsson.
Raunar erum við enn reynslu-
litlir i poppbransanum þó að við
höfum nú staðið i þessu i tvö ár.
Við höfum að mörgu leyti verið
heppnir, — eða alla vega hefur
flest rúllað okkur i hag. Ég get
fullyrt að við höfum náð hærra
en okkur óraði fyrir.”
— Hvað er svo að frétta af
framtiðinni?
„Oh, framtiðin, maður. Þessi
spurning hefur komið svo oft
upp. Ég leyfi mér að vona að i
framtiðinni eigi Dögg eftir
að verða i augum fólksins hljóm-
sveit sem... æ, hvernig á ég eig-
inlega að koma orðum að
þessu? Sko, hún eigi eftir að
verða hljómsveit sem fólkið
meti fyrir þá miklu vinnu sem
við leggjum i að gera það ánægt.
Og að fólkið geti komið og
skemmt sér með okkur vitandi
að það er ekkert rusl sem við
höfum á boðstólum.
Það er dálitið mikilvægt
hvernig fólkið tekur manni þvi
að mælikvarðinn á gæði hljóm-
sveitarinnar er jú fólkið sjálft."
— Jæja, Palli, vildirðu þá
ekki segja eitthvað að lokum?
..Að lokum? Það er sko ekkert
,.að lokum" til i minni orða-
bók."