Dagblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 20
8 óra Húsavíkurstrókur bjargaði mannslífi! „Varð auðvitað hrœddur og hjólaði heim..." — segir Hreiðar Hreiðarsson sem heyrði óp 16 óra pilts er grófst undir möl Átta ára drengur, Hreiðar Hreiðarsson, sonur hjónanna Öldu Guðmundsdóttur og Hreið- ars Sigurjónssonar á Húsavik, varð hetja dagsins sl. þriðjudag er hann lét foreldra sina vita um hróp sem honum bárust frá malarnámi við Húsavik. Þar lá Pétur Ármann Jónsson fast- klemmdur undir möl i silói og var orðinn heldur vondaufurum að hjálp bærist. Nánari tildrög voru þau að færiband, sem flutti möl frá silói þvi er Pétur vinnur við, hafði bilað og var hann að moka möl- inni úr silóinu. Fór hann inn i það til þess að sjá hvort ekki væri að minnka i þvi. Féll þá steinn i höfuð hans og hálfrot- aðist Pétur við það. Hrundi sið- an malarbingurinn yfir hann, þar sem hann lá i silóinu, og grófst hann i mölinni upp að höku en fæturnir, sem stóðu út úr silóinu, voru lausir. ,,Ég var bara að hjóla þarna af tilviljun þegar ég heyrði skerandi óp,” sagði Hreiðar i viðtali við Dagbl. i gær. ,,Ég varð auðvitað hræddur og hjól- aði heim eins fljótt og ég gat og sagði pabba hvað ég hefði heyrt. Þeir fóru svo uppeftir og fundu Pétur undir mölinni.” „Undarlegast fannst mér hvað þeir komu fljótt,” sagði Pétur Ármann sem er 16 ára. ,,Ég heyrði að einhver var á ferðinni nálægt silóinu og öskraði eins og ég gat, enda taldi ég að þetta væri siðasta vonin til bjargar, þar eð allir, sem vinna hér, voru farnir heim og höfðu ekki heyrt i mér.” Pétur var furðu hress þrátt fyrir þessa óhugnanlegu upplif- un enda sagðist hann vera ýmsu vanur. Hefði hann lent i slæmu bilslysi i sumar en slopp- ið ómeiddur og eitt sinn hefði hann dottið af byggingarupp- slætti niður á járngrindur. Þá hefði munað verulega litlu. Pétur hlaut ekki nein slæm meiðsli, er hruflaður i andliti og marinn á baki. —HP— Hreiðar (8 ára) og Pétur, aðeins litillega hruflaður eftir að hafa komiztí hann svo krappan happið varð. (DB-mynd) Þeir standa þarna við sílóið þar sem d frjálst, óháð dagblað Laugardagur 11. október 1975. Svartolía ekki afskrifuð „Við notum ekki svartoliu i Tý og Ægi fyrst og fremst vegna þess að þá þyrftum við að hafa tvenns konar oliu um borð. Svartolia hentar ekki nema þegar siglt er á jafnri ferð,”sagði Pétur Sigurðs- son forstj. Gæzlunnar á blaða- mannafundi um borð i Tý i gær, en sá fundur snerist að miklu leyti um svartoliunotkun og grein Dag- blaðsins um þau mál. „Þar að auki hefur svartoliu- notkun i för með sér aukinn hreinsunarkostnað, uppsetningu nýrra tækja, sem kosta fé, sem Gæzlan hefur ekki mikið af, og i kjölfarið fylgir aukinn viðhalds- kostnaður vegna aukins slits,” sagði Pétur ennfremur. „Svartoliunefnd ofreiknar mjög oliunotkun skipanna. Hún er 1,5—1,7 millj. litrá á ári en ekki 5,5 millj. litra eins og i dæmi Svartoliunefndar,” sagði Pétur en hann viðurkenndi að hlutfallið i sparnaði við notkun svartoliu i stað gasoliu væri rétt, þó tölur dæmisins breyttust við minni oliunotkun og einnig að nú væri framundan meiri sigling en hing- að til vegna stóraukinnar land- helgi. Varðandi bréf Svartollu- nefndar, sem Gæzlan hefur ekki svarað i heilt ár, sagði Pétur að til hefði staðið að halda fund með nefndinni en hann hefði ekki komizt á ennþá. Ekki vildi for- stjórinn né yfirvélstjórinn gera mikið úr gæðamun sem er á svartoliu á markaði hér og þeirri sem vélarnar eru byggðar fyrir, en svartolian á markaði hér er mun betri. Forstjórinn sagði að fylgzt yrði með þessu og svartolia væri ekki afskrifuð hjá Gæzlunni. Dagblaðið mun bera öll þessi atriði undir Svartoliunefnd um helgina. ASt. Úr öðru vélarúmi Týs. Trúlega fá þessar vélar ærinn starfa áður en langt um líður. (DB-mynd ÓV.) Alsjáandi auga um Fylgist með stefnu, hraða og athöfnum skipa í 40 km fjarlœgð „öll skip Landhelgisgæzlunnar vérða úti þegar reglugerðin um 200milna fiskveiðilögsögu gengur i gildi á miðvikudaginn. Þau eru nú 3 i stærri flokknum, Týr, Ægir og Þór, og tvö minni, Árvakur og Albert. Óðinn kemur i leikinn i októberlok eftir miklar breyt- ingar og klössun i Danmörku. Möguleikinn á að taka á leigu hvalveiðibát til viðbótar er fyrir hendi en um það hafa enn ekki verið teknar ákvarðanir,” sagði Pétur Sigurðsson forstj. Land- helgisgæzlunnar i gær. í Tý hefur nú veríð tekin i notk- un nýstárleg ratsjá með inn- byggðri tölvu. Tækið er sérstak- lega ætlað til að fylgjast með ferðum annarra skipa. Getur það fylgzt með 20 skipum i senn, reiknað út stefnu þeirra og ferð. Má augljóslega sjá hvort skip i allt að 24 milna fjarlægð er að toga eða er á siglingu og hver ferð þess er. Sé um fleiri skip að ræða innan sjónviddar ratsjárinnar má „þurrka út’-’einhver eða öll skip sem áður sáust á skerminum, og athuga hin. Tæki þetta var fyrst notað er Týr klippti á togvira þýzks togara fyrir siðustu helgi. Kom þá Týr að hópi togara og i ratsjánni mátti glögglega sjá hver þeirra var að toga og var haldið beint að honum og klippt. Tæki sem þessi eru sér- staklega byggð til að forðast „Mitt helzta áhugamál er að koma upp dágóðum flota af þyrl- um sem staðsettar yrðu i hinum ýmsu landshlutum,” sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgis- gæzlunnar, i viðtali við frétta- mann blaðsins um borð i varð- skipinu Tý á siglingu um sundin i gærdag. árekstra á þéttskipuðum skipaleiðum. Þau eru af banda- riskri gerð og kostaði þetta tæki rúmlega 8 millj. króna. Með „Það myndi auðvelda eftiri'its- og gæzlustörf til mikilla munaý sagði forstjórinn. „Þyrlurnar, samkvæmt hugmyndinni, gætu farið i eftirlitsferðir úr landi og á milli skipa, enda gætu þær lent á þeim.” Forstjóri Landhelgisgæzlunnar sagðist þegar hafa gert tillögur þessu tæki er Týr betur búinn til allra aðgerða en nokkurt annað islenzkra skipa. um þetta efni til „sinsráðherra” (dómsmálaráðherra) en lengra væri málið ekki komið. Helzta vandamálið væri að engin skýli væru fyrir þessar þyrlur nema i Reykjavik og á Akureyri, annars staðar væru þau ekki nægilega stór. Hann vildi ekki tjá sig nánar um málið. - ASt. Gœzlan komi sér upp þyrluflota — er helzta áhugamál Péturs Sigurðssonar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.