Dagblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 11.10.1975, Blaðsíða 6
L la BUUUB frfálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðib hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason tþróttir: Hallur Sfmonarson Hönnnn: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bolli Héðinsson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi Pét- ursson, ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson. Handrit: Asgrfmur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guhmannsdóttir, Marla ólafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Hannes Eirfksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 40 kr. eintakiA. Blaöaprent hf. Dagblaðið. Laugardagur 11. október 1975. PARISARBRÉF EFTIR MAGNÚS GÍSLASON, í átt að torgi heilags Ágústínusar Dularfullur kjaramunur Algengt timakaup i fiskvinnu hér á landi er 293 krónur. I Færeyjum er hliðstætt kaup 503 islenzkar krónur fyrir konur og 553 krónur fyrir karla. Þessi gifurlegi munur er einn af furðum efnahagslifsins, sem enginn sérfræðingur hefur enn getað útskýrt Guðmundur J. Guðmundsson, varaformaður Dagsbrúnar, gerði þessar tölur að umtalsefni i kjallaragrein i Dagblaðinu um daginn.Benti hann á, að Færeyingar selja mikinn hluta af sinum fiski á sömu mörkuðum og við og að hin islenzka Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna annaðist fyrir þá sölu að verulegu leyti i Bandarikjunum. Guðmundur lagði til, að islenzkir efnahagssér- fræðingar færu til Færeyja til að kynna sér, af hverju sé unnt að borga þar fiskvinnslufólki og sjó- mönnum miklu meira kaup fyrir að veiða og vinna fisk, sem seldur er á svipuðu verði á sama markaði og hinn islenzki. Meðan sérfræðingarnir eru að hugleiða hin góðu ráð Guðmundar, er einkar forvitnilegt fyrir okkur, sem heima sitjum, að velta fyrir okkur ýmsum hugsanlegum skýringum á hinum dularfulla launa- mun. Munurinn gæti hugsanlega verið fólginn i þvi, að fiskveiðar og fiskvinnsla i Færeyjum séu rekin mun betur en hér á landi. Efnahagssérfræðingar okkar ættu ekki að þurfa að vera lengi að finna rekstrar- mismuninn, ef einhver er. Siðan gætu islenzkir atvinnurekendur i fiskveiðum og fiskvinnslu farið á námskeið til Færeyja til að læra rekstur. Munurinn gæti lika hugsanlega verið fólginn iþvi, að fiskveiðar og fiskvinnsla á íslandi skili ein- hverjum þeim hagnaði, sem ekki komi fram i dags- ljósið, heldur sé falinn einhvers staðar. Hvorki þessi skýring né hin fyrri er sennileg, en i jafnalvarlegu máli og þessu er nauðsynlegt að leita af sér allan grun. Ennfremur gæti munurinn hugsanlega verið fólginn i þvi, að Færeyingar vinni stuttan og afkastamikinn vinnudag, meðan íslendingar hafi lent i þeim vitahring að byggja efnahagskerfi sitt á eftirvinnu og næturvinnu og tilheyrandi þreytu, sém gefur litil afköst á hverja vinnustund. Loks gæti munurinn hugsanlega verið fólginn i þvi, að hið opinbera sé frekara til fjárins hér á landi en i Færeyjum. Það gildir ekki neinn finimanns- leikur i opinberum rekstri. Við teljum okkur hins vegar hafa efni á alls kyns „samneyzlu” á borð við byggðastefnu, landbúnaðaruppihald og tiltölulega fullkomna félagslega samtryggingu. Liklega er þetta siðasta sú skýring, sem nærtækust er. í Færeyjum eru hinar arðbæru greinar, fiskveiðar og fiskvinnsla, tiltölulega fjöl- mennar og kvigildin i þjóðfélaginu tiltölulega fá. Hér eru arðbæru greinarnar tiltölulega fámennar en styrktu atvinnugreinarnar tiltölulega fjölmennar. Alténd er nauðsynlegt að finna skýringarnar á kaupmismuninum i Færeyjum og á íslandi. Rúmlega milljón Fransmenn, e&a fimmfaldur fjöldi Islend- inga, eru atvinnulausir núna. Giscard karlinn hefur í samráð: við stjórn sina reynt að vinna bug á vandanum með þvi áð hvetja til aukinna útlána bank- anna. Tilgangurinn er að auka neyziu, sem leiðir af sér framleiðsluaukningu. Með öðr- um orðum : að auka hraða gang- verksins i þjóðarbúinu. Efagjarnir Frakkar leyfa sér að vefengja hina háu atvinnu- leysistölu. Þeir telja hana óraunhæfa, þvi þar — eins og víða annars staðar — sé einung- is verið að leika á „kerfið”. Fjöldi fólks, sem ekki hefur að- stöðu — og jafnvel ekki vilja — til að vinna úti (er þá einkan- lega átt við kvenþjóðina), láti skrá sig atvinnulausan” til að næla sér i peninga á einfaldan og fyrirhafnarlitinn hátt. Hvað sem liður sannleiksgildi þeirra ásakana, þá er það staðreynd að um miðjan sið- asta mánuð bættust 3500 at- vinnuleysingjar i hópinn. Hóp- gangan, sem farin var eftir Haussmannstræti i Paris, bar þess órækt vitni. Hreinlætis- tækjaframleiðandinn Ideal Standard hafði séð sig tilneydd- an til að fækka starfsliðinu verulega. Salan hafði minnkað og efnahagurinn fór versnandi. Þvi varð að gripa til þess óyndisúrræðis að segja upp fólki til að forða gjaldþroti. „Frakkar hafa ekki slakað á hreinlætis- kröfum sinum” Starfsfólkið sá ekki fram á, að það fengi aðra vinnu. Þvi fannst svar Ideal Standard-manna alls ekki nógu „idealt” og ákvað þvi að mótmæla uppsögnunum á eins kröftugan hátt og mögulegt var. Auðvitað átti jafnframt að krefjast endurráðningar allra. 1 bliðskaparveðri arkaði svo breiðfylking þúsunda atvinnu- leysingja niður eftir Haussmannstræti i áttina að torgi heilags Ágústínusar i hjarta hverfisins. Haganlega gerð spjöld og borðar með vigorðum voru bor- in i fylkingarbroddi. Göngu- menn söngluðu eintóna vigorð, sem framandi eyrum gekk illa að greina. Gangan vakti mikla athygli og fulltrúar fjölmiðla létu sig ekki vanta, fremur en fyrri daginn þegar eitthvað er á seyði. Hvað það snerti báru aðgerðirnar tilætlaðan árangur. „Við þurfum vinnu til að geta lifað!” var letrað á eitt kröfu- spjaldið. A öðru gaf að lita: „Fyrirtækið er stöndugt og þarf þvi ekki að grípa til uppsagna!” En skemmtilegasta athuga- semdin við uppsagnirnar var fullyrðing á einum borðanum: „Frakkar hafa ekki slakað á hreinlætiskröfum sinum!” Þar sem gangan var farin á háannatimanum, rétt eftir klukkan eitt, var umferð gangandi og akandi vegfaranda gifurleg. Um tima skapaðist umferðaröngþveiti i Hauss- HVAÐ EIGA SKIPIN AÐ HEITA? Nafngiftir eru mönnum yfir- leitt hjartans mál. Nöfn staða, skipa og hesta eru yfirleitt ekki út i bláinn, að maður tali nú ekki um mannanöfn. Nýfæddur krógi er löngum látinn heiðra ein- hvern ættingjann og er það að sjálfsögðu hinn bezti siður. En annar siður virðist hafa ■ færzt i vöxt eða magnazt, þó ætið hafi hann verið fyrir hendi, og það er að skira skip manna- nöfnum, jafnvel fullum manna- nöfnum. Ekki er alltaf um að ræða að heitin séu eftir fólki, sem hefur staðið nærri sjó- mennsku eða sjávarútvegi, heldur fólki sem aldrei hefur migið i saltan sjó,- svo maður grfpi til sjómannamálsins. Ekki er bara um það að ræða að þetta sé lýti á málinu heldur er þetta oft hjákátlegt og iðu- lega verulega óþjált. Hörmulegt er að heyra að hinn og þessi látni dánumaðurinn hafi brætt úr sér, hafi brotið legu eða jafn- vel verið tekinn i landhelgi en oft er tiðinda að vænta kringum sjávarútveginn. Oft verður notkún manna- nafna kátbrosleg, jafnvel þó mannanöfnin séu ekki lika með föðurnafni. eins og t.d. einu sinni var fyrirsögnin i einu dag- blaðanna þannig að Albert hefði komið Onnu til hjálpar. t fljótu bragði mátti halda að einhver riddaralegur náungi hefði sýnt konu hjálpfýsi si'na, en textinn skýrði að sjálfsögðu frá þvi að varðskipið Albert hefði dregið vélbátinn Onnu til hafnar með lausa skrúfu. Margir minnast lika frásagn- arinnar af stráknum sem á at- vinnuleysisárunum fór suður i Jón Kr. Gunnarsson þeirri von að hann kæmist i ver- tiðarpláss. Heppnin var með honum og hann fékk skiprúm á linuveiðaranum Sigriði. Strákur sendi móður sinni skeyti í ofboði sem hljóðaði svo: Er á Sigriði. Verð á henni. Sendu mér sæng- ina strax. Nonni. Hagkvæmishliðinni skulum við heldur ekki gleyma, þegar mælt er með þvi að hafa stutt og laggóð skipsnöfn. Mikið er talaö um alls konar hagræðingu og má i þvi sambandi benda á að hentugra er að nota stutt og lag- góð skipsnöfn, eins og til dæmis i skriftum á öllum nótum og varðandi alla afgreiðslu til skip- anna, i stað þess að nota löng mannanöfn. Fvrir nokkrum árum sigldi ég með Steingrimi trölla til Grimsby. Steingrimur trölli er kjarnmikið islenzkt heiti, með hrynjandi getum við sagt. Þegar nálgast tók erlenda höfn þurfti að tilkynna komu skipsins en ekki gátu erlendir haft eftir heiti þess, jafnvel ekki þó nafnið væri stafað i talstöðina. Þeir gátu ekki einu sinni kveðið að heitinu og borið það siðan fram. Þá gátu þeir, sem afgreiddu skipið eftir að i höfn var komið, ekki einu sinni skrifað nafn, sem þeir áttu i erfiðleikum með að kveða að, á neinar afgreiðslu- nótur, svo dæmi sé tekið. Nei, við skulum halda þeim góða sið að skira börnin falleg- um mannanöfnum. Þó manna- nöfnin prýði vel fólkið þá er ekki þar með sagt að þau fari jafnvel á skipum. Við eigum til dæmis i málinu mikið af fallegum hesta- nöfnum sem vart prýða nokkuð annað jafnvel og okkar ágætu gæðinga. Ennfremur eigum við i móðurmálinu frábær skipsheiti, stutt og laggóð og þjál i notkun. Við skulum nefna sem dæmi togaranöfnin Ogri og Vigri, Mai og Júni, Júpiter og Mars, en öll þessi heiti hafa komið við sögu sem skipsheiti. Við skulum endilega halda okkur við okkar frábæru skipa- nöfn, sem við eigum svo stór- kostlegt úrval af i málinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.