Dagblaðið - 13.10.1975, Blaðsíða 5
Dagblaðiö. Mánudagur 13. október 1975.
9
Útvarp
Sjónvarp
Þáttur um smáskrýtna
Englendinga
Sjónvarp kl. 21.20
„Nei, ég er hérna” er nýr
brezkur gamanmyndaflokkur
sem hefur göngu sina i kvöld.
Samtals eru þetta þrettán þættir
ogtekurhvernþeirra um sig tæp-
anhálftima að sýna. Þættir með
þessu sama nafni voru
framleiddir i Englandi fyrir
nokkrum árum og nutu þeir þá
mikilla vinsælda.
Fjalla þættirnir um Ronnie og
Láru, sem eiga að vera hin
dæmigerðu brezku Uthverfahjón
sem eru á harða spretti i' lifs-
Útvarp kl. 19.40 „Um daginn og veginn'
Vegleysa íslenzkrar
byggingarlistar
,,Það eru fimmtán ár siðan
maður lauk prófi og þrettán frá
þvi ég kom heim til föður-
landsins ástkæra,” sagði Jón
Haraldsson arkitekt, þegar við
inntum hann eftir þvi, .hvað
hann hygðist fjalla um i erindi
sinu Um daginn og veginn i
kvöld.
„Þetta verða almennar hug-
leiðingar um veginn — eða rétt-
ara sagt vegleysuna sem mér
sýnist viðgangast i skipulags- og
byggingamálum.”
Jón Haraldsson lærði
arkitektúr i Þrándheimi, og að
afloknu prófi þar hélt hann til
Finnlands og var þar við
framhaldsnám og störf að
skipulagi. Starfaði hann síðan
eitt ár i Kaupmannahöfn.
Meðal bygginga sem • Jón
Haraldsson hefur teiknað má
nefna byggingu Félagsstofn-
unar stúdenta við Hringbraut.
—BH
gæðakapphlaupinu. Koma
þarna hin ýmsu vandamál til og
nágranni hans sem einnig er
vinnufélagi hans kemur honum
siður en svo til hjálpar. Heldur
er þessi nágranni frekar til að
auka á lifsgæðakapphlaupið
heldur en að draga úr þvi.
Koma einnig við sögu for-
stjóri þeirra beggja, sem er
innst inni hinn bezti maður, og
einkaritari hans, sæta stelpan
hún Jill.
Standa allir i þeirri trú að
Ronnie sé klikkaður nema e.t.v.
konan hans hún Lára, þó svo
hún efist stundum.
Ronnie Corbetter þessi litli með svörtu gleraugun sem sést hér á
tali við kvenfólkiö.
15.00 Miðdegistónleikar. Josef
Chuchro og Zuzana
Ruzicková leika Sónötu i G-
dúr fyrir selló og sembal
fyrirBach. Wilhelm Kempff
leikur á pianó „Waldszen-
en” — „Skógarmyndir” —
op. 82 eftir Schumann.
Barokksveit Lundúna leikur
„Litla sinfóniu” eftir
Gounod; Karl Hass stjórn-
ar.
16.25 Popphorn.
17.10 Tónleikar.
17.30 Sagan: „Drengur, sem
lét ekki bugast” eftir James
Kinross. Baldur Pálmason
þýddi. Hjalti Rögnvaldsson
les fyrri hluta sögunnar.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Daglegt mál. Helgi J.
Halldórsson flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn,Jón
Haraldsson arkitekt talar.
20.00 Mánudagslögin.
20.30 „Oratoria ’74, saga úr
sjúkrahúsi”. Guðmundur
Danielsson les úr nýrri bók
sinni.
20.50 „Danzas fantásticas”
eftir Joaquin TurinaJfljóm-
sveit Tónlistarskólans i
Parls leikur; Rafael Frúh-
beck de Burgos stjórnar.
21.10 Utvarpssagan: „Fóst-
bræður” eftir Gunnar
Gunnarsson. Þorsteinn Ö.
Stephensen leikari byrjar
lesturinn. Sveinn Skorri
Höskuldsson flytur formáls-
orð.
22.15 Veðurfregnir. Búnaðar-
þáttur: trr sveitum Vestur-
islendinga I Kanada.Bjöm
S. Stefánsson deildarstjóri
segir frá.
22.35 Hljómplötusafnið i
umsjá Gunnars Guðmunds-
sonar.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Útvarp kl. 20.30:
Þegar þjóðhótíðin og hassmafía
œtluðu að drepa Guðmund Daníelsson
„Þessi bók gerist öll á einu
sumri og lýsir því i fáum orðum,
hvernig ég lifi af þjóðhátið,
tvennar kosningar og tvo hol-
skurði,” sagði Guðmundur
Danielsson rithöfundur, þegar
við ræddum við hann um upp-
lestur hans úr nýrri bók sinni,
sem við heyrum klukkan hálfniu
ikvöld. Á eftir hverjum kapitula
bókarinnar er heilsiðumynd
teiknuð af Halldóri Péturssyni.
Alls eru kaflarnir fjórtán. Las
Guðmundur fyrir okkur kafla-
heiti bókarinnar og koma hér
nokkur þeirra. Nefndin og múl-
asni hennar; litur hann þá svo á
hann sé múlasninn, sem um er
að ræða.
Glatað greifadæmi, horft um
öxl, heitir næsti kafli og ræðir
hann þar um bæjar og sveitar-
stjórnarkosningarnar i fyrra og
Votmúlamálið, en hann var sem
kunnugt er einn „Votmúlagreif-
anna”.
Landsmálapólitikin fjallar
um, þegar Sjálfstæðisflokkurinn
fékk hann til að skjóta púður-
skotum að Ólafiu, en þau urðu
svo aldrei nema hvellurinn.
Ólafia þótti honum alltaf
einkennileg ungfrú þvi' hún gekk
á þremur fótum og voru þeir all-
ir vinstri fætur.
Fimmti kaflinn lýsir þvi,
þegar hann flyzt úr sjúkrahúsi
þjóðfélagsins inn á spitala, sá
kapituli nefnist Óratoria uppi
yfir ánni.
í sjötta kafla er hann svo
sendur á spitala eftir úrskurð
læknisins Seifs að aflokinni
rannsókn.
Makki hnifur — myndavél
gleypt; þar nefnir hann lækninn
semskar hann upp Makka hnif.
Það, sem Guðmundur les i út-
varpið i kvöld, er upphafið að
niunda kafla og kallar hann
kaflann „Hassmafian — hætta á
morði”.
Tiundi kaflinn heitir „Nýr
holskurður — skáldin slá um
mig skjaldborg”. Þar minnist
hann á það þegar fjöldi þekktra
skálda sló um hann skjaldborg
til verndar honum gegn
hassmafiunni, dauða og djöfl-
um. Meðal þeirra skálda, er
þarna koma við sögu, eru
Shakespeare, Matthias
Johannessen, Guðmundur
skólaskáld o.fl. Ellefti kapituli
fjallar um þegar Ingólfur á
Hellu þingmaður Sunnlendinga
reyndi að ræna Guðmundi af
sjúkrahúsinu undir dulnefninu
Hrólfur en þetta var þvi miður
aðeins hugarfóstur Guðmundar.
Um þessarmundir var hann svo
slappur að smástelpa hefði á
þessum tima vel getað ráðið
niðurlögum hans.
Og svona eru þeir kaflarnir
hver á fætur öðrum i þessari
nýju bók Guðmundar Daniels-
sonar. —BH
I
^Sjónvarp
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar
20.40 íþróttirMyndir og fréttir
frá iþróttaviðburðum
helgarinnar. Umsjónar-
maður Ómar Ragnarsson.
21.20 Nei, ég er hérna Nýr,
breskur gamanmynda-
flokkur. Aðaihlutverk
Ronnie Corbett. 1. þáttur.
Mamma. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir.
21.45 Kúbudeilan — fyrri hluti
Bandarisk, leikin heimilda-
mynd um Kúbudeiluna 1962,
er heimurinn stóð á barmi
styrjaldar. Þýðandi Óskar
Ingimarsson.
23.00 Dagskrárlok.
r___/.
NUTIMA
VERKSTJÓRN
r___r
KREFST NUTIMA
FRÆÐSLU
Þetta vita þeir 900 verkstjórar, sem sótt
hafa verkstjórnarnámskeið á undanförn-
um árum.
Á almennum 4ra vikna námskeiðum er
lögð áherzla á þessar greinar:
Nútima verkstjórn, vinnusálarfræði
öryggi, eldvarnir, heilsufræði
Atvinnulöggjöf, rekstrarhagfræði
Vinnurannsóknir, skipulagstækni
Á framhaldsnámskeiðum gefst fyrri þátttakendum tæki-
færi á upprifjun og skiptum á reynslu.
KENNSLUSKRÁ VETRARINS:
1975
50. námskeið, fyrri hluti 3.—15. nóvember
51. námskeið, fyrri hluti 17.—29. nóvember
Framhaldsnámskeið 11., 12. og 13. descmber.
1976
50. námskeið, siðari hluti 5.—17. janúar
52. námskeið, fyrri hluti 19.—31. janúar
51. námskeið siöari hluti 16.—28. febrúar
52. námskeið, siðari hluti 15.—27.jnarz.
Iniiritun og upplýsingar i sima 8-15-33 hjá Verkstjörnar-
l'ræðslunni, Iðnþróunarstofnun fslands, Skipholti 37.