Dagblaðið - 13.10.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 13.10.1975, Blaðsíða 6
6 Oagblaðið. Mánudagur 13. október 1975. ERTU ÁNÆGDUR? Ef svarið er já. — Til hamingju — með reksturinn? — með ágóðann? — með söluna? — meö framleiðsluna? — með bókhaldið? — með forstjórann? með starfsfólkið? með stjórnarfundina? með andrúmsloftið á vinnustað? með þjóðarbúskapinn? með lffiö yfirleitt? Ef þú vilt hins vegar gera betur — hvernig væri þá að kynna sér stjórnunarfræðslu Stjórnunarfélagsins. Við sendum ókeypis bækiing með upplýsingum um 26 mismunandi námskeið, sem eru sniðin fyrir þig. Nánari upplýsingar á skrifstofu Stjórnunarfélagsins, Skipholti 37, slmi 82930. STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS \ meðal þeirra sem notið hafa þjónustu okkar i áraraðir eru: Hótel Saga Hótel Holt H.f. Eimskipafélag íslands asamt í jölda annarra aðila og heimila. Vleð bættum vélakosti og hagræðingu get- am við einnig þjónað yður. Gerum tilboð. Þrjátiu ára þjónusta. Þvottahús A. Smith h.f. Bergstaðastrœti 52. Sími 17140 1 x 2—1 x 2 7. ieikvika — ieikir 4. okt. 1975. Vinningsröö: 212 — 111 — XXX — 221 1. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 32.000.00 15 3953 4554 5256 35026 35494 36619 37178 37905 35820F 2. VINNINGUR : 9 réttir — kr. 3.700.00 112 5743 10018 35500+ 36240 37120 37491 710 6065 10326 35530 36244 + 37121 37547 879 6802 10811 35719 36937 37376 37548 3100 7039 11174 + 35788+ 37119 37390+ 37762+ 3256 8705 35407 35878 37120 37490 37898+ 4789 8720 + nafnlaus : 10 vikna seðill Kærufrestur er til 27. okt. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöö fást hjá umboösmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkaö, ef kærur eru teknar til greina. Vinningar fyrir 7. leikviku verða póstlagðir eftir 28. okt. Handhafar nafnlausra seðia veröa að framvisa stofni eða scnda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — fþróttamiöstööin — REYKJAVÍK ÚTBOÐ - TILBOÐ Tilboð óskast i byggingu 35 ibúða, fjöl- býlishús að Kaplaskjólsvegi 89—91 og 93. Útboðsgögn eru afhent á teiknistofunni Óðinstorgi s/f, Óðinsgötu 7, gegn 10 þús. króna skilatryggingu. Áður auglýstur skilafrestur framlengist til fimmtudags- ins 30. október. Skákmótið í Manila: Ljubojevic nœr öruggur um sigur Júgóslavneski stórmeistarinn Ljubomir Ljubojevic virðist öruggur um sigur á fjórða alþjóðlega skákmótinu i Manila á Filipseyjum. Hann gerði jafn- tefli við helzta keppinaut sinn, Brasiliumanninn Henrique Mecking, i tiundu umferð mótsins i gær. Ljubojevic hefur nú 6 1/2 vinning, en Mecking aöeins 5 1/2. Vestur-Þjóöverjinn Helmut Pfleger hefur jafnmarga vinn- inga og Mecking. Þeir eiga fræöilega möguleika á að jafna metin við Ljubojevic, ef þeir vinna skákir sinar i elleftu og siðustu umferð mótsins i dag, og Ljubojevic tapar fyrir Banda- rikjamanninum Lubomir Kava- lek. Aðeins tvær skákir voru tefldar i Manila i gær, Ljubo- jevic og Mecking og Kavalek og Bent Larsen. Skák þeirra fór i biö eftir 44 leiki (sikileysk vörn). Larsen hefur hvitt og er sigurstranglegri. Mótinu lýkur I dag með 11. umferð. Staöan er þessi: 1. Ljubomir Ljubojevic (Júgóslavia) 6 1/2 vinningur. 2. Helmut Pfleger (Vestur- Þýzkaland) 5 1/2 vinningur. 3. Henrique Mecking Brazilia) 5 1/2 vinningur. 4. Lev Polugaévski (Sovétrikin) 5 vinningar. 5. Rosendo Balinas (Filips- eyjar) 5 vinningar. 6. Svetozar Gligoric (Júgóslavia. 4 1/2 vinningur 7. Bent Larsen 'Ðanmörk) 4 vinningar (og biðskák) 8. Eugene Torre (Filipseyjar) 3 1/2 vinningur. 9. Nikola Karaklaic (Júgóslavia 3 1/2 vinningur. 10. Lubomir Kavalek (USA) 3 vinningar og biðskák) 11. Leif ögaard (Noregur 3 vinningar. 2500 ára\ kastali fínnst i Sovét Við rætur Basjunfjalla i suðurhluta i Usbekistan i Sovétrikjunum hefur fundizt kastali, sem legið hefur grafinn i eyðimerkursandi i 2500 ár, að sögn sovézku fréttastofunnar APN. Fornleifafræðingar fundu kastalann með þvi að rekja sig eftir gömlum skurði, er endaði við eitthvað á borð við gróna hauga, sem mynduðu fer- hyrning. Er fornleifafræðing- arnir höfðu grafið nokkra metra niður i sandinn fundu þeir fjóra turna með skot- augum, tengda saman með voldugum múr. Keramik og aðrir munir, sem þarna fundust, gerðu visindamönnum kleift að ákvarða aldur kastalans um 600 fyrir Krist. Slikir kastalar hafa ekki fundizt áður á þessu svæði milli fljótanna Amudarja og Fœddur sonur Korsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau, eignaðist nýlega þriðja barn sitt með Margréti konu sinni. Voru að sjálfsögðu allir ágætlega ánægðir með það. Forsætisráðherranum varð þó svo mikiö um fæðing- una, að hann sagði nokkrum vinum frá þvi, aðdrengurinn vægi 4 kíló og tuttugu sentimetra. CIA útbjó eitur til að myrða Lumumba Bandariska stórblaðið New York Times skýrði frá þvi i gær, að fyrrum lifeðlisfræðingur CIA, dr. Sidney Gottlieb, hefði sagt einni undirnefnda öldungadeildar þingsins, að leyniþjónustan CIA hefði haft uppi áform um að myrða Patrice Lumumba, hinn fallna leiðtoga Kongó-manna. Gottlieb sagði nefndinni, að hann hefði fengið það verkefni aö útbúa eitur til morðsins, er léti dauðdaga Lumumbas lita út fyrir að vera af völdum algengs hitabeltissjúkdóms. Að sögn Times var eitrið flutt ti Afriku, en aldrei notað. Patrice Lu- mumba lét lifiö i bardaga 1961. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu, að liklega hefði Lumumba verið myrtur af belgiskum málaliöa,sem tók Lumumba og tvo aðra til fanga 17. janúar 1961. Skozkir vilja 200 mílur Landsþing skozka þjóðernissinnaflokksins sam- þykkti um helgina tillögu, sem veitir þingflokknum heimild til að styöja kröfur um 200-milna fiskveiðilögsögu. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að Skotar einir fái að veiða innan 100 milna frá ströndum Skotlands. Skozki þjóðernissinnaflokk- urinn á 11 fulltrúa af 635 i neðri málstofu brezka þingsins. Flokkurinn hefur á undan- förnum árum oftlega krafizt heimastjórnar i ákveðnum fiskveiðimálum. I frétt Reuters um málið er minnzt á, að stöðugt fjölgi þeim fiskveiðiþjóðum, sem lýsi yfir útfærslu fiskveiði- lögsögu sinnar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.