Dagblaðið - 13.10.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 13.10.1975, Blaðsíða 7
Oagblaðið. Mánudagur 13. október 1975. 7 Nixon hyggur á endurkomu Newsweek segir Nixon hafa sagt gesti, sem nýlega var i San Clemente, að hann myndi gjarnan vilja verða virkur á ný i utanrikismálum lands sins ef til vill hjálpa til við „samningavið- ræður og svo framvegis.” Annar gestur forsetans fyrr- verandi sagði Nixon hafi kvart- að yfir þvi, að aðrir stjórnmála- menn — sérstaklega fornir fé- lagar i Repúblikanaflokknum — reyni að halda sig i hæfilegri fjarlægð frá honum opinber- lega. ,,Ef þeir vilja mig, þá er það ágætt” er haft eftir Nixon. ,,Ef þeir vilja mig ekki, þá er það lika ágætt. Ég vildi bara óska, að þeir héldu sér saman um það. Það er ástæðulaust að vera si- felltað tala um það.” Richard Nixon hefur i hyggju að flýta fyrir endurkomu sinni til opinbers lifs og gæti þegið boð um ferðalög utanlands eftir forsetakosningarnar i USA á næsta ári, segir fréttatimaritið Newsweek International. Hefur ritið eftir vini forsetans fyrrverandi, að Nixon sé nú mjög ákafur i að hefja sig upp i pólitiskt sviðsljös aftur. Annar vinur hans segir, að Nixon muni horfast i augu við Watergate- hneykslið i endurminningum sinum, sem hann vinnur nú að. „Hann veitýsegir þessi vinur Nixons, „að heimurinn mun ekki láta sér nægja frá honum ásakanir um að hann hafi verii fórnarlamb þess, sem allir aðrir voru að gera. Hann mun taka á vandamálinu framan frá og taka á sig fulla ábyrgð.” Nixon ásamt David Frost sjónvarpsmanni, sem keypt hefur réttinn að viðtölum við Nixon fyrir 600 þúsund dollara. Eru þau viðtöl — sem tekin verða upp eftir forsetakosningarnar — hluti af áætlun Nixons um að snúa aftur tibopinbers lifs. Ekki þykir öllum það jafn góðhugmynd. USA sendir Indlandi úraníum í níu kjarnorkusprengjur Erlendar fréttir Arabískur ráðherra- fundur um Líbanon Átta Arabariki hafa orðið sammála um að halda fund ut- anrikisráðherra sinna i Kairo á miðvikudaginn til að finna lausn á vandamálum Libanons, sagði talsmaður stjórnar Kuwait i gærkvöldi. Talsmaðurinn vildi ekki nefna löndin með nafni. Hann lét þessa getið eftir fund stjórnarinnar, þar sem vandamál Kuwait var rætt. An efa á stjórn Kuwait frumkvæði að þessum fundi, þvi fyrir fjórum dögum siðan hvatti stjórnin til fundar af þessu tagi. Bandarískur fulltrúar- dei Idarþingmaður, Les Aspin, hvatti í gærkvöldi til þess, að þegar í stað yrði sett bann á útflutning kjarnorku til Indlands, þar til stjórnin í Nýju Delhi hefði skrifað undir alþjóð- legan sáttmála um tak- mörkun á útbreiðslu kjarn- orkuvopna. Aspin á sætiínefnd full- trúadeildar þingsins, sem fjallar um málefni herafl- ans. Hann sagði að 50 þús- und pund af fullunnu úr- aníum hefðu verið send til Indlands síðan kjarnorku- sprengja var sprengd þar í maí á síðasta ári. Úraníummagnið er nóg til að framleiða níu kjarn- orkusprengjur, sagði þing- maðurinn. Ródesía — S-Afríka: VORSTCR HAFNAR ÁSÖKUNUM SMITHS Ungir fjárkúgarar teknir á Ítalíu Lögreglan i Vigevano á Norð- ur-ltaliu hefur haft hendur i hári fimm barna á aldrinum 8—13 ára, sem reyndu að kúga 12 milljón lirur (3 Vnillj. isl. kr.) út úr iðnjöfri i borginni. Lögreglan var kvödd til, eftir að iðnjöfurinn hafði fengið hót- un um „hræðilega atburði”ef hann borgaði ekki. Ekki þarf að fara mörgum orðum um skelfingu lögreglu, þegar i ljós kom, að i gildru hennar höfðu gengið börn, en ekki forhertir glæpamenn, eins og við var búizt. Eitt barnanna hélt á poka með bréfsnifsum, sem sett höfðu verið þar i stað peninganna. „Sjáðu hvað ég fann undir stein- inum,’sagði barnið er lögreglan birtist. Börnin eru öll of ung til að sæta refsingu. Forsætisráðherra S-Afriku, John Vorster, neitaði i gærkvöldi, að hann bæri ábyrgð á þvi, að friðarviðræður blakkra og hvitra i Ródesiu hefðu farið út um þúfur. Forsætisráðherra Ródesiu, Ian Smith, sakaði'Vorster um þetta i brezku sjónvarpsviðtali i gær. Olli það miklu uppnámi i S- Afriku. Nefndar viðræður áttu sér stað að frumkvæði Vorsters i járn- brautarvagni á brú yfir Viktoriu- fossum. Viðræðurnar leiddu ekki til neinnar lausnar á 10 ára vandamálum Ródesiu. Smith sagði i viðtalinu við brezku sjónvarpsstöðina „London Weekend Television” „Ég geng svo langt að halda þvi fram, að ef þetta frumkvæði Vorsters hefði ekki komið til, þá værum við nú búnir að leysa vandamálið.’ Múmfur fínnast í Chile Smurðar leifar suður- ameriskra Indiána, sem dóu þremur öldum fyrir fæðingu Krists, hafa nýverið fundizt i Andesfjöllum Chile nærri landamærum Bóliviu i norðri, að sögn tveggja mannfræð- inga i Arica i Chile. Mannfræðingarnir tveir, Gonzalo Ampuero og Guillermo Focacci, sögðu fréttamönnum, að þeir hefðu einnig fundið jarðneskar leifar Indiána, sem virtust yngri. Svo liti út, sem þeir Indiánar hefðu snúizt til kristni eftir innrás Spánverja. Þeir fundust bundnir við trékrossa og höfðu verið grafnir þannig. -J Tvrkland: Demirel bœtir við sig Hægri stjórn Suleyman Demirels í Tyrklandi virðist hafa styrkt stöðu sína í kosn- ingum til öldunga- deildarinnar í gær. Er talið, að Demirel hafi unnið allt að 54 þingsæti og hlotið 29% greiddra atkvæða í þessum kosn- ingum, sem eru þær fyrstu, er haldnar eru, síðan stjórn hans kom til valda fyrir 6 mánuðum. Endanlegar niðurstöður kunna að leiða í Ijós, að Demirel hefur þing- meirihluta, sem myndi nægja honum til stjórnar allt til 1977, því er talning var langt komin á veg i gærkvöldi var talið, að Demirel myndi hafa vinninginn yfir sósíaldemokratann Ecevit, sem þó átti miklum framgangi að fagna í þessum kosningum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.