Dagblaðið - 14.10.1975, Side 1
l.árg. — Þriðjudagur 14.október 1975 — 30. tbl. Ritstjórn Síðumúla 12, simi 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022
------ ------ -
TUGMILLJÓNATJÓN AF ELDI Á EYRARBAKKA
o
TVÖ HÚS, TRILLA OG VEIÐAR-
FÆRI BRUNNU TIL KALDRA KOLA
Milljónatjón varð i eldsvoða á
Eyrarbakka i nótt. Þar brann
skreiðarskemma Hraðfrystihúss
Eyrarbakka h.f. og Gamla tré-
smiðjan. Þessi hús voru sam-
byggð og i þeim voru geymd
veiðarfæri, aðallega troll og eitt-
hvað af netum. Vegna eldfimi
slikra hluta varð bálið gifurlegt
og má mildi kalla að slökkviliðinu
tókst að verja næstu hús, sem eru
ibúðarhús.
Halldór Jónsson verkstjóri
Hraðfrystihússins er jafnframt i
slökkviliöi Eyrarbakka. Haftn var
ræstur rétt fyrir kl. 3 i nótt og
slökkviliðið var komið á staðinn
fáum minútum siðar. Er að var
komið voru bæði húsin alelda og
fallin að hluta til öðrum megin.
Húsin stóðu vestast i þorpinu en
vindur var af suðri og leit illa út
um tima að takast mætti að hefta
útbreiðslu eldsins. En vindátt
snerist til SA-áttar og stóð þá eld-
hafið vestur af húsunum framhjá
næstu húsum við brunastaðinn.
Slökkviliðið á Stokkseyri kom á
vettvang og veitti góða aðstoð við
slökkvistarfið, sem aðallega
beindist að þvi að dæla á næstu
hús og forða þeim frá þvi að verða
eldinum að bráð. Það tókst.
Slökkvistarfi var lokið um kl. 7,
en þá voru húsin og allt sem i
þeim var, m.a. trillubátur auk
veiðarfæranna, brunnin til'kaldra
kola. —ASt.
Jarðskjálfta-
hœttan
á Suðurlandi:
VIÐ EIGUM AÐ GEFA
HÆTTUNNI GAUM
„Hættulegasta jarðskjálfta-
svæði Islands fyrir byggð i' land-
inu er tvimælalaust þver-
sprungan, sem liggur yfir þvert
Suðurlandsundirlendið, frá
Hellisheiði austur til Heklu. A
þessu svæði urðu mestu jarð-
skjálftar, sem orðið hafa frá
upphafi tslandsbyggðar, árið
1784 og þar urðu aftur stórfelldir
jarðskjálftar 1896,” sagði Svein-
björn Björnsson eðlisfræðingur
hjá Raunvisindadeild Háskól-
ans er blaðið ræddi við hann um
þessi mál.
Nú eru nær 80 ár frá siðasta
stór-skjálfta á þessari þver-
sprungu. Eðlisfræðingar telja
þvi vist að spenna sé orðin mikil
i berginu i iðrum jarðar. Hvort
eða hvenær það brestur getur
enginn sagt um. En vert er að
gefa hættunni gaum og gera i
tima þær varúðarráðstafanir,
sem hægt er að gera.
Eðlisfræðingar telja að höfuð-
borgarsvæðið sé ekki i jafnmik-
illi jarðskjálftahættu og oft hef-
ur verið talað um.
A bls. 11 er nánar fjallað um
jarðskjálfta og jarðskjálfta-
svæði i samtali við Sveinbjörn
Bjömsson.
—ASt.
„Olle" „Olle"
í Dankersen!
,,011e” — „Olle” hrópa áhorf-
endurnir og eftirvæntingin leyn-
ir sér ekki. „Olle” er i miðri
kösinni á vitateigslinunni með
knöttinn i hægri hendinni.
Þannig hefst viðtal við Ólaf H.
Jónsson, fyrrum fyrirliða isl.
landsliðsins i handknattleik,
sem leikur nú með þýzka liðinu
Dankersen i Vestur-Þýzkalandi
— og er þar ákaflega vinsæll.
Magnús Gislason, fréttamaður
DAGBLAÐSINS, heimsótti ný-
lega nokkra þeirra islenzku i-
þróttamanna, sem nú gera
garðinn frægan á meginlandi
Evrópu — og fyrsta viðtal hans
er f dag i iþróttaopnunni.
Sjá iþróttir bls. 12,13 og 14.
Enginn bað um
silungasýni úr
Kirkjuf ellsvatni
- bls. 18
Sjúlfsmorðsalda
brúða á Indlandi
Dularfull alda sjálfsmorða á
Indlandi hefur neytt yfirvöld i
Punjab-fylki til að hefja opin-
bera rannsókn á þvi, hvort
mögulegt sé að ungar brúðir
sæti svo iilri meðferð af hálfu
tengdafólks sins, að þær fremji
sjálfsmorð i örvæntingu sinni.
Astæðan fyrir hinni illu meðferð
er sögð vera sú, að tengdafólk —
og eiginmennirnir ungu — séu
ekki ánægt með heiman-
mundinn. Sjá fréttir bls.6-7.