Dagblaðið - 14.10.1975, Page 9

Dagblaðið - 14.10.1975, Page 9
nagblaðiði Þriðjudagur 14. október 1975. kveðið allt slikt tal i kútinn með þvi að birtast skyndilega og öll- um að óvörum. í fyrra gerði hann það t.d. með þvi að koma fram við hátiðahöld þjóðhá- tiðardagsins. Búizt hafði verið við að hann myndi láta sjá sig i ár, en af þvi varð ekki eins og áður segir. Leið Þjóðleikhúsið: SPORVAGNINN GIRND Þegar mönnum varð ljós fjar- vera Sjús var farið að lita betur i kringum sig. Fjarvera for- mannsins sjálfs kom ekki sér- lega á óvart þvi hann hefur ekki sézt i eigin persónu við opinbera athöfn i rúm fjögur ár. Miklu meiri athygli vakti að Wang Hung-wen, hinn 39 ára gamli miðstjórnarmaður, sem yfir- leitt er álitinn vera þriðji valda- mesti maður stjórnarinnar i Peking, var ekki i Peking. Hann var á heimaslóðum i Shanghai. Vestrænir „sérfræðingar” um málefni Kina komust þegar i stað að þeirri niðurstöðu, segir Newsweek, að þarna væri eitt- hvað undarlegt á seyði. Niður- staðan varð nánar tiltekið sú að Wang, sem áður var talinn risa hvað hraðast innan kinverska „hierarkisins”, væri nú á hraðri niðurleið. Örugg undirtök forsætisráðherrans Þeir sem telja sig þekkja _ eitthvað til mála i Peking eru yfirleitt á einu máli um að for- sætisráðherrann — sem talinn er fylgja tiltölulega „hægfara” linu — sé með örugg undirtök og sé mjög traustur i sessi. Nýtur hann dyggs stuðnings for- mannsins og eins handvalinna undir- og aðstoðarmanna sinna. Þar ber hæst aðstoðarforsætis- ráðherrann, Teng Hsiao-ping, sem er 72 ára og hefur i raun gegnt embætti forsætisráðherra að undanförnu, og Li Hsien- nien, fjórum árum yngri. Li er sagður hreinn galdramaður i fjár- og efnahagsmálum og er að auki helzti ráðgjafi forsætis- ráðherrans i innanrikismálum. Sú staða er oft á tiðum hrika- lega mikilvæg, sbr. Henry Kissinger og Nixon. Newsweek segir að til þessa hafi verið talið vist að hinir miklu sáttahæfileikar Sjús kæmu að góðu gagni er Maó væri allur og kynni að draga til átaka eftirlifandi háttsettra embættismanna. Nú, þegar heilsan er farin að gefa sig að ráði dregur úr likum þess. eftir Tennesse Williams Þýðandi: örnólfur Árnason Lýsing: Kristinn Danielsson Leikmynd: Birgir Engilberts Leikstjóri: Gisli Alfreðsson. Allténd var af einni ástæðu vert að hlakka til frumsýningar Þjóðleikhússins á laugardags- kvöld: þar gat að lita Þóru Frið- riksdóttur i stóru hlutverki sem gerði fyllsta tilkall til hæfileika hennar. Eftir þvi tækifæri hafa áhugasamir áhorfendur beðið nokkur undanfarin ár sem Þóra hefur staðið i allra fremstu röð islenskra leikkvenna. Annað mál er það svo hvort margur hefði ekki kosið annars konar verkefni til handa hinni mikil- hæfu leikkonu, og þar með hversu geðfellt, eða áhugavert, mönnum þykir leikrit Tennesse Williams um leiðir girndar og dauða, Sporvagninn Girnd eins og það er nefnt á islensku. Um Blanche Dubois i leikriti Tennesse Williams má til dæmis segja sem svo að hún sé tauga- sjúklingur, en taugaveiklun hennar eins og hún birtist i. leiknum eigi sér einhverja djúp- rætta geðræna orsök, kannski að einhverju ieyti arftekna, kannski einkum tilkomna af fé- lagslegum ástæðum. Leikurinn greinir frá atburðum er verða til að sjúkdómur Blanche brýst út ljósum logum, siðustu atvik- unum i langri óhappakeðju ævi hennar. 1 leikslokin er hún flutt burt á hæli og virðist litil ástæða til að ætla að þar eigi hún lækn- ingar og bata að vænta, enda má vist segja að afdrif hennar eftir leikslokin skipti minnstu máli. En hvað er nú það sem gerir þessa sjúkdómssögu áhuga- verða? Það er nú sjálfsagt ým- islegt, kannski á meðal annars það að efni hennar er einkum kynferðislegt og þar með fjarska spennandi. Eðlilegt kann að virðast að beina athygli sinni einkum að sálfræðinni i leiknum, hinni átakanlegu kvenlýsingu i sjónarmiðju hans, Blanche sem hvatalif hennar hefur leitt afvega og eyðilagt ævi hennar. Tenesse Williams hefur tröllatrú á vellukkuðum samförum karls og konu sem hjálpræðisvegi: fullkomnu samræði sem fullkomnun mannlegra samskipta. Af þeirri / V Sex hamingju helgast sambúð þeirra Stellu og Stanleys I leikn- um, réttlætist bæði undirgefni hennar undir harðneskju og hrottaskap hans og viðbrögð Stanleys við mágkonu sinni, Blanche. Hann finnur i öllum taugum sins heilbrigða likama að hún er sjúk, að hún stofnar hans eigin lifi og hamingju þeirra Stellu saman i voða. Blanche hefur á hinn bóginn engrar slikrar gæfu orðið að- njótandi, hvatalíf hennar er brenglað og sjúkt frá byrjun, hvort sem það stafar af áfalli sem hún varð fyrir i æsku, þeg- ar hún brást ástinni, manninum sinum unga sem var þvi miður „afbrigðilegur” eða hvort hún hefur tekið ógæfu sina i arf frá forfeðrunum, niðurniddu óðal- setri þeirra undir merkjum ein angrunar og dauða. Kynhvötin leiðir hana til syndar og dauða en ekki lifsins. Hún er dæmd að farast fyrir frumstæðri óspilltri lifsorkunni eins og hún birtist i mynd Stanleys i leiknum. En hið sjúka heillar: af þvi stafar að- dráttarafl Blanche, bæði á Stan ley og Mitch og allur hennar þokki i leiknum. Sjálfsagt má spá einhvern veginn svona i efnið i Sporvagn- inum Girnd, hvernig sem geng- ur þá að fá áhuga á þvi. Það veltur að sjálfsögðu mest á meðförunum, kynferðislegu segulsviði sýningarinnar og þeim átökum sem þar fara fram á milli fólksins i leiknum. En lika er hægt að hugsa sér aðrar áherslur og efnistök. Það má til dæmis segja sem svo að ógæfa Blanche stafi af kröfum sem fjölskylda hennar, umhverfi og samfélag hafi gert og geri til hennar og henni sé um megn að verða við. Þá vill hún eða getur ekki samið sig að viðteknum siðferðislegum og félagslegum forskriftum um „stöðu og hlut- verk” konunnar en afdrif henn- ar stafa ekki af þvi að laun syndarinnar séu dauði heldur er einangrun og útskúfun hennar I leiknum hefnd fyrir uppreisnina gegn settum reglum og rullu- skipan samfélagins. Þá væri Blanche afbrigðileg af þvi hversu óvenjuleg hún væri, tals- maður frelsis, fegurra og fullkomnara mannlifs en henni hefur boðist eða öðru fólki i leiknum sem allt er undirokað af fyrirskrifuðum siðalögum og Nr. 16 „Japanskt ævintýri” tilviljunarkennt sterkur og jákvæður litur i höndum hans fremur en grunn- eða blendi- litur. Næst þessum myndum hér að ofan kemst Einar i myndum eins og „öldurhús” og „Mál- skraf”. Vinnubrögðin eru þar orðin enn tilviljunarkenndari, akrilliturinn er lagður þunnt og nær stjórnlaust um flötinn og það er viss nervös spenna i öll- um þessum beittu og tættu formum, óróleiki sem er þreyt- andi til lengdar. En hér er samt eins kona.r frumkraftur á ferð- inni sem minnir á sprengikraft, þvi Einar virðist i aðalatriðum vera að brjóta upp skapnaði sina út frá gefinni miðju mynd- ar. En fjöldi mynda Einars á þessari sýningu er þvi miður al- veg laus við þennan þankraft, og eru margar ástæður fyrir þvi. Ein er algjör skortur á al- varlegri formhugsun á köflum, eins og i „Rauðsokka”, verk af algjöru handahófi. önnur ástæða er ákaflega stirðnuð uppsetning forma á miðju, eins og þau séu hugsuð út frá upp- stillingu en innan þessarar þröngu miðjusamstæðu bruðlar Einar með allt of marga liti. Gott dæmi er „Þungur þanki” ásamt „Við gíugga”. öll eru þessi verk dæmi um það hvern- ig málari, sem vinnur hratt og tilfinningalega, missir stöku sinnum dómgreindina og teiur hvert verk gott verk. Mörg pastelverk Ég hef áður minnst á pastel- myndir Einars og hér er mikill fjöldi þeirra. Vinnubrögð hans með þeim miðli eru yfirleitt ákveðnari og i fastari skorðum en málverkin, og liggursá mun- ur liklega I eðli tvenns konar miðla. Þar sýnir Einar á sér ljóðrænni og blfðari hlið en i málverkinu, en þó er undirtónn þeirra alvarlegur, oftast dökk- ur. í bestu pastelmyndunum gripur hann mjúkum og næm- um höndum á landslagi, and- rúmslofti eða jafnvel öðru landi (frlandi, Hollandi) og er sann- færandi. En stöku sinnum er hann sér of eftirlátur (eins og i mörgum málverkunum), litirn- ir verða sætari og tilgerðarlegri og falskur strengur er sleginn. 9 Margrét Guðmundsdóttir og Þóra Friðriksdóttir i hlutverkum sinuin. Leiklist arftekinni samfélagslegri hlut- verkaskipan. Varla hefur samt þessi skiln- ingur efnisins vakað fyrir höf- undi sjálfum. Blanche og Stellu, Stanley og Mitch, og með þeim höfundi og væntanlega áhorf- endum lika, virðist bera saman um að Blanche hafi drýgt ófyr- irgefalega synd með óheftu kyn- svalli i herbúðum og hótelum og með þvi að fara fyrir rest að halda við 17 ára strák úr skólan- um hjá sér, þótt sitthvað megi finna til að skýra og réttlæta og fegra þetta háttalag. En laun syndarinnar eru dauði. Enginn spyr hvernig þeir hafi haft það I hernum, Stan og Mitch, eða hvaðStanley geri á hótelunum á kvöldin á söluferðum sinum. Enda væri það allt annað mál. Þau Stanley og Stella semja sig af lifi og sál að hefðbundnum hlutverkum sinum, hins sterka stoita karls og undirgefnu elsk- andi konu, enda bjargast þau. En þá er það vitanlega hið fyrirskrifaða hlutverk, ekki fúl- mannlegt innræti sem veldur harðýðgi Stanleys við Blanche, vanmætti Stellu að hjálpa henni: þau eru á valdi hinna viðteknu hugmynda ekki siður en Mitch sem aldrei eignast konu sem stenst kröfu hans um „hreinleika! ekki siður en Bianche sem aldrei gæti lifað það hlutverk sem hún svo gjarn- an vildi leika fyrir Mitch. En það var ekki að sjá, þvi miður, að margt hefði verið hugsað um úrkosti efnisins, leiðir syndar og dauða i leikriti Tennesse Williams, i sýningu Þjóðleikhússins við leikstjorn Gisla Alfreðssonar. Sagan i leiknum var að mestu látin um að segja sig sjálf án óhæfilegrar ihlutunar i efnið. Hæst bar eins og 'vænta mátti lýsingu Blanche: örvæntingarfulla bar- áttu hennar fyrir lifi sinu, fyrir siðustu leifunum af „kvenlegri reisn” sinni, sem orðnar eru næstum einskær blekkingin, fyrir voninni um einhvers konar mannlegt samneyti, sama hvað það kostaði. Þóra Friðriksdóttir brást ekki vonum manns i þessu hlutverki, það sem það náði sýningunni, mannlýsingu sem jókst traust og ásmegin eftir þvi sem leið á leikinn og saxaðist á lifsvonir Blanche. En einkennilega litið varð úr hinu kynferðislegu undirtónum, undirspili leiksins, þvi afli sem laðar fólk saman og hrindir þvi hvoru frá öðru i leiknum, Blanche og Stanley , Blanche og Mitch, Stellu og Stanley... Og hið munaðarlega andrúmsloft, skynbundni hugblær leiksins, sem mikið er lagt upp úr i text- anum, fór að mestu forgörðum i sýningunni. Einkennilegt var að taugaveiklun Blanche, sem hún berst við sinni hetjulegu baráttu i meðförum Þóru Friðriksdótt- ur, hafði eins og smitað yfir á Stanley, orkustöð karlmennsk- unnar og lifsþróttarins sjálfs hugarheimi leiksins. Hann er kannski hávaðasamur en verð- ur áreiðanlega aldrei hysterisk- ur, eins og hann þráfaldlega reyndist t meðferð Erlings Gislasonar, svo sem um póker- nóttina i 3ja atriði leiksins, eða afhjúpun á hinni skuggalegu fortið Blanche og uppgeri við hana i 7da g 8dá atriöi. En bágt er að sjá af hverju sá skilningur hlutverksins ræðst. Mitch Röberts Arnfinnssonar i fyrsta lagi elskulegur umkomu- laus klaufabárður. En hlut- verkið var fallega samið að lýsingu Bianche i finlegustu at- riðum, leiksins, þar sem hún reist hæst, fyrir minn smekk, 6ta og 9da atriði. Sýningunni var vel tekið, einkum Þóru Friðriksdóttur eins og vonlegt var. En fróðlegt væri að vita hvaða erindi leik- húsið telur að leikurinn hafi einkum átt að rækja við leikhóp- inn og við áhorfendur: eiginlega kom það aldrei fram á laugar- daginn.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.