Dagblaðið - 18.10.1975, Page 1

Dagblaðið - 18.10.1975, Page 1
p l.árg,— Laugardagur 18. október 1975 — 34.tbl. Ritstjórn Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022 I I í SVORT SKÝRSLA Minnka þarf þorsk- veiðar við landið um 25-40% Skýrsla samin af fiskifræðingum Haf- rannsóknarstofnunarinnar liggur nú fyrir stjórnvöldum og lýsir hún óhugnanlegu ástandi fiskimiðanna við island og ástandi fiskistofnanna og þá ekki sizt þorskstofnsins. Leggja fiski- fræöingarnir til að mjög verði dregið úr þorskveiðum umhverfis ísland til þess að reyna að forða algerri fiskþurrð i ná- inni framtið. Skýrslan var afhent al- þingismönnumi gær en fæst ekki afhent fjöimiðluni fyrr en á mánudagsmorgun. i skýrslunni munu fiskifraíðingar leggja tii að dregið verði úr þorskveiðum sem nemur 25-40% frá þvi sem nú er. VARÐ FYRIR VODASKOTI — 18 ára piltur slasast á Seyðisfirði, úr hœttu Atján ára gamall piltur varð fyrir voðaskoti úr haglabyssu i gær austur á Seyðisfirði. Var pilturinn fluttur á sjúkrahúsið á Seyðisfirði og siðan með flugvél til Reykjavikur. Að sögn Hauks Árnasonar, læknis á Slysavarð- stofu Borgarsjúkrahússins, var hinn slasaði ekki i lifshættu en rannsókn varekki alveg lokið er DAGBLAÐIÐ spurðist fyrir um liðan hans. Pilturinn, Þorsteinn Baldvinsson, var að koma af rjúpnaveiðum. Hafði hann ein- hleypta haglabyssu liggjandi i aftursæti bifreiðar sinnar. Ók hann að frystihúsi Norðursildar, þar sem tveir kunningjar hans komu upp I bifreiðina. Annar þeirra handlék byssuna og hljóp þá skot úr henni og i gegnum bakið á sæti ökumanns og i bak Þorsteins. Varð nærstatt fólk strax vart við skothvellinn og voru læknir og lögregla látin vita þegar i stað. Kom sjúkrabillinn að vörmu spori og læknirinn, Magni Jónsson, einnig. Var farið með hinn slasaða á sjúkrahúsið. Gerði læknirinn að sárum hans til bráðabirgða og kannaði þau. Siðan var farið með Þorstein og Magna lækni upp á Egilsstaði, þar sem Flug- leiðaflugvél i áætlunarflugi beið þeirra tilbúin að fara i loftið. Hafði verið tilkynnt um komu þeirra og beið flugvélin eftir þeim og fór læknirinn með Þorsteini til Reykjavikur. ,,Þáð er ekki ennþá lokið við að röntgenmynda sjúklinginn,” sagði Haukur Arnason læknir, ,,en eftir þvi sem bezt verður séð er ástæða til að ætla að hann sé ekki i lifshættu.” Þetta er fyrsta slysið, sem verður eftir að rjúpnaveiði- timinn hófst i ár, og vonandi um leið það siðasta.Vonandi verður þaö til alvarlegrar áminningar um að menn gæti ytrustu varkárni i meðferð skotvopna. ,,Ekki er hægt að sjá annað en þetta hafi verið óviljaverk,” sagði Erlendur Björnsson, bæjarfógeti á Seyðisfirði i við- tali við fréttamann DAGBLAÐSINS. —BS Gekk út með þýfið undir hendinni um húbjartan dag — með samþykki starfsstúlku — Baksíða Sjómennirnir fengu heimsókn - Baksíða Þœr allra síðustu snúa heim.................. Það er vist ekki seinna vænna fyrir kindurnar að fara aö láta sjá sig, liafi þær ekki komið fram i leitum og eftirleitum. Svalviðrin köldu fara senn að leika um okkur i byggð, og á fjöllum uppi cru heldur rysjótt veður fyrir nokkru farin að leika um þær sauðþráu sauðkind- ur sem þar hafast enn við. Þessa hittum viö nýkomna niður á lág- lcndi með lambið sitt. Bak við liana er iiekla. (DB-MYND, Björgvin). A

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.