Dagblaðið - 18.10.1975, Page 5

Dagblaðið - 18.10.1975, Page 5
Dagblaöið. Laugardagur 18. október 1975. / 5 „Það er dóðst að smekk sumra — við matseldina" „Það er stórfint að kenna karl- mönnunum matreiðslu. Hér rikir afar mikil vinnugleði,” segir As- laug Þorgeirsdóttir matreiðslu- kennari þegar við litum inn í Hús- mæðraskóla Reykjavikur fyrir helgi. „Já, það er góður frágang- ur á öllu og vel talið upp i öllum skúffum. Allt gert af stakri sam- þegar að þvi kæmi að hann gifti sig. Hann mælir tvimælalaust með jafnrétti. Matreiðslunámskeiðið afmælisgjöf frá kærustunni „Ég fékk i afmælisgjöf frá kær- Óttar hrærir af kappi I gerinu ásamt öðrum bráöflinkum á nám- skeiðinu. ustunni að fara á matreiðslunám- skeið. Ég hef svo ekkert á móti þviheldur. Nei, nei, hún þarf ekki að skipta um dekk á bilnum neitt frekar,” segir Óttar Ólafsson lika menntaskólanemi og bætir við að skipta eigi með sér verkum eftir þörfum i búskapnum. Hann ber sig vel við að hræra þurrger- inu i volgt vatn. En hann er i hornabakstrinum i kvöld. ,,Ef þörf er á verða menn að taka þátt i matseldinni,” segir Árni Pétursson kennari um leið og hann vigtar i ákafa hveitið i deigið fyrir innbakaða fiskinn. Engin aðskilnaðar- stefna — viljum lika karlmenn inn í skólann „Nei það rikiralls ekki aðskiln- aðarstefna hérna i skólanum,” segir Jakobina Guðmundsdóttir skólast jóri. Hún segir okkur að það hafi að visu verið einn og einn karlmaður sem sótti matreiðslunámskeið áður en þeir hafi verið allt of fáir. „Þeir virðast hafa haft svolitla minnimáttarkennd gagnvart kvenfólkinu i þessum efnum. Þess vegna auglýstum við sérstök matreiðslunámskeið fyrir karl- menn,” segir hún. Og fyrsta námskeiðið er fullt og mikið spurt um það næsta sem verður i nóvember. Þetta eru 5 vikna námskeið og kennt er tvisv- ar i viku. Jakobina segir að eigin- vizkusemi og skerpu eins og karl- mönnum er lagið, bætir skóla- stjórinn Jakobina Guðmundsdótt- ir við. Það er ekki laust við að þeir beri sig kunnuglega að verki sumir karlmannanna á þessu fyrsta matreiðslunámskeiði fyrir karlmenn i Húsmæðraskólanum. Ekki alveg viðvaningur „Nei, ég er ekki alveg viðvan- ingur i þessum efnum en það kostar ekkert að bæta svolitlu við sig,” segir Guðmundur Arason forstjóri og flakar ýsu af mikilli snilld. Hann segir að ekki saki að geta gripið inn i verkahring kon- unnar þó hann hafi ekki hugsað sér að hafa neitt af frúnni. „Ég mæli hiklaust með svona nám- skeiði, mér lizt vel á það. Hér er finn „húmor”, segir hann og bætir við að þegar þeir séu búnir að laga matinn, sé sameiginlegt borðhald. „Þá er dáðst að smekk „sumra”. Maturinn er nefnilega óneitanlega misjafnlega krydd- aður”. Þetta kvöld hljóðaði matseðill- inn upp á: Djúpsteiktan fisk með remolaðisósu og soðnum kartöfl- um og blaðlaukssúpu með nýbök- uðum hornum. Ekki amalegt það. Við Bjarnleifur höfðum þvi miður ekki tima til aö borða með þeim og gátum þvi ekki dæmt um dá- semdirnar. „Ha, á að skilja rauðuna frá hvltunni”, varð Ingvari Blængs- syni að oröi, en hann átti að búa til majonesinn i remolaðisósuna. Ingvar er menntaskólanemi og sagðist verða að kunna að elda V'ið viljum lika fá karlmenn inn i skólann, segir skólastjórinn Jakobina Guðmundsdóttir, Guðmundur flakar fisk af mikilli leikni, en Ingvar skilur að eggið i majonesinn sem hann ætlar að fara að búa til. Ljósm. Bjarnleifur Þeir lesa sér til af kappi karlmennirnir I Húsmæöraskólanum og Áslaug matreiðslukennari leiðbeinir þeim. konurnar og kærusturnar vilji gjarnan koma með, en það vilji skólinn ekki að svo komnu máli á meðan verið er að reyna að fá karlmenn inn i skólann lika. Matreiðslunámskeið eru -auð- vitað lika fyrir kvenfólk i Hús- mæðraskólanum og standa venjulega i fimm vikur. Þá eru einnig matreiðslunámskeið á daginn frá 1.30-4.40, sem standa ýmist i tvo eða þrjá daga. Er þá venjulega aðeins eitt efni tekið fyrir svo sem eins og gerbakstur, glóðarsteiking, fiskréttir og smurt brauð. t fyrsta skipti i ár var kennd sláturgerð og frysting grænmetis og var góð aðsókn. Jakobina sagði að öll nám- skeiðin væru vinsæl og væri bókað i flest til 20. nóvember. Mikið um námskeiðahald ,,Já, það má segja að við höfum bókstaflega hvolft okkur út i námskeiðahald,” segir Jakobina. sem er farin að hlakka til fimm mánaða hússtjórnarskólans. sem byrjar eftir jólin, en þá hætta námskeiðin. Það er búið að veita 30stúikum skólavist, 24 geta búið i heimavist og 6 úti i bæ. En Jakobina segir að ekki sé vist að allar stúlkurnar skili sér svo að ó- hætt væri fyrir fleiri að sækja um. Þær fari þá á biðlista. Þrir hússtjórnarkennarar auk Jakobinu kenna við skólann og kennir Jakobina lika vefnað, svo eru tveir saumakennarar. Þvi má bæta við að það eru ekki aðeins i gangi matreiðslunám- skeið þessa dagana i Húsmæðra- skólanum, heldurstanda lika yfir þrjú saumanámskeið. þar sem kenndur er barnafata- og kven- fatasaumur. Þá geta menn lika lært vefnaö. Já það er svo sannarlega nóg hægt að gera viö tómstundirnar fvrir þá. sem hafa einhverjar. —EVI

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.