Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.10.1975, Qupperneq 7

Dagblaðið - 18.10.1975, Qupperneq 7
Dagblaðið. Laugardagur 18. október 1975. 7 ar öðlast verkalýðsfélögin for- gangsrétt til að semja við vinnuveitendur um öll mál er lúta að framleiösluaðferðum, stjórnun, tækjabilnaði og vinnu- aðstöðu. Verkalýðsfélögin ber að hafa með I ráðum áður en meiriháttar ákvarðanir eru teknar, skv. frumvarpinu. Túlkun verkalýðsfélag- anna ræður úrslitum TUlkun verkalýösfélaganna á samningum félaganna og fyrir- tækjanna um valddreifinguna ræður, nema svo fari að sænski atvinnudómstóllinn komist aö annarri niðurstööu. Tillaga, sem hagfræöingur al- þýöusamtakanna, Rudolf kvæmt mál — sem jafnað- armenn vilja heldur láta liggja á milli hluta þar til eftir þing- kosningarnar i september á næsta ári. •> m*. Meidner, bar fram á landsfundi jafnaðarmannanna, um að fyr- irtækin færðust smám saman Ur eigu vinnuveitenda I eigu verka- manna, fékk dræmar undirtekt- ir. Flokksleiötogarnir og aörir fundarfulltrUar voru grunsam- lega fámálir um tillöguna, enda er þar komið inn á sérdeilis við- Hugmynd dr. Mélfírtiírs geng- ur Ut á þaö að settir verð'i á stofn sjóðir i umsjá verkalýðsfélag- anna sem fengju ákveðinn (verðtryggðan) hluta af arði fyrirtækjanna áður en skattur er greiddur af þeim. Þannig myndu verkalýðsfélögin smám saman ná meirihluta i fyrir- tækjunum. Hubert Humphrey, fyrrum varaforseti Bandarfkjanna, er f heima- landi sinu talinn velferðarsinni. Þaö er þó ekki neitt miðaö við stefnu Olofs Palme, sem heldur um árarnar á sænsku þjóðarskút- unni. bera starfsmenn með „verk- fallsréttartöku”, er án efa þess eölis, eins og oft áður, að hUn mun fyrr éta þessi börn sin, opinbera starfsmenn, en þeir þann ágóða sem þeim er boð- aður. Þetta sjá lika.hinir hófsamari og gætnari innan vé- banda BSRB eöa um 70% fé- lagsmanna. Kvennaverkfall. — Heimsfréttin mikia! „Betra er að veifa röngu tré en öngu” mætti segja um þær barnalegu yfirlýsingar og til- kynningar sem gefnar hafa ver- iö Ut vegna fyrirhugaös verk- falls sem rauðsokkar, enn ein öfgasamtök óánægðra og lifs- leiöra einstaklinga, eru frum- kvöðlar að. „Það er ekkert vafamál að takist þessi dagur vel þá verður þetta heimsfrétt,” er haft eftir einni sigurbrosandi konu, — kven-,,manni”, eða er það ef til vill „mannkonu”, sem á aö nefna kvenfólk nú orðið, — I viðtali viö VISI sl. laugardag, blaöinu sem styöur heilshugar verkfall kvenna 24. október og á fullu kaupi. Heill sé þér við- sýni Visir á kvennadaginn! Rauðsokkar höföu það eitt sinn sem aöaluppistööu I mál- flutningi sinum, a.m.k. hér á landi, að húsmæöur væru ekki til stórræðanna, eins konar lægri stétt I þjóðfélaginu og gerðu litið annað en „halda heimili”! fyrir sig og sina og dútluðu eitthvað i höndum, þeg- ar bezt léti, svo sem aö prjóna peysur eða þvi um likt. Nú er öldin önnur og rauðsokkar lita á húsmæður sem jafningja, þegar „allir” verða aö vera með i kvennafriinu, þvi þetta er al- gjörlega ópólitfskt. „Við spyrj- um aðeins einn húsbónda, okkar eigin samvizku.” HUsmæður, sem „bara” halda heimili, hafa þó margar látið uppi annaö álit aö undanförnu varðandi kvennaverkfallið og nota sömu röksemdir og rauðsokkar áður. „Við erum ekki til stórræð- anna, og hvaða gagn er að þvi þótt við hættum heimilishaldi eða fellum niður peysuprjón einn dag, — hver tekur ettir þvi?” Ummæli margra húsmæðra og annarra kvenna hafa verið þessu lik i viðtölum og svörum undanfarið. Jafnvel I Alþýðu- blaðinu, sem venjulega er mál- svari meðalmennskunnar, hafa einstaka konur tjáð hug sinn all- an gegn þessu fáránlega verk- falli. En verkfallsréttur er nú einu sinni til þess að nota hann, og ef hann er ekki fyrir hendi, þá bara taka sér „fri”, kvennafri, nemendafrl, sumarfri, vetrar- fri, jólafri. NU hafa stúdentar við Háskólann hótað að gera verkfall- ef ekki verður tryggt nægilegt fjármagn til að geta „staöið I skilum” viö náms- menn meö haustlán. Færi betur aö satt væri og að þeir stæðu við það. Það er einhver ókennilegur þefur af þessu tvennu, kvenna- verkfallinu. tilvonandi og hótun háskólastúdenta um verkfall fái þeir ekki lánin sin, einhver llfs- leiða- og vanmetaþefur. Skyldi ekki meginorsök þeirr- ar óáranar sem rikir I landinu, einkum á vinnumarkaöinum, eiga rætur sinar að rekja til þess að allur almenningur hefur reist sér hurðarás um öxl meö ofur- fargi lána og vlxilskulda, sem vlsvitandi hefur verið stofnað til meö það fyrir augum að verö- bólgan myndi eyða, sú verð- bólga sem allir formæla upphátt en lofa I hljóði og vona aö haldist sem lengst. Ahyggjuleysi, — vanangur. „Já, það gæti verið skemmtilegt og stórkostlegt ef allar konur I heimi gætu tekið sér fri þennan dag,” sagöi konan I sjónvarps- viðtalinu á dögunum, I tilefni KVENNAÁRSINS! Ævintýri Tinna Ævintýri Tinna: Tinni I Tibet, Fangarnir I Sólhofinu, Sjö kraft- miklar kristalkúlur, Veldis- sproti Ottokars konungs. Höf. mynda og texta: Hergé. Þýö. Loftur Guðmundsson. Útg. Fjölvi, Reykjavlk 1974. Fyrir áhrif fjölmiðla, sér I lagi sjónvarps og Utvarps, eru börn nú upplýstari og um leið gagnrýnni en áður, segir Belgíumaðurinn George Remi. Hér er að sjálfsögðu einungis um að ræða fullyrðingu eins manns, sem erfitt er að sanna eða hrekja. Það sem gerir spennandi að athuga þessa full- yröingu nánar er að sá, sem fullyrðir, Georg Remi, er eng- inn annar en sá sem stendur að baki Tinna-bókunum, undir dul- nefninu Hergé. En bækur hans hafa farið sigurför um stóran hluta heimsins. Tinni hóf göngu sina 10. janúar 1929 I franska blaðinu „Tuttugasta öldin” (Le XXe Siecle). Fyrsta ævintýrið, Tinni I Ráðstjórnarríkjunum, kom Ut I bók strax næsta ár. Og slðan hafa ævintýrin komiö Ut eitt af öðru. Markviss nákvæmni. Eitt af þyl, sem er einkenn- andi við verk Herge, er hversu nákvæm þau eru I öllum smáat- riðum og að jafnvel smávægi- legustu aukaatriði eru rétt og geta staðizt. Þetta er engin tilviljun. Þetta er stíll Herge. Hann segir sjálf- ur að hann reyni I verkum sln- um aö þóknast fjórum hópum af fólki. Það eru börn, unglingar, fullorðnir og sérfræðingar. Með sérfræöingum á hann við tvennt: I fyrsta lagi fólk sem hefur til að bera sérþekkingu vegna þess að þvi er málið skylt og I ööru lagi eiginlega sérfræö- inga, svo sem visinda- og tækni- menn. Til að geta lifað samkvæmt eigin kenningu leggur Herge á sig mikla fyrirhöfn. Vinna við 'hverja bók tekur tvö ár. Undir- búningurinn liggur m.a. I um- fangsmikilli vettvangskönnun. Allt þarf að vera rétt og geta staöizt. Áætlanir samgöngu- tækja, svo sem flugvéla, lesta og skipa, eru nákvæmlega kort- lagðar og timasettar. Fræðileg og vlsindaleg atriði eru könnuð eftir þvi sem á þarf að halda. Allar staðreyndir eru mikilvæg- ar. Staðhættir, veðrátta, trúmál og verzlunarhættir eru gaum- gæföir. Jafnvel einkennisbún- ingar manna I opinberri þjón- ustu þurfa aö vera réttir miðað við stað og tlma. Það er haft fyrir satt að geri Herge villu og honum sé á það bent, leiðrétti hann villuna fyrir næstu prent- un, hversu smávægileg sem hún er. Smáatriöin styrkja frásögn- ina segir Herge. Útúrdúr Hjá mér, sem þetta skrifa, vakti það ekki litla furðu þegar ég kom I safn með forsögulegum kvikindum I Paris aö mér fannst ég þekkja þar allar aðstæður. Meira að segja ganga- og sala- skipan kom mér kunnuglega fyrir. Ég þóttist þess fullviss að á þessum stað þekkti ég ekki hið minnsta til. Ég hefði líklega af- greitt þetta sem einu dularfullu reynsluna I lífi mlnu ef ég hefði ekki flett Tinnabdk eftir að til íslands var komiö. I þeirri bók er einmitt þetta safn vettvangur æsispennandi atburöa, en bók- ina hafði ég lesið þó nokkrum árum fyrr. Spilltur heimur. Það er ekki bara þessi ná- kvæmni sem einkennir Tinna- bækurnar. Þær lýsa nokkuð sér- stakri veröld. Það er aö vissu leyti mótsagnakennt aö þrátt fyrir nákvæmni Herge við að lýsa hversdagslegustu smáat- riöum umhverfisins er veröld Tinnabókanna engin hversdags- veröld heldur æsileg ýkt mynd af heimi fullorðinna. I þessum heimi fer litið fyrir tilvist barna eða kvenna. Og þau fáu börn, sem á annað borð koma viö sögu, eru slður en svo dæmi- gerð. Sömu sögu er að segja um konurnar. Eina fasta kvenper- sónan, sem eitthvað kveður að, er söngkonan Vaila Veinóllnó, stór, feit, sjálfumglöð og heldur neikvætt sýnishorn af kvenþjóð- inni. Herge segir að I Tinnabók- unum sé hann að endurskapa sina óskaveröld frá unglingsár- unum. Trúlega ályktar hann að óskaveröld unglinga I dag sé svipuð. Hetjan Tinni. Tinnabækurnar eru I eðli sinu sögubækur Þær segja frá ævin- týrum Tinna á einkar ljósan hátt. Persónurnar, sem við sögu koma, eru einnig mjög skýrt dregnar og ljóslifandi, allar nema Tinni. Einkum verður skipstjórinn, með sln stöðugu á- fengisvandamál og grófan munnsöfnuö, lesendum minnis- stæður. Sem sagt, allar persón- ur sögunnar eru skýrt dregnar, nema söguhetjan Tinni. Herge segir að einnig það sé með vilja gert. Hann gæðir persónu Tinna eins fáum séreinkennum og framast er hægt. Þetta kemur fram bæði i sögunni sjálfri og myndunum af honum. Tinni hefur eiginlega engin sérkenni nema að hann er alltaf I brenni- depli sögunnar. Þetta gerir Herge til þess að hver og einn geti auðveldlega sett sjálfan sig I hans spor. Enda er reyndin sú að sérhver lesandi lagar Tinna eftir sinu höföi. Krökkum finnst að Tinni sé krakki á aldur við þá. Sama gildir um unglinga og fullorðið fólk. Fólki af hinum ó- likustu litarháttum og þjóðern- um finnst að Tinni sé einmitt af slnu sauðahúsi. Eða skyldi nokkru islenzku barni hafa dott- ið I hug að Tinni væri ekki ljós á hörund eins og það. Hin sérstæða kimni Tinnabókanna. Ef við reynum að grafast fyrir um hvað það er sem gerir Tinnabækurnar svona skemmtilegar aflestrar, kom- um viö aftur að hinni nákvæmu útfærslu á jafnvel hversdags- legustu hlutum. Dæmi: Við þekkjum öll hversu hvimleitt það er ef plástur eöa limband, sem verið er að fjarlægja, loöir við mann. Maöur reynir að losa sig við þennan ófögnuö með þeim afleiðingum að hann fest- ist á einhvern annan enn fráleit- ari stað. Þegar sllku smávægi- legu atriði er lýst Ut i hörgul á fjölda mynda, lið fyrir liö, ásamt svipbrigðum þolandans og samúðarfullra áhorfenda, verður atvikið sprenghlægilegt. Sama gildir um lýsingu á þjóni, með fullan glasabakka, sem er að berjast við aö halda jafnvæg- inu eftir aö hann hefur misstigið sig. Fyndni Tinnabókanna er að visu dálltiö illgirnisleg en það geta allir hlegiö að henni þvi hún særir engan.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.