Dagblaðið - 03.11.1975, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 03.11.1975, Blaðsíða 9
Dagblaðið. Mánudagur 3. nóvember 1975. 9 deyja" Sigríöur E. Magnúsdóttir Eins og áður sagði, unnu þau Sigriður Ella og Magnús stórsig- ur i hlutverkum sínum sem O'armen dansar fyrir Don José — Ljósmyndir: JKC. Escamillo og Carmen hittast i krá Lillas Pastias Carmen og Don José. Það var ekki nóg með að söngur þeirra væri stórkostlegur, heldur var leikræn tjáning þeirra einnig stórgóð. Hlutverkin eru erfið, mestallur leikurinn hvilir á herð- um þeirra, aðrir leikendur og söngvarar eru sem i statistahlut- verkum við hlið þeirra. Frá upphafi málar Sigriður Carmen sterkum litum, allt frá þvi hún kemur út úr tóbaksverk- smiðjunni og þar til hún hnigur niður eftir hnifsstungu Don José i lok óperunnar. Frá þvi hún syng- ur Habanera og til lokadúettsins hafði hún full tök á hlutverkinu og áheyrendum. Sattaðsegja hélt ég að hún hefði ekki þann skaphita er til þyrfti, en henni tókst frá- bærlega upp, hver einasta nóta var þrungin tilfinningu, bæði i söng og leik. Hún slakaði hvergi á, gaf sig að fullu i öllum söng og leik. Magnús Jónsson Magnús var jafn stórkostlegur i hlutverki Don José. Hann hafði meiri möguleika til leiks, að breytast úr góðum og gegnum hermanni, sem ann sinni sveita- piu og vill gegna skyldu sinni við föðurlandið, yfir i mann, hefur fyrirgert trausti þvi er til hans er borið og veit að hann hefur brotið allar brýr að baki sér. Eins og Sigriður hafði hann full tök á hlut- verkinu og áheyrendum frá dúett sinum með Micaelu þar til hann hnigur niður örmagna af sorg eftir að hafa drepið Carmen. Það var mikill stigandi i þessum um- skiptum, t.d. barátta hans við sjálfan sig og Carmen i öðrum þætti, kráaratriðinu, þar sem hann tjáir Carmen ást sina, hefi ég aldrei heyrt Magnús syngja jafn vel. í þriðja þætti, i bæli smyglaranna, var hann búinn að lifa sig svo inn i hlutverk sitt, að ég ætla að áheyrendur hafi verið sem á nálum, svo mikill var ofs- inn er hann skildi við Carmen og hótaði henni öllu illu. Ef til vill vilja sumir segja, að Magnús hafi ofleikið þar, en það held ég að væri óréttlátt, hlutverkið beinlin- is krefst þess. Nautabaninn, Escamillio, var sunginn af finnanum Walter Grönroos. Gerði hann hlutverki sinu mjög góð skil, röddin góð og hljómmikil, en hann hefði mátt sýna meiri tilþrif i leik. Hins vegar skil ég ekki þá ráðstöfun leikhússins, að vera að fá út- lending i þetta hlutverk, sérstak- lega með tilliti til þess, að hann syngur aðeins sex sýningar. Hér eigum við söngvara sem hefðu sómtsérvel i þvi, t.d. leikstjórinn sjálfur, Jón Sigurbjörnsson, sem kemur til með að taka við. Sveitastúlkan Micaela var i höndum Ingveldar Hjaltested. Söng hún með góðum þokka, en þreytandi er að heyra hve henni hættir til að syngja of hátt i tóninum. Einnig hefði hún mátt túlka góðu sveitastúlkuna á annan máta, hún á að vera and- stæða Carmenar, en mér fannst hún gerð of veimiltituleg. Sigaunastúikurnar, sungnar af Elinu Sigurvinsdóttur og Svölu Nielsen, voru stórgóðar. í spila- atriðiðnu, er þær voru að spá i spil, var andstæðan i söng og lát- bragði þeirra og Carmenar vel útfærð. Þær sáu framtiðina i björtum litum, riddarar og gull og grænir skógar, en Carmen sá ekkert nema dauðann. Var söngur þeirra þriggja mjög góður. Smyglararnir tveir, Kristinn Hallsson og Garðar Cortes voru skemmtilegar týpur, skitugir og svolalegir. Kvintett þeirra, sigaunastúlknanna og Carmenar i öðrum þætti var frábær, hraður og léttur. Zuniga flokksforingi og Moralés liðsforingi, sungnir af Hjálmari Kjartanssyni og Hall- dóri Vilhelmssyni voru góðir, Halldór þó sýnu betri. Hjálmar var dáh'tið grófur, en kom vel út, t.d. i kráaratriðinu, er hann ryðst inn á þau Carmen og Don José, þar var andstæðan i söng þeirra þriggja ágæt. Kórinn var mjög góður, sérlega kvenhluti hans. Karlaraddirnar voru lika góðar, nema hvað tenórarnir áttu i erfið- leikum með hæstu tónana, voru þá mjög flatir oft á tiðum. Leikmynd Baltasars fannst mér falla vel að efni óperunnar. Enginn iburður, stórir fletir er nægðu til að staðsetja verkið, litá- valið gott, sólskinið á torginu itrekað með gulum litum á bygg- ingum og i bakgrunni, og dökkir skuggar og blár himinn i bæli smyglaranna. Yfirþyrmandi stórir fletir siðasta þætti, fyrir utan nautaatshringinn, undir strikuðu harmleikinn er á sér stað þar. Dansarnir voru skemmti- legir, þótt fáir væru, og frekar fannst mér dansmeyjarnar þungar. Klapp leikenda i kráar- atriðinu setti dans og hljómsveit aðeins úr skorðum, en lokatón- arnir og dansinn náðu samt saman H1 jómsveitinni tókst framar vonum, enda voru fyrstu menn S.l. i hverri rödd. Stundum var á mörkunum að hljómsveitin yfirgnæfði sönginn, en Vodiczko hélt vel á taumunum, þannig að ekkert fór forgörðum. Jón Sigur- björnsson má vel við una, stað- setningar allar voru vel unnar, og er ekki að efa að hann hefur mátt leggja sig allan fram við að hafa stjórn á þessum stóra hóp. Er ástæða til að óska Þjóðleikhúsinu til hamingju með þetta stærsta verkefni þess til þessa, og vona ég að þessi uppfærsla verði til að draumur manna um islenskt óperuhús verði ekki aðeins draumur. RÓMANTÍSK FAGURFRÆÐI um sýningu Tryggva Ólafssonar í Gallerí SUM Likast til eru þeir nokkrir listá- hugamennirnir sem vita ekki hvernig þeir eiga að skoða verk Tryggva Ólafssonar listmálara sem nú sýnir 25 verk sin i Galleri SÚM til mánaðamóta. Margir þekkja orðhákinn frá Kaupin- höfn, öllum mönnum skemmti- legri, aðrir sjá galgopalegar yfir- lýsingar hans um íslenska list i blöðum og enn aðrir fá i hendur háspekilegar tilvitnanir hans i þá kumpána Sophus de Witz og Dr. Beinegger i boðskorti frá honum. Þegar svo hinn forvitni myndrýn- ir skoðar sýningu Tryggva þá fallast honum hendur, þvi það fyrsta sem impónerar hann er hrein esþetisk myndhugsun mál- arans. Allar eru myndir hans á striga upp á gamla mátann, kompóneraðar með ströngum miðjuáherslum og i hrifandi lit- um. Hvar er orðhákurinn, um- turnarinn eða háspekingurinn spyr svo gesturinn og telur sig prettaðan. Það er enginn vafi á þvi að Tryggvi er að hluta rómantískur listamaður og gengst fúslega við þeirri kennd, rómantiker sem nýtur þess að vinna með hrein lit- gildi i anda Matisse, samanber „Sólhlífar” og „Þjóðhátið” hans á þessari sýningu, svo ekki sé minnst á náttúrumyndir eins og „Ævintýraeyjan”, „Braut” og „Sjór”. En rómantisk esþetik þarf ekki að vera merki um værð- arlegt hlutleysi. Það að litir eru sterkir, munaðarfullir og listilega samræmdir i málverki segir i sjálfu sér ekki allt, heldur megum við ekki gleyma viðfangi málar- ans og hvernig litunum er dreift. Róttækur hversdagsleiki Að sjá aðeins litina og kalla Tryggva svo gamaldags fagur- kera er að skjóta yfir markið að ég held. Hann velur ofur hvers- dagslegt fyrirbæri eins og blöðrur og sólhlifar, en það val er i sjálfu sér róttækt, allavega hér á landi og ef við skoðum hvernig Tryggvi dreifir liturh sinum um þessar myndir, þá kemur ýmislegt ó- venjulegt i ljós. Hann hylur allan bakgrunn þeirra, landslagið, með heiðbláu, en rimar svo með litum sólhlifanna við þennan lit. Með þvi er Tryggvi ósjálfrátt að und- irstrika það að notkun litar geti verið róttæk breytni út af fyrir sig. Tryggvi er þvi af gamla róm- antiska skólanum að þvi leyti að hann telur að esþetik geti haft á- hrif á það hvernig fólk litur á um- hverfi sitt. Og þegar hugsað er um það vandamál, þá má spyrja sjálfan sig hvort hafi haft meiri þýðingu fyrir listþróun á 20. öld, Kúbisminn eða sú ákvörðun Matisse og Fauvistanna að nota Tryggvi Ólalsson við eitt verka sinna lit á órökrænan, tilfinningalegan hátt? Samtvinnaðar þeim hugsunar- hætti Tryggva eru svo yfirlýsing- ar hans i blöðum og hin striðnis- lega skýrsla afkvæmis hans Sophusar de Witz/Beineggers, sem hvorutveggja er ætlað að ýta við áhorfendum og fá þá til að endurskoða afstöðu sina til mál- verks og gildi þess. Tvenns konar verk Verk.um Tryggva á þessari sýn- ingu má þvi e.t.v. skipta i tvennt i þau verk sem nota hreinræktaða, en óvenjulega esþetik til að hnippa i áhorfanda, og þær mynd- ir þar sem esþetikin undirstrikar beina þjóðfélagslega afstöðu. Af fyrra taginu eru myndirnar hér að ofan, auk „Útilegu”, „Drang- ar”, „Eyðimörk” og „Hnýtni”. I hinum flokknum eru svo myndir eins og „Frú Sforza” ásamt „Hr. og Frú Sforza”, „Klondæk”, „Myndasöguleikur”, auk portrettmyndanna. í þeim siðast- nefndu birtist afstaða Tryggva einfaldlega i þvi að hann yllir með portrettmynd aðeins þá sem hann dáir, hvort sem það eru rithöf- undar, stjórnmálamenn að jazz- músikantar, - og er þá öllum ljóst að Tryggvi er jazzfanatiskur sósialisti. I þeim myndum eins og flestöllum hér á sýningunni notar hann myndvarpa, og er það að sjálfsögðu fylliiega réttlætanlegt þar sem allar ákvarðanir um áherzlur og liti verður listamað- urinn sjálfur að taka, þrátt fyrir nákvæmt myndvarp. Andstæöur í mynd Annars kemur afstaða Tryggva yfirleitt fram i andstæðum i ■mynd. Skýjakljúfur er settur gegn hreysum i „Klondæk” og þar hlýtur listamaðurinn að vera að segja að hér hljóti að vera til manneskjulegur millivegur. „Hr og Frú Sforza” eftir frægu mál- verkapari italans Piero della Francesca, teflir aftur saman veikgeðja vesturlandamanni og afriskri stúlku, sem bæði eru upp- runnin úr auglýsingum. Hér er Tryggvi e.t.v. ekki að taka lifnað- arhætti annars fram yfir hins, þótt maður telji sig finna undirtón ádeiluá auglýsingamál sem gerir alla að stereótýpum, — heldur er hann að benda á möguleikana fyrir þvi að svart og hvitt geta unnið saman, gifst, eignast börn. Ekki er hægt að efast um ein- lægni Tryggva, — þótt deila megi á það hversu einfaldar og augljós- ar andstæðup hann notar i mál- verki sinu. Skýjakljúfur á móti hreysi, hvitur maður á móti svartri konu, trúður með bjálka i gegnum kollinn, — allt eru þetta nánast tuggur sem misst hafa mátt sinn til að sannfæra. En ef- laust á Tryggvi eftir að vikka og breikka myndsvið sitt. Á Mokkakaffi hefur Tryggvi opnað útibú á teikningum sinum af góðu fólki. Eru þær framhald á portrettmyndum hans i akrýl, en ekki nándar nærri eins sannfær- andi. Eins og Tryggvi segir sjálf- ur er myndvarpinn aðeins hjálpartækið við málverkið, þvi litunum verður hann að stjórna sjáifur og þar kemur persónuleiki hans skýrast fram. En i þessum tússteikningum er enginn litur og Tryggvi gerir vart meir en að þræða linur og áherslur andlit- anna eftir myndvarpa með svörtu tússi. Þótt segja megi að persónu- ieiki listamanns hljóti ávallt að sjást i hverju striki hans, þá gefa þessar svart/hvitu myndir Tryggva hreinlega ekki næg tæki- færi til þeirra útúrdúra sem eru stór hluti af persónulegri tján- ingu. Það er eðli teikningar að sýna okkur skýrar inn i listamann og viðfangsefni hans en málverk- ið getur, — en á Mokka er fólkið á veggjunum eins órætt eins og i blaðaljósmyndum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.