Dagblaðið - 03.11.1975, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 03.11.1975, Blaðsíða 18
18 DagblaðiO. Mánudagur 3. nóvember 1975. Liberzon tók forystuno —hefur 8 vinningo Ribli fylgir fast á eftir með 7 1/2 BRAGI SIGURÐSSON Eftir venjulegan keppnistima kl. 19 i gærkvöldi höfðu skákir á svæðismótinu á Hótel Esju farið þannig: Ribli — Ostermayer: 1/2 - 1/2 Poutiainen — Murray: 1—0 Hartston — Liberzon: Bið Hamann — Timman: Bið Friörik — Zwaig: 1/2 — 1/2 Van Den Broeck —Jansa: 0—1 Laine — Parma: 0 — 1 Björn Þorsteinsson sat yfir I þessari umferð. Biðskákir átti siðan að tefla kl. 9 i gærkvöldi. Þá mætti Hartston ekki til leiks við Liberzon, sem sýnilega þótti mjög miður. Ekki spurðist neitt til Hartston, þrátt fyrir einhverja ef tirg rennsla n. Hamann og Timman tefldu ekki af miklu kappi, og sýndist mönnum jafntefli i jsjónmáli kl. 10. Þá hafði enn ekki heyrzt neitt frá Hartston og var Liberzon dæmdur vinningur i þeirri skák. Ribli haföi hvitt á móti Ostermayer. Kóngs-indverskt tafl kom upp, og hygg ég, að þessi skák hafi vakið mesta athygli áhorfenda. Voru mjög skiptar skoðanir um likleg úrslit skákarinnar, þar sem hún var skýrð i hliðar- sölum. Ingvar Ásmundsson gerði það af myndugleik og sanngirni. Höfðu bæði skemmra og lengra komnir mikið gagn af. Er alveg óhætt að fullyrða, að góöar skákskýringar á keppnis- stað gera mótið mun eftir- s ó k n a r v e r ð a r a fyrir áhorfendur. Ekki skemma heldur hnitmiðaðar athuga- semdir hinna betur kunnandi meðal áhorfenda. Mikil eftir- vænting var um það, hvernig Ribli, sem var með flesta vinninga, reiddi af gegn Ostermayer. Þegar leiknir höfðu verið 40 leikir sömdu þeir um jafntefli. Friðrik og Zwaig tefldu 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. ». 10. 11.12. 13.14. 15. 1. Ribli $1 1 li 1 lÁ h 1 'k 1 k 7'k 2. Poutiainen o ■ / o o / 1 o 1 / 5 3. Hartston O oi 0 o 1 o o / / 3 4. Hamann o 1 / '!z o / 'k / 5* ÖID 5. Friflrik '/z 1 1 'lz 'lz 0 / 1 k 6 6. Zwaig 0 O o 1 'h / 'k 'k 1 1 5 'lz 7. Timman 0 o 1 1 'k 'k 1 0 1 5 + Bl O ' 8. Liberzon ’/a 1 1 / 'k '!z k 1 1 1 8 ..... ji - 9. Murray O o o 'k 0 'k 1 0 a 10. Ostcrmeyer 'k o 'k k 'k /2 1 .1 1 5'k 11. Jansa 0 'lz 'k 1 /2 1 í 1 6 12. Parma 1 'k '/z '/2 1 Vz k 1 / 6 'lz 13. Bi&rn o 0 'k o 0 ’/z 0 0 0 1 14. Laine 0 ‘lz o o 1 0 0 0 0 0 l'/z 15. Vanden Broeck o o o 'tz o 0 0 1 0 0 ■ r/z. drottningarbragö og sömdu um jafntefli eftir 25 leiki. Van Den Broeck gafst upp fyrir Jansa eftir 28 leiki. Kóngs- -indverska vörnin dugði honum ekki lengur. Laine hafði hvitt á móti Bruno Parma. Þeir tefldu Nimzo-indverskt tafl, sem Guernsey-maðurinn gaf eftir 27 leiki. Staða á mótinu er nú þessi: Liberzon er efstur með 8 vinninga. Ribli er með 7 1/2 vinning Parma er með 6 1/2 vinning Friörik og Jansa eru með 6 vinninga Zwaig og Ostermayer hafa 5 1/2 vinning Hamann og Timman hafa 5 vinninga og biðskák sin á milli Poutiainen er með 5 vinninga Hartston hefur 3 vinninga Murray hefur 2 vinninga Laine og Van Den Broeck hafa 1 1/2 vinning Bjöm Þorsteinsson er með 1 vinning. Ahorfendur hafa lfklega aldrei veriö fleiri á þessu svæðismóti. Þar kemur til sunnudagurinn og svo að sjálf- sögöu sfvaxandi spenna I stór- móti þar sem um helmingur allra keppenda hefur ennþá möguleika til að hljóta sætin, sem teflt er um, þ.e. tvö efstu sætin. Þeir, sem þau hljóta fara áfram til undankeppni á miíli- svæðamóti um réttinn til að skora á heimsmeistarann I skák. Meðal áhorfenda i gær voru þessir: Ólafur Friðriksson, faðir Friðriks, Sigurgeir Gfslason, Hafnarfirði. Sófus Hólm, verkamaður, Sig- tryggur Sigtryggsson,blaða- maður, Grimur Thorarensen, bflakaupmaður, Magnús Sigurjónsson, forstöðumaður, Haukur Gunnlaugsson, verka- maður, Jónas Kristjánsson, rit- stjóri, Guðmundur Agústsson, Sigurður Árnason Hjá Foss- berg, Einar S. Einarsson, bankamaður, Bjarni Guðnason, prófessor, Eirikur Bergsson, verkamaður, Ragnar Björnsson, dómkantor, Sigfús Jónsson, tollvörður, Kristján Oddsson, bankastjóri, Reynir Þórðarson, verkamaður, Sverrir Einarsson, tannlæknir, Ingólfur Isebarn, Jóhann Friðriksson f Kápunni, Kristján Jónsson, kaupmaður f Kidda- búð, Ólafur Stephensen, tann- læknir, Jón Barðason, kennari, Arni Björnsson, lögmaður, Ólafur Ólafsson, veitinga- maöur, Anton Sigurösson, skólastjóri, Þráinn Guð- mundsson yfirkennari, Jakob Hafstein, Jóhannes Eiríksson, prentari, og að sjálfsögöu fjöldi annarra manna. 11. umferð verður tefld i dag. Hefst hún kl. 5 og eigast þá við hvitur talinn fyrr): Jansa — Ribli Ostermayer — Poutiainen Murray — Hartston Liberzon — Hamann Timman — Friðrik Parma — Van Den Broeck Björn — Laine Zwaig á fri f þessari umferð. Guðmundur gerði jof ntefli við Rodulov — staða efstu manna óljós Guömundur Sigurjónsson geröi jafntefli við Radulov i 8. umferð svæðismótsins i BUlgarfu og er þá með 5 vinninga ásamt a.m.k. tveim öðrum. Að öðru leyti er staðan i mótinu mjög óljós, þar sem allmargar biðskákir eru ótefldar og aðeins hálfur til einn vinningur skilur að efstu menn og flesta aðra keppendur. Vísitalan á nippinu" Kouphœkkun 1. des. lítil eða engin Visitala framfærslukostnaðar er ,,á nippinu”, og gert ráð fyr- ir, að kauphækkun 1. desember verði litil eða engin. Samkvæmt samningum skal kaup hækka, ef visitalan hefur farið fram úr 477 stigum, eftir að hækkun á launalið bónda og áfengi og tó- baki hefur verið tekin út úr dæminu. Visitalan mun alveg vera við þessi mörk, að þvi er kunnugir töldu i morgun. Hagstofan er um þessar mundir að reikna dæmið, og verður ekki vitað um útkomuna, svo að áreiðanlegt sé fyrr en nokkuð liður á mánuð- inn. Mörkin eru við 488-489 stig, ef launaliður bóndans i verðlags- grundvelli landbúnaðarafurða og hækkun á áfengi og tóbaki eru höfð með i dæminu. Samningar verkalýðsfélag- anna almennt eru til áramóta, og skal segja þeim upp með mánaðar fyrirvara, það er að segja fyrir 1. desember. 1 morgun höfðu Vinnuveitenda- sambandinu ekki borizt neinar uppsagnir. Gert er ráð fyrir, að öll verkalýðsfélögin muni segja upp samningum, enda hefur kauphækkunin frá siðastliðnu vori étizt upp i verðbólgunni. Vinnuveitendur segjast hins vegar ekki geta greitt hærra kaup. — HH Bílar skemmdir og barn í sjúkrahús Smákrakki varð fyrir bifreið á Norðurgötu á Akureyri á sunnu- daginn. Barnið var flutt i sjúkra- hús, en ekki talið að meiðsli þess væru alvarlegs eðlis. Nokkrir árekstrar urðu á Akur- eyri um helgina. Sá harðasti varð i gærkvöldi inni við gömlu tunríu verksmiðjuna við Höffners- bryggju. Þar stórskemmdust tveir bilar, en slys urðu ekki á þeim, sem i þeim voru. ASt. Slysagildrur í Breiðholti Lögreglan i Arbæ hefur óskað eftir þvi að varúðarráðstafanir verði gerðar við ýmsar gryfjur og skurði i grennd við Fellaskóla. Stafa þessar slysagildrur, sem nú eru fullar af vatni, ýmist af margs konar framkvæmdum við hús eða eru holur fyrir nýja hús- grunna. Sumt af þessum slysa- gildrum er svo bratt að ætla má að börn ættu erfitt meö að krafla sigupp dr, ef þau féllu þar ofan i. ASt. TRILLA SÖKK í HAFNARFIRÐI Trillubátur sökk i Hafnarfjarð- arhöfn i nótt. Er hér um 6—8 tonna bát að ræða, sem lá við nýju uppfyllinguna. A flóðinu undir. morguninn nuddaðist báturinn harkalega við uppfyllinguna með þeim afleiðingum að hann sökk. —ASt. Þrír bútor á reki í Friðarhöfn Þrir bátar sem lágu bundnir hver utan á öðrum niður undan Vinnslustöðinni i Friðarhöfn i Vestmannaeyjum, slitnuðu upp I nótt og rak upp undir bakkana á móti. Lögregla gerði lóðsbátnum viðvart og komu þeir bátunum, sem héldust saman bundnir á ör- uggan stað. Ekki munu þeir hafa orðið fyrir skemmdum þvi þarna er sandbotn og aðstæður góðar. Vatnsveöur var mikið umhelg- ina i Eyjum og aðstoðaði lögregl- an óvenjumarga við að komast leiðar sinnar. ölvun var i lág- marki í Eyjum um þessa helgi. ASt. Andlát Friðdóra Friðriksdóttirfrá Ólafs- vik, lézt i Landakötsspitalanum 27. október sl. Hún var fædd i Ólafsvik 7. desember 1892. Korn- ung var hún tekin i fóstur af Guðriði Einarsdóttur á Arnar- stapa, en er hún lézt, tók sonur hennar Sigurgeir Arnason við barninu, og hjá fjölskyldu hans ólst hún upp. Arið 1917 giftist Friðdóra eftirlifandi manni sin- um Ara Bergmann Einarssyni. Eignuðust þau þrjú börn, sem öll eru á lifi. Valdimar Kr. Guðmundsson, prentari, Asvallagötu 11, lézt i Landakotsspítalanum 25. október sl. Útför hans fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun kl. 10.30. Sigurrós Jónasdóttir, Sæviðar- sundi 32, lézt 27. október sl. og verður jarðsungin frá Laugarnes- kirkju á morgun kl. 13.30. Jdna Kristinsdóttir, fyrrverandi ljósmóðir I Vestmannaeyjum, lézt 27. október. Kveðjuathöfn um hana verður i Fossvogskapellu i dag ki. 15, en útförin verður gerð frá Landakirkju, Vestmannaeyj- um, laugardaginn 8. nóvember. Svavar Helgason, framkvæmda- stjóri, Fornuströnd 5, Seltjarnar- nesi, lézt af slysförum 26. október sl. útför hans fer fram frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 5. nóv- ember kl. 13.30. Sigriður Guðmundsdóttir, kenn- ari, Lokastig 20A, lézt i Landspit- alanum 26. október sl. og verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morgun kl. 13.30. Guðbrandur Gislason, frá Kambsnesi, Skúlagötu 58, and- aðist 31. október. Dóra Margrét Björnsdóttir, lézt af slysförum 31. október. Skrifstofa félags einstæðra foreldra Traðarkotssundi 6, er opin mánu- daga og fimmtudaga kl. 3—7 e.h., þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 1—5. Simi 11822. Á fimmtudögum kl. 3—5 er lögfræð- ingur FEF til viðtals á skrifstof- unni fyrir félagsmenn. Frá Kvenfélagi Laugarnessóknar Fundur verður haldinn mánudag- inn 3. nóvember kl. 8.30 i fundaji* sal kirkjunnar. SpurningaþáttijP gott kaffi. Stjórnin. Fundartimar AA- samtakanna. Fundartimar AA-deildanna i Reykjavik eru sem hér segir: Tjarnargata 3c mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 9 e.h. Safnaðarheimili Langholtssafn- aðar föstudaga kl. 9 e.h. og laugardaga kl. 2 e.h. Bingókvöld Eldborgarfélaga Kiwanisklúbburinn Eldborg i Hafnarfirði, sem nýlega gaf tvö sjúkrarúm — svokölluð veltirúm — ásamt náttboröum i eina sjúkrastofu St. Jósepsspitala i Hafnarfiröi, ráðgerir að halda bingó reglulega i vetur. Tilgang- urinn er að safna fé i styrktarsjóð klúbbsins, en hlutverk hans er að vinna að liknar- og velferðarmál- um. Eldborgarfélagar hafa á und- anförnum árum farið i árlegar skemmtiferðir með aldraða Hafnfirðinga. Einnig hafa þeir — eins og segir hér at framan — stutt með gjöfum og f járframlög- um Styrktarfélag aldraðra i Hafarfirði, Sólvang og St.-Jósefs- spitala. Fyrsta bingókvöld vetrarins verður þriðjudagskvöldið 4. nóvember kl. 20.30. —óv

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.