Dagblaðið - 03.11.1975, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 03.11.1975, Blaðsíða 15
Dagblaðið. Mánudagur 3. nóvember 1975. 15 ( íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Celtic heldur efsto sœtinu! — eftir jafntefli við Rangers á laugardag Þegar Rangers loksins braut isinn á 75. min. í ieik skozku ris- anna i knattspyrnunni, Glasgow- liðanna Celtic og Rangers á laug- ardag, bjuggust 55 þúsund áhorf- endur á Celtic Park við þvi að Rangers stefndi i 3ja sigur sinn gegn Celtic i haust. Markið var afar klaufalegt fyrir Celtic-liðið. bað fékk auka- spyrnu og þeir Lynch og Callag- han voru að bögglast með knött- inn sin á milli, þegar Tommy McLean náði honum frá þeim — brunaði upp og gaf svo á Parlane, sem átti auðvelt með að skora. Vörn Celtic viðs fjarri — varnar- leikmennirnir frammi á vellinum til að taka við knettinum úr auka- spyrnunni. En leikmenn Celtic voru fljótir að taka við sér eftir þetta klaufa- lega mark og þremur min. siðar jafnaði Peter Wilson. Fékk knöttinn eftir fyrirgjöf Pat McClusky og stýrði honum með brjóstinu i mark Rangers. Fleiri mörk voru ekki skoruð og liðin deildu þvi stigum i góðum og skemmtilegum leik. Celtic-liðið heldur þvi forustu sinni i aðaldeildinni, en baráttan ermikilá toppnum. — Þar er fullt af liðum, fullt eins og á bar i Glas- gow á laugardagskvöldi, eins og einn fréttamanna BBC komst að orði. úrslit i aðaldeildinni urðu þessi: Aberdeen — Dundee 2-0 Ayr Utd. — Motherwell 2-0 Celtic — Rangers 1-1 Dundee Utd. —St. Johnst. 3-1 Hearts — Hibernian 1-1 Celtic og Rangers voru með alla sina beztu menn — Jardine lék með Rangers aö nýju, og Dixie Deans lék með Celtic, þó vafi væri á þvi að hann gæti leikið framundir það siðasta. Dalglish var gætt mjög vel — Forsyth elti hann hvert sem hann fór. Tveir leikmenn Rangers voru bókaðir — Parlane og Derek Johnstone. Yfir 30 þúsund áhorfendur sáu viðureign Edinborgarliðanna Hearts og Hibernian — og þar leit illa út fyrir Hibs, en Stanton jafn- aði nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Staðan er nú þannig: Celtic Hibernian Rangers Motherwell Hearts Ayr Utd. Dundee Utd. Aberdeen Dundee St. Johnstone Dundee Utd 8 9 9 10 10 9 9 10 10 10 16-8 12 13-9 11 10-8 11 17-15 11 12- 13 11 13- 11 9 13-11 16-17 16-24 9 8 8 0 8 10-20 4 vikunni keypti miðherja Dumbarton, McAdams. fyrir 40 þúsund sterlingspund og á hann að koma i stað Andy Gray, sem seldur var til Aston Villa. Létt hjá enskum í landsleikjunum Þið eigið langt i land i blakinu — leikskipulag að mestu óæft og fiest önnur undirstöðuatriðin, sagði farárstjóri enska blak- landsliðsins við Dagblaðið á laugardag — eftir stórsigur enska liðsins gegn þvi islenzka. Tveir landsleikir við England voru háðir i iþróttahúsi Kennara- háskólans um helgina — og islenzku leikmennirnir höfðu ekki roð i þá ensku. Þetta kom nokkuð á óvart, þvi fyrir landsleikina höfðu forustumenn i blakinu hér verið bjartsýnir á sigur. beir hafa áreiðanlega þá ekki verið búnir að frétta, að Englendingar hafa unnið Norðmenn létt i blaki i landsleikjum — og landslið okkar hafði ekkert i Norðmenn að gera. Fyrri leikurinn var á laugardag og var lokið innan klukkustundar. Svo litla mótstöðu fengu enskir, sem sigruðu með 3—0—-eða 15—9, 15—2 og 15—4. Á sunnudag var sama uppi á teningnum. Englendingar sigruðu 15—4, 15—10 og 15—1 eða 3—0. Sigur í badminton gegn Fœreyingum Islenzku badmintonmennirnir sigruðu Færeyinga i öllum leikj- unum i landskeppninni á föstu- dag i Laugardaishöll. í einliða- leik vann Oskar Guðmundsson Pétur Hansen með 15—11 og 15—6, Friðleiíur Stefánsson vann Hans Steenberg með 15—5 og 15—4 og Haraldur Kornelius- son vann Poul Michalsen með 15—6 og 15—9. Óskar Guömundsson, fyririiði islenzka landsliðsins i badminton, með bikar þann, sem Færeyingar gáfu tii keppn- innar. í tviliðaleik sigruðu Haraldur og Steinar Petersen þá Michael- sen og Hansen með 15—12 og 15—5 og Sigfús Ægir Arnason og Ottó Guðjónsson unnu Egil Lyngsöe og Svend Steenberg með 15—8 og 15—11. A laugardag var gestamót i iþróttahúsinu i Garðahreppi. Haraldur sigraði i einliðaleik — vann Friðleif i hörkuskemmti- legum úrslitaleik með 17—14, 5—15 og 15—9. t tviliðaleik sigr- uðu Haraldur og Steinar þá Við- ar Guðjónsson og Hæng Þor- steinsson, með 15—8 og 15—10. Færeyingarnir kepptu á þessu móti. aóbaki ogennung | 1 i Zoéga nafnið hefur nu verið tengt ferðamálum á íslandi í heila öld. Að þeirri reynslu býr ferðaþjónusta Zoéga í dag. Húnerung í anda, fersk og hugmyndarík. Við bjóðum yður ferðir jafnt til fjölsóttra staða sem lítt þekktra, innan lands og utan. Við tryggjum yður góðan aðþúnað bæði á leiðinni og í áfanga. Húnerauðug af reynslu heillar aldar. Viðskipta- sambönd okkar erlendis hafa staðið í allt að 100, ár. Við vitum af reynslunni hvaða þjónustuupp- lýsingar eru áreiðanlegar. Hverjum sé treystandi til að veita yður þá þjónustu sem þér óskið. þérfáiö yöarferð hjáokkur hringiö í síma 25544 Húnervirt Spurningin um hvort þér séuð á vegum áreiðanlegrar ferða- skrifstofu, sem standi við sínar skuldbindingar skýtur ekki upp kollinum. Slíkt er löngu hafið yfir allan efa. Húneryðar ef þér óskið. Við höfum aðstöðu til að taka vel á móti yður í Hafnarstræti 5. Gjörið svo vel. Komið og veljið yðar ferð hjá okkur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.