Dagblaðið - 03.11.1975, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 03.11.1975, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Mánudagur 3. nóvember 1975. 7 Valdabarátta Washington kemur upp á yfírborðið SCHLESINGCR OG COLBY RIKNIR - KISSINGtR HALASTÝFÐUR Talsmenn Hvíta hússins munú aö líkindum í dag til- kynna meiriháttar breytingar á þremur mikilsverðum og viðkvæmum stöðum innan stjórnarinnar. Talið er að ástæðan sé bitur valdabarátta á æðstu stöðum. Víðtækar sögusagnir í Washington í gær hermdu, að James Schlesinger varnarmálaráðherra hefði verið rek- inn úr starfi, Henry Kissinger sviptur stöðu formanns öryggisráðs þjóðarinnar og yfirmaður leyniþjónustunn- ar CIA, William Colby, látinn hætta. bað var öldungadeildarþing- maðurinn Henry „Scoop” Jack- son sem fyrstur sagði frá breytingunum á stjórninni og valdabaráttunni að baki hennar Lýsti hann Schlesinger sem hin- um sigraða i valdabaráttu stjórnarinnarog sagði, aö skyndi- leg brottvikning hans benti til þess, að rikisstjórnin þyldi ekki andstæðar skoðanir við hina opin- beru linu. Ummælunum um valdabaráttu var greinilega beint að dr. Kissinger, sem vitað er að var ósammála Schlesinger um varnarmál. Vitað er aö varnarmálaráð- herrann hefur verið hlynntur harðari stefnu gegn Sovétrikjun- um en utanrikisráðherrann, sem fús hefur verið til að hliðra meira til fyrir Rússum vegna „detent”- stefnu sinnar. Diplómatiskar heimildir Reut- ers herma einnig, að djúpstæður VOPNAHLÍ í ANGOLA Hinar þrjár striðandi frelsisfylkingar Angola hafa komizt að samkomulagi um vopnahlé, að sögn portúgaiskra yfirvalda i Luanda. Tilgangur vopnahlésins, sem hófst I dögun I gær, er að veita ráðrúm fyrir samningaviðræður um friðsamlega lausn deilunnar um framtiðarstjórn portúgölsku nýlendunnar. Angola fær sjálf- stæði eftir 500 ára nýlendustjórn i næstu viku. Svo virðist sem Einingarsam- tök Afriku hafi átt sinn þátt i vopnahléinu, þvi fulltrúar fylkinganna þriggja, MPLA, FNLA og UNITA, eru i Kampala til viðræðna við fulltrúa samtak- anna. Vopnahléið þýðir i raun, að engin fylkinganna þriggja getur sótt framar en þær stóðu i gær- morgun. Erlendar fréttir REUTER skoðanaágreiningur hafi verið á milli Fords forseta og Schlesing- ers sl. laugardagskvöld á fundi i Hvita húsinu, þar sem hernaðar- aðstoð USA við Israel var til um- ræðu. Dr. Kissinger hefur mætt hraðri gagnrýni að undanförnu, sérstaklega frá þinginu, þess efnis að hann sé allt of valdamik- ill. Auk þess að vera utanrikis- ráðherra er hann öryggismála- ráðgjafi forsetans og formaður öryggisráðsins. Sem slikur hefur hann daglegt samband við forset- ann. Kissinger er einnig formað- ur hinnar svokölluðu „40 manna nefndar”, sem veitir heimildir til allrar starfsemi leyniþjónustunn- Enn hafa talsmenn Hvita húss- ins ekkert viljað um málið segja, en búizt er við tilkynningu þaðan i dag, eins og áður segir. Óperudraugur í Sidney Ástralskir hljómlistarmenn og tónlistarunnendur velta nú vöngum yfir miklu undri — eða draug — i Óperuhúsinu i Sidney. Tilvist draugsins hefur vitn- azt vegna sérkennilegs banks, sem heyrzt hefur i miðju hljómleikahaldi nokkra undanfarna mánuði. Ein kenningin er sú, að þar sé á ferðinni afturganga hottintottans Bennelongs, sem uppi var á 18. öld, en sá hluti hafnarinnar i Sidney er óper- an stendur við, var nefndur eftir Bennelong. Hljóðið, sem heyrist i hús- inu, er sagt vera skarpt, skyndilegt og truflandi. Félagar i Sinfóniuhljóm- sveit Sidney kvarta einnig yfir draugalegum hljóðum. Stjórn í hússins, sem vigt var til J notkunar 1973, kannar nú I hvort þessi hljóð séu af þess- í um heimi eða öðrum. PASOLINI MYRTUR í RÓM I.eifar kjálkabeina og tanna af mannveru, scm talin er hafa verið uppi fyrir nærri 4 milljónum ára, hafa fundizt I Tanzaníu. Neðri myndin er af kjálka úr fullorönum manni en sú efri úr barni. A miðri þeirri mynd má sjá hvar fullorðinstönn er að ýta barnatönn- inni i burtu. — of pilti, sem ekki vildi þýðast hann ttalski kvikmyndagerðarmað- urinn Pier Paolo Pasolini var myrtur nærri Rómaborg í gær. Sautján ára gamall piltur hefur játað á sig morðið og sagt leik- stjórann hafa reynt að fá sig til við sig. Pasolini var yfirlýstur kynviil- ingur. Iila leikið lik hans fannst á sandströnd nærri Ostia nokkrum klukkustundum eftir að pilturinn hafði verið handtekinn fyrir bil- þjófnað. bá var hann á bil Paso- linis. Hann játaði á sig morðiö eftir að likið fannst. Að sögn lögregl- unnar hafði Pasolini, sem var 53 ára, tekið piltinn upp i bil sinn við umferðarmiðstöð Rómar um 11- leytið I fyrrakvöld. Fóru þeir sið- an á veitingahús til að borða og þar á eftir ók Pasolini ásamt pilt- inum i áttina til Ostia, þar sem hann bjó. Pilturinn sagði að Pasolini hefði ekið með sig á afskekktan stað og þar hefðu þeir báðir farið út úr bilnum. „Hann vildi hafa kynmök við mig,” er piltúrinn sagður hafa sagt, „en ég kærði mig ekki um það. Við rifumst heiftarlega. Hann tók upp prik og barði mig i höfuðið.” Siðan sagðist pilturinn hafa tek ið upp prik sjálfur og barið leik- stjórann til jarðar. 1 skelfingu sinni ók hann burtu á bil leikstjór- ans — og fór yfir hann i leiðinni. Orfáum minútum siðar var hann stöðvaður fyrir gáleysisleg- an akstur. Pilturinn hefur verið ákærður fyrir morö. Bírœfið kirkjurán í Köln Vegfarendur hrópuðu g amanyrði að þjófum með poka á bakinu þegar þeir klifruðu niður kirkjuturninn Lögreglan i Köln i Vestur- býzkalandi leitar tveggja þjófa, sem komust undan með ómetanlega dýrgripi úr dómkirkju borgarinnar. Erkibiskupinn i Köln hefur boðið 50.000 mörk i fundarlaun fyrir gripina. Meðal þeirra eru gull- og silfurgripir frá 17. öld ásamt perlum, demöntum, gullkrossum, hringum og öðrum skartgripum. Að sögn lögreglunnar klifu ræningjarnir tveir niður eftir norðurhlið kirkjuturnsins, sem er 44 metra hár, og notuðu til þess venjulegan fjallgöngu- útbúnað. Siðan tróðu þeir sér inn um þröngt loftræstiop á fjár- sjóðsherberginu i turninum. Undrandi Kölnarbúar sáu mennina tvo siðan klifra niður kirkjuveggina með poka á bakinu, en engum datt i hug að stöðva þá eða kveðja til lögreglu. „betta er ótrúlegt,” sagði einn lögreglumaðurinn, sem vinnur að rannsókn málsins. „Sumir nærstaddra hrópuðu alls konar gamansamar athugasemdir að mönnunum, þegar þeir voru á leið niður með skröltandi pokana.” Ræningarnir skildu öll verk- færi sin eftir, þ.á m. járn- klippur, sem þeir notuðu til að ná gulli og demöntum af styttum og öðrum helgigripum. Lögreglan kom til sögunnar eftir að næturvörðurinn, 71 árs gamall, heyrði undarleg hljóð út úr kirkjunni. Áður en komizt varð inn þurfti þó að sækja lyklana til meðhjálparans og það dúgði þjófunum til að komast undan. Allir gripirnireru tryggðir, en það þykir kirkjunnar mönnum að vonum litil huggun og óttast þeir nú, að ræningjarnir hafi þegar brætt gullið og silfriö til sölu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.