Dagblaðið - 04.11.1975, Side 2
Hagblaðið. Þriðjudagur 4. nóvember 1975.
t Dagblaðinu á siðasta föstu-
dag var sagt frá reikningi frá
teppalagningamanni, og þótti
hann i hærra lagi. Jafnframt
var þeirri áskorun beint til
fólks, að það léti blaðið vita ef
það hefði undir höndum óheyri-
lega háa reikninga, eða það
hefði verið hlunnfarið á ein-
hvern hátt. Siðan hefur reikn-
ingaregninu varla linnt hjá
okkur, svo að mikið virðist vera
um, að fólk fari ekki i alla staði
ánægt frá viðskiptum við hina
ýmsu verktaka.
Meðal þeirra reikninga, sem
okkur hafa borizt, eru tveir frá
manni, sem þurfti að láta gera
við bremsurnar á bilnum sin-
um, þar sem farið var að iskra
óeðlilega mikið i þeim. Hann fór
með bilinn á verkstæði hjá Bif-
reiðastillingunni, sem hefur að-
setur að Grensásvegi 11. Er
hann hafði farið þangað fimm
sinnum með bilinn var hann
loksins tekinn til viðgerðar.
Er hann náði i bilinn eftir að
viðgerð hafði farið fram, fékk
hann reikning upp á að settir
hefðu verið i hann bremsukloss-
ar að framan og borðar að aft-
an. Auk þess höfðu bremsuskál-
arnar verið renndar. Reikning-
urinn hljóðaði upp á 10.318 krón-
ur og var hann greiddur athuga-
semdalaust.
En billinn var nákvæmlega
eins eftir viðgerðina og fyrir, og
iskrið sizt minna en áður. Mað-
urinn fór þvi aftur með bilinn og
bað um að viðgerðin yrði tekin
til endurskoðunar. En hann fékk
sömu svörin og áður: Komdu
seinna. bað var þvi ekki um
annað að ræða en að fara á ann-
að verkstæði, og varð Hemla-
stilling h.f. i Súðarvoginum
fyrir valinu.
Billinn var þegar tekinn til
viðgerðar, og kom þá i ljós að
sögn bileigandans, að aldrei
hafði verið skipt um bremsu-
borða og skálarnar höfðu ekki
verið renndar. Það eina, sem
gert hafði verið, var að klossar
höfðu verið settir að framan.
Verkið var siðan unnið upp á
nýtt og fylgdist maðurinn með
þvi meðan það var gert. Reikn-
ingurinn fyrir verkið hljóðaði
upp á 5.124 krónur.
Þessu næst fór bifreiðareig-
andinn með reikninginn til Bif-
reiðastillingarinnar aftur og
sagði frá þvi, sem gert hafði
verið i Hemlastillingu. For-
stjórinn tók reikninginn og
sagðist skyldi hugsa málið.
Maðurinn mætti svo koma eftir
nokkra daga og fá að vita um
úrslit mála. Að tilskildum tima
liðnum kom maðurinn svo aftur
og fékk þá að heyra, að ekki
kæmi til greina að reikningur-
inn yrði endurgreiddur, þar sem
verkið hefði verið unnið sam-
vizkusamlega. Nokkuð var rök-
rætt um þetta, en forstjórinn
stóð harður á sinu.
Bifreiðareigandinn fór þessu
Til vinstn á myndinni er reikningurinn umdeildi frá Bifreiða-
stillingunni að uppbæð kr. 10.318. Greiðandinn heldur þvi fram, að
liann liafi ekki átt að borga nema 3300 krónur auk söluskatts og
viniiu.
næst til verðlagsstjóra og sýndi
honum reikningana. Hann sagð-
ist hins vegar hvergi koma ná-
lægt svona málum og benti bil-
eigandanum á að fá sér lögfræð-
ing. Hins vegar er ekki vist að
allir séu tilbúnir að greiða lög-
fræðingi tugi þúsunda fyrir að
innheimta tiu þúsund króna
kröfu. Sú spurning hlýtur þvi að
vakna, hvort ekki vanti al-
menna þjónustu fyrir þá, sem
lenda i málum sem þessu.
—AT—
HVERT Á FÓLK AÐ SNÚA SÉR?
SAMA VERK UNNIÐ
TVÍVEGIS, - OG LÍKA
GREITT TVISVAR!
Samstarfsnefnd um reykingavarnir
LEGGUR ENN Á
NÝ TIL ATLÖGU
Enn á ný leggur Samstarfs-
nefnd um reykingavarnir til
atlögu við reykingamenn af
þeimfitonskrafti, sem þeimein-
um er gefin, sem njóta styrks
frá Áfengis- og tóbaksverzlun
rikisins.
Aumingja nikóntinistarnir
sitja nú skjálfandi fyrir framan
sjónvarpstækin sin og sárkviða
þvi að auglýsingarnar birtist á
skerminum, hótandi lifláti eða
ævilangri vanliðan.
Þetta er i annað skiptið á
þessu ári, sem Samstarfsnefnd-
in leggur til atlögu við Tóbakkus
konung. Fyrri herferðin var far-
in siðastliðið vor.
í fréttatilkynningu frá Sam-
starfsnefndinni um reykinga-
varnir segir að sigarettusalan
hérá landi hafi minnkað um tiu
milljónir stykkja miðað við sið-
asta ár. Vindlasalan hefur lika
minnkað verulega. Aftur á móti
hefur reyktóbakssalan aukizt
nokkuð á þessu ári, og dregur
Samstarfsnefndin þærályktan-
ir, að ýmsir sigarettureykinga-
menn hafi nú söðlað yfir og séu
farnir að sjúga pipusterti.
Herferðin, sem Samstarfs-
nefndin hefur kosið að kalla
varnarviku, byggist að mestu
leyti upp á þvi að birta ýmiss
konar andstyggilegar , en
óþægilega sannar upplýsingar
um skaðsemi reykinga, og
verða fjölmiölarnir miskunnar-
laust notaðir i þeim tilgangi. Ef
svipaður auglýsingamáti verð-
ur notaður nú og i siðustu her-
ferð má búast við þvi að stór-
reykingamenn taki nú að læðast
með veggjum og dauðskamm-
ast sin fyrir að láta sjá sig með
sigarettu á milli varanna.
Eins og áður sagði fjármagn-
ar Áfengis- og tóbaksverzlun
rikisins þessar herferðir, og er
t^eimur þúsundustu hlutum af
bf'úttósölu einkasölunnar varið
til baráttunnar. 1 Samstarfs-
nefndinni um reykingavarnir
eiga sæti þeir Jón Kjartansson
forstjóri ÁTVR, Bjarni Bjarna-
son læknir og Sigurður Samú-
elsson prófessor.
— AT
■HnHOBnaBMBHHHBI
TÆPLEGA 4 ÞÚSUND RIDDARAKROSSAR
VEITTIR FRÁ UPPHAFI
„Riddarakrossinn er til orð-
inn með tilskipun frá 11. júli 1944
og var honum þá breytt frá sinni
upprunalegu mynd, með
kórónu, þar eð við vorum orðin
lýðveldi”, sagði Birgir Möller,
orðuritari i samtali við blaðið.
„Orðunefnd, en i henni eiga sæti
þau Guðrún Helgadóttir, Pétur
Thorsteinsson, Friðjón Skarp-
héðinsson, Hallgrimur Hall-
grimsson, Óttar Möller, sem er
varamaður og ég, veitir þessi
heiðursmerki þvi fólki, sem sér-
staklega hefur þótt skara fram
úr i þjóðfélaginu”. Sagði Birgir
að undanfarin ár hefðu heiðurs-
merki þessi mikið verið veitt
fólki, er fórnað hefði -sér fyrir
störf að félagsmálum. Viður-
kenndi hann, að eitthvað væri
um það, að fólk afþakkaði orð-
urnar, en vildi ekki ræða það
mál neitt frekar.
„Eins hefur það komið fyrir,
að aðstandendur orðuþega hafa
ekki skilað þeim orðum til baka,
að viðkomandi aðilum látnum
og hafa þær jafnvel verið til
sölu, sem mér finnst ákaflega ó-
smekklegt,” sagði Birgir.
Spurningu hve margir hefðu
fengið orðu svaraði Birgir að
alls. hefðu verið veittir 3896
riddarakrossar frá 1944 2130 1
stigs, 965 stórriddarakrossar,
483 stórriddarakrossar með
stjörnu og 318 stórkrossar en
nefndin veitir um 35 krossa á
ári. —11P