Dagblaðið - 04.11.1975, Qupperneq 9
Pagblaðiö. Þriöjudagur 4. nóvember 1975.
Sprengingar októbermánaðar
urðu einnig i Vientiane, höfuð-
borg Laos þar sem að minnsta
kosti 20 manns særðust. í Pesh-
awar i Pakistan særðust fjórir i
sprengingu á rútubilastöð.
1 Eþiópiu var bardögum
stjórnarhersins og aðskilnaðar-
sinna Eritreumanna haldið
áfr.am. Stjórnarherinn gerði
loftárásir á þorp og akra i þeirri
von að hungur neyddi upp-
reisnarmenn til uppgjafar.
Svo fór þó ekki, langt i frá.
Aðskilnaðarsinnar segjast hafa
myrt að minnsta kosti fimmtán
embættismenn sljórnarinnar á
götum stærstu borgar Eritreu.
í Argentinu átti sér stað eitt-
hvert mesta blóðbað mánaðar-
ins. t einum bardaga
Montonero-skæruliða og
stjórnarhermanna og lögreglu
féllu ekki færri en 90 manns.
Stjórnin shefur leyft hernum
að hefja algjört strið gegn
vinstrisinnuðum skæruliðum,
en eftir þvi sem leið á mánuðinn
fjölgaði pólitiskum morðum og
mannránum án þess að nokkuð
fengist að gert.
Filippseyjar fóru ekki var-
hluta af ofbeldinu. Einn helzti
ráðgjafi Marcosar forseta var
skotinn til bana á skrifstofu
sinni. í Japan lét ungur stúdent
lifið og sjö særðust i átökum
tveggja róttækra stjórnmála-
hópa.
Lögreglu- og hermenn i
Mexikó skutu 6 eða 7 manns til
bana og særðu 14 þegar 400
landlausir bændur voru bornir
út af yfirgefnum búgarði i
héraðinu Sinaloa i norðurhluta
landsins.
Listaheimurinn fékk einnig að
kenna á hryðjuverkunum. 1
Paris sprakk bensinsprengja
utan við heimili maddömu
Francoise Mallet-Joris, félaga i
nefndinni er velur árlegan þega
Goncourt-verðlaunanna,virtustu
bókmenntaverðlauna Frakk-
lands. Málningu var gusað á
annan nefndarmann.
Járnbrautar- og flugslys tóku
sinn toll mannslifa i október
1975.
1 Bóliviu létu 67 manns lifið
þegar herflugvél flaug á fjall.
Sjötiu og fjórir létu lifið þegar
júgóslavnesk flugvél með 115
manns innanborðs flaug á hæð
nærri Prag.
Og i Mexikó City létu 26
manns lifið og 60 særðust er
járnbrautarlestir skullu saman
á neðanjarðarstöð.
Og hér á Islandi hafa jafn-
margir látizt i umferðarslysum
það sem af er árinu og allt árið i
fyrra.
GJÖF FRÚ
MARGRÉTAR
1 þvi sýningaflóði sem nú
gengur yfir hafa margir sjálf-
sagt gleymt að lita inn i Lista-
safn ASl við Laugaveg, þótt i al-
faraleið sé. Þar stendur yfir
sýning á listaverkagjöf
Margrétar Jónsdóttur, ekkju
Þórbergs Þórðarsonar, en safn-
inu gaf hún samtals 37 verk eftir
alla helstu listamenn þjóðarinn-
ar. Ekki man ég eftir þvi að
hafa séð margar tilvitnanir i
myndlist i verkum Þórbergs, en
frú Margrét meira en bætir upp
þá ávöntun. 1 35 ár hefur hún
með smekkvisi og afborgunum
komið sér upp safni málverka,
kritarmynda og tússteikninga
sem sennilega á sér ekki marga
lika hér á landi. Eins og vænta
má eru þau flest litil um sig og
viðráðanleg, en samt eru hér
inn á milli stór verk og dýr sem
eflaust hafa sett drjúgt mark á
pyngju frú Margrétar. Flestar
myndirnar hér eru eftir
Benedikt Gunnarsson, bæði
gamlar og nýjar, sex að tölu.
Undirstrika þær skýrt hversu
tæknilega öruggur Benedikt
hefur ávallt verið, einkanlega i
litameðferð sinni. Þetta öryggi
hefur einstaka sinnum leitt
hann út i yfirborðskennd flott-
heit, — en frú Margrét hefur
varast myndir af þvi tagi. Siðan
eru hér fjórar myndir á mann,
eftir þau Einar G. Baldvinsson,
Jóhann Briem og Ninu
Tryggvadóttur.
Gimsteinar Nínu
Að öðrum ólöstuðum vil ég
meina að myndir Ninu séu gim-
steinarnir i safni frú Margrétar.
Arið 1940 kaupir hún fyrsta mál-
verkið eftir hana, „Uppstilling”
sem gert er af formfestu en
e.t.v. of mikilli byrjandastifni.
Næst kaupir frú Margrét verk
Nina Tryggvadóttir
— „Málverk” (nr. 28).
eftir Ninu árið 1942, „Hús i
Reykjavik”, sömuleiðis gert af
miklu öryggi en kannski dálitið
þyrrkingslegt i lit. Svo kemur
önnur uppstilling 1946, og þá er
Nina búin að hrista af sér bönd
strendingsmyndskipunar og
vinnur hratt með frjálslegum
súrreölskum formum. Nýjasta
verk Ninu i eigu Margrétar,
„Málverk”, er svo bezta verkið
á þessari sýningu, og verður sú
fullyrðing min vart rökstudd
svo vel fari. t þessari mynd fara
saman sterk formskipun og fin-
gerð áferð formanna, við-
kvæmnislegir litir og hörkuleg-
ir, — i stuttu máli: persóna
listakonunnar uppmáluð, og
samt finnum við áhorfendur
hvernig myndin snertir okkur.
inn að beini. Myndir þær eftir
Einar G. Baldvinsson, sem frú
Margrét eignaðisf, eru margar
keimlikar að efni og mynd-
skipan, bátar á strönd, séðir
stutt að, oft frá kröppu sjón-
horni. Óneitanlega minna þær á
myndir Snorra Arinbjarnar, en
þó er i litum Einars einhver
hrjúf expressjónisk dulúð sem
persónuleg er.
Misjafn Jóhann
Eftir Jóhann Briem eignaðist
frú Margrét bæði góðar myndir
og slæmar. Mynd hans „Frá
Jerúsalem” býr yfir draum-
kenndri kynngi og rómantik,
„Forum Romanum” er aftur á
móti yfirmáta veik i hugsun og
útfærslu, teikningin er stirð og
málunin þurrleg. „Sumarleyfi”
Jóhanns frá 1944 er einnig mis-
heppnað verk, dálitið stirðlegur
primitifismi þess er aldrei
sannfærandi. „Nýrúið lamb” er
hinsvegar mjög einkennandi
fyrir siðari verk Jóhanns, dýra-
mótif séð knappt, formin flöt en
iðandi af lifi i sterkum sam-
hljómum litanna.
Eirikur Smith á hérna tvær
myndir, gamla „Vormynd” og
siðan „Fantasiu”, traustlega
gerða en mjög i anda Ninu.
Guðmunda Andrésdóttir á
oliumálverk er nefnist „Vefnað-
ur”, i stil dönsku listakonunnar
Else Alfehlt eins og vænta
mátti, og Gunnlaugur Scheving
á hér hrifandi „Landslag i
Grindavik”, Ijómandi i litum og
þykkt málaða. Frú Margrét hef-
ur einnig fest kaup á „Mál-
verki” eftir Hafstein Austmann,
i hinum flotta og áreynslulausa
stil hans. Eftir Hörð Ágústsson
er hérna litil og þunglyndisleg
tússmynd, „Taumar” frá 1963,
og Jóhannes Jóhannesson á hér
forvitnilega afstraktmynd frá
1949, þar sem hann er að fikra
sig inn i lögmál hins óhlut-
bundna. Tvær litlar og
skemmtilegar fantasiumyndir
eftir Kristján Daviðsson hefur
frú Margrét sömuleiðis eignast,
auk kritarmyndar eftir Sigurð
Sigurðsson frá 1952, fast og
markvisst teiknaða.
9
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
Smekkskemmandi
Oft hafa sýningar að Kjar-
valsstöðum verið slæmar þetta
árið, en aldrei hafa þær verið
eins nálægt þvi að vera smekk-
skemmandi og sýning Höllu
Haraldsdóttur. Hverja sögu
verður að segja eins og hún er:
hér er á ferðinni algjör amatör
sem hvergi i Evrópu mundi fá
inni i húsi á borð við Kjarvals-
staði fyrir sýningu sina. Þar
sem einhverja myndhugsun er
að finna fellur hún marflöt i
grátkonuviðkvæmni myndefnis
og lita, — en oftast er listakonan
sjálfri sér samkvæm að þvi leyti
að saman fer i myndum hennar
algjört skilningsleysi á eðli og
hlutverki lita, skortur á list-
rænni myndhugsun og velgjuleg
viðkvæmni.
Gunnlaugur Sclieving „Landslag í Grindavik” (16)
Ljóðrænn Svavar
Myndin „Hrynjandi björg”
eftir Svavar Guðnason frá 1945
er að mörgu merkileg. Hún er
óvenjulega þunnt máluð, útlinur
eru ekki sterkar heldur renna
saman við massann, út i eina
alfsherjar hreyfingu á ská yfir
myndflötinn. Sömuleiðis eru lit-
ir Svavars óvenju ljóðrænir og
samstilltir.
Hér eru myndir frá þrem
skeiðum á listferli Valtýs Pét-
urssonar. Fyrst er uppstilling,
liklega frá árunum eftir 1950,
þar sem geómetriu er vel og
varfærnislega beitt i þeim til-
gangi að draga fram massa og
samhljóm litatóna. Siðan kemur
litið „Málverk” frá 1961, þykkt
málað en með nokkur'ri tilfinn-
ingu fyrir lit. Siðast er svo mál-
verk frá 1973 af landslagi, þar
sem bæði myndbygging og lita-
meðferð Valtýs eru orðin harla
stefnulaus. Forvitnileg er einnig
litil mynd eftir Þorvald Skúla-
son hér, „Danskt landslag”, lik-
lega frá þvi 1947—50. Þar er
Þorvaldur undir áhrifum þess
sem var að gerast i Evrópu eftir
heimsstyrjöldina siðari, aðal-
lega Kóbra-listinni, og er ekki
laust við að i mynd þessari
kenni áhrifa Svavars Guðnason-
ar framar annarra. aðallega i
vissum sveiglinum. Siðan rekur
Gylfi Gislason lestina með blek-
teikningu af „1. mai”, — og ekki
má svo gleyma útsaumi eftir
gefandann sjálfan, frú
Margréti. Þessi listaverkagjöf
hennar er talandi dæmi um það
hvernig einstaklingurinn, fjáður
eða litt fjáður, getur stiklað yfir
það smekkleysi, sem viðskipta-
þjóðfélag einatt heldur að al-
menningi, og komið sér upp
safni litilla listaverka, sér og
öðrum til langvarandi ánægju.
Þessara verka hefur frú
Margrét notið og nú vill hún að
aðrir fái einnig notið þeirra.
Þessi sýning á listaverkagjöf
Margrétar Jónsdóttur i lista-
safni ASl verður opin fram að
næstu helgi.
komið uppgjör við siðræn við-
horf nútimans.
Undirritaður er Bahá’i og
framansagt er inntakið i félags-
legri afstöðu Bahá’ia. Þar sem
heimurinn umhverfis okkur er
nýr og vandamál hans ný af nál-
inni, verða þau aðeins leyst með
nýjum viðhorfum hvers ein-
staklings i samfélaginu. Aukin
tæknivæðing, brellur hagfræð-
inga og stéttaátök munu hafa
svipuð áhrif á þessi vandamál
og giktartöflur á sjúkling, sem
þjáist af geðklofa. Vandinn
verður á okkar timum aðeins
leystur með gagnkvæmu trausti
og heilshugar sáttum einstakl-
inga, stétta og þjóðfélaga. Ef
allir menn gerðu skyldu sina
með þessu hugarfari mundu
vandamálin hverfa af sjálfu sér
og enginn framar minnast
þeirra. Samkvæmt þessum
skilningi verður trú, sem að
minu viti er undirstaða þessa
Kjallarinn
Eðvarð T. Jónsson
lifsviðhorfs, ekki með neinu
móti aðskiíin þjóðfélagslegum
veruleika. Veruleiki þessara
tima er einn og óskiptur, sam-
mannlegur og alþjóðlegur.
Deildaskipting hans i trú annars
vegar og verslegt bjástur hins
vegar er óhugsandi. Trúin tjáir
sig framar öllu i verki i félags-
legu samhengi. Það merkir
blátt áfram, að trú er þjónusta
eins manns við aðra menn sakir
þess Guðs, sem hefur skapað þá
alla. Þetta er hinn sameiginlegi
og sameinandi kjarni trúar-
bragðanna. Hinar nýju aðstæð-
ur mannkyns leggja þvi hverj-
um og einum þá skyldu á herðar
að þjóna meðbræðrum sinum,
þjóð og mannkyni ofar allri
kröfu og handan allrar hlut-
drægni. Jafnframt verður að
leggja á hilluna hvers kyns karp
og úlfúð, sem undantekningar-
laust byggjast annaðhvort á
skilningsleysi á mannlegri sam-
ábyrgð eða þeirri tilhneigingu,
sem er aðal dýra fremur en
manna, að hugsa fyrst og
fremst um eigin hag. Þvi þegar
öll kurl koma til grafar, eru
hagsmunir allra manna hinir
sömu og flokkadrættir geta að-
eins orðið til þess að skaða sam-
eiginlega hagsmuni allra. Trú-
uðum mönnum ætti að vera ein-
ing af þessu tagi hugleikin um-
fram aðra menn, með þvi þeim
er ljóst að illdeilur og fjand-
skapur skaða það sem dýrmæt-
ast er: ódauðlega sál þeirra.
Deilur, og alveg sérstaklega
deilur um trúmál, hafa aldrei
leitt neitt i ljós, sizt af öllu sann-
leikann.
Nærtækasta dæmið um hina
hættulegu sundrung, sem er
sjúkdómseinkenni þessara
tima, er verðbólgan. Verðbólgu-
hugarfarið hefur að engu þann
sannleika, að maðurinn er and-
leg þroskavera, sem stefnir að
andlegu takmarki: afhjúpun og
uppfyllingu þess sem i honum
býr. öll vandamál hans, sem
einhverju skipta, koma þvi að
innan, einnig efnahagsvandinn.
Lausn hans gæti falizt i þvi að
gera jafnvel strangari kröfur
um skyldurækni og þjónustu-
lund (sem ekkert á skylt við
þjónkuneða þrælslund) til sjálfs
sin en maður gerir til annarra.
A okkar timum mega þessar
kröfur ekki taka mið af einka-
hagsmunum heldur fyrst og
fremst þvi sem gagnar heild-
inni. Eins og fyrr segir telja
Bahá’iar að trú sé framar öllu
þjónusta við mannkyn og verði
þvi aldrei aðskilin þjóðfélags-
legum veruleika. Þar sem einn
Guð, ofar nöfnum og skilgrein-
ingum, hefur skapað alla menn.
eru allir menn ekki aðeins jafnir
heldur er andlegur veruleiki
þeirra einn og hinn sami. Um
leið og þetta rennur upp fyrir
mönnum og þeir gera sér ljósar
þærskyldur, sem þeirhafa hver
við annan, mun dagur einingar
og friðar renna yfir heims-
byggðina. Á þeim degi og i þess-
um skilningi mun Guð rikja með
mönnum á þeirra eigin jörð.