Dagblaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.11.1975, Blaðsíða 10
10 Ætti aö bæta viö fleiri göngugöt- um hér i borginni? Ilrefna Birgisdóttir skrifstofust.: „Nei, það er engin ástæða til þess. Ég kann ágætlega við götuna sem við höfum.” I.ilja Valdimarsdóttir nemi: „Mér finnst alla vega að við ætt- um að hafa fleiri strætisvagna og færri einkabila og þar með fleiri göngugötur.” Valdis llaraldsdóttir flugncmi: „Já, — þeim þarf að fjölga. Mað- ur getur varla hreyft sig fyrir bil- um hér i bænum.” Veronica Jóbannsdóttir húsmóö- ir:Nei, —alls ekki. Það er ekkert pláss fyrir bilana hérna niður frá.” Sigrún Björnsdóttir leikkona: „Nei, er nokkur þörf á þvi? Mér finnst þessi göngugata fullnægja umferðarþunga gangandi fólks.” Ásta Baldvinsdóttir skrifstofust.: „Ég veit ekki, — mér finnst þetta ágætt eins og það er.” Dagblaöið. Þriðjudagur 4. nóvember 1975. ÆJóim. Knud Nielsen. Raddir lesenda HVER GAF..." Stýrimaöur nr. 5859-7279 spyr: „Hver gaf mastrið og útsýnis- turninn af v/s Óðni á barnaleik- völl i Danmörku? Ekki hef ég trú á þvi, að skipasmiðastöðin, sem sér uir. breytingar á varðskipinu, hafi keypt hann af Gæzlunni. Þetta er hlutur sem ekki mundi kosta undir 1 milljón króna, væri hann smiðaður hér á landi. Svona útsýnisturna vantar á 2-3 varðskip. Hefði ekki verið nær að setja marstriðog turninn á þau? Eða þá að lofa islenzkum börnum að leika sér i þessu ef ekki hefði verið hægt að setja það á islenzk varðskip? Ég vona að við þessu fáist viðunandi svör. Ekki litasjónvarp — frekar Kanann Itagnar skrifar: „Nú hafa fréttir greint frá þvi, að sjónvarpið sendi út allt það efni, sem þvi berst i litum, óheft. Erekki nema gott um það að segja, þvi einhver kostnaður hlýtur að fylgja þvi að aðgreina litinn til útsendingar . i svart- hvitu. Geta þvi þeir fáu, sem hafa lagt i þann kostnað að ná sér i litsjónvarpstæki, notið þessa efnis sem sent er úl i lit. t frétt- um kemur fram, að þeir, sem eigi litsjónvarpstæki i landinu, séu þó ekki nema 100—200, þannig að reikna má með, að um eitt þúsund manns alls njóti þessara útsendinga. En það sem snýr að þjóðhagslegri hlið máls- ins er þó ekki eins gott. Það er, að litsjónvarpstæki eru mörgum sinnum dýrari en venjuleg tæki og enginn grundvöllur virðist vera fyrir þvi, að i náinni fram- tið verði eytt gjaldeyri til kaupa á þúsundum litsjónvarpstækja, hvað þá að almenningur hafi þau auraráð nú sem stendur að geta veitt sér þann lúxus að festa hundruð þúsunda i einu sliku tæki. Hér er um mjög veigamikla ákvörðun aö ræða, og enn mun misrétti aukast i sjónvarpsmál- um yfirleitt, þegar þetta kemur til, þar sem vitað er, að lands- byggðin öll getur ekki notið lita- sjónvarps, og ekki einu sinni svart-hvits. Á meðan Keflavikursjónvarp- ið var „leyft”, voru þó um og yf- ir 100 þúsund manns þess að njótandi, þ.e. allt Stór-Reykja- vikursvæðið með meiru. En það mátti ekki svo búið standa og illgirni og ráðriki kommúnista og hræðslubandalagsmanna gat yfirbugað ósk meirihlutans eins og nú er orðið svo algengt hér. Hefði nú ekki verið meira vit að leyfa fólki að njóta Keflavik- ursjónvarpsins áfram og semja við Bandarikjamenn um frekari afnot þessara útsendinga fyrir landsbyggðina? Margir lögðu i talsverðan kostnað til þess að geta náð Keflavikursjónvarpinu á sinum tima, með samþykki stjórn- valda, sem ekki bönnuðu inn- flutning tækja og annarra hluta, sem gerðu móttöku þess mögu- lega. Það er þvi siðferðileg skylda opinberra aðila að hlýða vilja meirihluta landsmanna um að opna aftur útsendinga- möguleika Keflavikursjón- varpsins. Þvi er ekki lokað á útsending- ar Keflavikurútvarpsins, er það ekki lika bölvaldur? Nei, þar þora þessir öfgamenn ekki i strið, þvi þá er að mæta yngri kynslóðinni, sem óskipt hlustar á Keflavikurútvarpið. Opnun Keflavikursjónvarpsins er mun brýnni en litasjónvarp og hygg eg, að flestir myndu kjósa þá leið. Nýtt ævintýri i litasjón- varps-útsendingum kæmi ekki öllum landsmönnum að gagni fyrr en að mörgum árum liðn- um. Um þetta ætti að fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla.” Ægir Kristinsson, Fáskrúösfirði hringdi: Fyrir hvað borga þau? „Hér hafa skólabörn verið látin borga námsbækur og eru ekki allir á eitt sáttir um þá ráð- stöfun. Hér á ég við börn á sið- asta ári skyldunámsins — 2. bekk. Upphæðin er 2000 krónur. Þetta hefur aldrei gerzt áður hér á Búðum. Þvi vil ég vita hvað um er að ræða og hvort þetta sé leyfilegt? Pagblaðiðhafði samband við ólaf Bergþórsson, skólastjóra barnaskólans á Fáskrúðsfirði. Hann tjáði okkur að hér væri um aðræða námsbókagjald. Þannig hagaði til hjá þeim að i tungu- málum hefði verið valin erlend bók i staðinn fyrir þá er Rikisút- gáfa námsbóka gefur út. Um hvort þetta sé rétt megi ef til vill deila en i öllu falli hefði kennari kosið erlendu bókina og hún þvi verið tekin i von um að hún gæfi betri árangur. Á Fáskrúðsfirði væri engin bókabúð og þess vegna hefði skólinn tekið að sér að útvega þessar bækur og um leið tekið að sér að innheimta fyrir þær. Landhelgi og verndun Isfirðingur skrifar: „Þessa dagana er um fátt meira rætt en landhelgi og verndun fiskimiðanna. Það munu vera fáir Islendingar, sem bera á móti þvi að friðun á smáfiski og seiðum sé eitt mik- ilvægasta mál okkar i dag. Hér á Isafirði hef ég um nokkurt skeið fylgzt með rækjuveiðum og tilhögun þeirri sem viðkom- andi ráðuneyti hefur um þær veiðar haft. Einn af stærstu liðum i af- skiptum ráðuneytis af rækju- veiðum i Isafjarðardjúpi er út- hald rannsóknarbátsins Drafn- ar. M/b Dröfn er núorðið yfir- leitt send i rannsóknarferðir til athugunar á rækjustærð og seiðamagni ekki siður, á við- komandi veiðisvæðum. Ef seiðamagn fer upp fyrir á- kveðið magn á togtima, þá er viðkomandi veiðisvæði lokað með verndun fiskistofna fyrir augum. Allt er þetta góðra gjalda vert. En fá sjónarhóli leik- mannsins finnst mér þetta vera mjög svo veigalitlar aðgerðir til fiskverndar, þó svo takist að bjarga örfáum milljónum seiða á kostnað þess að rækjubátar nái ekki upp þvi aflamagni sem vitað er að nauðsynlegt er fyrir þá að ná upp til þess að rekstr- argrundvöllur sé fyrir hendi. Það má ef til vill benda á þær hjákátlegu aðgerðir rikisstjórn- arinnar til að leysa deilur um rækjuverð. Eins og alþjóð veit, þá var ein af aðaltillögum henn- ar að auka aflaskammt á hvern bát og gefa þeim von um meiri tekjur, sem vel fiska. Þetta væri allt i lagi ef ekki væri búið að loka 1/3 eða meiru af veiðisvæöinu i Djúpinu fyrir allri rækjuveiði og svo auki bát- arnir bara við sig aflamagn ef þeir geta. En hvar?” 4^ íinsk böm leika sér * útsýnisturni Oðins f + Það rfkti mikil gleði á [ barnaleikvelli einum f I Árósum fyrir skömmu, þegar þangað var komið með útsýnisturn af I frægum varðbáti fslenzk- lum og hann settur upp I fyrir börnin að leika sér |f. Þetta er útsýnisturn- inn af varðskipinu óðni, en að undanförnu hafa verið gerðar á skipinu miklar endurbætur í Arhus Flydedok. Nýr út- sýnisturn var m.a. settur upp og dönsku börnin fengu þann gamla á leik- ( völlinn. AF HVERJU ALLIR ÞESSIR FULLTRUAR Kaktus skrifar: „1 siðastliðinni viku var . i fréttatima útvarpsins viðtal við einn þeirra, sem hafa þann starfa með höndum að sitja Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna fyrir Islands hönd i New York. Var hann titlaður „vara”- fastafulltrúi, ef mig minnir rétt. Átti þetta viðtal sennilega að vera eins konar mótvægi eða vörn gegn réttmætri gagn- rýni, á þá sýndarmennsku að senda á Allsherjarþingið full- trúa allra islenzku stjórnmála- flokkanna og deila þessum ferð- um bróðurlega milli allra þing- manna. Heldur fór þó röksemda- færslan fyrir þessu bruðli illa i munni þessa nýskipaða fulltrúa okkar vestra. Ein röksemdin — var m.a. sú, að nauðsynlegt væri, að sem flestir þingmenn okkar gætu kynnzt starfsháttum þingsins (S.Þ.). Á móti kæmi þó, að með þvi að senda svo marga yrði litið um gagnleg vinnubrögð af hendi þessara manna! Mátti skilja af orðum „vara”- fastafulltrúans, að það sem bjargaði málunum þar vestra fyrir tslands hönd væri það, að Noröurlandaþjóðirnar hefðu gott starfslið á þinginu og miðlaði það upplýsingum til Is- lendinganna. Norðurlandaþjóð- irnar hefðu um 30 „diplómata” meðan á þingi stæði og væru tveir, þrir eða fjórir menn i hverri nefnd og gætu þvi fylgzt gjörla með málum þeim, sem á döfinni væru hverju sinni. Sagði þessi fulltrúi okkar, að þeir gæfu okkur mjög góðar skýrslur um gang allra mála, alltaf tilbúnir að rétta hjálpar- hönd og þess vegna væru þeir i islenzku fastanefndinni miklu betur inni i málum! En hvernig væri að semja bara við Norðurlandafulltrúana um að fylgjast alveg með þess- um málum fyrir okkur? Þá gæt- um við losnað við þann bagga, sem þvi fylgir að senda þing- menn' okkar vestur, ár eftir ár þeim til upplyftingar. Látið þá vera hér heima og glima við þau mái, sem þeir eru kjörnir til upphaflega, — að sitja Alþingi Islendinga. Þá ætti að fækka fastafulltrúum okkar og einnig ,,vara”-fastafulltrúum. En meðal annarra orða; er útilokað að fá upplýsingar frá stjórnvöldum um, hve margir sitja Allsherjarþing S.Þ. fyrir tslands hönd hverju sinni, hver sékostnaður viðsetu þeirra þar, t.d. hótelkostnaður, leigukostn- aður vegna ibúða og húsa vestra o.þ.h. —og hve margir þeir eru i samanburði við hin Norðurlönd- in? Einnig væri fróðlegt að fá að vita, hvort þetta með þing- mennina okkar og ferðir þeirra á þing S.Þ. er fordæmi tekið frá hinum Norðurlöndunum. Þegar fulltrúi okkar vestra nefnir 30 manna sendinefnd frá öðrum Norðurlöndum, hlýtur það að vera samanlögð tala allra landanna, en ekki 30 frá hverju þeirra. Hvar stöndum við i þessum samanburði? Við öllu þessu ætti að vera hægt að fá svar, eða hvað?”. J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.