Dagblaðið - 04.11.1975, Qupperneq 13
Pagblaðið. Þriðjudagur 4. nóvember 1975.
Pagblaðið. Þriðjudagur 4. nóvember 1975.
12
13
íþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþrottir
Iþróttir
I
Karl Þórðarson og brimið brotnar að baki honum i óveðrinu i gær. Hvernig honum tekst að
brjóta niður vörn Rússanna vildi hann litið tjá sig um.
Olympíuleikurinn
við Doni alltaf
minnisstœðastur
— segir Þórður Jónsson úr gullaldarliði Skagamanna
//Það var gaman að leika á móti
Dinamo Kiev þegar þeir komu
hérna‘57. Annars man ég furðulitið
úr þeim leik. Við unnum 4-3 og ég
átti góðan skalla en hann var ekk-
ert lamb að leika sér við/ mark-
vörðurinn og hann varði/" sagði
Þórður Jónsson úr gullaldarliði
Skagamanna, þegar við hittum
hann við vinnu sína. Þórð þarf
ekki að kynna fyrir íslenzkum
knattspyrnuáhugamönnum. Enn
minnast menn gullaldarframlínu
Skagamanna og virðast hverfa inn
i annan heim.
„Leikurinn á móti Dönum 1959 i Kaup-
mannahöfn, er mér minnisstæðastur, 1-1.
Þá átti Helgi Dan. góðan leik i markinu og
Sveinn Teitsson skoraði minnisstætt mark.
En stuttu fyrir leikslok jafna þeir og allt á
suðupunkti. Skömmu siðar fékk ég boltann
fyrir og ætlaði að skalla — fyrir opnu marki
— en Daninn sparkaði boltanum beinlinis af
hausnum á mér og hann fór beint upp. Já,
það vantaði litið á sigur þá. Einmitt þá áttu
Danir sterkt lið, sem varð i öðru sæti á
Olympiuleikunum á Italiu árið eftir.
Jú, Kalli byrjaði svo sem nógu snemma,”
sagði Þórður þegar talið barst að Karli
syni hans. ,,En Kirby hefur gert það úr
honum sem hann er i dag. Hann hefur verið
allt að þvi ómetanlegur fyrir 1A,” sagði
Þórður og við Bjarnleifur drifum okkur út i
rokið fyrir utan. h.halls.
Verið í
því ég
fótboltanum fró
byrjaði að ganga
fylgzt mjög vel með minum ferli.
Alltaf eftir leiki ræðum við
saman og hann bendir mér á það,
sem betur hefði mátt fara.
Þannig má segja, að hann hafi
ákaflega mikil áhrif á ferilminn.
Annar, sem hefur haft mikil
áhrif, er þjálfari okkar, Kirby.
Hann hefur glætt áhuga minn enn
frekar og einnig hefur hann verið
mér mikil stoð, alltaf reiðubúinn
til að ræða við okkur.
Það var ánægjulegt að koma
inn á leikinn við Frakka,
Jóhannes Eðvaldsson kom til min
og tók á móti mér, það hafði góð
áhrif, þvi að ég var afskaplega
taugaóstyrkur.
En hvað um ieikinn i
Kænugarði, ég frétti að
áhorfendur hefðu hyllt þig, þegar
þú fórst út af?
,,Já, það var stórkostlegt að
leika i Kiev. Völlurinn var af-
burða góður og hávaðinn i
áhorfendum var gifurlegur.
Skömmu fyrir leikslok fékk ég
slæmt spark i ökklann og varð að
fara út af. Þá fögnuðu áhorfendur
og það fór um mig undarlegur
straumur. Já, það var ánægju-
legt.
Um leikinn á miðvikudaginn er
það að segja að ég hlakka mikið
tii. Það er stórkostlegt að leika
gegn þessum sovézku snillingum
— já, snillingar eru rétta orðið
yfir þá.”
h. halls.
„Þannig hefur hann alltaf
það
orð
Fékk gœsahúð
af spenningi
— segir Guðjón Þórðarson bakvörður
í liði íslandsmeistaranna
\
eígum honum afskaplega mikið
að þakka.
Úti i Kiev átti Kalli stjörnuleik
og einn Rússinn vildi endilega fá
eiginhandaráritun hans, vegna
þessað hann vildi meina að Kalli
ætti eftir að verða einn af þeim
beztu i Evrópu. Enda hyllti fólkið
hann, þegar hann varð að fara út
af skömmu fyrir leikslok vegna
meiðsla. Já, þetta var ógleyman-
lega þarna úti og ég fékk beinlinis
gæsahúð af spenningi. Og hávað-
inri, þegar 30 minútur voru af
siðari hálfleik og þeir ekki búnir
að skora mark i hálfleiknum, þá
ætlaði allt vitlaust að verða —
fólkið beinlinis heimtaði mark og
hávaðinn var yfirþyrmandi.
Þetta er lifsreynsla, sem verður
mér ógleymanleg.”
„Mér finnst bakvarðarstaðan
skennntilegust, en þá verður
maður að bafa góðan kant-
inann með sér,” sagði Guðjón
Þórðarson, sem i sumar vakti at-
liygli allra með þvi að vinna stöð-
una af iandsliðsmanninum Birni
Lárussyni, svo og með góðum leik
sinum.
„1 rauninni var ákaflega gott að
koma inn i Skagaliðið. Allir hjálp-
uðu öllum. Það er svo mikil
reynsla hjá leikmönnum, og ekki
má gleyma að liðið hefur trú á
sjálfu sér. Kirby hefur gefið okk-
ur trú á sjálfa okkur og það má
ekki vanmeta.
Ég skal segja þér, Hallur, að
Kirby hefur skipt sköpum fyrir
mig, Árna og Kalla. Hann hefur
lagt mikla rækt við okkur og við
,,Pabbi dreif mig í fót-
bolta, svo að segja strax og
ég gatgengið," sagði Karl
Þórðarson, þegar við hitt-
um hann við vinnu sfna
uppi á Skaga i gær. Allir
kannast við föður hans,
Þórð Jónsson, útherja í
gullaIdarliði Skagamanna.
Býð konunni - segir
ekki meira en mörg
„Við munum hafa óbreytt lið
frá leiknum i Kiev. Það þýðir, að
Þröstur Stefánsson og Björn
Lárusson verða báðir með,”
sagði George Kirby, þegar við
hittum hann f glæsilegu húsi Stur-
laugs Böðvarssonar, útgerðar-
manns uppi á Skaga. A meðan
Kirby undirbýr Skagamenn fyrir
leik þeirra við sovézku snilling-
ana frá Úkraniu dvelsthann i húsi
Sturlaugs.
„Dvöl min hér hefur verið
afskaplega ánægjuleg og ibúar
Akraness hafa verið mér
vingjarnlegir. Haraldur
Sturlaugsson og hans fólk hefur
verið mér mikil stoð.
Ég hef boðið konu minni á leik-
innogþaðkostarmig 150pund, já
50 þúsund krónur er mikill
peningur fyrir einn knattspyrnu-
leik og þaðá möl. Segir þetta ekki
meira en mörg orð um veru mina
hér,” sagði Kirby og brosti.
„En svo við snúum okkur að is-
lenzkri knattspyrnu,” hélt hann
áfram, ,,þá er hér mikill efnivið-
ur. Meiri en viða annars staðar.
Ég gæti nefnt að minnsta kosti 10
leikmenn, sem myndu sóma sér
vel i atvinnuknattspyrnu fengju
þeir rétta meðhöndlun. Efnivið-
urinn hefur alltaf verið fyrir
hendi, og ég held, að með erlendu
þjálfurunum hafi málin verið tek-
in fastari tökum.
Það sem háir ykkur er aðstöðu-
leysi — þið verðið að lofa ungling-
unum að fara ágrasvelli, svo þeir
fái tilfinningu fyrir grasinu. Mik-
ið starf er nú unnið að byggingu
grasvalla og er það vel.
Nú, en leikurinn á miðvikudag-
inn erokkar markmið. Strákarnir
lita á það sem heiður að fá að
leika við þessa snillinga og þeir
eru hvergi bangnir.
Rússarnir munu gefa okkur
meira rúm til athafna og siðan
skyndisóknir. Við munum reyna
að halda boltanum og spila knatt-
spyrnu. Þú skilur ég lit á þennan
leik, sem eitthvað sérstakt fyrir
islenzka áhorfendur og ég vona að
aðstæður verði okkur hagstæðar.
Annars skal ég segja þér að mig
langaði mikið til að lofa Pétri
Péturssyni að spreyta sig, ekki
endilega i þessum leik, heldur
Evrópukeppninni. Hann er i 3ja
flokki og er geysilegt efni, ef hann
heldur vel á spöðunum. Hann
hefði verið yngsti leikmaður sem
tekið hefði þátt i Evrópukeppni.
Þvi miður var þetta ekki hægt,
fyrir þvi lágu ýmsar ástæður.
En hvað um það, leikurinn á
miðvikudaginn verður áreiðan-
lega minnisstæður islenzkum
áhorfendum ekki siður en leik-
mönnum Skagans.” h.halls.
Kirby að snæðingi á heimili Sturlaugs. „Já, mér finnst islenzkur
inatur góður og borða allt sem tönn á festir, enda Rannveig frábær
kokkur," sagöi hann. ►
Þórður Jónsson og að sjálfsögöu er Dagblaðið nærliggjandi, fjölbreytt
og Ijölhæft að vanda.
— segir Karl Þórðarson, landsliðsmaðurinn ungi í Akranesliðinu, sem fagnað
var innilega í fyrri leik Dinamo Kiev og ÍA í Kœnugarði
Matthias Hallgrimsson á verkstæði sinu i gær.
Skiptir þá engu
að leika á möl!
„Ég held að það skipti Úkraínu-
mennina engu þó þeir leiki á möl-
inni. Þeir eru það flinkir — sterk-
asta lið, sem ég hef spilað á móti
fyrr og siðar,” sagði Matthias
Hallgrimsson, Iandslcikjakóngur
okkar islendinga þegar við liitt-
um hann i nýju og glæsilegu i-
þróttahúsi þeirra á Skaganum.
„Þetta hús kemur til með að
skipta sköpum fyrir iþróttalff hér
á staðnum, það er ég viss um.
Annars fer ég sennilega til Nor-
egs næsta sumar til að kynna mér
nokkuð sem ég kalla stýritækni og
þá mun ég leika með Brann frá
Osló.
Þessi bylting, sem hefur átt sér
stað i sovézkum fótbolta er at-
hyglisverð — þetta er orðin hrein
list hjá þeim, áður voru þeir
þekktir fyrir þungan fótbolta.
En það var afleitt þarna i Kiev
— fékk dauðafæri. Markmaður-
inn sló boltann út — beint til min
og hann einn fyrir framan mig —
ég lét vaða en framhjá. Já, ann-
aðhvort fara þeir inn eða út i busk-
ann.
Ég kom inn i meistaraflokkinn
'65, þá 19 ára. Það árið nægði okk-
ur jafntefli gegn KR til að vinna
titilinn.
Við vorum orðnir 9 og KR hafði
yfir 2-1. Skömmu fyrir leikslok
fékk ég boltann fyrir framan
markið og þurfti bara að pota inn
en Bjarni Felixson hreinlega sóp-
aði mér og boltanum út fyrir
endamörk — púra viti, en ekkert
dæmt og titillinn til KR — það var
hroðalegt. Já, það er oft skammt
á milli sigurs óg ósigurs.”
— h.halls
Guðjón Þórðarson við vinnu slna, auövitað hjá Þorgeir og Ellcrt, hvar
annars staðar.
Mun betra en
Olympíuliðið
segir Björn Lórusson um lið Dinamo Kiev
Leikhæsti maður íslenzkrar
knattspyrnu cr Björn Lárusson og
13 ár eru siðan hann byrjaði með
mcistaraflokki og nú á hann 7
landsleiki að baki. Þvi var eðli-
legt að við spyrðúm, hvort hann
væri ánægður mcð þann tima sem
liefur farið i knattspyrnu.
„Jú, þeim tima hefur verið vel
varið. Þó auðvitað sé þetta af-
skaplega bindandi og reyndar er
ég ekki enn búinn að gera það upp
við mig, hvort ég hætti eður ei.
Jú, við áttum góðan léik úti —
en við vorum lika heppnir. Þessir
karlar eru miklu sterkari en
landsliðið, sem lék hér i sumar.
Þeir eru svo flinkir og fljótir að
undrum sætir.
Nú, en ég verð að segja alveg
eins og er, að mér dauðleiddist
þegar ég var settur i bakvörðinn.
En það breyttist fljótt — ég hef
spilað allar stöður á veliinum
fyrir utan markið — held ég láti
þá stöðu vera og haldi mig viö
bakvörðinn,” sagði Björn og
brosti um leið og við héldum út i
óveðrið.
Björn Lárusson við vinnu sina hjá skipasiniðastöð Þorgeirs og Kllerts.
Þar liafa llestir lcikmcnn ÍA unniö.
Akranes - Kiev
Siöari leikur Akurncsinga og D inamo Kicv i Evrópubikarnum —
keppni mcislaraliða — verður áður á Melavellinum annað kvöld og
liefst kl. átta. Leikið verður i flóðljósum. Leikmenn Dinamo æfðu á
Melavcllinum i morgun — og mæta þar aftur i kvöld kl. sex. Létu
bara vel af aðstæðum og Baldur Jónsson, vallarstjóri sagði völlinn
i finu ástandi. A morgun leika Akurnesingar við meistara Evrópu
— sennilega bezta lið, scm komið hefur til islands. Hallur Ilallsson,
blaöamaðurog Bjarnleifur ljósmyndari brugðu sér upp á Akranes i
gær — ræddu við nokkra islandsmeistarana og tóku myndir.
Arangurinn er hér i opnunni. -hsim.