Dagblaðið - 05.11.1975, Page 1

Dagblaðið - 05.11.1975, Page 1
dagblað l.árg. — Miðvikudagur5. nóvember 1975 — 48. tbl. ’Ritstjórn Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022 ■■■■ — ■—. ' —^————————————— Þeir taka hlutverkin alvarlega: MAGNUS JONSSON SLASAÐ- IST í SKYLMINGUM - Þrátt fyrir barlóm og krepputal: LANDINN TIL KANARÍ „Mér virðist aðsókn i Kanari- eyjaferðir vera sizt minni i ár en i fyrra. Að visu hafa fleiri aðilar tekið að selja ferðir þangað, en ef á heildina er litið hafa gjaldeyris- umsóknir i októb'er jafnvel verið fleiri en á sama tima i fyrra,” sagði Gunnar Ólafsson hjá Gjald- eyrisdeild bankanna. Meðalverð á Kanarieyjaferð er nú um fimmtiu þúsund krónur. Gjaldeyrisskammturinn er 8.500 peseter, bæði i tveggja og þriggja vikna ferðir. Miðað við núgild- andi gengi lætur nærri að það séu 24.000 islenzkar krónur. Hjá þeim ferðaskrifstofum, sem viðhöfðum samband við, var okkur sagt að aðsóknin i ferðirnar væri miklu meiri en i fyrra. Yfir- leitt seldist strax upp og til dæmis væri löngu uppselt i allar ferðir i desember, janúar og febrúar. Landinn virðist sem sagt ekki láta yfirvofandi kreppu með til- heyrandi eymdarlifi hindra sig i að sleikja sólskinið. Þessar upp- lýsingar ferðaskrifstofanna gefa til kynna, að nóg sé til af pening- um um þessar mundir, þvi að yfirleitt eru allar ferðir stað- greiddar, að ekki sé talað um gjaldeyrinn. —AT Fanginn á Keflavíkurvelli kvaddi með virktum í gœr t gær var upp lokið hurðum fangaklefans á Keflavikurflug- velli þar sem hinn dularfulli er- lendi ferðamaður, sem lengi vel var ekkert vitað um hver raun- verúlega væri, hefur dvalið um nokkurra vikna skeið. Yfirvöld- um hafa nú borizt upplýsingar um manninn og er hann bjóð- verji. Ætlaði hann sér upphaf- lega að reyna að komast til Bandarikjanna, en var tekinn fyrir ölvun við akstur á Kefia- vikurvelli. Þá upphófst hin langa gæzla hans og eltingaleik- urinn við upplýsingar um manninn. Maðurinn, sem er 27 ára gam- all, var orðinn góður vinur lög- reglumanna syðra. Tók hann m.a. þátt i skákmóti þeirra. En i gær kvaddi hann með virktum og þakkaði vel fyrir aðhlynning- una sem hann hrósaði mjög. Hann er nú undir ströngu eft- irliti útlendingaeftirlitsins en dómsmálaráðuneytið tekur á- kvörðun um hverja framvindu mál hans hlýtur. —ASt. Þeir eru of norðarlega á hneftinum Apakötturinn á myndinni okk- En Flugfélagsmenn fengu far til Vestmannaeyja og kom ar er suður i Sædýrasafni. Hon- óvenjulegan gest, sem á að lifa aftur til baka og ilentist hjá um liður bara mætavel þrátt sunnar á hnettinum, það var þeim i afgreiðslu innanlands- fyrir þá staðreynd að hans likar litill froskur sem kom hingað ílugsins eiga að lifa á suðlægari gráðum. með bananasendingu, tók sér — SJÁ BAKStÐU

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.