Dagblaðið - 05.11.1975, Síða 10

Dagblaðið - 05.11.1975, Síða 10
10 PagblaöiA. Miðvikudagur 5. nóvember 1975 Spurning dagsins Tekst rlkisstjórninni að semja við Þjóðverja og Breta i landhelgis- málinu? Jakob V. Hafstein fiskiræktar- ráðunautur: „Ég vona að þeim takist að semja og þá auðvitað um veiðar fyrir utan 50 milur.” Asgerður Garðarsdóttir ritari: „Það hef ég enga hugmynd um. Ég fylgist ekkert með þessum málum.” Magnús Halldórsson nemi: „Ég hef nú engan áhuga á að þeir semji. Þeir eiga að beita hörku við þessa veiðiþjófa.” Jón Valgeirsson. „Ég hef enga trú á þvi að þeir nái nokkrum ár- angri með samningum. Ef þeir semja verður það örugglega um veiðar innan 50 milna mark- anna.” Jónlna Hörgdal nemi: „Ég veit ekki. Þeir verða þó að varast að semja um veiðar innan gömlu lin- unnar.” Konráð Þórisson nemi: „Vona að vel semjist. En þeir eru engin lömb að leika sér við, Þjóðverjar og Bretar, og þvi er bezt að fara að öllu með gát.” Byrgið brunn- inn óður en... Asgeir skrifar: „Er Framkvæmdastofnun byggingaráætlunar að reyna að myrða einhvern eða hrjáir hana svo mikið framkvæmdaleysi að hún hafi ekki þrek né þrótt til að íjarlægja steypumótin sem hún dritaði niður uppi við Möðrufell i Breiðholti? t Dagblaðinu 29. september siðastliðinn var vakin athygii á þessum steypumótum og sagt að þau væru komin að falli. Nú eru mótin tekin að hrynja en ekkert virðist hindra Fram- kvæmdaneíndina i að láta mótin standa þarna sem fagran minn- isvarða um verk sin i Breiðholt- inu. Þeirri spurningu var beint til Framkvæmdanefndarinnar á sinum tima hvort ekki ætti að íjarlægja mótin og þá átti að taka ákvörðun um það skömmu siðar. Úrslit mála hafa sem sagt orðið þau að mótin ættu að standa þarna Breiðholtsbúum til augnayndis og börnum að leik. Hver skyldi annars bera ábyrgðina ef einhver krakki slasast i þessari járnahrúgu?” Verkfalls- réttur eður ei Koua i S.F.lt. skrifar: „Verkfallsréttur eða ekki? Þetta er brennandi spurning og vafalaust velta henni margir fyrir sér. En hvernig væri að hugsa ör- litið um samábyrgðina, þið sem létuð ykkur vanta i skoðana- könnun. BSRB. Með stuðningi tiltölulega fárra félagsmanna heimtar BSRB verkíallsrétt! Eru þetta lýðræðisleg vinnu- brögð? Eru allir félagsmenn BSRB reiðubúnir að afsala sér ýmsum þeim réttindum sem á- unnizt hafa i gegnum árin? Eru allir félagsmenn BSRB reiðubúnir að taka þátt i ólög- legu verkfalli? Allir félagsmenn BSRB eru ábyrgir og þvi eiga þeir að mót- mæla stefnu stjórnar BSRB. Hefjizt handa áður en skaðinn er skeður!” Uppmœlinga- toxta víðar Pctur Arnason skrifar: „NU orðið opnar maður varla dagblað án þess að skrifað sé um og veitzt að iðnaðarmönn- um. Astæðan er uppmælinga- taxtar iðnaðarmanna. Gera menn sér almennt grein fyrir þvi hve mikið iðnaðarmenn leggja á sig i akkorði? Þeir sitja ekki i mjúkum stól- um eða spranga um götur i vinnutima eins og ýmsar aðrar stéttir. Að ekki sé minnzt á eft- irvinnutima sem skrifstofuað- allinn fær borgaða fyrir vinnu sem alls ekki er unnin. Hvernig væri að koma á upp- mælingu á skrifstofuvinnu? Al- deilis er ég viss um að það mundi sp.ara 30% vinnukraft. Þá þarf engan að öfunda lengur. Hvernig væri að setja uppmæl- ingu á kennara? Að sjálfsögðu miðaðist taxtinn við einkunnir nemenda. Ég er hræddur um að þá fengju sumir ekki háan bón- us. Væri sett uppmæling á al- þingismenn okkar og tekið mið af afköstum og árangri er ég hræddur um að þeir mættu búa við verulega kjaraskerðingu. Væri ekki ágætt að úthluta námsmönnum styrkjum eftir námsárangri?” Stórhœttuleg steypumót Raddir lesenda Uppi viö Möörufell i Breiöholti standa nokkur steypumót upp á endann, og hafa staöiö þar lengi án nokkurs sýnilegs tilgangs. 1 rigningunni í sumar hefur grafizt undan stoöum, sem halda mótun- um uppi, svo aö nú eru þau oröin all laus i rásinni. Enginn vafi er á þvl, aö mót þessi eru stórhættuleg börnum, sem leika sér þarna, og eru Ibú- arnir viö Möörufell orönir lang- eygir eftir aö þau veröi fjarlægö. Þaö er Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar, sem ber á- byrgö á mótunum. Ástæöan fyrir veru þeirra þarna, er sögö sú, aö enn hafi ekki fundizt staöur, þar sem þau geti staöiö til frambúöar. Nú hefur framkvæmdanefndin lofaö bót og betrun og veröur tek- in um þaö ákvöröun næsta- fimmtudag, hvert mótin veröa flutt. —AT— /f ...hef ég ofmetið mannkynið Guðmundur Björgvinsson skrif- ar: ,,í Dagblaðinu þann 29. október birtist grein eftir Björn nokkurn Matthiasson. Slíkan afturhalds- og þröngsýnisfnyk lagði að mér að mér lá við öng- viti. Þar gerir Björn lánasjóðs- málin að umræðuefni sínu. Maðurinn þykist tala af reynslu og innsýni, sem i reynd hljómar eins og hjáróma rödd aftan úr grárri forneskju. Hann heldur þvi fram að árið 1975 hafi rikissjóður nær tvö- faldað lán sin og styrki til náms- manna. Hann leggur krónutölur til grundvallar útreikningum sinum. Þetta minnti mig óneit- L anlega á söguna af Bakka- bræðrum þegar þeir merktu fiskimið sin með þvi að tálga merki i borðstokkinn. Allir vita að verðgildi islenzku krónunnar er álíka stöðugt og kæna i fár- virði. Björn gerir það að tillögu sinni að horfið verði að þvi að veita engin lán þeim stúdentum sem stunda nám á fyrsta ári. Bendir hann á að 25%-35% falli úr námi eftir fyrsta námsár. Satt bezt að segja hélt ég að menn sem hugsuðu svona væru ekki lengur meðal vor. En ég hef sennilega ofmetið mannkvn- ið. „Það sem raunverulega felst i þessari tillögu Björns er að ein- ungis þeir sem efnaðir eru hafi rétt til æðri menntunar. Þannig á beinlinis að meina félitlum námsmönnum að stunda há- skólanám. Varast ber aö stiga einhver risaspor afturábak að fengnum tillögum einhverra misviturra manna sem sjá draug i hverju horni þegar námsmenn ber á góma.” #1 ___vilja ekki leigja ## „Kona i húsnæðishraki kom til okkar: „Við hjónin höfum nú verið i húsnæðishraki i eitt ár. Maður- inn minn er lamaður á vinstri handlegg og er þvi öryrki. Fyrir rúmu ári bjuggum við i Þverholti en þá var húsið brennt ofan af okkur — lögreglan stóö brennuvarginn að verki. Siðan höfum við stöðugt leitað en svo virðist sem lömun mannsins mins standi i vegi fyr- ir að við fáum húsnæði. Það er eins og fólk vilji ekki leigja fólki vegna þess, að það er á fullum bótum. Ég hef, eins og ég sagði áðan, stöðugt leitað að ibúð. Um dag- inn var litil risibúð auglýst. Hún var með litlu svefnherbergi, litlu eldhúsi og stofan var nokk- uð góð. Þarna var ekkert bað, aðeins klósett og vaskur. Þetta átti að kosta 23 þúsund á mán- uði. Það er bara allt of mikið. Nú búum við á hernum og borgum fyrir mat og húsaskjól- fyrir okkur bæði. Við höfum snúið okkur til Fé- lagsmálastofnunar Reykjavik- urborgar en þeir segja, að við þurfum enga aðstoð vegna þess, að maðurinn minn sé á fullum örorkubótum. Að sjálfsögðu reyni ég að vinna úti en mikill timi fer i að leita að húsnæði. Jú, ekki má gleyma þvi að Félagsmálastofnunin lét okkur i té ibúð á Framnesvegi — getur varla talizt ibúð. Þar var engin hreinlætisað- staða — smá klósett — þetta var afskaplega óvistleg ibúð. Þarna bjuggum við i rúman mánuð en þá gáfumst við upp. Einnig bjuggum við i gistiheimilinu við Snorrabraut, i litlu herbergi. En sem sagt, svo virðist sem enginn vilji leigja öryrkja, af hverju er ég ekki manneskja til að svara.”

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.