Dagblaðið - 05.11.1975, Blaðsíða 14
14
Pagblaðið. Miðvikudagur 5. nóvember 1975
Vi
Heillaðist af blakkri fegurðardís
og tók af henni 600 myndir
Bandariskur ævintýramaður
og ljósmyndari, Peter Beard að
nafni, varð svo heillaður af
afriskri fegurðardis, sem hann
hitti á ferð sinni um norðurhér-
uð Kenýa, að hann tók af henni
hvorki meira né minna en 600
ljósmyndir!
Þessi hörundsdökka feg-
urðardis, sem nefnist Iman Mo-
hammed Abdulmaijd, fylgdist
með Beard til Bandaríkjanna
þar sem hann kom henni á
. framfæri. Iman hefur nú þegar
undirskrifað samning við þekkt
bandariskt fyrirsætufyrirtæki i
New York, Wilhelmina að nafni.
Er áætlað að tekjur Iman fyrsta
árið verði um 80 þúsund dalir
sem er rösklega 13 milljónir isl.
kr.
Iman er tvitug að aldri og
elzta dóttir nautgripabónda af
hirðingjaættbálki. Skv. upplýs-
ingum Beards hefur fjölskylda
hennar ekki haft fastan sama-
Peter Beard hefur hingað til
orðið fyrir svörum vegna Iman,
en nú virðist eins og áhugi hans
á henni sé að dofna. Hann segist
aðeins hafa tekið af henni
myndir og komið henni á fram-
færi.
„Ég er enginn verndarengill
fyrir Iman,” segir hann. ,,Ég
hef engan tima til þess að eltast
við hana og passa upp á hana.
Hún verður að standa á eigin
fótum.”
stað lengur en 3 mánuði i senn
og ferðast um með nautgripa-
hjörð sina. Fararskjótar fólks-
ins voru úlfaldar.
Ýmsir leyfðu sér að efast um
þennan frumlega uppruna Iman
við komuna til New York. Frétt-
ir bárust frá Nairobi, höfuðborg
Kenya, að ungur starfsmaður
Hiltonhótelsins á staðnum,
Hassan Gedi að nafni, haldi þvi
fram að Iman hafi búið sl. 2 1/2
ár i Nairobi og sl. ár hafi hún
mælti á nær lýtalausri enskri
tungu. Kvaðst hún hafa lært
málið I trúboðsskóla þar sem
hún lærði einnig itölsku.
Iman viðurkennir að hún
þekki mann að nafni Hassan
Gedi i Nairobi. ,,En hann hefur
aldrei sagt mér að hann væri
eiginmaður minn,” segir hún.
Nú voru menn farnir að efast
um sannleiksgildi orða Beards
um fortið Iman. Haft var eftir
einum fréttámanni að faðir
hennar væri stjórnmálamaður.
Þvi neitaði Iman sjálf einarð-
lega og sagði að faðir sinn væri
bóndi sem hefði 500 nautgripi,
og það væri erfitt lif. „Loftslag-
ið er mjög þurrt,” segir hún,
,,og jarðvegurinn þyrnum
stráður þannig að allir verða að
hafa ilskó á fótum.”
En hvernig svo sem fyrra lifi
Iman var varið er núverandi lif
hennar mjög líflegt. Undanfarið
hefur nú notað timann til þess
að skoða sig um i New York og
heimsótti hún fjöldann allan af
ljósmyndafyrirsætu-fyrirtækjurr
Iman hefur vakið feikna at-
hygli sem hefur orðið henni bæði
til gleði og vandræða.
Samtök bandariskra blökku-
manna hafa ekki sýnt henni
neina sérstaka velvild. Þvi er
haldið fram að hún taki vinnu
frá bandariskum blökkustúlk-
um sem þurfa á fyrirsætu-vinnu
að halda.
búið með honum sem eiginkonr
hans.
„Ég hef alla pappira þar að
lútandi,” segir Hassan Gedi.
„Ég var mótfallinn að Iman
færi til Bandarikjanna, þar sem
ég er enn mjög ástfanginn af
henni. Verið getur að ég fari i fri
til Bandarikjanna á næsta ári.”
Hann var að þvi spurður hvort
Iman hefði ekki búið meðal
bændafólks og búsmala. Hann
fullyrti að það hefði hún aldrei
gert.
Þegar Iman hitti fréttamenn
á Manhattan var tekið til þess
hve framkoma hennar væri
mjög á veraldarvisu og hún
Forstööukona fyrirsætufyrirtækisins, Wilhelmina Cooper t.v. og
Peter Beard skoöa myndirnar af Iman.
Ungfrú Iinan Mohammed Abdulmajid þykir afburðafögur.
Nokkrar deilur hafa verið uppi um
fortíð dísarinnar sem hefur fengið
samning sem fyrirsœta í New York
Neitar að hlýðo móður
sinm
Karólina Kennedy harðneitar
að fara að ráðum hinnar frægu
móður sinnar Jackie og yfirgefa
London eftir sprengjuárásina i
sl. viku.
Karólina Kennedy tekur þátt i
.. skeinmtanalifi stórborgarinnar
%m á meöan mamina vinnur i New
York.
Hún hefur eignazt nýjan vin
sem heitir Mark Shand og er 24
ára gamall. Mark þessi er
frændi milljónamæringsins
'Xshcombe lávarðar.
Fundum skötuhjúanna bar
saman fyrir þrem vikum er þau
voru bæði i heimsókn hjá
móðursystur Karólinu, Lee
Radziwill prinsessu i Vestur-
Indiu
«*
■ Sl. íöstudag var þeim báðum
boðið i brúðkaup og dönsuðu þau
saman fram á morgun.
Karólina stundar um þessar
mundir nám hjá hinum frægu
listaverkauppboðshöldurum
Sotheby, þar sem hún lærir að
meta listaverk. Sagt er að Mark
Shand hafi talið Karólinu á að
/era i London eitt ár til
Aðbótar.
Karólina, sem er að verða 18
ára, heíur tekið mikinn þátt i
skemmtanalifi heimsborgar-
innar og hitt þar fjöldann allan
af yfirstéttar glaumgosum, en
nú virðist hún helzt kjósa
félagsskap Mark Shand.