Dagblaðið - 13.11.1975, Qupperneq 6
6
Dagblaðiö. Fimmtudagur 13. nóvember 1975.
Finnska útvarpið stöðvaði um
sl. helgi sjónvarpsviðtal við
brezka blaðamanninn George
Lennox, sem hefur haldið þvi
fram, að við bandariska sendi-
ráðið i Helsinki starfi 13 menn á
vegum leyniþjónustunnar CIA.
Tor Högnas, fréttaritari Dag-
ens Nyheter i Helsinki, segist
hafa góðar heimildir fyrir þvi, að
það hafi verið finnska utanrikis-
ráðuneytið, sem stöðvaði viðtalið,
en hann hefur einnig eftir hátt-
settum embættismanni ráðuneyt-
isins, að svo hafi ekki verið.
Til stóð að taka viðtalið við
Lennox upp á myndsegulband i
Tammerfors og var upptakan um
það bil aö hefjast er hringt var frá
Helsinki, þar sem ákveðið hafði
verið að viðtalið yrði ekki tekið
upp. Jafnframt var starfsmönn-
um sjónvarpsins i Tammerfors
fyrirskipað, að hafa ekkert eftir
Lennox. Að öðrum kosti gætu þeir
átt á hættu að missa vinnu sina.
Þessi boð voru sögð koma frá
Erkki, Raatikainen, útvarps-
stjóra.
Það mun hafa komið Lennox,
sem starfað hefur i Stokkhólmi i
nokkur ár, töluvert á óvart, þegar
hann áttaði sig á þvi, að i Finn-
landi gengur ekki eins vel fyrir
sig og I Sviþjóð að opinbera efni,
er varðar erlend riki.
Sœnska stjórnin
rœður sér
málvöndunarmann
— svo þjóðin skilji hvað
hún meinar
Sænska stjórnarráðið
er um það bil að ráða sér-
stakan málverndunar-
mann svo að embættis-
málið verði skiljanlegt
venjulegu fólki, segir í
frétt Dagens Nyheter um
sl. helgi.
Það var Olof Palme, forsætis-
ráðherra, sem átti frumkvæðiö
að þessu eftir að rikisráðsrit-
arinn, Thage Peterson, var
skipaður samræmingar-
ráðherra á dögunum.
Sænska rikisstjórnin hefur
beðið sænsku málverndar-
nefndina um tillögur um
heppilegan mann til starfans.
Málvöndunarmaður sænsku
stjórnarinnar fær það hlutverk,
að leiðbeina embættisvaldinu
um einfaldara og auðskiljan-
legra mál en venjulegast er
notað af hálfu hins opinbera.
Þetta ernýjasta nýtt i gjafaúrvali handa fristundamálurum á itallu,
segir i texta með þessari mynd frá norsku fréttastofunni NTB. Ef
léreft til að strekkja i rammann er ekki fyrir hendi má alltaf nota
fyrirsætuna.
„landráðamenn
OG FÁVITAR"
— segir einn héraðsstjóra Argentínu
um samstarfsmenn Isabellu Perón
Isabel Perón, forseti Argentfnu,
kemur af sjúkrahúsi i dag — og
þarf þegarí stað að horfast i augu
við nýja uppreisn gegn sér i
Perónistahreyfingunni.
Skömmu áöur en læknar Isabel
gáfu út tilkynningu i gærkvöldi
um að hún væri orðin heil heilsu
og reiðubúin að hefja störf að
nýju „hvenær sem er”, sagði hér-
aðsstjórinn i Buenos Aires, að
helztu samstarfsmenn hennar
væru „landráðamenn og fávitar”.
Perón forseti var lögð inn á
sjúkrahús 3. nóvember. Opinber-
lega er þvi haldið fram, að gall-
steinar hrjái hana. Hún hefur ein-
ungis sézt opinberlega siðan i
sjónvarpi þar sem hún tilkynnti,
að hún myndi ekki segja af sér
embætti.
Héraðsstjórinn, Victorio Cala-
bro, er jafnframt formaður Sam-
Rumsfíeld varafor-
setaefni Fords?
taka verkamanna i málmiðnaði,
en þau samtök eru einn helzti
burðarásinn i Perónistahreyfing-
unni. Calabro var rekinn úr
hreyfingunni i siðustu viku. Á úti-
fundi i höfuðborg héraðsins, La
Plata, i gær voru hátt i 25 þúsund
manns. Þar varaði hann hægri
menn i „kliku forsetans” við þvi,
aö dagar þeirra væru taldir.
„Bylting fólksins mun eyði-
leggja þá,” sagði Calabro og lagði
á það mikla áherzlu, að ,,hin
raunverulega Perónistahreyf-
ing” yrði að lifa.
Hann var rekinn úr hreyfing-
unni fyrir þau ummæli sin i sið-
asta mánuði, að ef rikisstjórnin
breytti ekki stefnu sinni, þá yrði
ekkert úr forsetakosningunum,
sem fyrirhugaðar eru 1977.
Ekki er ljóst hversu viðtæks
stuðnings Calabro nýtur.
Perón: þrjózkast enn við að segja
af sér embætti og á ný í vaxandi
striði við andsnúin öfl f landinu.
Likur þykja nú benda til, að
Donald Rumsfield, sem Ford
Bandarikjaforseti hefur tilnefnt i
embætti varnarmálaráðherra i
staðinn fyrir James Schlesinger,
verði varaforsetaefni forsetans i
kosningunum að ári.
Rumsfield hefur ekki viljað
neita þvi algjörlega, að hann
verði i framboði. Hann er nú einn
af nánustu samstarfsmönnum og
helztu ráðgjöfum forsetans.
A fundi meö hermálanefnd
þingsins, sem hefur tilnefningu
hans i ráðherraembætti til
athugunar, sagðist Rumsfield
ekki vera að bjóða sig fram i eitt
eða neitt, en það væri út i hött
fyrir sig að útiloka sjálfan sig úr
einhverju starfi, sem hann hefði
ekki fengið boð um.
Ford forseti sagði i siðustu
viku, að enginn væri útilokaður til
að taka við embætti varaforseta
af Nelson Rockefeller næði hann
(Ford) kosningu á næsta ári.
A fundi nefndarinnar sagði
Rumsfield, að hann myndi þjóna
forsetanum eins og hann óskaði.
Látinn laus úr
fíjúgandi diski
Fimm menn i Heber i Arizona
i Bandarikjunum, sem segjast
hafa séð fljúgandi disk ræna
einum félaga sinum, Travis
Walton, i fyrri viku, hafa
gengizt undir lygamælispróf á
vegum lögreglu þar i bæ.
Stóðust þeir allir prófiö.
Walton er á sjúkrahúsi. Hann
segisthafa verið tekinn um borð
i diskinn og þar hefði verið
potaö i sig, sér ýtt til og hann
rannsakaður allur áður en hann
var látinn laus,
Bróðir hans, Duane, segist
hafa fundið Travis i simaklefa,
fúlskeggjaðan og kvartandi
sáran um verk i höfði og hálsi.
Lögreglustjörinn i Heber,
Marlin Gilaespie, segir málið
mjög athyglisvert en fremur
taugatrekkjandi.
Einn undirmanna hans segist
þó fullviss um að Walton-
bræðurnir hafi skáldað söguna
frá upphafi til enda.
CIA-mennirnir 13 í Helsinki:
Sjónvarpsviðtalið með sönnununum stöðvað
Skipar Ford íhaldssaman dómara \ stað Douglas?
Talið er nær öruggt, aö Ford
Bandarikjaforseti muni skipa
Ihaldssaman dómara i stað Willi-
ams Douglas, sem sagði af sér
störfum hæstaréttardómara i
gærkvöldi. Ford reyndi sjálfur
fyrir nokkrum árum að fá
Doguglas.sem er frjálslyndari en
gerist og gengur með hæstarétt-
ardómara, dreginn fyrir rikisrétt.
Doguglas lætur af störfum
vegna heilsuleysis. Hann fékk að-
kenningu að slagi á gamlárskvöld
i fyrra og hefur ekki náð sér al-
mennilega siðan.
Nixon fyrrum forseti reyndi ár-
angurslaust að skipa ihaldssama
dórnara i hæstarétt — eins og
menn muna ef til vill — og er nú
talið vist að Ford muni halda þvi
baráttumáli á lofti.
Ford hefur ekkert látið uppi um
hvern hann muni tilnefna i em-
bættið en eiginkona hans, Betty,
hefur sagt að hún muni reyna að
beita áhrifum sinum til þess að
kona verði fyrir valinu.
William Douglas hefur þjónað
sjö forsetum Bandarikjanna.
Hann hefur alla tfð verið i
fremstu viglinu og barizt einarð-
lega fyrir almennum mannrétt-
indum i heimalandi sfnu. A árun-
um upp úr 1950, þegar kommún-
istagrýlan óð yfir Bandarikin,
stóð Douglas oft á tiðum einn á-
samt dómaranum Hugo Black
gegn ýmsum tilraunum hæsta-
réttar til að hefta málfrelsi og
fundafrelsi.
Er fram liðu stundir komust
frjálslyndir i meirihluta i hæsta-
rétti og var Douglas oftast i fyrir-
svari. Hann átti stóran þátt i þvi,
að kynþáttaaðskilnaður var ban-
aöur, dregið úr valdi lögreglu og
ritskoðun bóka og kvikmynda
bönnuð.
Douglas var alla tið andsnúinn
striðsrekstri Bandarikjanna i
Vietnam og taldi að stjórnvöld
væru algjörlega réttlaus i baráttu
sinni gegn andstæðingum striðs-
ins heima fyrir.
1969, þegar Gerald Ford var
leiðtogi Repúblikana i fulltrúa-
deild þingsins, reyndi hann ao
koma þvi til leiðar að Douglas
yrði dreginn fyrir rikisrétt, sak-
aður um siðleysi. Douglas hafði
þá skrifað greinar i frjálslynd
blöð og timarit, hafði ákveðna
samúð með umbóta- og byltingar-
öflum og „skrifaði i klámblöð”,
eins og núverandi Bandarikjafor-
seti sagði þá.
1 gær skrifaði forsetinn Douglas
bréf, þar sem hann þakkaði hon-
um langa, kjarkmikla og vilja-
sterka þjónustu iþágu lands sins.