Dagblaðið - 13.11.1975, Page 7

Dagblaðið - 13.11.1975, Page 7
nagblaðið. Fimmtudagur 13. nóvember 1975. 7 Erlendar fréttir REUTER Atvinnu- leysi í Sviþjóð 1.7% Atvinnuleysi fer sifellt minnkandi i Sviþjóð. A fyrstu 10 mánuðum þessa árs höfðu 100 þúsund fleiri vinnu en á sama tima i fyrra, að þvi er segir i sænska blaðinu Dagens Nyheter. Astandið á vinnumarkaði kvenna og ungs fólks hefur batnað tiltölulega mest. Atvinnuleysi i Sviþjóð, er nú aðeins 1.7%, en á sama tima i fyrra var það 1.9%, sem jafnvel er mjög lágt. Eins og áður er atvinna mest á þéttbýlissvæðunum, en i skógar- og útkjálkasvæðum er minna um hana. Ástralía: Fraser segist taka við efnahagslífi í rústum Hinn nýi forsætis- ráöherra Ástraliu/ Malcolm Fraser, hélt því fram í morgun, aö efna- hagur þjóðarinnar væri mun bágbornari en fyrri stjórn Verkamanna- flokksins hefði viljað viðurkenna. Fraser sat I morgun með embættismönnum i fjármála- og atvinnumálaráðuneytum landsins, og sagði frétta- mönnum þar á eftir, að hann efaðist ekki „hið minnsta um, að ástandið i efnahagsmálum Ástraliu er töluvert alvarlegra en fyrri stjórn vildi láta ibúa landsins vita um.” Ráðherrar fyrri rikisstjórnar, undir forystu Goughs Whitlams, þverneituðu að Fraser færi með rétt mál. Fyrrum fjármálaráð- herra landsins, William Hayden, sagði fullyrðingu Frasers vera „vitleysu”. Ýmsar mótmælaaðgerðir og útifundir verða i Ástraliu i dag og er lögreglan við öllu búin. Miklar mótmælagöngur gegn Sir John Kerr landstjóra eru nú farnar i Astraiiu. Þessi mynd er frá Can- berra, þar sem göngur voru farnar þegar er fréttist um brottvikningu Whitlams. BROTIZT INN HJÁ ÞINGMÖNNUM SCM RANNSAKA CIA Lögreglan i Washington rann- sakar nú dularfullt innbrot i heimili öldungadeildarþings- mannsins Charles Mathias (Repú blikani). Er það i annað skipti á þremur mánuðum, sem brotizt er inn heima hjá þingmanni, er sæti á í rannsóknarnefnd þingsins um starfsemi leyniþjónustunnar CIA. Innbrotið var framið um helg- ina. t byrjun ágúst var brotizt inn heima hjá þingmanninum How- ard Baker. Þar var engu verð- mætu stolið. Lögreglan rannsak- ar það innbrot ennþá. Innbrotið á heimili Mathias var svipaö. Þar var engu stolið nema 25 svissneskum frönkum — og voru þó ýmsir dýrir munir, þar á meðal silfur, i húsinu. Aftur á móti var leitað i öllum skúffum, á sama hátt og hjá Baker á sínum tim a. Engin fingraför hafa fundizt i húsunum og þykir lögreglu það benda til, að engir viðvaningar hafi verið á ferð. Eftir innbrotið á heimili Bakers sögðu starfsmenn þingmannsins, að þjófarnir hefðu greinilega ekki verið á höttunum eftir peningum eða öðrum verðmætum, heldur væri liklegra að leitað hefði verið að leyndarskjölum, sem þing- maðurinn hefði verið talinn hafa tekið með sér heim til yfirferðar. Ekvador: Andstœðingar stjórnar- innar reknir úr landi — sakaðir um samsœri er hálf milljón manna býst til að fara í verkfall Herforingjastjórnin i Ekvador hefur rekið fyrrum forseta lands- ins, Carlos Julio Arosemena, og leiðtoga ihaldsflokksins, Julio Cesar Trujillo, úr landi. Eru þeir sakaður um að hafa lagt á ráðin um samsæri gegn stjórninni. Mennirnir tveir voru sendir með fiugvél til Bóliviu eftir að stjórnin hafði tilkynnt að komizt hefði upp um samsæristilraunir þeirra. Heraflalandsins var skip- að I viðbragðsstöðu. Tilkynningin var birt skömmu áður en eins dags allsherjarverk- fall átti að hefjast i landinu. Búizt er við að um 50 þúsund manns taki þátt i þvi. Guillermo Rodriguez Lara, forseti landsins, hvatti launþega til þess i morgun að taka ekki þátt i verkfallinu: Það er skipulagt af þrem stærstu verkalýðssambönd- um landsins til að leggja áherzlu á kröfur um bætt laun og vinnu- skilyrði. Allur heraflinn hefur verið kvaddurútog skipað i viðbragðs- stöðu. Þrjár deildir hersins hafa verið skipaðar til að hafa með höndum gæzlu á útifundum. Vörður um forsetahöllina hefur verið efldur til muna. Um þrjátiu manns féllu og 100 særðust i átökum stjórnar- hermanna og uppreisnarmanna 1. september. Leiðtogi uppreisnarmanna er óánægður hershöfðingi, sem nú er i útlegð. „Engar aftökur í Kambódíu" — segir Sihanouk Þjóðhöfðingi Kambódiu, Sihanouk prins, sagði i viðtali i Paris i morgun, að enginn hefði verið liflátinn i heimalandi sinu siðan kommúnistar tóku völdin þar i vor — nema nokkrir af. þeim sjö „einstöku landráða- manna”, sem stjórn Khmer Rouge handtók. t viðtalinu við vikuritið Afrique-Asie sagði prinsinn: „Auðvitað er ekki hægt að úti- loka að nokkrir flugmenn hafi orðið fórnarlömb skyndiréttlætis er þeir féllu i hendur bændanna i landi okkar. Þeir voru svo sannarlega hataðir úti á lands- byggðinni, þar sem þeir sáðu dauða og eyðileggingu. Er Sihanouk var spurður álits á þeirri yfirlýsingu Kissingers. utanrikisráðherra Bandarikj- anna, að 80 flugmenn hefðu verið teknir af lifi ásamt eigin- konum sinum, sagði prinsinn: „Kissinger hefur alltaf verið hræðilea illa upplýstur um ástandið i landi okkar.” Landráðamennirnir sjö, sem Sihanouk kallar „einstaka” svikara, voru stjórnmálalegir og hernaðarlegir foringjar fyrri stjórna landsins. Þeirra á meðal voru forsætisráðherrarnir In Tam, Long Boret og Son Ngoc Thanh auk fyrrum forseta, Lon Nols. Norodom Sihanouk ásamt Kiev Samphan, forsætisráðherra Khmer Rouge -stjórnarinnar i Kambódiu. Maður heldur sig innan dyra // n „Maður passar sig einfaldlega á þvi að halda sig innan dyra, þvi alls ills er von” sagði Þór Gunnlaugsson, lögreglumaður á vegum Sameinuðu þjóðanna i Jerúsalem, i samtali við frétta- mann blaðsins frá Israel i morg- un. „Astandið er vægast sagt held- ur ógnvekjandi eftir samþykkt SÞ um zionismann,” sagði Þór. „Hér hafa verið stöðugar mótmælaað- gerðir allt siðan samþykktin var gerð og andstaðan við Sameinuðu þjóðirnar gifurleg. Maður finnur augngoturnar hvar sem maður fer, en ég er sjálfur svo heppinn að búa i hverfi, þar sem ibúarnir hafa tekið mér vel." Ungir mótmælendur i Jerúsalem slitu niður fána SÞ við höfuðstöðvar samtakanna i borginni i gærkvöldi. Kröfðust þeir þess, að samtökin hefðu sig þegar á brott frá borginni.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.