Dagblaðið - 13.11.1975, Page 8

Dagblaðið - 13.11.1975, Page 8
8 HMSBUBW frjálst, nháð dagblað Útgefandi: Dagblaðift hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason tþróttir: Hallur Simonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Hallur Hallsson, Helgi 'Pétursson, ólafur Jónsson, ómar Valdimarsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson, Hildur Gunnlaugsdóttir, Inga Guftmannsdóttir, Maria ölafsdóttir. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson Gjaldkcri: Þráinn Þorleifsson Auglýsingastjóri: Asgeir Ilannes Eiriksson Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Áskriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakiö. Blaftaprent hf. Ritstjórn Siftumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- grciösla Þverholti 2, simi 27022. Verndun uppboðsþola Ýmsar spurningar hafa vakn- að eftir hið iliræmda uppboð i Hafnarfirði, er tiu milljón króna eign var slegin á tvær og hálfa milljón króna. Það er siðferðilegt léttlyndi hjá fógetum, ef þeir telja sér nægja að gæta hagsmuna kröfuhafa. Þeir eiga skilyrðislaust lika að gæta hagsmuna þeirra, sem missa eigur sinar á uppboðum. Fógetar eiga að stöðva nauðungaruppboð, ef i ljós kemur að eignin verður ekki slegin á sómasamlega háu hlutfalli af matsverði, t.d. 75%. Alltaf eru til hræfuglar, sem stunda uppboð og reyna að fá mikið fyrir litið sem ekkert. Stundum hafa jafnvel starfsmenn fógetaembætta stundað slika iðju. Hræfuglar verða seint bannaðir, en atferli þeirra verður helzt haldið i skefjum, ef fógetar hefðu þá starfsreglu að gæta hagsmuna uppboðsþola. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gerði það rétta, þegar hún krafðist þess, að uppboðið yrði endurtekið og lysti þvi yfir, að hún mundi fylgja eftir kröfunni alla leið upp í Hæstarétt. Vonandi nær þessi krafa bæjarstjórnar fram að ganga, þvi að það er fráleitt, að heimili skuli vera látin tapa sjö og hálfri milljón króna fyrir aðeins 400 þúsund króna skuld. Léttúðugar yfirlýsingar embættismanna um, að þessi tegund af ráni sé lögleg, bera vott um ófull- nægjandi siðferði og eru til þess fallnar að auka virðingarskort almennings fyrir slikum embættum. Þetta kann að hafa gengið hér fyrr á árum, en gengur ekki lengur, þvi að almenn siðgæðisvitund hefur skánað i millitiðinni. Ekkert bannar fógetum að sjá um, að eignir séu aldrei slegnar á opinberum uppboðum á verði, sem er innan við sómasamlegt hlutfall af matsverði. Öll skipin ólögleg í kvöld renna út undanþágur nokkurra erlendra rikja til veiða innan fiskveiðilögsögu Islands. Engir nýir samningar um undanþágur hafa verið gerðir, svo að á morgun verða ólögleg öll þau 50-60 erlendu skip, sem nú eru á veiðum á íslandsmiðum. Lang- flest þessara skipa eru brezk, en örfá eru belgisk og færeysk. Ekkert hefur enn verið gefið upp um framkvæmd landhelgisgæzlunnar eftir daginn i dag. Sennilega verður farið fremur rólega i sakirnar, þar sem við- ræður verða á næstunni við fulltrúa ýmissa þeirra rikja, sem hlut eiga að máli. Hattersley, aðstoðarutanrikisráðherra Bret- lands, er sagður væntalegur á sunnudaginn. Óvist er, hvort hann hefur nokkuð nýtt fram að færa. Ef viðræðurnar gefa litla von um niðurstöðu, er sjálfsagt að taka upp harða landhelgisgæzlu, þótt það kosti nýtt þorskastrið. Til greina gæti komið að taka mildari afstöðu gagnvart Vestur-Þjóðverjum, Belgum og Fær- eyingum, þar sem fulltrúar þessara rikja hafa sýnt nokkurn skilning á sjónarmiðum íslendinga. En i þeim efnum er meðalhófið vandratað eins og i öðrum efnum. Um þessar mundir skiptir mestu að láta Breta ekki teygja okkur út i óviðunandi samkomulag. Dagblaðift. Fimmtudagur 13. nóvember 1975. ## Borgarastyrjöldin Manuel Duran Clemente, „svikari við portúgölsku borgarastéttina," talar Ungur höfuösmaður i portú- galska hernum sem leynt og Ijóst spáir borgarastyrjöld i landinu — er steypi yfirmanni hans, Fran- cisco da Costa Gomes af stóli — er dæmigerður fyrir öngþveitið i landinu. Höfuðsm aðurinn, Manuel Duran Clemente, ekur um á sportbil og lýsir sjálfum sér sem „svikara viö borgarastéttina”. Hann forðast að kalla sjálfan sig „kommúnista”, segir samúð sina vera með nokkrum vinstri- flokkum en hann styður engan þeirra. Hvað hann varðar þá liggur framtiö portúgölsku byltingar- innar i þvi sem hann kallar „skipulagt stjórnleysi”, sem og brottvikningu stjórnarinnar og æðstu yfirvalda hersins. „Þessir aðilar,” segir hann, „eru móðgun við vinnandi stéttir landsins.” „Vinstrimenn sigra” Clemente höfuðsmaður er 33 ára. Hann segist vera andvigur blóðugum átökum um völdin. „Ég segi nei við borgarastyrj- öld,” bætir hann við. „En hún er óumflýjanleg. Hún stendur samt ekki lengur en i einn sólarhring — kannski tvo, i mesta lagi.” Yfir honum er nú opinbert Enga ábyrgð á kreppu auðvaldsins Stórathyglisverð leiksýning fer fram I fjölleikahúsum auðvalds- ins á tslandi um þessar mundir. Með tárin flóandi um kinnarnar aka þeir á dollaragrinunum sin- um milli sjónvarps, útvarps og blaða, orga og hrina um eymd sina og volæði, tapreksturinn og þjóðareininguna. Nú er ekki timi fyrir kröfugerð segja þeir. Siðan spitta þeir út á Hótel Sællifi, fá sér smábita af þjóðarkökunni sinni, ekki stóran, ó nei, þvi nú þurfa allir að herða sultarólina. Þeir fallast i faðma við aðrar grátkerlingar auðvaldsins, for- stjóra, bankastjóra, hagfræðinga og kveina i sameiningu um þrýstihópana. Þeir vissu auðvit- að alltaf að stúdentarnir voru viðsjárverðir, en að verkalýður- inn skuli vera að gera kröfur, eins og hann er orðinn silspikaður af allri eftirvinnunni sem við höfum veitt þeim af miskunn vorri á undanförnum árum. Allt fer fram i ljúflegri afslöppun fyrir nýja leiksýningu næsta dag. Við höfum séð svipaðar leik- sýningar áður, en langt er siðan þær hafa verið eins átakanlegar og nú, sem að likum lætur. Auð- valdsskipulagið gengur nú i gegn- um erfiðustu kreppu sina siðan siðari heimsstyrjöldinni lauk, og nú snertir hún i vaxandi mæli auðvaldslandið ísland. Eins og alltaf við slikar aðstæður fer stéttabaráttan harðnandi, auð- valdið reynir að velta áhrifum kreppunnar yfir á axlir verka- lýösstéttarinnar, en verkalýðs- stéttin býst til varnar. En hvernig á að verjast krepp- unni? Aður en ég fjalla um það, ætla ég að fjalla örstutt um orsak- ir kreppunnar. Ýmsar furðulegar útskýringar hafa komið fram um hvað orsaki kreppuna, allt frá þvi að hún stafi frá of háum launum verkalýðsins, yfir i það að hækkun oliurikjanna, svonefndu, á oliuverði hafi valdið henni. Þessar skýringar og marg- ar fleiri eru komnar frá þeim, sem vilja draga fjöður yfir, að hér er um að ræða dæmigerða of- framleiðslukreppu, sem á rætur i eðli þess þjóðskipulags, sem meginhluti jarðarbúa býr við, auðvaldsskipulagsins. Fyrir heimsstyrjöldina siðari höfðu djúpar efnahagskreppur dunið yfir um langt skeið með reglulegu millibili. Þær birtust m.a. i þvi, að annars vegar var t.d. matvæl- um eytt i stórum stil, vegna þess að verkalýðsfjöldinn hafði ekki efni á að kaupa þau. Verkalýður- inn hafði ekki efni á þvi að kaupa þau, af þvi hann hafði of lág laun og af þvi hann missti vinnunna. Og hann missti vinnuna af þvi að atvinnurekandinn taldi að um of- framleiðslu væri að ræða, þar sem hann gat ekki selt fram- leiðsluna. Áhrif offramleiðslu- kreppunnar eru vissulega nokkuð breytileg eftir tima og aðstæðum i hverju landi, en grundvallaror- sökin er alltaf sú sama, sem sé sú aö grundvöllur framleiðslustefn- unnar á hverjum stað, hreyfiafl þróunarinnar i auðvaldsskipulag- inu, er sókn atvinnurekandans i hámarksgróða, en ekki að full- nægja samfélagslegum þörfum. Þetta stjórnleysi, sem er óhjá- kvæmilegur fylgifiskur þessa þjóöskipulags, hleypir svo öllu i hnút öðru hverju. Auðvaldsstéttinni hefur smám saman lærst að beita ýmsum að- ferðum til að draga úr áhrifum kreppunnar á ákveðnu timabili eða á ákveðnum stöðum, eða að Landhelgin og Mogginn Mikil furðuasaga er nú þegar orðin i sambandi við landhelgis- málið og þátt Morgunblaðsins i þvi máli. Nú siðustu daga er engu likara, en eins og svo oft áður, en Austin Laing sé uppáhaldsstjarna þess blaðs og varla má sá maður munninn opna svo að ekki sé allt komiö á útsiður Morgunblaðsins með mynd eins og alþjóð hefur tekið eftir nú undanfarið, en öðrum er forboðið að setja fram islenzkar skoðanir og upplýsingar um þetta lifshagsmunamál þjóðarinnar. Þetta má nú segja að sé allþolanlegt miðað við nú upptekinn hátt, sbr. ritstjórnar- grein miðvikudag 12. nóv., er lær- lingarnir á ritstjórn Morgun- blaðsins telja sig þess umkomna að fara að setja ofan i við álit og samþykktir þings Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Það er eins gott fyrir Morgun- blaðið að gera sér ljóst undir eins, hvaða menn hér eru á ferðinni. F.F.S.Í. eru heildarsamtök yfir- manna á kaupskipa- og fiskiflota landsmanna, þess hóps manna i islenzku þjóðfélagi, sem eru vegna atvinnu sinnar I hvað mestum samskiptum og heim- sóknum til erlendra þjóöa og kynnast þeim nánast, margir hverjir i gegnum áratuga langar siglingar til erlendra landa. Sjálf- ur var ég einu sinni 16 sinnum i Englandi á 12 mánaða timabili á togaranum Faxa, og var land- vera min það árið álika löng i Englandi og á Islandi. I gegnum hin miklu samskipti meðlima F.F.S.Í. við erlendar þjóðir og miklu veru sina úti i hinum stóra heimi er ekki meðal annars hóps íslendinga meiri þekking og skilningur á hugarfari og mati heimsins á islenzkum málefnum og einnig hvernig hinar hörðu samskiptareglurog skoðanireru i hinum stóra og miskunnarlausa heimi. Þvi væri drengjunum á rit- stjórn Morgunblaðsins nær að hlusta og hugsa, þegar þing Far- raanna- og fiskimannasambands Islands lætur frá sér fara álykt- anir um alvarleg málefni eins og landhelgismálið og hvaða leiðir séu lslendingum tiltækar. Ekki eingöngu til verndar þeirri einu auðlind, sem er undirstaða þjóöarbúsins, sem nú er ekki lengur til skiptanna heldur einnig hvernig gæta verður virðingar þjóðarinnar gagnvart öðrum rikj- um. Meðlimir F.F.S.l . vita ósköp vel að sá aðili, sem ekki heldur á sinum hagsmunum af fullri ein- urð og notar þá aðstöðu sem hann hefur tiltæka til tryggingar hags- munum sinum, fær ekki virðingu annarra úti i hinum stóra heimi. Hvert álit halda Islendingar að Þjóðverjar hafi á þeim eftir samningsuppkastið við þá frá þvi i nóvember i fyrra, þar sem fram kemur grundvallarþekkingar- skortur okkar á okkar eigin haf- svæðum? Fráfarandi forseti F.F.S.I., enginn annar en Guðmundur Kjærnested skipherra, sá frægi en grandvari maður, lýsti þeirri skoðun sinni I setningarræðu þings F.F.S.Í. nú fyrir nokkrum dögum, að slita bæri tafarlaust stjórnmálasambandi við England og stööva umferð NATO-þjóð- anna um Keflavikurflugvöll, und- ir eins og fyrsta brezka herskipið sæist innan fiskveiðilögsögu Is- lands. Drengirnir á ritstjórn Morgunblaðsins hafa ekki áttað

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.