Dagblaðið - 13.11.1975, Síða 10

Dagblaðið - 13.11.1975, Síða 10
10 Dagbla&i&. Fimmtudagur 13. nóvember 1975. Viltu aö sUtiö veröi stjórnmála- sambandi viö Breta vegna land- helgismálsins? Bragi Kristjánsson nemi: „Nei, ekki held ég aö þaö heföi neina þýöingu. Þaö væri hins vegar gáfulegt aö senda Pétur Guöjóns- son til samninga viö Breta sem fyrst.” Þorsteinn Arnason skipstjóri: „Nei, — og ég tel réttara að tala við brezka sjó>nenn en einhverja pólitikusa.” Hans Friöriksson húsvöröur: „Það tel ég sjálfsagt, mér finnst rétt að sýna alvöru i þessu máli.” Ingibjörg Jónsdóttir, á Timan- um: „Það finnst mér óráðlegt, ef hægt verður aö fara samninga- leiöina.” Lilja Eiriksdóttir húsmóöir: „Slita stjórnmálasambandi við þá alveg afsalútt.” Ketill Larsen, ieikari: „Já, það held ég, — rétt að sýna þessum körlum i tvo heimana.” ðkumenn! Sýnið okkur „SÝNUM SKILNING" virðingu í umferðinni „Jón” skrifar: „Viö erum hér nokkrir sendl- ar sem ætlum að biðja ykkur, kæru ökumenn, að sýna okkur hjólreiðaköppum i miöbænum þá virðingu sem við eigum skiliö af ykkur. Ég veit mörg dæmi um það að ökumenn, aðallega strætóbflstjórar og leigubíl- stjórar, aki hreinlega á okkur hjólreiðafólkið og siðan á brott. T.d. var einn starfsbróðir minn aö hjóla ósköp rólega i Hafnar- strætinu, bara svona eins og við sendlar yfirleitt, og vissi ekki fyrr en leigubill kom aðvifandi og ók fyrir vininn. Drengurinn gat ekki komizt hjá árekstri. Eftir á kom i ljós að drengurinn var brákaður á fæti, til allrar hamingju þó ekki alvarlega. Sem betur fór náðist númerið á bifreiðinni svo að til ökumanns- ins næst bráðlega. Ég vona að þetta hafi einhver áhrif á ykkur, allavega svolitil áhrif. ÖKUMENN, SÝNIÐ OKKUR VIRÐINGU! ” Kristbergur Guöjónsson Ytri-Njarðvik skrifar: „Erum við þjóð til að sýna hörku í landhelgismálinu? Þessi spurning hefur leitað á mig mitt i öllu tali um aukna hörku i þessu mikilvæga máli okkar. JU,menn berja á brjóst sér og segja: enga samninga við Ut- lendinga. Er „gáfaðasta” þjóð i heimi ekki hætt að hugsa? Er- um við ekki eins og litill drengur sem sparkar i litinn mann? Hann kemst upp með það vegna þess að i okkar tilfelli er þýzki örninn vængbrotinn vegna að- gerða Þjóðverja i siöustu styrj- öld. Að minum dómi meina Bretar vel en þeir voru stórveldi og það er „töff” fyrir fullorðinn mann aö láta smástrák sparka i sig. Við höfum haft góö samskipti við Bréta og Þjóðverja. Nú vit- um við að fjölmargir hafa lifs- viðurværi sitt af fiskveiðum — bæði i Þýzkalandi og Bretlandi. Kemur þetta okkur ekkert við? Bara hörku og út með þá? Ver- um þess minnug að það er ekki okkar að sýna hörku — heldur góð rök. Alþjóðleg samþykkt er trúlega ekki langt undan — þess ættu menn að minnast. Hvaö er- um við að gera i Noröursjó — innan tólf milna landhelgi? Þvi endurtek ég — sýnum skilning.” Gef ið sundíþróttinni meiri gnum Anna Friö r i ksdó11 i r Ytri-Njarövik skrifar: „Sundiþróttin hefur fengið allt of litið rúm á iþróttasiðum dagblaðanna. Sundiþróttin hér á landi er ef til vill ekkert til að hreykja sér yfir — en við eigum góðan efnivið innan um. Þessir krakkar þurfa uppörvun — al- veg eins og knattspyrnumenn og handboltamenn, sem mestu rúmi er eytt i á i'þróttasiðunni. Sundmótin eru ekki það mörg aðekki sé hægt að gefa þeim ein- hvern gaum. Ég vona innilega að þið verðið fyrirmynd i að sinna sundinu sem mér finnst hafa orðið útundan. örvum þann efnivið sem viö eigum en ekki drepa niður á- huga þeirra með áhugaleysi fjölmiðla.” Nú, Anna, eins og þú veizt er Dagblaðið aðeins rúmlega tveggja mánaða gamalt og er það hóf göngu sina voru öll sundmót afstaðin — hér á landi. Að sjálfsögðu munum við greina frá sundmótum i framtiðinni. Ef ég á aö veröa afreksmanneskja i sundi þá veröið þiö aö gefa mér meiri gaum — gæti þessi litla stúlka, sem Björgvin tók myndina af, veriö aö segja. Raddir lesenda „TOPPMENN" Á RAUFARHÖFN ÁNÆGÐIR MEÐ SKIPAN HEILBRIGDISMÁLA ikki á fœri ófaglœrðra að dœma störf „gangastúlku", er sinnir hjúkrunarkonustörfum", segja þeir Raufarhöfn 5. nóv. 1975 Herra ritstjóri. Iblaði yðar 31. okt. sl. birtist frásögn frá Raufarhöfn um læknaþjónustu, störf hjúkrunar- konu og aðstoðarstúlku hennar. Heimildarmaður þessarar frásagnar er Gisli Hafsteinsson, búsettur hér nú. Frásögnin er undirrituö af blaðamanni yðar, E.V.I. A fundi hreppsnefndar 4. nóv. sl. bar mál þetta á góma og var samþykkt að fela undirrituðum aö svara eftirtöldum fullyrðing- um: 1) Gangastúlka gefur út lyf. Svar: ósannindi. Hún af- greiðir lyf samkv. fyrirmælum. Hjúkrunarkona gefur ekki held- ur út lyf. Hún aðeins endurnýjar samkvæmt skipun frá lækni. 2) Hefur einu sinni gefið út röng lyf. Svar: Hver fékk þetta lyf, Gisli? 3) Fólk forðast að fara á læknastofuna. Svar: Ef það fólk er til mun það vera fátt og við þekkjum ekkert af þvi. 4) Lætur gangastúlkuna oft vera i sinn stað. Svar: Aðeins i fullkomlega lögmætum forföllum og i al- gjörri umsjá héraðslæknis og tekur þá auðvitað ekki að sér öll störf hjúkrunarkonu, hvað þá læknis. Þetta fyrirkomulag er leyft og viðurkennt af landlækni og ráðuneyti. 5) önnur hjúkrunarkona bú- sett á Raufarhöfn. Svar: Engin önnur hjúkr- unarkona er búsett i Raufar- höfn. Sú sem átt er við býr i Sveinungsvik en þaðan er oft ill- fært og jafnvel ófært á vetrum. I þau skipti sem helzt hefði komið til greina að fá hana til afleys- inga var vitað að hún hafði eng- in tök á þvi. 6) Læknirinn situr á Húsavik. Svar: Vitleysa. 7) Raufarhafnarbúar sáró- ánægöir með gangastúlkuna. Svar: Gangástúlkan er ekki i stað hjúkrunarkonu eins og fyrr er sagt. Við þekkjum ekki þá sem eru óánægðir með að nauð- synlegustu lyf séu afgreidd i fjarveru hjúkrunarkonu. 8) Gisli tvivegis talað við landlækni. Svar: Landlæknir minnist þess ekki að hafa nokkru sinni talað við Gisla Hafsteinsson, hvorki um þessi mál né önnur. I framhaldi af þvi, sem hér hefur fram komið, viljum við taka fram: Auk hreinna ósanninda og ranginda er tónninn i þessu skrifi i hæsta máta ósanngjarn i garð þess fólks sem að heil- brigðismálum okkar vinnur. Þórdis Kristjánsdóttir hjúkr- unarkona, sem hér hefur starf- að á annað ár, er að okkar dómi mjög mæt kona og hefur sinnt starfi sinu af sérstakri kost- gæfni og samvizkusemi. Þvi fullyrðum við að ef þessi skrif eru gerð Þórdisi til vansa þá eru þau ómakleg mjög. Um störf „gangastúlkunnar” eins og segir i blaði yðar um Björgu G. Einarsdóttur, er sinnt hefur þessum störfum i forföll- um hjúkrunarkonu, er ekkert annað vitað en þau störf hafi verið vel af hendi leyst og sam- vizkusamlega. Það getur varla veriö á færi ófaglærðra manna að dæma þau störf eða bera fram fullyrðingar um óhæfni né vankunnáttu á þessu sviði. Að öllu þessu samanlögðu viljum við itreka að heimildar- maður blaðsins er siður en svo trúverðugur um þessa hluti. Að auki teljum við hlut Dagblaðsins litilmótlegan. Við vitum ekki til að leitað hafi veriö annarra heimilda heldur er þessum þvættingi hiklaust dembt á prent, aukinheldur á útsiðu. Svona á fréttamennska ekki að vera og við hörmum það ef ein- hver skyldi taka mark á þessum skrifum. Virðingarfyllst. Björn Hólmsteinsson oddviti Raufarh.hrepps. Angantýr Einarsson skólast. Raufarh.skóla. Þyngri refsingar á land- helgis- brjóta Björn Júliusson Hornafiröi hringdi: „Þarsem brezka rikisstjórnin hefur gefið i skyn aö vernda eigi brezka togara við tslands- strendur eftir 13. nóvember langar mig að spyrja dóms- málaráðherra, ólaf Jóhannes- son, eftirfarandi: Telur ráðherra ekki rétt og eðlilegt að hegningarlögum er- lendra landhelgisbrjóta verði breytt — t.d. þannig að skip- stjóri verði dæmdur i fangelsi — t.d. 5—10 ára. 1 staö þess eins og er i núgildandi lögum, sem eru eitthvað á þá leið, aö viö annað brot þá er skipstjóri dæmdur i 4 mánuði. 1 öðru lagi: Afli og veiðarfæri gerð upptæk — þ.e. allt tekið i land og skipið verði að sækja ný veiðarfæri til heimahafnar.” Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir tókst Dagblaðinu ekki að ná i dómsmálaráðherra, Ólaf Jó- hannesson, til að tjá sig um þetta mál.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.