Dagblaðið - 13.11.1975, Page 12
Það skeði, er ham71>ú hefðir gert það
ætlaði að hjálpa I sama fyrir hann
------__________' V' " _ Bommi_______
Hvernig líðurj
v honum? J
Ég er viss um, að hann
________jafnar sig___
m
Svíinn frá
Bayern
Sænski landsliðsmaðurinn Conny
Thorstensson leikur sennilega sinn
siðasta leik með Bayern Munchen
nú i vikunni. Samningurinn hans
við Bayern rennur út á laugardag
og formaður Bayern sagði i gær, að
hann hefði það á tilfinningunni að
Thorstensson væri að fara frá fé-
laginu. Hann og Sviinn hafa ekki
komizt að samkomulagi um nýjan
samning, en boð formannsins
mundi hafa i för með sér tckjumissi
hjá Thorstensson. Hann hefur leik-
ið 21 landsleik fyrir Svíþjóð og
sagði i Munchen i gær: — Ég hef
ekki ákveðiðtil hvaða félags ég fer
— en ég hef sambönd i Sviss”.
Sennilega verður siðasti leikur
hans með Bayern á laugardag á
útivelli gegn Bochum.
Skellur hjá
Manch.Utd.
Manchester City vann stórsigurá
nágrönnum sinum Manchester
United i fjórðu umferð deildabik-
arsins i gærkvöld. Lokatölur
leiksins urðu 4—0 og fór leikurinn
fram á Maine Hoad — heimavelli
City.
Dennis Tueart skoraði eftir
aðeins 35 sekúndur — glæsilegt
mark en skömmu siðar meiddist
Colin Bell — maðurinn á bak við
City og leikreyndasti leikmaður
enska landsliðsins. Ljóst er að Bell
leikur ekki með Englandi i
Portúgal næsta miðvikudag. Senni-
lega verður Béll ekki með i mánuð
og er þetta mikið áfall fyrir City —
sem nú hefur ekki tapað i siðustu 11
leikjum sinum. En United tókst
ekki að notfæra sér þetta áfall City.
Asa Hartford skoraði annað mark
City og Tueart bætti þvi þriðja við
fyrir hálfleik. Áfram hélt City og
Joe Royle bætti fjórða markinu við
— óvæntur stórsigur eftir sigur-
göngu United að undanförnu.
En litum á úrslitin i fjórðu
umferð.
Manch. City — Manch. Utd. ... 4-0
Mansfield —Wolves ..... 1-0
Tottenham — West Ham .. 0-0
Einn leikur var háður i 2. deild:
Oxford — WBA 0-1.
Allt gengur nú á afturfótunum
hjá Úlfunum. Að þessu sinni töpuðu
þeir fyrir neðsta liðinu i 3. deild —
Mansfield.
Mark Mansfield skoraði
MacDonald skömmu fyrir hlé og
hefðu mörk 3. deildarliðsins getað
orðið mun fleiri — slikir voru yfir-
burðir þess. Sjálfsagt er þess nú
ekki langt að biða að Bill McCarry,
framkvæmdastjóra Crlfanna verði
vikið úr starfi. 1 London börðust
Tottenham og West Ham i frekar
slökum leik — hvorugu liðinu tókst
að skora.
Athygli vekur uppgangur WBA
eftir slæma byrjun — en greinilega
eru áhrif Johnny Giles farin að segja
til sin — liðið hefur nú ekki tapað i
11 leikjum i röð.
h.halls
Olympíuleikir
í knattspyrnu
F'rakkland sigrað Holland 3—2 i
gær i 4. riðli i forkeppni Olympiu-
leikanna i knattspyrnu. Leikið var i
Veendam i Ilollandi og voru áhorf-
endur 1200. t sömu keppni gerðu
Búlgaria og Spánn jafntefli i 3. riðli
1—1. Leikið var i Sofia.
t Evrópukeppni landsliða, leik-
menn 23ja ára og yngri, gerðu
Tékkóslóvakia og Portúgal jafn-
tefli 1—1 I Teplice I Tékkóslóvakiu.
JDjSH
Pagblaðið. Fimmtudagur 13. nóvember 1975.
Pagblaðið. Fimmtudagur 13. nóvember 1975.
Jón Karlsson var snjall með Valsliðinu — og þessi gamli Vikingur skor-
aði niu mörk hjá islandsmeisturunum i gær.
Tónninn orðinn falskur
í bjöllum meistaranna!
— Valur vann stórsigur á íslandsmeisturum Víkings í 1. deildinni í gœrkvöld,
28-18 — Ólafur Benediktsson átti enn einn stórleikinn í marki Vals
Markvörðurinn er hálft liðið i
handknattleik. Þetta gamla slag-
orð sannaðist rækilega, þegar
Valur lék sér að tslandsmeistur-
um Vikings í 1. deildinni i Laug-
ardalshöll i gærkvöld. Tiu marka
sigur Vals, 28-18, og Ólafur
Benediktsson lagði grunninn að
þessum stórsigri með frábærri
markvörzlu i marki Vals — með-
an næstum allt lak inn hinumeg-
in, enda varnarleikur Vikings i
einu orði sagt hörmulegur. Það
var stórkostlegt að sjá landsliðs-
markvörðinn Óla Ben. i þessum
ham — og afar ánægjulegt. Von-
andi að hann haldi forminu — og
þá gæti jafnvel orðið bjart fram-
undan í hinu mikla Iandsleikja-
prógrammi islands. Það var eng-
in meðalmennska ráðandi i
markvörzlunni hjá Val i gær og
þegar óli Ben. er I þessum ham
ræður sennilega ekkert islenzkt
lið við Val.
Valsliðið lék skinandi vel allan
Tékkar öruggir
— segir enski landsliðseinvaldurinn
Tékkar fóru til Portúgal til að ná
jafntefii og það tókst þeim —
úrslit leiksins urðu 1-1 og nú eiga
Tékkar alla möguleika að komast
up úr 1. riðli Evrópukeppni lands-
liða.
Þrátt fyrir þunga sókn að
marki Tékka náðu Tékkar forustu
þegar á 7. minútu. Markvörður
Portúgala, Damas, sendi boltann
beint til Tékkans Ondrus sem
þakkaði gott boð og skilaði bolt-
anum i markið. Én minútu siðar
voru Portúgalir búnir að jafna —
Nene skoraði eftir sendingu
Moinhos.
Aðeins.tveimur minútum siðar
var Octavio felldur innan vita-
teigs og dæmd var vitaspyrna á
Tékkana. Nene spyrnti yfir —
hinum 40 þúsund áhorfendum til
mikilla vonbrigða. Þó varð Don
Kevie — sem var á leiknum —
fyrir mestum vonbrigðum. —
Hann greip um höfuð sér. Þrátt
fyrir þunga sókn að marki
Tékkanna tókst Portúgölum ekki
að skora fleiri mörk. Þessi úrslit
gera það að verkum að Tékkar
eru nú svo gott sem öruggir
áfram — meira að segja Revie lét
hafa það eftir sér.
Staðan i 1. riðli er nú:
England 5 3 11 10-2 7
Tékkóslóvakia 5 3 11 12-5 7
Portúgal 4 12 1 3-6 4
Kýpur 4 0 0 4 0-12 0
Leikir sem eftir eru:
Rortúgal — England 19. nóv.
Kýpur — Tékkar 23. nóv.
Portúgal — Kýpur 3. des.
h.halls
Celtic í ef sta sœti á ný
þrenna Jóhannesar
— Celtic sigraði Ayr United 7-2 á útivelli í gœrkvöldi — Jóhannes átti
stórleik og skoraði þrjú mörk — þar af tvö fyrstu mörk leiksins
Það var ákaflega gaman að
leika þarna á Ayr i gærkvöld' —
Celtic-liðið var i miklu stuði og
lék fallega og árangursrika
knattspyrnu. Við sigruðum með
sjö mörkum gegn tveimur og ég
skoraði þrjú af mörkum Celtic —
tvö þau fyrstu og það sjöuuda.
Celtic er komið i efsta sætið á ný I
aðaldcildinni og hefur þó leikið
einum leik minna en flest hin lið-
in, sagði Jóhannes Eðvaldsson,
þegar Dagblaðið hafði samhand
við hann i Glasgow i morgun.
Þessi stórsigur Celtic var ó-
væntur, þvi Ayr-liðið hefur náð
mjög góðum árangri á heima-
velli. Hefur reynzt þar nær ósigr-
andi i haust — en það hafði ekkert
aðsegja i Celtic i þeim ham, sem
leikmenn þess voru i þarna á vell-
inum i Ayr. Og tslendingurinn
kom Celtic á sporið með mörkun-
um sinum i byrjun.
— Þetta er sennilega bezti leik-
urinn, sem Celtic hefur leikið sið-
an ég byrjaði með liðinu — og ég
er ákaflega ánægður með minn
hlut. Tók mikið þátt i sókninni og
árangurinn lét ekki á sér standa.
Skozku blöðin eru mér ákaflega
vinsamleg i skrifum sinum um
leikinn i morgun, sagði Jóhannes
ennfremur.
Eg skoraði fyrsta markið með
skalla fljótt i leiknum — og einnig
annað markið skömmu siðar. Það
var skemmtilegt mark. Eg lék
upp miðjuna með knöttinn — gaf
siðan út á Poul Wilson. Fékk góða
sendingu frá honum aftur fyrir
markið og renndi knettinum inn-
anfótar i mark. Poul átti ákaflega
góðan leik og var með i flestum
markanna, þó svo hann skoraði
ekki sjálfur. Siðasta markið skor-
aði ég einnig með skalla, sem
markvörður Ayr hafði ekki
möguleika að verja.
Staðan i hálfleik var 4-0 fyrir
Celtic — i'fyrsta skipti i aðaldeild-
inni i haust, sem lið hefur haft svo
mikla yfirburði. Auk Jóhannesar
skoruðu þeir Dixie Deans, tvö,
Kenny Dalglish og Roddy
MacDonald.
Glasgow-Rangers lék á heima-
velligegn DundeeUtd. i gærkvöld
og vann með 4-1. Staðan i aðal-
deildinni er nú þannig:
Celtic 10 6 2 2 23-11 14
Motherwell 11 4 5 2 20-15 13
Rangers 11 5 3 3 15-11 13
llearts 11 5 3 3 14-14 13
Hibernian 10 4 4 2 14-10 12
Ayr 11 5 1 5 16-18 11
DundeeUtd. 11 4 2 5 15-16 10
Dundee 11 4 2 5 17-24 10
Aberdeen 11 3 2 6 16-20 8
St. Johnst. 11 2 0 9 10-21 4
Leikirnir tveir i gær voru þeir,
sem frestað vará dögunum vegna
úrslitaleiks Rangers og Celtic i
deildabikarnum.
Hvernig gengur með aðdáenda-
klúbbinn, spurðum við Jóhannes
að lokum — en i Glasgow hefur
verið stofnaður „Jóhannes
Eðvaldsson fan Club”.
— Það gengur prýðilega, sagði
Jóhannes. Það eru þegar komnir
um 200 manns i hann og fer fjölg-
andi. Þeir fara i'sérstökum bilum
á leikina, sem merktir eru nafni
minu. Það er bara gaman að
þessu — og 8. desember verður
mikilhátið hjá þeim mér til heið-
urs. Þetta er ágætt — kitlar mann
og forráðamenn Celtic eru yfir sig
hrifnir af þessu. —hsim.
fyrri hálfleikinn og fram i hinn
siðari og var komið i 12 marka
forustu, 21—9. „Dauði kaflinn”
kom þá i leik Valsmanna — að
venju má reyndar segja — Vik-
ingar skoruðu fimm mörk i röð án
þess að Valsmenn svöruðu fyrir
sig. Þá varði Sigurgeir vel i Vik-
ingsmarkinu smákafla —en hinn
slaki kafli Valsmanna kom ekki
að sök. Munurinn var orðinn allt-
of mikill.
Það var mikill hraði i leik Vals
lengstum eftir heldur rólega byrj-
un — og liðið tók siðan öll völd
með ágætum leik Jóns Karlsson-
ar, Stefáns Gunnarssonar, Jóns
Péturs Jónssonar og Guðjóns
Magnússonar, sem loksins komst
á skrið á ný. Að baki sér höfðu
þeir snillinginn Óla Ben. sem al-
gjörlega lokaði marki sinu, það
svo, að Vikingar gátu varla skor-
að mark nema úr vitaköstum i
um 20 minútur. En Vikingar
gerðu Valsmönnum leik sinn auð-
veldan — það var beinlinis hægt
að ganga i gegnum Vikingsvörn-
ina að vild. Rósmundur Jónsson
varði vel i byrjun — en siðan var
markvarzla Vikings i algjöru lág-
marki. Valsmenn þurftu aðeins
að hitta markið — þá lá knöttur-
inn i netinu. Skiljanlegt kannski,
að Vikingsmarkverðirnir færu úr
sambandi með þá vörn, sem þeir
höfðu fyrir framan sig.
Það er ár og dagur siðan ég hef
séð Vikingsliðið leika eins illa og i
gærkvöldi. Varnarleikurinn, sem
var orðinn aðall liðsins á siðasta
leiktimabili, bókstaflega enginn.
Valsmenn, sem áttu i hinum
mestu erfiðleikum að skora 11
mörk i úrslitaleik Islandsmótsins
gegn Viking i vor, og það með
Ólafi H. Jónssyni, skoraði nú
næstum þrisvar sinnum fleiri
mörk. Það er eitthvað meira en
litið að hjá Vikingum á þessu
sviði — og maður hugsar næstum
til þess með skelfingu að eftir
nokkra daga á liðið að leika við
bezta lið heims — Evrópumeist-
arana þýzku Gummersbach i
Evrópubikarnum. Það verður
eitthvað róttækt að ske ef það á
ekki að vera hörmung. Uppstill-
ing Vikingsliðsins kom lika á ó-
vart i gær — bezti varnarmaður
liðsins, Magnús Guðmundsson,
litið sem ekkert notaður framan
af — og heldur ekki skotharðasti
maður liðsins Viggó Sigurðsson.
Það hlýtur að vera hægt að hegna
leikmönnum á öðrum sviðum en i
leik.
Framan af i gær virtist ekkert
benda til þess að Vikingar fengju
þessa hroðalegu útreið. Þeir
skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins,
en Valur jafnaði. Vikingur náði
aftur forustu og um miðjan hálf-
leikinn var jafnt 5-5. Óli Ben.
fékk þá á sig óheppnismark — það
fimmta — sló knöttinn i eigið
mark. En eftir það sagði hann. —
Hingað og ekki lengra. — Mark-
varzla hans til loka hálfleiksins er
ein hin bezta, sem sézt hefur á
fjölum Laugardalshallarinnar.
Valsmenn gengu á lagiðog staðan
i hálfleik var 13—7.
Og áfram lokaði Óli marki sinu.
Valsmenn skoruðu fimm fyrstu
mörkin i siðari hálfleik — og kom-
ust siðan i 21-9. Vikingum tókst
ekki að skora nema úr vitum
fram i miðjan hálfleikinn — en þá
kom slaki kaflinn hjá Val, og
staðan breyttist i 21—14. En Vals-
menn réttu sig af — byrjuðu að
skora á ný. Lokakafli leiksins var
teikleysa — allt leystist upp i mik-
inn darraðardans og sóknarlot-
urnar stóðu aðeins nokkrar
sekúndur. Markaregn.
Eftir heldur daufa leiki að und-
anförnu náði Vatsliðið sér vel á
strik — jafnt og gott. Jón Karls-
son var markhæstur með 9 mörk,
tvö .viti, Guðjón og Jón Pétur
skoruðu 5 hvor, Stefán 4, Steindór
Gunnarsson 3 og Jóhannes
Stefánsson 2. Mörk Vikings skor-
uðu Páll Björgvinsson 8 (5 viti),
Viggó Sigurðsson 4, Stefán
Halldórsson, Ólafur Jónsson og
Skarphéðinn Óskarsson 2 hver.
Hannes Sigurðsson og Karl
Jóhannsson komust vel frá dóm-
gæzlunni i auðdæmdum leik.
hsim.
Guðjón Magnússon —fyrrum Vikingur nú i Valsliðinu —jók markatölu
sina um helming i gær. Skoraði fimm mörk — og á DB-myndinni að
ofan skorar hann eitt án þess að horfa á markið. — Ljósmyndir Bjarn-
leifur.
Enn varð reynslu-
leysi fall Þróttar
FH-átti I mestu erfiðleikum
með Þrótt i 1. deild tslands-
mótsins i gærkvöld. Þrátt fyrir að
Bjarni Jónsson þjálfari Þróttara
hefði orðið að fara útaf strax i
byrjun þegar var brotið illa á
honum. Að visu reyndi Bjarni að
koma inn á i vörnina en að missa
Bjarna var mikið áfall fyrir hið
unga lið Þróttar.
FH-ingar voru afskaplega
máttlausir i leik sinum — engin
ógnun og hefði það ekki verið
fyrir einstaklingsframtak Viðars
Simonarsonar, þá hefði Þróttur
sjálfsagt farið með sigur af
hólmi. Jafnræði var með liðúnum
i fyrri hálfleik — Þróttur var yfir-
leitt markinu yfir. Ungur piltur i
liði Þróttar — Konráð Jónsson —
vakti þá athygli, skoraði á
stuttum tima þrjú ágæt mörk. En
reynsla FH varð þyngri á met-
unum og i hálfleik leiddu þeir
11—10.
Hafi FH-ingar haldið að Þrótt-
arar gæfust upp, þá var það
mikill misskilningur. Afram
börðust Þróttarar og spiluðu oft á
tiðum ágætlega — náðu forustu
og þegar 12 minútur voru eftir
höfðu Þróttarar tvö mörk yfir
18—16. Þeir höfðu þá spilað ágæt-
lega og virkuðu mun sterkari. En
eins og hefur komið fyrir áður —
þá einfaldlega kunnu þeir ekki að
vera yfir. Taugaveiklun gerði
vart við sig og öll ógnun hvarf úr
spili þeirra. Trausti lét reka sig út
af fyrir kjánalegt brot og FH —
seig fram úr — 19—18. Þá höfðu
Þróttarar ekki skorað i 8 minútur.
Að visu tókst Jóhanni að jafna
fyrir Þrótt 19—19 en reynsla FH-
inga ásamt reynsluleysi Þróttara
varð þyngri á metunum. FH
slapp með skrekkinn og til að
kóróna vitleysuna skoraði Viðar
siðasta mark leiksins frá miðju —
24—21 — tvö dýrmæt stig i stiga-
safn Hafnarfjarðarliðsins. En
ætli þeir sér að verða með i topp-
baráttunni, þá verða þeirað leika
betur en i gærkvöldi.
Eins og áður sagði var Viðar
langdrýgstur FH-inga — skoraði
11 mörk — 1 viti. Geir Hallsteins-
son og Þórarinn skoruðu sin 5
mörkin hvor — Þórarinn 3 viti.
Guðmundur Stefánsson,
Sæmundur Stefánsson og Orn
Sigurðsson skoruðu eitt mark
hver.
Af leikmönnum Þróttar var
Friðrik Friðriksson drýgstur —
skoraði 8 mörk — 2 viti. Konráð
Jónsson skoraði 4 mörk, Jóhann
Frimannsson og Halldór Braga-
son skoruðu 3 mörk. Sveinlaugur
Kristinsson 2 og Trausti
Þorgrimsson 1 mark.
Leikinn dæmdu Jón
Friðsteinsson og Kristján Orn.
Reknir út af — í 10 mínútur
i dag hefst i Monaco keppni átta
þjóða i unglingaflokki i knatt-
spyrnu — keppt i tveimur riðlum.
Með keppninni verður fylgzt af
athygli, þvi sú nýjung verður
reynd að reka leikmenn af velli i
tiu minútur sýni þeir grófan leik.
Farið þar inn á braut handknatt-
leiksmanna.
Formaður FIFA, dr. Joao
Havelange, hefur i hyggju að
bera fram tillögu að setja slika
brottvikningu i knattspyrnulögin,
cn hún reynist vel i Monaco.
Löndin sem leika eru, A-riðill
Frakkland, ttalia, sem sigraði á
samskonar móti i fyrra, Rúmenia
og Finnland, B-riðill Júgóslavia,
Belgia, Spánn og Pólland.
Vinir Polla biða órólegir á biðstofunni.
Hann er ungur og sterkuú'^V
Það er mikil spenna, er læknirinn birtist
J
OPERATING
kOOM
Valsmenn
á toppnum
Úrslit leikja i gærkvöld:
Þróttur-FH 21-24
Vikingur-Valur 18-28
Staðan i 1. deild:
Valur
F'H
lluukar
Vikingur
F'ram
Grótta
Ármann
Þróttur
6 4 1 1 122-91 9
6402 124-113 8
5311 89- 78 7
6 3 0 3 124-123 6
Markhæstu menn eru nú:
Páll Björgvinsson, Vik, 41/15
Hörður Sigmarsson, Haukum 34/11
Pálmi Pálmason, Fram 32/5
Viðar Simonarson, FH 29/7
F'riðrik F'riðriksson, Þrótti 27/5
Þórarinn Ragnarsson, F'H 27/13
Björn Pétursson, Gróttu 26/14
JónKarlsson, Val 26/4
Geir Hallsteinsson, F'H 25/3
Stefán llalldórsson, Vik., 23/3
Jón P. Jónsson, Val 22/5
N'iggó Sigurðsson, Vikingi 22/-
Næstu leikir verða sunnudaginn
16. nóvcmber i iþróttahúsinu i
llaf narfirði. Þá leika kl. 20.05
Grótta og Þróttur og siðan leika
llaukar og Armann.
Sovétríkin
í úrslit
Sovétrikin — Dinamo Kiev —
sigruðu Sviss i 6. riðli Evrópu-
keppni landsliða — 4—1. Mörk
Sovétrikjanna skoruðu Konkov,
Onishenko 2 og Veremeyev. F'yrir
Sviss skoraði Risi. Sovétrikin eru
nú komin áfram í 6. riðli.
Sovétrikin
írland
Tyrkland
Sviss
Heimsmet
þess sterka
Sterkasti maður heims —sovézki
lyftingagarpurinn Vasily Alexsev
— setti i gær ný heimsmet i yfir-
þu ngavigt i landskeppni Sovétrikj-
anna og Austur-Þýzkalands I
Arkangelsk.
Samkvæmt frétt frá Tass jafn-
hattaði Vasily 246 kg i keppninni —
og lyfti samtals 430 kg. Hvort
tveggja ný heimsmet, og sam-
kvæmt þvihefur Vasily snarað 184
kR-