Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Dagblaðið - 24.11.1975, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.11.1975, Blaðsíða 2
Magblaðið. Mánudagur 24. nóvember 1975. slendingurinn # sem varð þjóð- saga í svðrt- stu Afríku Hjónin Fjóla Þorvaldsdóttir og Ingi Þorsteinsson. A bak við þau er húð af sebradýri, sem nú prýðir vegg að Faxaskjóli 24, fjarri heim- kynnum sfnum þar sem villtar hjarðir þeirra ganga I Afríku. Fáir íslendingar hafa komið heim I jólafriið um jafn langan veg og Þorsteinn Þórarinsson, vélstjóri og kaupsýslumaður, Ingi Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri, og konur þeirra feðga, ásamt Þorsteini „litla” Ingasyni, 15 ára gömlum. Þau komu hingað á mánudaginn var, eftir 14 klukkustunda flug frá eyjunni Mauritius i Indlandshafi, þar sem hún liggur nokkru austar en Madagaskar. Viðkomustaðir á leiðinni voru Dar es Salaam, Cairo, Frankfurt og London. „Það er yndislegt að vera komin heim”, sögðu þau, þegar fréttamaður Dagblaðsins átti tal við þau, þar sem þau voru að búa um sig til jólanna á sinu gamla heimili vestur við sjó, að Faxaskjóli 24. Dagblaðið býður jólagestina velkomna heim til tslands og óskar þeim ánægju- legrar dvalar. Ingi Þorsteinsson var um 5 ára skeið aðalframkvæmda- stjóri fyrir uppbyggingu og rekstri stærsta iðnfyrirtækis Afrikulýðveldisins Tanzaniu á sviði vefnaðar og fatafram- leiðslu. Undir hans stjórn störfuðu um 16 þúsund manns. Áttu þannig um 100 þúsund manns afkomu sina og lif undir dugnaði og framsýni þessa há- vaxna ljóshærða tslendings. Hann reyndist starfinu vaxinn og hann ávann sér traust ráða- manr.ahinsunga Afrikurikis og vinsældir samstarfsmanna, æðri sem lægri. tslendingurinn varð þjóðsaga i þvi landi svartra manna, sem ræktar öllum löndum veraldar meira af sisal-hampi, sem notaður var i öll færi, sem fisk- ur var dreginn með eftir að norðlægar þjóðir kynntust ágæti þess efnis. Annars er baðmull, kaffi og demantar meðal aðalútflutningsvöru Tanzaniu, en það var innlendur bómullar- iðnaður, sem Ingi Þorsteinsson átti mikinn og giftusaman þátt i að byggja upp. Miðbaugurinn liggur um Tanzaniu og sól og hiti eftir þvi, en heimili tslendinganna var i Dar es Salaam, höfuðborg landsins, þar sem búa á þriðja hundrað þúsund manna. Eftir að Ingi lauk framlengd- um ráðningartima, fluttist hann ásamt foreldrum sinum og fjöl- skyldu til eyjarinnar Mauritius, sem er i brezka samveldinu en stefnir að algeru sjálfstæði. Reyrsykur hefur veriö nær eina útflutningsafurð Mauritius, en þar er einnig te- og tóbaksrækt- un. Nú er áformað að byggja upp iðnað, meðal annars fram- leiðslu gerviefna til vefnaðar- framleiðslu. En Mauritiusbúar flytja einnig inn og I þvi sam- bandi minntist Ingi Þorsteins- son á lambakjöt og rækju. „Fólkið i Tanzaniu varð helzt að fá að handleika ljósaháriðá Þorsteini litla”, sagði mamma hans, Fjóla Þorvaldsdóttir. „Það mátti til með að finna hvernig þessi einkennilegi háralitur var viðkomu. „Ég hefi ekki séð snjó siðan ég var 8 ára”, sagði Þorsteinn Ingason, „en ég bjó til snjókarl i fyrsta snjónum sem féll hér i Reykjavlk, daginn eftir að viö komum heim.” Ingi Þorsteinsson var einhver fræknasti KR-ingurinn i frjáls- um iþróttum á sinum tima. Og hvar haldið þið, að blaðamaður og ljósmyndari Dagblaðsins hafi fundið Þorstein son hans? Auðvitað á Melavellinum. Þar voru börn og fullorðnir á skaut- um og viðbrigði fyrir Þorstein að komast á isinn, þar sem pabbi hans hafði endur fyrir löngu slitið marksnúruna oftar en flestir á þeim tima. „Við elduðum svið i gær- kvöldi”, sagði Þóra Einars- dóttir, móðir Inga. „Við borðum islenzkan mat i hvert mál síðan viðkomum heim. Má ekki bjóða ykkur harðfisk?” BS. Þau gerðu garðinn frægan: Ingi Þorsteinsson, Fjóla Þorvaldsdóttir Þorsteinn Þórarinsson, Þóra Einarsdóttir og Þorsteinn Ingason.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 64. tölublað (24.11.1975)
https://timarit.is/issue/226871

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

64. tölublað (24.11.1975)

Aðgerðir: