Dagblaðið - 24.11.1975, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 24.11.1975, Blaðsíða 5
Danski fiðluspilarinn EVALD THOMSEN og HARDY sonur hans flytja gamla alþýð- lega danstónlist i Norræna húsinu þriðju- daginn 25. nóveinber kl. 20:30 . Aðgöngumiðar við innganginn. Dansk-íslenska NORRÆNA féiagið HUSIÐ VIÐ KVÖLD Guðni Kolbeinsson er vel þekktur úr iþróttaheiminum. Ljósm. DB — Bjarnleifur. hann að kenna i Réttarholts- skólanum og var við það starf i nokkur ár þar til hann hóf að kenna erlendum stúdentum is- lenzku við Háskólann. Guðni er 29 ára gamall, kvæntur Lilju Bergsteinsdóttur og eiga þau þrjú börn. Hann hefur leikið með körfuboltaliði Iþróttafélags stúdena. —A.Bj. Útvarp kl. 22:15: Starfsemi Listasafnsins NÝR MAÐUR TEKUR DAGLEGA MÁLINU í t kvöld kl. 19:35 er þátturinn Daglegt mál á dagskrá útvarps- ins. Þetta er fyrsti þáttur nýs umsjónarmanns, en hann er Guðni Kolbeinsson kennari. Guðni er við háskólanám, les til kandidatsprófs i fornbók- menntum. Uni þessar mundir fæst hann við útgáfu i rimum, sem gefnar eru út á vegum Arnasafns. Skrifar hann vis- indalegan inngang.sem er jafn- framt kandidatsritgerð. Verður þvi verki væntanlega lokið á næsta ári, sagði Guðni. — Ertu taugaóstyrkur? — Ég get ekki neitað þvi. Eftir að ég hef lesið bréfin sem þættinum hafa borizt frá hlust- endum, þar sem mikið og verð- skuldað lof er borið á Helga J. Halldórsson fyrirrennara minn, þá er ég svolitið kviðinn. En hvað með það, ef þátturinn versnar mikið i minni umsjá, fá hlustendur eitthvað til þess að nöldra yfir i' skammdeginu. Guðni stundaði kennslu við gagnfræðaskóla úti á landi i fjögur ár, eftir að hann lauk stúdentsprófi. Þegar hann byrj- aði nám sitt i Háskóianum fór Spjallað við nokkra krakka „Aður hef ég verið með krakka i þættinum, sem hafa tekið þátt i alls konar tónlistar- lifi eða haft sérstakan áhuga fyrir tónlist. Nú ræði ég við „hinn almenna hlustanda” ef svo má að orði komast,” sagði Egill Friðleifsson sem sér um „Tónlistartima barnanna”. Þaö eru þrir krakkar sem Egill spjallar við, allir 12 ára. Hann ætlar að fá að heyra við- horf þeirra til tónlistar, hvað þeim finnst skemmtilegt eða leiðinlegt og þá af hverju eitt- hvað er svona frábært fram yfir annað. Hann bregður plötum á fóninn og verður það tónlist jafnt frá Islandi og Itkliu, Ameriku og Afriku. Egill er tónlistarkennari i öldutúnsskóla og eins er hann skólastjóri tónlistarskólans i Hafnarfirði. EVI Það verður fróðlegt að heyra álit þessara ungu Hafnfirðinga I dag, en á myndinni eru talið f.v.: Vigdis Blöndal, Egill Friðieifsson, kennari, Sturla Jónsson og Jóhanna Eyfjörð. Ljósm. Db — Bjarnleifur. í myndlistarþœttinum I kvöld kl. 22:15 er „Myndlist- arþáttur” i umsjá Þóru Krist- jánsdóttur á dagskrá útvarps- ins. Rætt verður við dr. Selmu Jónsdóttur um starfsemi Lista- safns Islands, um kaup á mál- verkum og fyrirhugaðar sýn- ingar. Einnig verður komið inn á húsbyggingarmál Listasafns- ins. Þá ræðir Þóra einnig við stjórn Lista og menningarsjóðs Kópavogs. Stjórn sjóðsins hefur verið áberandi dugleg við að kaupa málverk, en hefur samt litla cða enga peninga til um- ráða. Þóra Kristjánsdóttir er 36 ára gömul. Hún nam lista- og leik- listarsögu i Stokkhólmi og lauk þaðan phil.cand. prófi árið 1966. Þóra vann á fréttastofu út- varpsins i 6 ár, en nú vinnur hún i Norræna húsinu. Sér hún um skipulagningu á sýningum i húsinu og einnig um útleigu á sölum þess. Þóra Kristjánsdóttir er gift Sveini Einarssyni þjóðleikhús- stjóra og eiga þau sex ára gamla dóttur. A.Bj. (3 e r Urvals kjötvöru r ög þjónusta ÁVALLT EITTHVAÐ GOTTÍ MATINN Stigahlíð 45-47 Simi 35645 Tónlistartími kl. 17:00 Hvað er skemmtilegt og hvað leiðinlegt í tónlist? Sögusjóður Menntaskólans í Reykjavík Bókaútgáfa Menningarsjóðs Menntaskóla bókin Um tíma var hann „landsins einasti skóli" og bar lengi ægishjálm yfir aöra skóla. Hann er tengiliður menntasetranna fornu og skólastarfs nútímans. i fyrsta bindi Sögu Reykjavikurskóla er fjallað um nám og námsskipan í skólanum og um nemendur hans. Aldrei áður hefur birzt slíkt safn mynda af þekktu fólki í þjóðlífinu. Verð þessa bindis er kr. 5.880, en verð til áskrifenda er aðeins kr. 4.410. Gerizt áskrifendur aö þessu einstæða verki og vitjiö þess á skritstofu Menningarsjóðs að Skálholtsstig 7.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.