Dagblaðið - 24.11.1975, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 24.11.1975, Blaðsíða 14
Pagblaðið. Mánudagur 24. nóvember 1975. Meistararnir heppnir og halda forustunni! i fyrsta skipti i nokkrar vikur varð ekki breyting á efsta sætinu f 1. deildinni ensku eftir umferð. Meistarar Derby County eru þvf á toppnum aðra vikunairöð — og þar voru þeir heppnir. Spennan er mikil. Að- eins fjögur stig skilja aö efsta og áttunda sætið. Það er sama uppi á tengingnum og f fyrravetur — mikil spenna i 1. deildinni, en flestir sérfræðingar eru nú á þvi, að keppnin um efsta sætið muni fyrst og fremst standa milli Derby og Liverpooi — liða, sem hafa svo leikreynd- um köppum á aö skipa. Það hefur mikið að segja, þegar vellirnir fara að þyngjast og róöurinn verður erfiðari. Annars var það merkilegt i umferðinni á laugardaginn að flest efstu liðin voru heppin — nema Manch. Utd. — já, leik- menn Derby og Liverpool voru heppnir að halda jöfnu, og þó einkum leikmenn QPR' að ná báðum sigunum gegn Burnley. Úlfarnir léku ekki eins og lið fjórða að neðan gegn meistur- um Derby i Woiverhampton— en stigið, sem Derby hlaut þar i markalausu jafntefli var mjög þýðingarmikið. Það var eitt- hvað annað en þegar liðin mættust i Derby i haust og heimaliðið komst fljótt i 3-0. Nú var jafnræði með liðunum og meira en það. Aðeins tvö tækifæri í fyrri hálfleik og bæði féllu Clfunum i skaut. John Richards átti hörkuskot i þver- slá og komst siðar einn að markinu — hikaði einum um of og Boulton tókstað verja spyrnu hans. Siðari hálfleikurinn var einnig prýðilega leikinn og leik- mönnum urðu varla á mistök. Þá varði Pearce markvörður Olfanna þrumufleyg frá Charlie George. Yfir 37 þúsund áhorfendur á LUGATO SILICONE-ÞÉTTIEFNI FYRIRLIGGJANDI ICUDO- IGLERHFJ LUGATO CHEMIE SKÚLAGÖTU 26 sími 26866 !ERÐ ÞAÐ I HENDI ÞÉR.. I rj i loumum eftu moli.. /óralílill verðmunur miðoð við tílbúin föl KYNNIÐ YKKUR MÁLIN. LAUGAVEG 27 - S I M I 12303 Anfield i Liverpool urðu fyrir vonbrigðum með Liverpool- liðið. Aðeins jafntefli heima gegn Coventry----þriðja stigið, jafnteflið, sem Liverppol tapar heima. Bill Shanley, gamli framkvæmdastjóri liðsins, var meðal áhorfenda. — meðal hinna tryggðu stuðningsmanna, Koppanna, fyrir aftan annað markið. Liverpool virtist stefna i sig- ur, þegar John Toshack skoraði á 28. min. eftir góðan undir- búning John Case. Hann lék i stað enska landsliðsmannsins Kevin Keegan, sem meiddist i landsleiknum i vikunni. En Barry Powell jafnaði fyrir Coventry óvænt á 63. min. og eftir það átti heimaliðið i vök að verjast. Þá kom i ljós veikleiki miðvarða Liverpool, Hughes og Phil Thompson, gegn hávöxn- um, sterkum miðherjum eins og Cross — og það var hann, sem braut vörnina niður, þegar Powell skoraði. En Liverpool slapp — og sennilega hafa áhorfendur óskað þess, að Larry Lloyd væri enn i Liverpool-liðinu. Þessi enski landsliðsmiðvörður, sem Liver- pool seldi til Coventry, bar af þeim leikmönnum, sem tóku stöðu hans hjá Liverpool þarna á Anfield á laugardag. En litum á úrslitin á laugar- dag. 1. deild Arsenal-Manch. Utd. 3-1 Aston Villa-Everton 3-1 Leeds-Birmingham 3-0 Leicester-Ipswich 0-0 Liverpool-Coventry 1-1 Manch. City-Tottenham 2-1 Norwich-Newcastle 1-2 QPR-Burnley 1-0 Stoke-Sheff. Utd. 2-1 West Ham-Middlesbro 2-1 Wolves-Derby 0-0 2. deild Blackburn-Oxford 0-0 Blackpool-Chelsea 0-2 Bristol City-York 4-1 Carlisle-Orient 1-2 Fulham-Luton 2-0 Hull-Portsmouth 1-0 Notts. Co.-Bolton 1-1 Oldham-Charlton 2-0 Plymouth-WBA 2-1 Southampton-Nott. For 0-3 Sunderland-Bristol R. 1-1 Ekki var leikið i 3. og 4. deild vegna 1. umferðar ensku bikar- keppninnar. Þá er það helzta úr öðrum leikjum, en þvi miður verðum við að fara fljótt yfir sögu i dag vegna mikilla brengsla i blaðinu okkar og möguleikar á stækkun ekki fyrir hendi. QPR komst i annað sæti, en sigurinn gegn Burnley var ekki sannfærandi — aðeins dæmi- geröur heimadómari bjargaði sigri Lundunaliðsins. Burnley átti að fá vitaspyrnu — frekar tvær en eina. Ekkert dæmt og Stan Bowles skoraði svona eina mark leiksins á 55. min. eftir homspyrnu. QPR með alla sina landsliðsmenn sýnir mun lakari leik nú en framan af keppnis- timabilinu. Leighton James lék ekki með Burnley vegna meiðsla. West Ham sýndi hins vegar stil og klassa austur i Lundún- um — gegn Middlesbro. Sigur vannst þó ekki fyrr en tiu minút- um fyrir leikslok. David Mills skoraði fyrir Middlesbro á 12. min. — en Billy Jennings, sem lék sinn fyrsta heila leik með WH frá þvi snemma i septem- ber,jafnaðiá 36. min. Loks á 80. min. kom það sigurmark, sem WH verðskuldaði — Pat Holland skoraði. Arsenal vann nú loks og það á kostnað Manch. Utd. Eftir að- eins 12 sek. lá knötturinn i marki United — Alan Ball skoraði — sneggsta mark á keppnistimabilinu. Ball er aftur orðinn fyrirliði Arsenal — var tekinn af sölulistanum á föstu- dagskvöld. Allt gekk á aftur- fótunum hjá Manch. Ut. Brian Greenhoff skoraði sjálfsmark — og sóknarmaðurinn sterki, Sammy Mcllroy, var borinn af velli á 12. min. — meiddur á höfði. Staðan var 2-0 i hálfleik, en fljótt i byrjun sh. skoraði Stuart Pearson fyrir United. Liðið hresstist mjög við það — og sótti meira i hálfleiknum. Pearson fór illa að ráði sinu á 82 min. — stóð einn fyrir opnu marki en hætti, þar sem hann hélt að um rangstöðu væri að ræða. Ekkert þó veifað — og markið opið!!!! A loka- minútu leiksins skoraði United annað sjálfsmark — mark- vörðurinn Paddy Roche, sem átti afleitan leik, sló knöttinn i eigið mark eftir hornspyrnu. „Nú hlýtur Docherty að skipta um markvörð — Stephney aftur i markið”, sagði þulur BBC. Vafi er þó á þvi. Docherty hefur sagt, að Roche verði i markinu meðan hann sleppur við meiðsli. Tottenham tapaði loks — eftir niu leiki án taps — gegn hinu sterka liði Manch. City. Þeir Denis Tueart og Alan Oakes skoruðu fyrir City — Keith Osgood fyrir Tottenham. Norwich tapar enn — nú heima gegn Newcastle. Sullivan skoraöi á 20. min. fyrir heima- liðið — fyrsta mark liðsins i margar vikur. Það nægði ekki. Nulty og Craig skoruðu mörk Newcastle. Aston Villa hefur gert góð kaup, þegar Andy Gray var keyptur frá Dundee Utd. Hann skoraði tvivegis i góðum sigri gegn Everton — Tefler skoraði eina mark Everton. Geoff Salmons skoraði bæði mörk Stoke gegn Sheff. Utd. — og enn dökknar útlitið hjá Sheffield-liðinu. Bezti leik- maður liðsins, enski landsliðs- maðurinn Tony Currie á spitala. Leeds fór létt með Birming- ham. Billy Bremner skoraði fyrsta mark leiksins eftir að Alan Clarke hafði splundrað vörn Birmingham — siöan Duncan MacKenzie tvö I siðari hálfleik. Bæði með skalla. 1 2. deild náði Sunderland ekki nema jafntefli heima gegn Bristol Rovers. Williams skoraði fyrir Rovers á 9. min. — Kerr jafnaði fyrir Sunderland I siðari hálfleik. ’ WBA tapaði loks, þó svo Johnny Giles skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið. Plymouth sigraði á sjálfs- marki John Wile. Nottm.Forest vann óvæntan sigur i Southampton. Boyer skoraði tvö af mörkum Forest — Richards það 3ja Staðan er nú þannig: 1. deild Derby QPR Liverpool WestHam ManchUtd Leeds Stoke Manch. Cityl8 Middlesbro 18 Everton 17 Newcastle 18 Ipswich 18 Coventry 18 AstonVilla 18 18 10 18 8 17 9 17 10 18 10 17 9 18 Arsenal Tottenh. Leicester Norwich Wolves Burnley Birmingh Sheff.Utd. 17 18 18 18 18 18 18 18 3 26-21 25 2 25-11 24 2 26-14 24 3 29-20 24 5 29-19 23 4 28-17 22 5 23-18 22 4 28-17 21 6 18-15 19 5 26-26 19 8 33-29 17 6 16-16 17 6 17-20 17 7 22-26 17 7 22-22 15 5 23-25 15 5 19-27 15 9 24-30 14 9 22-27 13 9 19-31 12 3 11 23-36 11 2 15 11-41 4 2. deild Sunderland 18 12 Bolton 18 9 BristolCity 18 Bristol Rov. 18 Notts.Co. 18 Fulham 17 Oldham 18 BWA 18 Chelsea 18 Southampt. 17 Nottm. For. 18 Orient 17 Blackburn 18 Plymouth 18 Charlton 17 Hull City 18 Blackppol 18 Luton 18 Carlisle 18 Oxford 18 York City 18 Portsmouth 17 3 32-13 27 2 33-18 25 4 33-18 23 2 22-15 22 4 17-15 22 4 22-12 21 5 27-25 21 4 15-17 20 5 22-21 19 7 30-26 18 6 21-17 18 5 15-14 18 5 16-16 17 7 21-23 17 6 21-25 17 8,16-20 16 8 17-24 16 8 20-20 15 9 15-26 13 10 16-25 11 3 12 15-35 9 6 10 10-28 8 Celtic slapp með skrekkinn Viö byrjuðum með miklum krafti gegn St. Johnstone. Bobby Lennox skoraði fijdtt og siðan átti Celtic skot i slá og stöng.Við héldum aðþaöstefndi I stdrsigur. En það var eitthvað annaö. Aiit I einu skoraði St. Johnstone tvö mörk og við vor- um beinlfnis I „rusli” þegar viö komum inn I búningsherbergin i ieikhléi, sagði Jóhannes Eð- valdsson viö Pagblaðið i morg- un. Þetta var ekki gott gegn neðsta liðinu — algjörir yfir- burðir nema smákafla og stað- an 1—2. En strax eftir hléið jafnaði Dalglish — og Lennox skoraði svo sigurmarkið, svo við sluppum með skrekkinn, sagði Jóhannes ennfremur. Motherwell skauzt upp i efsta sætið — en Rangers féll niður t fjórða eftir tap gegn Hibernian i Edinborg. Þar var Pat Stanton, sem fór fram á sölu i haust, hetja Hibs — skoraði bæði mörk liðsins,bæði með skalla. Staðan er nú ákaflega spennandi i aðal- deildinni skozku, en úrslit urðu þessi á laugardag. Aberdeen—Hearts...........0-0 Celtic—St. Johnstone......3-2 Dundee—Ayer Utd...........2-2 Hibernian—Rangers.........2-1 Motherwell—Dundee.........2-1 Jóhannes leikur nú tengilið i Celtic-liðinu. Leiknum var lýst i BBC á laugardag og var Jo- hannes afar oft nefndur i lýsing- unni. Staðan i aðaldeildinni er nú þannig: Motherwell 13 6 5 2 24-16 17 Celtic 12 7 2 3 26-15 16 Hibernian 12 6 4 2 19-12 16 Rangers 13 6 3 4 21-14 15 Hearts 13 5 5 3 15-15 15 Ayr 13 5 2 6 19-23 12 Dundee 13 4 4 5 20-27 12 Aberdeen 13 4 3 6 18-21 11 DundeeUtd. 13 4 2 7 17-20 10 St. Johnstone 13 2 0 11 13-29 4 Tyrkir unnu Tyrkland sigraði Sovétrfkin ó- vænt i 6. riöli Evrópukeppni landsliða i Izmir i gær, 1-0. Tapið skipti þá sovézku — ieikmenn Dinamo Kiev — engu máli. Þeir voru búnir að sigra riölinum. Lokastaðan. Sovétrikin 6 4 0 2 10-6 8 írland 6 3 12 11-5 7 Tyrkland 6 2 2 2 5-10 6 Sviss 6114 5-10 3 Mark Tyrklands skoraði Fomenko — sjáifsmark. 1 Moskvu sigruðu Sovétrikin TYRKLAND 3-0 I Evrópukeppni landsliða, leikmenn 23ja ára, og urðu i efsta sæti i riðlinum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.