Dagblaðið - 24.11.1975, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 24.11.1975, Blaðsíða 6
6 Hagblaðið. IVIánudagur 24. nóvember 1975. ELDAVÉLAR 6 litir: Titan — hvít Avocado — græn Kopper — brún Poppy — rauð Marin — blá Antik — gul Gerð HE — 6644 Utanmál. HxBxD 54x58x62 Með eða án klukku og stillirofa fyrir ofn. Verð: Hvft án klukku kr. 55.700. { Klukka kr. 10.200. ELDAVÉL með hitahólfi. Gerð E 6644 Fristandandi á hjólum, 90 cm borðhæð. Með eða án kiukku og stilli- rofa fyrir ofn. Utanmál: HxBxD = 90x58x62 cm. Verð: Hvft án klukku kr. 66.100 ELDAVÉLASETT Bökunarofn gerð IB-66-4 Bökunarofn gerð IB-66-4 Helluborð gerð IH-7224. Helluborð gerð IH-6624 Ofn með stafaklukku og stillirofa fyrir ofn. Verð: Hvit sett kr. 73.620 Verð i lit um það bil 12% hærra. KOMIÐ OG SKOÐIÐ Greiðsluskilmálar. Örugg viðgerðarþjón- usta. v/óðinsgötu, simi 10322 Hafnarfirði Sími 50022 12 ór fró morðinu á John Kennedy: „Ný rannsókn leiðir ekkert nýtt í Ijós" — segir starfsmaður Warren-nefndarinnar Starfsmaður Warren-nefndar- innar, sem rannsakaði morðið á John F. Kennedy Bandaríkjafor- seta fyrir tólf árum, hefur hvatt til nýrrar rannsóknar á morðinu. Tilgangur þeirrar rannsóknar yrði að gera að engu þann ótta, sem orðið hefur vart um að nefndin hafi hylmt yfir samsæri um forsetamorðið. Starfsmaðurinn er David Belin, sem var lögfræðilegur ráðunaut- ur nefndarinnar. Hann sagði i Washingtón I gærkvöld, að hann áliti nýja rannsókn myndu leiða nákvæmlega hið sama i ljós og Warren-nefndin komstað: aðLee Harvey Oswald hefði verið einn um orðið á Kennedy i Dallas. t sjónvarpsviðtali sagði Belin, að ný rannsókn myndi endur- vekja traust almennings á stjórn- völdum og draga úr fullyrðingum æsingamannna, er hefðu mistúlk- að Warren-skýrsluna við almenn- ing. Belin sagði einnig, að Ford Bandarikjaforseti, sem átti sæti i nefndinni, óttaðist að leyniþjón- ustan CIA hefði haldið leyndum einhverjum upplýsingum. For- setinn væri þó þeirrar skoðunar, Concorde hœttuleg umhverfi og heilsu — segir Washing- ton Post eftir nýrri skýrslu Ensk-franska Concorde-þot- an veldur fjórum sinnum meiri hávaða i flugtaki en venjulegar ,,júmbó”-þotur, sagði i grein I bandarlska blaðinu Washington Post i gær. Blaðið vitnaði i óbirta skýrslu bandariska umhverf- isverndarráðsins, þar sem segir að Concorde verði helm- ingi háværari yfirleitt en eldri flugvélar á borö við Boeing 707 og Douglas DC-8. Annað blað i Washington „The Star” sagði að jafnvel eftir flugtak á Dulles-flugvelli i nágrenni Washington myndi Concorde-vélin valda miklum hávaða á 6,5 km breiðu belti. The Star sagði að hávaðinn yrði álika mikill og af vekj- araklukku i 60 sentimetra fjarlægð. Flugfélögin British Airways og Air France hafa látið i ljós áhuga á að hefja áætlunarflug Concorde til Kennedy- og Dulles-flugvalla i New York og Washington á næsta ári. Umhverfisverndarmenn hafa mótmælt harðlega. önnur skýrsla, sem birt var fyrr i þessum mánuði, eftir umsvifamiklar opinberar yfirheyrslur, sagði að Con- corde myndi óhreinka and- rúmsloftið, valda miklum há- vaða og draga úr hæfni gufu- hvolfsins til að eyðileggja skaðlega geisla utan úr himin- geimnum. Samgönguráðherra Banda- rikjanna, William Coleman, lýsti þvi yfir i gærkvöldi, að nákvæmlega yrði kannað hver skaðleg áhrif gætu stafað af flugvélinni áður en lendingar- leyfi yrði veitt. Ráðherrann sagði að hann myndi skýra frá ákvörðun sinni eigi siðar en 5. febrúar á næsta ári. að lokaniðurstaða skýrslu Warr- en-nefndarinnar væri rétt, og þvi væri ekki ástæða til nýrrar rann- sóknar. Belin sagði að jafnvel þótt Allen Dulles, fyrrum forstjóri CIA, hefði átt sæti i nefndinni, þá hefði enginn starfsmanna nefndarinn- ar vitað á þeim tima, að CIA hefði uppi ráðagerðir um að ráða Fidel Castro af dögum. Þannig virðist ekki ljóst, hvort mögulegt sam- hengi er á milli forsetamorðsins og fyrirætlana um morð á Castro og fleiri útlendum þjóðhöfðingj- um. Lík Francos geymist í þúsund ór Likami Francos getur varð- veitzt óbreyttur i þúsundir ára segir einn þeirra er smurði likið eftir lát gamla einræðis- herrans. „Likið getur geymzt eins og egypzk múmia,” sagði dr. Antonio Piga Rivero i viðtali við blaðið Ya, stærsta blað Spánar. Hann sagði að smurn- ingin hefði tekið sex tima. AndlitFrancoshafði yfir sér yfirbragð friðsældar og vellið- unar þar sem lik hans lá á við- hafnarbörum i Madrid. Engin merki sáust um pipurnar, er gengu inn i nef hans og háls siðustu daga lifs hans. Hinztavirðing hinzta stund Attræður maður féll dauður niður við kistu Francos er hann gekk þar hjá til að votta leiðtoga sinum hinztu virðingu sina á laugardagskvöldið. Starfsmenn Austurlanda- hallarinnar i Madrid, þar sem lík hershöfðingjans lá, hlupu þegar til og náðu i lækni og sjúkrabil. Gamli maðurinn var látinn þegar komið var með hann á sjúkrahús f grenndinni. Bana- mein hans var hjartaslag. Bókumdauða Francos upp- seld eftir 36 tíma Fyrsta bókin um siðustu daga Francos seldist upp 36 stundum eftir lát hershöfð- ingjans. Það voru fyrstu fimm þúsund eintökin. Bókin er 112blaðsiður og ber titilinn „Ha muerto” (Hann er látinn). Höfundur hennar er blaðamaðurinn Ignacio Puche. Hann fékk leyfi til að gefa út bókina sjö stundum eftir lát hershöfðingjans og að kvöldi þess sama dagsvarhún komini verzlanir. Bókin samanstend- ur af blaða- og timaritaúr- klippum um siðasta mánuð Francos hérna megin, veik- indi hans og dauða. Reiknistofa bankanna óskar að ráða starfsfólk til tölvustjórn- unar og skyldra starfa. Reynsla eða þekking á tölvustjórn eða for- ritun er kostur en ekki skilyrði. Keyrslur eru framkvæmdar á IBM 370/135 undir DOS/VS. Störfin eru unnin á vöktum. Óskað er eftir umsækjendum með banka- menntun, stúdentspróf eða tilsvarandi menntun. Ráðning er samkvæmt almennum kjörum bankastarf smanna. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi fyrir 1. desember 1975. Tilkynning í framhaldi af tilmælum viðskiptaráðu- neytisins þann 19. nóv sl. um herta fram- kvæmd verðstöðvunarlaga, mælir verð- lagsstjóri svo fyrir: Samanber 9. og 10. grein laga nr. 54 um verðlagsmál frá 1960, skulu eigendur iðn- fyrirtækja, þjónustufyrirtækja, smásölu- og heildverslana hafa i fyrirtækjum sinum gögn yfir verðlagningu vöru, svo að eftir- litsmenn verðlagsstjóra geti fyrirvara- laust sannreynt réttmæti verðlagningar. Reykjavik 20. nóvember 1975. Verðlagsstjórinn. DAGBLAÐIÐ ER SMÁAUGLÝSINGABLAÐ BIABIB frýalst, áháð dagblað Smáauglýsingamóttaka á Akranesi Þorsteinn Óskarsson umboðsmaður Dagblaðsins á Akranesi tekur við smáauglýsingum og greiðslum fyrir þœr Dagblaðið, umboð á Akranesi, Þorsteinn Óskarsson, Höfðabraut 16, s. 1042

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.