Dagblaðið - 05.12.1975, Síða 2

Dagblaðið - 05.12.1975, Síða 2
2_ Pagblaðið Föstudagur 5. desember 1975. ERU EKKI ALLIR JAFN- RÉTTHÁIR FYRIR LÖGUNUM? Þ.H. skrifar: „Einn af hornsteinum lýð- ræðisins er að allir menn séu jafnir fyrir lögum. I Morgunblaöinu þann 9. októ- ber var greint frá eftirfarandi: „Grunur um milljóna fjárdrátt hjáPóstiogsima. Tveir póst- og simstjórar á stöðvum Pósts og sima Uti á landsbyggðinni settir af á meðan fram fer rannsókn á meintum fjárdrætti þeirra. Grunur leikur á að annar sim- stjórinn hafi dregið sér um það bil 2.2 milljónir króna, hinn nokkur hundruð þúsund krónur. Jón Skúlason tjáði Morgunblað- inu i gær að viökomandi menn hefðu verið settir af á meðan rannsókn i málum þeirra stæði yfir og er það samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna.” Svo mörg voru þau orð. Þetta rifjar upp frétt af svip- uðu tagi fyrir rúmlega 10 árum. Þá voru tildrög mála slik að við- komandi starfsmaður Pósts og sima hafði lent f þvi aö taka við innistæðulausum ávisunum frá þvi er allir töldu traustu fyrir- tæki er skipti mikiö við Póst og sima um áraraðir. Þá var svo til samdægurs birt i blöðum og útvarpi rosafregn um þessi „misferli” og hvergi af dregiö með að birta fullt nafn og stað áður en nokkur rann- sókn var hafin i málinu. Það skal sérstaklega tekið fram að i þvi tilfelli var ekki um fjárdrátt að ræða af hálfu starfsmannsins heldur öllu fremur óvarkárni að ganga ekki úr skugga um' innistæður i banka fyrir ávisunum. Fyrir- tækið hafði átt viðskipti við við- komandi pósthús urn áraraðir — sem stjórn Pósts og sima var fullkunnugt um. Nafn viökomandi starfs- manns var úthrópað yfir lands- lýð áður en frumrannsókn var hafin i málinu. Með lævlslegum vinnubrögö- um póststjórnar var honum samtimis bolað frá starfi án þess að hann fengi að njóta rétt- ar laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Maður- innskilaði hreinum sjóði að öðru leyti en þessum innistæðulausu ávisunum sem inn á hann voru sviknar og við rannsókn reynd- usthafa runnið i gegnum banka og póstkerfið um langan tima. Hvaö er meintur fjárdráttur? 1 hugum allra er það fágaðra orö yfir þjófnað. Af eðlilegum ástæðum vaknar sú spurning, hvort þjófnaður sé i huga Islenzkrar réttarmeðvitundar eitthvað sem er verðlaunavert. Hver hefur lengur trú á réttar- kerfi, sem misbýður þegnum sinum, að þvi er virðist eftir ein- staklingsduttlungum ? Það fer ekki fram hjá neinum að frændsemi, pólitik, mútur, samstaða leynifélaga og alls- kyns óþverraháttur I islenzku samfélagi er að riða þjóðinni aö fullu.” ERU SVONA VIÐSKIPTA- HÆTTIR í LAd? Gréta Jónsdóttir hringdi: „Fyrir tveimur árum keypti ég handa dóttur minni segul- bandstæki — tækiö hefur verið afskaplega litið notað en engu að siður hefur það verið sett þrisvar i viðgerð. Það i sjálfu sér er ekkert til aö kvarta yfir slikt getur alltaf komið fyrir. Tækið var sett I viðgerð i april ’75og borguöum við þá 400 krón- ur fyrir viðgerðina. Siöar var tækið sett aftur i viðgerð og rétt einu sinni máttum við borga — að þessu sinni 1870 kr. — En þegar við ætluðum að nota tækið sat enn við það sama — tækið var jafnbilað og fyrr. Enn einu sinni örkuðum við niður i Heimilistæki með tæki — jú, það var ekkert sjálfsagðara en að gera við tækið. Að sjálf- sögðu stóðum við i þeirri mein- ingu að við þyrftum ekki aöborga. Fór nú maðurinn minn að sækja tækið — viti menn, nú átti aö borga 1970 krónur. Okkur fannst þetta fulllangt gengið — hringdum i Neytendasamtökin og spurðum hvort þetta væri forsvaranlegt. Aö sjálfsögðu ekki, var svarið. Eina ferðina enn urðum við að fara niður I Heimilistæki — og sögöum sög- una. Þá var svarið. Við hringd- um I Neytendasamtökin og þeir segja að það sé allt I lagi að setja viðgerðakostnað á tækið. Mér þótti þetta svolitið skritið og hringdi þess vegna I Neyt- endasamtökin og þá kom það upp úr kafinu að aldrei hafði verið hringt i Neytendasamtök- in frá Heimilistækjum h.f.! Er von að maður spyrji: Hvers konar viðskiptahættir eru þetta?” Þingeyri ER NEMA VON AÐ BAKKUS SÉ KÁTUR — yfirvöld loka augunum fyrir ófengisneyzlu unglinga, segir Þingeyringur Þingeyringur skrifar: „Áfengisvandamálið er okkur íslendingum þungti skauti. Of- drykkja hefur valdiö upplausn á mörgu heimilinu — Bakkus kóngur hefur aldrei haft það eins náðugt og einmitt nú. Alvarleg þróun hefur átt sér stað undanfarin ár — Bakkus hefur náð að teygja arma sina um unglingana í æ rikari mæli. Sifellt færist aldur unglinga, sem hafa neytt áfengis, niður á við — þannig er nú komið að alls ekki er óalgengt að börn innan við fermingu hafi neytt áfengis. Nokkuð sem var óhugsandi i minu ungdæmi. Alvarleg þróun, ekki satt? Við þessu ber að spyrna af öll- um mætti. Þvi miður er við ramman reip að draga. Full- vaxta fólki finnst ekkert at- hugavert við að útvega börnum áfengi. Yfirvöld taka allt of lint á þessum málum — loka augun- um. Hér á Þingeyri eigum viö við mikinn vanda að striöa, sem er áfengisneyzla unglinga. Margt kemur til. A Þingeyri virðist ekki nokkur vandi fyrir börn að komast yfir áfengi — einstakl- ingar hér selja og útvega böm- um oft áfengi . Afleiðingin er sú að oft má sjá unglinga — börn — dauðadrukkin og ekki er það fögur sjón. Þessir einstaklingar eru kærðir fyrir yfirvöldum en það er eins og að tala við stein. Sá sem er kærður segir einfald- lega: — Ég, selja unglingum áfengi! Af og frá! Þá er málið látið niður falla. Hins vegar vita allir hverjir það eru sem standa að baki þessu.Það er bara rétt einsog yfirvöld áliti þetta vera I lagi — alls ekki saknæmt! Er nema von að Bakkus sé kátur, hann hefur fengið yfirvöld i lið með sér!” Fékk far — en rétt með herkjum — af því að það var laust sœti í vélinni Ósk Bjarnadóttir skrifar: „Svo sem alkunna er flýgur Flugfélag Islands ekki beint til Þórshafnar — heldur er farið með farþega til Akureyrar og þeirfara siðan með Norðurflugi áfram til Þórshafnar. Þetta er i sjálfu sér allt i lagi — ef vel væri að málum staðið. Á miðvikudaginn var flogið til Akureyrar frá Raufarhöfn — flugvélin lenti um hádegið. Sið- an þurftu farþegar að biða á flugvellinum frá hádegi og fram til kl. 7. — Það sér hver heilvita maður að slikt getur ekki geng- ið. Það er ekki hægt að láta fólk biða allan þennan tima úti á flugvelli. Dóttir min býr á Þórshöfn og siðastliðið sumar ætlaði hún til Þórshafnar frá Reykjavik. Eins og venja er var flogið til Akur- eyrar — en er þangaö var komið var henni tilkynnt að ekki væri hægt að fljúga til Þórshafnar. Tja, nú voru góð ráð dýr. Hvað átti konan að gera? Hún gat ekki verið á Akureyri — þekkti engan. Þvi varð hún að fara til Reykjavikur — en henni var sagt að hún þyrfti að borga fyrir farið. Að sjálfsögðu fannst henni ekkert réttlæti i þvi. — Hún fór til Akureyrar á þeirri forsendu að halda áfram til Þórshafnar. Eftir mikið stapp fékk hún loks- ins far til Reykjavikur — með herkjum — af þvi að það var laust sæti i vélinni. Mér finnst Fl skylt að flytja farþega til baka i slikum tilvikum — ekki er hægt að skilja fólk eftir einhvers staðar úti á landi.” Hver sprengdi? Markhyltingur spyr: „A dögunum voru miklar kin- verjasprengingar i Markholtinu — eðlilega velta menn þvi fyrir sér hver hafi verið að verki. Þvi langar mig að spyrja: Hvað lið- ur rannsókn málsins — hefur komið i ljós hver var valdur að þessu og hefur hann þá verið á- minntur eða refsað?” Dagblaðið sneri sér til Stein- grims Atlasonar og sagði hann okkur að i ljós hefði komið hver [væri valdur að þessum spreng- ingum. Sá hinn sami hefur verið áminntur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.