Dagblaðið - 05.12.1975, Page 6

Dagblaðið - 05.12.1975, Page 6
6 Pagblaðið Föstudagur 5. desember 1975. Samúðarverkfall kennara oq nemenda í Róm: Rekinn úr starfi fyrir að vera í óvígðri sambúð Stúdentar og aðstoðarkennarar við kaþólska læknaskólann i Rómaborg hafa farið i verkfall til stuðnings prófessor við skólann, sem var rekinn fyrir að búa i óvigðri sambúð. Það var að tilstuölan Vati- kansins sjálfs, sem sálfræði- prófessorinn Giovanni Gandiglio, 42 ára, var látinn hætta störfum fyrir það, sem söfnuður hans kallaði „óreglu- legt og hneykslanlegt fjöl- skyldulif”. Prófessorinn skýrði frétta- mönnum frá þvi, að hann hefði um fjögurra ára skeið búið með þrítugri konu, mannfræðingi, sem biður skilnaðar við mann sinn. Samkvæmt itölskum lög- um verða að liöa fimm ár frá skilnaöi að borði og sæng þar til lögskilnaður er veittur. Gandiglio kvaöst vera þeirrar skoðunar, að hin raunverulega ástæða fyrir brottrekstrinum væri vinstrisinnuð lifs- og stjórnmálaskoðun sin. Mál þetta hefur enn vakið upp deilur um samband kirkju og rikis á ítaliu. Samkvæmt sátt- mála rikisins við Vatikaniö get- ur páfastóll skorið úr um hæfni kennara við kaþólska háskólann á siöferðilegum eða trúarlegum grundvelli. Geronimo veit allt um hollustu mjólkur Geronimo er stór og myndarlegur snigill, enda drekkur hann mjólk á hverjum degi. Eigandi hans i Sussex i Englandi segir Geronimo aðeins hafa verið 18 cm langan þegar hann fékk fyrst að smakka á mjólk — fyrir tilviljun. Nú er snigillinn orðinn 30 cm langur — allt mjóikinni að þakka, segir eigandinn stolti. Dökkar horfur eru f sœnskum vopnaiðnaði Horfur eru dökkar i sænskum vopnaiðnaði að sögn sænska blaðsins Dagens Nyheter, sem vitnar i nýútkomna skýrslu varnarmálaráðuneytisins i Sviþjóð. Segir þar, að einnig sé útlitið slæmt i flugvélaiönaði Saab i Linköping. Stór hluti vinnukrafts i rafeindaiðnaði, sem er hluti af vopnaiönaðinum sænska, á viðlika vonlausa framtiö fyrir sér. Segir i skýrslu ráðuneytisins ao Sviar hafi ekki mikið lengur efni á að byggja eingöngu á eigin ágætu vopnum, heldur veröi nú að fara að huga að auknum vopna- kaupum erlendis frá. Að sögn Dagens Nyheter hefur skýrslan valdið miklum umræðum og fjaðrafoki i sænska hernum. t skýrslunni er þvi hald- ið fram, að Sviar verði annað- hvort að draga mjög úr vopna- framleiöslu sinni eða einfalda hana mjög. Lagt er til, að i stað nýrrra striðsflugvéla veröi hafin notkun sjálfvirkra vitisvéla, sem séu mun ódýrari. Sagt er útilokaö, að efnahagur landsins geti boriö vopnaiðnað, sem 40 þúsund manns starfi við. A næstu fimm árum er gert ráð fyrir, að þessi tala lækki um 8000. Dagens Nyheter segir að vandamálið sé þó ekki fjöldi starfsmanna i vopnaiðnaöinum, heldur framkvæmdaörðugleikar við stærri og flóknari verkefni. Ekkja Dylan Thomas selur ástarbréf hans Astarbréf velska skáldsins og drykkjurútsins Dylan Thomas — þar sem glögglega kemur i ljós stormasamt samband hans og konu hans, Caitlin — verða seld á uppboði i London i dag. Það er ekkja skáldsins, sem hefur selt bréfin á uppboðiö. Hún býr nú i Rómaborg. I bréfunum eru ástriðufullar ástarjátningar og þau veita einstaka innsýn i hvernig ýmsar borgir heimsins komu skáldinu fyrir sjónir frá 1936—1953, er hann lézt. Bréfin eru skrifuð i New York, Chicago, San Francisco og Prag i löngum fjarvistum hans frá heimili sinu i suöurhluta Wales. Thomas lýsir San Francisco I einu bréfinu sem „beztu borg heims, ótrúlega falleg, tómar hæðir og brýr og blindandi blár himinn.” Manhattan i New York, þar sem hann lézt i nóvember 1953, lýsir skáldið sem „trylltri miöju siöasta tryllta heimsveldis á jörö”. Flest bréfanna eru skrifuð á bréfsnifsi —og eitt á bakhlið ávis- unar, sem hann fékk fyrir vinnu við kvikmyndahandrit. Hann getur um heimsóknir sin- ar til Charlie Chaplins, W.H. Aud- ens og rithöfundanna Henry Mill- ers og Christophers Isherwoods — en lætur drykkjusýki sina liggja aö mestu á milli hluta. Mandel formlega ókœrður Fylkisstjóri Maryland kom fyrir rétt í Balti- more í gær og kvaðst vera ,,ekki sekur" af ákærum um fjársvik og póstsvindl. Mandel, sem er55 ára var formlega stefnt í síðustu viku ásamt fimm vinum sínum og viðskiptafélögum. Mandel er sakaður um að hafa þegið fjármuni af vinum sínum i þakkarskyni fyrir stórt verk, sem hann sá til að þeir tækju að sér. Stórmerk uppgötvun vísindamanna í Israel: Skaðlaus valmúi rœktaður í stað ópíum-valmúans ísraelskir visindamenn hafa tilkynnt, að þeim hafi tekizt að framleiða i stórum stil verkjastiilandi lyf úr valmúa — án þess þó að lyfin séu vana- bindandi. Undirstöðuefnið i þess nýja lyfi er morfin. Afbrigði framleiðslu Israels- mannanna, sem kallast the- baine, má einnig nota til að berjast gegn eiturlyfjamisnotk- un án þess að það hafi nýja mis- notkun i för meö sér. Þessar tilraunir hafa verið geröar við Weizmann-stofnun- ina nærri Tel Aviv. Stjórnandi visindamannahópsins, sem unniö hefur aö rannsóknum þessum, segir thebaine ekki vera nýja e&iasamsetningu. Til þessa hafi ekki verið kunnar að- feröir til að vinna efniö úr ópi- um-valmúa, sem framleiðir það. Rannsókn visindamannanna var gerö með þvi, að flutt voru frá Iran þrjú tonn af the- baine-valmúa. Nýtingin varð 2%, sem er mun meira en gerzt hefur bezt til þessa, þegar náðst hafa 0.3—0.4% af morfini úr sama magni af morfin-valmúa. Arangur ísraelsmannanna er talinn vera mikill sigur i bar- áttu, sem háö er fyrir tilstilli Bandarikjamanna fyrir ræktun á thebaine-valmúa i þeim til- gangi að framleiða efni, er kem- ur I stað morfins og er ekki vanabindandi. Bandarisk stjórnvöld hafa fjármagnað starf Israelsmann- anna. Thebaine-valmúinn er ljós- rauður og gefur einungis frá sér skaölaust deyfiefni. Hviti val- múinn, sá venjulegi, gefur einn- ig frá sér ópium, sem siðan er unnið úr morfln og læknisfræði- lega gagnslaus en stórlega vanabindandi efni á borö við heróin. Fundur embœttis- manna N-Víetnam og USA í París: 1100 bandarískra hermanna enn saknað eftir Víetnam-stríðið Embættismenn stjórnar Norð- ur-Vietnam hafa fallizt á að eiga fund með ellefu bandariskum þingmönnum i Paris á morgun. Efni fundarins verður örlög bandariskra hermanna, sem saknað er I SA-Asiu. Sérstök nefnd, skipuð af Banda- ríkjastjórn til að kanna hvað orö- ið hefur af týndum hermönnum i Asiu, fór fram á fundinn. Niu nefndarmanna munu taka þátt i fundinum á morgun. Ráðgert hafði verið að halda fundinn I lok siðasta mánaðar, en honum var frestað, svo sendi- herra Norður-Vietnam i Paris gæti tekið þátt i honum. Enn eru um 1100 bandariskir hermenn ■ skráöir týndir eftir Vletnam-striðið. Bandariskir em- bættismenn telja þá nær alla látna, en Norður-VIetnamar hafa hingað til engar upplýsingar um þá gefið. Ættingjar týndu mannanna hafa lagt hart aö þingi og stjórn að beita meiri hörku i viðræðum sinum við stjórnvöld i N-Vietnam til að komast aö hvað raunveru- lega varð um mennina.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.